Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 40
V W ið sögðum frá því í síðasta HP að Björn Björnsson, aðstoðar- maður fjármáiaráðherra, myndi taka við sem bankastjóri Alþýðu- bankans og kom það ráðuneytis- mönnum verulega á óvart. Nú herma heimildir HP að upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytis, Karl Th. Birgisson, sé einnig á förum frá ráðuneytinu enda þótt hans bíði ekki bankastjórastóll. Er þá aðeins eftir Bolli Þór Boliason af þeim mönnum sem fjármálaráðherra tók með sér inn í ráðuneytið þegar hann tók við og verður sennilega erfitt fyrir ráðherrann að finna starfs- menn í stað þeirra tveggja sem nú hverfa úr þjónustunni. Hefur HP fregnað að skýringar á uppsögnum iiggi m.a. í launakjörum sem ráðu- neytismönnum er boðið upp á... ll^rmálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, fór á Vog sl. mánu- dag. Hann var þar í embætti fjár- málaráðherra, að efna það fyrirheit ríkisstjórnarinnar, _sem gefið var á tíu ára afmæli SÁÁ í október sl., en þá var heitið 15 milljón kr. stuðningi við samtökin á fjárlögum 1988. Fjár- málaráðherra afhenti formanni SÁÁ, Pjetri Maack, ávísun upp á milljónirnar fimmtán, sem vafalaust fara til þess að létta byggingarskuld- um af samtökunum, sem eins og kunnugt er- byggðu stórt og veglega. Innan SÁÁ vonast menn til þess að framlög ríkisins hafi það í för með sér að SÁÁ-menn geti nú farið að snúa sér að öðru. .. Góða helgi! Þú átt þaö skiliö SffB PIZZAHL’SI D Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 |k| ■ W ú þegar Árni Vilhjálms- son hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans er ekki sjálfgefið að annar varamaður Sjálfstæðisflokks- ins taki sæti hans. Morgunblaðið hefur greint frá því að Jón Þorgils- son sveitarstjóri muni taka þetta sæti sem reglulegur bankaráðsmað- ur, en þetta mun vera rangt. Hingað til hefur Jón mætt á fundi í forföllum Péturs Sigurðssonar en Árdís Þórðardóttir í forföllum Árna. Ekki var í fljótu bragði vitað um for- dæmi í þessum efnum og er vitað að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, skaut saman fundi um málið. Meðal ann- ars þykir sterklega koma til greina að það þurfi að kjósa í bankaráðið upp á nýtt. . . reiði ríkir meðal margra sjálfstæðismanna út í Davíð Oddsson borgarstjóra vegna fram- göngu hans t ráðhúsmálinu. Þetta kom m.a. fram á jólafundi sjálfstæð- iskvennafélagsins Hvatar, þar sem yfirleitt er drukkið kaffi, étnar kök: ur og hiustað á huggulegar ræður. í þetta skipti var borgarstjóri ræðu- maður fundarins og brá Hvatarkon- um heldur í brún, þegar Davíð hóf mál sitt. Þá kom í Ijós, að ræða Davíðs var bullandi áróðursræða fyrir nýju tjarnarráðhúsi og var hann meira að segja vopnaður skyggnum máli sínu til stuðnings. Þetta mun hafa farið illa í margan fundarmanninn og jólastemmning- in fokið út í veður og vind. . . ■ átt er meira rætt þessa dagana en bankastjóraæfingar sjálfstæðis- manna í Landsbankanum. Eftir því, sem Helgarpósturinn hefur heyrt, er talið hugsanlegt óvænt út- spil í málinu, sem felst í því, að Jón- as Haralz bankastjóri hætti við að hætta og sitji sem fastast í stólnum, sem Þor?teinn Pálsson hefur ver- ið að bjástra við að bjarga undir Sverri Hermannsson alþingis- mann. Alkunna er, að Jónas styður Tryggva Pálsson í bankastjóra- starfið, og er spurningin núna sú hvort hann vill eða getur hafnað fyr- irhugnðu starfi sínu við Alþjóða- bankann í Washington. . . Stórskemmtilegur leikur á Stöð 2 SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 — ALLTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ GLÆSILEGIR VHTKTINGAR í HVERRI VIKU Nú á nýju ári gangast Styrktarfélag Vogs og Stöð 2 fyrir skemmtilegum fjölskylduleik í beinni útsendingu á Stöð 2. Á hverju mánudagskvöldi kl. 20.30 spilum við 2 umferðir af SJÓNVARPSBINGÓ. Aðalvinningur í hverri viku verður glæsileg bifreið frá VELTI, Volvo 740 GL að verðmæti 1.100.000,- krónur. Aukavinningar eru 10 talsins. 10 hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ að verðmæti kr. 50.000,- Tölvumyndir SKIPHOLTI 50C BINGÓSPJÖLDIN VERÐASELD í SÖLUTURNUM VÍÐSVEGAR UM LAND UPPLÝSINGAR I SÍMUM 673560 og 673561 6 SPJOLDA 250 KE HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA A HVERJU MÁNUDAGSKVÖLDI VERÐUR ÞVÍ 1.600.000,00. 1. UMFERÐ: Spiluð verður ein lárétt llna um 10 aukavinninga. 2. UMFERÐ: Spilaðar verða þrjár láréttar llnur (eitt spjald) um bllinn. It STYRKTARFÉ LAG SÍMAR: 673560 og 673561 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.