Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 7
Fylgi flokkanna
Fjöldi Prósenta þeirra sem tóku afstöðu Kosn. Mis- munur
Alþýðuflokkur 65 12,9% 15,2% —2,3%
Framsóknarflokkur 99 19,6 % 18,9% 0,7%
Sjálfstæðisflokkur 136 26,9% 27,2% —0,3%
Alþýðubandalag 62 12,3% 13,4% —1,1%
Samtök um jafnrétti 3 0,6% 1,2% —0,6%
Flokkur mannsins 6 1,2% 1,6% —0,4%
Borgaraflokkur 37 7,3% 10,9% —3,6%
Kvennalisti 79 15fi% 10,1% 5,5%
Þjóðarflokkur 10 2,0% 1,3% 0,7%
Aðrir flokkar 8 1,6% 0,2% 1,4%
Alls voru 776 spurðir. Þar af svaraði 51 ekki (6,6% af úrtaki), óákveðnir voru 157 (20,2% af
úrtaki) og 63 (8,1 % af úrtaki) sögðust ekki ætla að kjósa eða myndu skila auðu. Þeir sem tóku
afstöðu til flokkanna voru þvi 505 eða 65,1 % af úrtaki.
STEINGRÍMUR
í SÉRFLOKKI
Enginn íslenskur stjórrimálamað-
ur nýtur persónufylgis á við Stein-
grím Hermannsson. Meira en helm-
ingur aðspurðra segist styðja hann
frekar en nokkurn annan stjórn-
málamann. Steingrímur er í sér-
flokki — í samanburði við kolleg-
ana er hann skýjum ofar.
Sá sem næstur kemur að vinsæld-
um er flokksbróðir og samráðherra
Steingríms, Halldór Ásgrímsson.
Hann hefur nú skotið sjálfum for-
sætisráðherranum, Porsteini Páls-
syni, aftur fyrir sig.
Pað er dálíð langt frá Þorsteini og
Halldóri að næstu mönnum á listan-
um. Þar eru þau Jón Baldvin Hanni-
balsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Albert Guðmundsson, Svavar Gests-
son og Guðrún Agnarsdóttir á svip-
uðu reki. Athygli vekur fall ráðherra
Alþýðuflokksins, en þau Jón Bald-
vin og Jóhanna voru á svipuðum
slóðum og Halldór og Þorsteinn í
samskonar könnun sem Helgar-
pósturinn gerði í nóvember síðast-
liðnum.
En töflurnar hér til hliðar segja
sína sögu um hvaða stjórnmála-
menn það eru sem njóta umtals-
verðs persónufylgis. Þar má einnig
sjá þá sem þess njóta ekki.
Vinsælustu stjórnmálamennirnir
Atkvæði Sæti í nóv.
1. Steingrímur Hermannsson 212 ( D
2. Halldór Ásgrímsson 98 ( 3)
3. Þorsteinn Pálsson 88 ( 2)
4. Jón Baldvin Hannibalsson 51 ( 4)
5. Jóhanna Sigurðardóttir 47 ( 5)
6. Albert Guðmundsson 43 ( 6)
7. Svavar Gestsson 38 ( 8)
8. Guðrún Agnarsdóttir 35 ( 7)
9. Ólafur Ragnar Grímsson 27 (10)
10. Jón Sigurðsson 19 ( 9)
11. Davíð Oddsson 18 (12)
12. Karvel Pálmason 17 (28)
13. Friðrik Sophusson 16 (13)
14. Matthías Bjarnason 15 (23)
15. Kristín Halldórsdóttir 13 (16)
15. Matthías Á. Mathiesen 13 (14)
17. Þórhildur Þorleifsdóttir 11 (18)
18. Guðmundur Bjarnason 10 (20)
Spurt var: Nefndu þrjá stjórnmálamenn sem þú vilt styðja? Alls voru 62 menn tilnefndir og
hlutu þeir 937 atkvæði samtals.
Óvinsælir þingmenn
Alexander Stefánsson* Guðmundur Ágústsson* Guðmundur H. Garðarsson* Guðni Ágústsson Jóhann Einvarðsson* Jón Kristjánsson* Jón Sæmundur Sigurjónsson* Karl Steinar Guðnason* Kristín Einarsdóttir* Málmfríður Sigurðardóttir* Óli Þ. Guðbjartsson* Skúli Alexandersson Stefán Guðmundsson Sverrir Hermannsson Valgerður Sverrisdóttir*
Þetta eru þeir þingmenn sem ekki voru tilnefndir þegar spurt var hvaða þrjá stjórnmálamenn
fólk styddi. Þeir þingmenn sem hafa stjörnu fyrir aftan nafn sitt sátu einnig á þessum lista
i nóvember.
Persónufylgi stjórnmálaflokkanna
Atkvæði I prós. Fylgi flokksins í könnuninni
Alþýðuflokkur 152 16,3% 12,9%
Framsóknarflokkur 333 35,7% 19,6%
Sjálfstæðisflokkur 212 22,7% 26,9%
Alþýðubandalag 110 11,8% 12,3%
Borgaraflokkur 57 6,1 % 7,3%
Kvennalistinn 68 7,3% 15,6%
Hér má sjá samanburð á fylgi hvers stjórnmálaflokks fyrir sig i könnuninni um hvaða flokk
fólk kysi ef kosið væri til Alþingis nú og stuöning fólks við einstaka stjórnmálamenn.
GREINARGERÐ SKAISS
Þessi skoðanakönnun var gerð
fyrir Helgarpóstinn föstudag og
laugardag 8. og 9. janúar 1988.
Hringt var í símanúmer eftir handa-
hófsúrtaki, samkvæmt tölvuskrá
Landsímans yfir virk einkanúmer
fyrir allt landið. Tölvuskráin var
unnin af Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar með heimild
tölvunefndar. Spurningum var beint
til þeirra sem svöruðu og voru 18
ára eða eldri og var haft samband
við alls 776 einstaklinga.
Niðurstöðurnar voru leiðréttar
eftir kyni, aldri og búsetu. Áhrif
leiðréttingarinnar á metið fylgi
reyndust hins vegar vera óveruleg,
eða innan við eitt staðalfrávik. Nið-
urstöðurnar eru því birtar óvegnar.
Spurt var:
Ef kosið væri til alþingis núna,
hvaða flokk myndir þú kjósa?
Styður þú ríkisstjórnina eða ekki?
Getur þú nefnt 1—3 stjórnmála-
menn sem þú styður eða vilt styðja?
Niðurstöðurnar birtast í meðfylgj-
andi töflum og súluritum.
Steingrímur Hermannsson
„Ég er út af fyrir sig ekkert undr-
andi á þvi að stuðningur rikisstjórn-
arinnar hafi fallið, sem ég vona að sé
bara tímabundið. Það er alveg Ijóst
að þær róttæku breytingar sem gerð-
ar hafa verið á tolla- og söluskatts-
lögum — sem voru í grundvallar-
atriðum nauðsy nlegar — koma áreið-
anlega mjög illa við marga, að
minnsta kosti til að byrja með. Ég
held að framtíðin fari mjög eftir því
hvernig ríkisstjórninni tekst á næstu
vikum að sýna fram á að þessar
breytingar verði eins og við höfum
sagt. f öðru lagi er því ekki neita, og
ég verð mjög mikið var við það í mín-
um flokki, að menn eru að verða
óskaplega óþolinmóðir í sambandi
við efnahagsmálin: Mikil óánægja
með þróun fjármagnsmarkaðarins,
hækkun vaxta, stöðu grundvallar-
atvinnuveganna o.s.frv. Framtíðar-
fylgi ríkisstjórnarinnar mun einnig
standa eða falla með því hvernig á
þeim málum verður tekið á næstu
1—2 mánuðum. Þessi þróun sýnir sig
í fylgi flokkanna, ég sé að Framsókn-
arflokkurinn hefur farið eitthvað nið-
ur frá síðustu DV-könnun eins og
aðrir stjórnarflokkar, en stjórnar-
andstaðan fer upp.
Hvað stuðning við einstaka stjórn-
málamenn varðar er ég að sjálfsögðu
þakklátur fyrir það traust sem mér er
sýnt og ætla að reyna að vera þess
verðugur. Og ekki er ég undrandi að
Halldór skuli hafa hækkað, að mínu
mati hefur hann staðið sig afburða-
vel, t.d. nú í kvótamálinu."
fþg
Ólafur Ragnar Grímsson
„Ég er tiltölulega ánægður með
þessa niðurstöðu. Hún sýnir að Al-
þýðubandalagið er byrjað að rétta
við og sýna árangur af því starfi sem
við höfum unnið frá landsfundinum.
Alþýðubandalagið bætir í þessari
könnun mest við sig allra flokka og
hlutfallslega bætir það rneira við sig
en Framsóknarflokkurinn og
Kvennalistinn. Það er einnig ánægju-
legt að Alþýðubandalagið hefur
dregið þannig á Alþýðuflokkinn að
nú skilja ekki nema 0,6% flokkana.
Þessi niðurstaða er okkur þvi hvatn-
ing að halda áfram að gera Alþýðu-
bandalagið að hinum róttæka og
breiða flokki íslenskra jafnaðar-
manna, sem verður reiðubúinn að
hafa hér forystu fyrir nýrri landstjórn
þegar að því kemur að núverandi rik-
isstjórn fer frá.
Ástæða fyrir litlum vinsældum rík-
isstjórnarinnar er fyrst og fremst
aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem
koma niður á almenningi í landinu,
en einnig hin mikla óstjórn og sam-
stöðuleysi sem einkennir ríkisstjórn-
ina."
phh
Jón Baldvin Hannibalsson
„Miðað við þann atgang sem verið
hefur og þær atrennur sem gerðar
hafa verið að Alþýðuflokknum er ég
sáttur við þessa niðurstöðu. Hún
sýnir mér að flokkurinn er harðari af
sér í mótlæti en ýmsir ætluðu. Ég lít
svo á að ríkisstjórnin — og fyrir hana
má lesa Alþýðuflokkurinn hvað varð-
ar skattkerfisbreytingarnar — hafi á
þessum seinustu vikum oröið undir í
áróöursstríðinu og það endurspegl-
ast í þessum tölum. Framsókn geldur
þess ekki — hvaða kastljósi hefur
verið að henni beint, hvað hefur
brotnað á henni, hvaö hefur hún verið
að gera?
Þetta er viðvörun til stjórnarinnar
og lýsir því sennilega að menn eru
óánægðir með frammistöðu ríkis-
stjórnarinnar. Það kemur mér ekkert
á óvart, út af fyrir sig. Myndin af þess-
ari ríkisstjórn sýnir hana sem fremur
sundurleita. Það hefur verið hvert
upphlaupið á fætur ööru. Þetta er
fjölmiðlamyndin og hún hefur sín
áhrif. Engu að síður hefur þessi ríkis-
stjórn komið meiru í verk á hálfu ári
en stjórnir sem náð hafa að sitja heil
stjórntímabil."
phh
Albert Guðmundsson
„Mér líst vel á stöðu Borgara-
flokksins, þetta sýnir enn einu sinni
að hann er að festa sig meira og betur
í sessi. Og persónulega er ég mjög
ánægður með mína stöðu. Það kem-
ur mér síðan ekki á óvart að stjórnar-
flokkarnir tapi fylgi — þaö er mikill
órói i Alþýðuflokki og Sjálfstæðis-
flokki, en sá síðarnefndi er kominn
svo langtfrá öllum sínum stefnumál-
um að hann hlýtur að tapa sjálfstæð-
isfólki yfir til Borgaraflokksins. Ég
nefni sem dæmi aö flokkurinn var
alltaf á móti hörðu verðeftirliti, en nú
er það stefnuatriði að siga verölags-
eftirlitinu á atvinnurekendur. Ný-
frjálshyggjan er að eyðileggja flokk-
inn. Það er allt að koma fram sem
Gunnar Thoroddsen sagði í sinni
ræðu, þegar hann varaöi Sjálfstæðis-
flokkinn viö þessum leiðum sem
hann nú er að fara.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt að
Framsóknarflokkurinn skuli halda
sínu og gott betur, stjórnarforystan
var vissulega miklu sterkari í tið
Steingríms en er í dag. Allir stjórnar-
andstöðuflokkarnir vinna á og ef
meiri fréttir hefðu komist út til fólks-
ins af þeirri miklu vinnu sem hún var
samtaka um, m.a. gegn matarskatt-
inum og skattpíningarfrumvörpun-
um, þá hefði ávinningur stjórnar-
andstöðunnar orðið enn meiri. Hún
er í sókn, en stjórnin á niðurleið — og
útleið."
fyg
Guörún Agnarsdóttir
„Alþýðuflokkurinn virðist enn vera
sá sem fyrst og fremst geldur verka
þessarar rfkisstjórnar. Það kemur
fram bæöi á stuðningi fólks við flokk-
inn og ráðherra hans. Sjálfstæðis-
flokkurinn er rétt aö byrja að borga
sinn toll, en Framsókn stendur enn
ótrúlega ósnortin eins og hún hafi
hvergi komið nálægt ríkisstjórnar-
samstarfinu. Það er óskiljanleg friö-
helgi og reyndar forvitnilegt rann-
sóknarverkefni.
Nú eru margnefndir hveitibrauðs-
dagar stjórnarinnar liönir og napur
raunveruleikavindur hins nýja árs far-
inn að leita inn um glufurnar i stjórn-
arsamstarfinu. Ég heid að vinsældir
þessarar ríkisstjórnar muni fara ört
dvfnandi þegar heimilin fara að finna
fyrir verðhækkununum á matvöru
vegna söluskatts og annarra efna-
hagsráðstafana stjórnarinnar. Stjórn-
arandstaðan hefur staðið sig vel þaö
sem af er, meðal annars við að sporna
gegn þessum rangláta matarskatti,
og hefur sú barátta skilað sér í fylgis-
aukningu. Kvennalistakonur njóta
greinilega vaxandi fylgis i skoöana-
könnunum og megum við vel viö
una, en munum þó ekki ofmetnast
heldur halda áfram að vinna sam-
viskulega og vera málstað okkar trú-
Ólafur G. Einarsson
„Ég geri ráð fyrir að skýringa á þessu
sé að leita í þeim umræðum um mörg
mál og stór sem hafa átt sér stað i
þinginu núna frá þvi f desember og
fram á þennan dag. Þessi umræða
hefur verið okkur óhagstæð vegna
þess að viö höfum litið getað varið
okkur. Við höfum þurft að takmarka
ræðuhöld okkar í þinginu til aö tefja
ekki afgreiðslu þessara mála og
stjórnarandstæöingar hafa nánast
einir haldið uppi málflutningi og
gegn þessum málum. Það hefur einn-
ig áhrif aö vegna þessa hefur ekki
náðst að afgreiða mál á þeim tíma
sem ríkisstjórnin vildi og þannig hef-
ur á sinn hátt beðiö ósigur. Ég tel að
þetta skýri að mjög miklu leyti þessa
niðurstööu. Þaö verður Ifka aö segj-
ast aö stjórnarandstaðan hefur, frá
hennar bæjardyrum séð, haldið vel á
sínum áróðri. Hún hefur einbeitt sér
að þvi að gera stórt mál úr þessum
svokallaða matarskatti og hamrað
eingöngu á þvf. Hún hefur hins vegar
ekkert talað um það hagræöi sem
fylgir f kjölfar annarra breytinga.
Skýringuna á minnkandi fylgi rfkis-
stjórnarinnar er jafnframt að finna i
þessu. Menn virðast vilja halda
tryggð við sína flokka, en ætli veröi
ekki aö skýra þetta sem svo aö menn
vilji breyta um ríkisstjórn."
phh
HELGARPÓSTURINN 7