Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 36
Krafturinn gerir aö verkum aö hann getur brotist i gegnum varnir andstæðinganna þrátt fyrir aö þeir hangi í honum.
Ósjaldan hefur hann fariö inn með „tvo á bakinu".
og Kristján Arason. Birgir Björnsson
hefur einmitt sömu sögu að segja af
Alfreð, hann var tilbúinn til að
leggja á sig mikla vinnu til að ná
langt: „Alfreð hafði viljann til að
gera það sem þurfti og hann er líka
afskaplega metnaðargjarn, sem
menn verða að vera. Alfreð segir
sjálfur að það hafi orðið mikil breyt-
ing þegar Birgir kom norður og tók
að sér þjálfun KA-liðsins: „Þá kom í
fyrsta skipti einhver alvara í leikinn
hjá okkur. Þetta hafði meira verið
gert til gamans fram að því svo ég
held að það sé óhætt að segja að
það hafi skipti sköpum fyrir mig og
verið mikilvægur áfangi á mínum
ferli."
Það er gaman að skoða umfjöllun
blaða um leiki Alfreðs með ICA-lið-
inu; 1977 hefur hann t.d. gert þrjú
mörk í þremur tilraunum í leik gegn
Þór og íþróttafréttamaður Dags á
Akureyri tiltekur að hann megi gera
meira af því að skjóta því skotkraft-
ur sé mikill og hittni góð. Þetta var
í október, en strax í janúar er skrifað
um Alfreð að hann sé að verða ein
mesta skytta Akureyringa. Árið
1979 má líka sjá að hann skorar oft-
ast ekki miklu færri en 10 mörk í
leik, gjarna fleiri, og það fylgir sög-
unni að hann hafi gert það þrátt fyr-
ir að vera tekinn úr umferð heilu leik-
ina.
Þegar Alfreð var að byrja í meist-
araflokksliði hjá KA lék með honum
Þorleifur Ananíasson. Þorleifur lék
með meistaraflokki KA yfir tuttugu
ár og hefur fylgst vel með ferli Al-
freðs, allt frá því þeir hófu að leika
saman 1976: „Hann gat ekki neitt í
yngri flokkunum, var stirður og það
var ekkert sem sýndi þá að hverju
stefndi. Svo byrjaði hann hreinlega
að æfa miklu meira en allir aðrir."
I LANDSLIÐIÐ
Árið 1979 verða næstu straum-
hvörf á ferli Alfreðs þegar hann er
valinn í landslið íslands skipað leik-
mönnum undir 21 árs. Þetta ungl-
ingalið náði, undir stjórn Jóhanns
Inga Gunnarssonar, 6. sæti á heims-
meistaramótinu sem haldið var í
Danmörku. Jóhann Ingi minnist
þess þegar Alfreð kom fyrsta sinni
til æfinga með landsliðinu: „Hann
var áhugasamur, eins og hann hefur
reyndar verið alla tíð, líkamsburðir
miklir en tækni var ábótavant. Við
æfðum í lotum allt þetta sumar og
hann kom alltaf að norðan og svo
lét ég hann hafa heimaverkefni til
að fara með norður milli æfinga.
Eftir því sem ég best veit var hann
að æfa sig í stofunni heima hjá sér,
að plata pabba sinn í vörninni til að
læra nýja tækni. Það sýnir vel
hversu mikinn áhuga hann hafði á
að ná langt.“ Alfreð sagði reyndar
að hann hefði síðar frétt að Birgir
Björnsson hefði verið ódrepandi í
að vekja athygli á þeim efniviði sem
hann hefði í höndum, hefði óspart
beitt til þess persónulegum sam-
böndum.
OG SVO SUÐUR
Eftir að heimsmeistarakeppni
unglingalandsliða lauk í Danmörku
árið 1979 ákvað Alfreð að fara suð-
ur til Reykjavíkur og spila handbolta
jafnhliða því að stunda nám við Há-
skóla íslands. Hann gekk til liðs við
KR þrátt fyrir að mörg lið hefðu bor-
ið í hann víurnar. „Eg man það að
einu sinni voru menn frá þremur lið-
um á Akureyri samtímis og vildu all-
ir fá að tala við mig og ég var í mestu
vandræðum með að finna tíma fyrir
þá alia." Alfreð minnist þess einnig
að það var mikil pressa frá Akureyr-
ingum á að hann gengi ekki til liðs
við KR, enda hefur KR alltaf verið
með eindæmum óvinsælt félag fyrir
norðan. Lið KR var þá ekkert sér-
staklega sterkt en Alfreð segir að
hann hafi m.a. valið KR að ráði Jó-
hanns Inga, vegna þess að þar fengi
hann bestu þjálfunina. Þá var Hilm-
ar Björnsson, fyrrum landsliðsþjálf-
ari, við stjórnvölinn. Alfreð vildi sjá
einhvern árangur — alltaf verið
metnaðargjarn — ogsömuleiðis tak-
ast á við að axla ábyrgð innan þess
liðs sem hann léki með, frekar en að
ganga til liðs við lið sem hefði fyrir
mjög sterka leikmenn.
Hjá KR lék Alfreð þrjú keppnis-
tímabil, var fyrst hjá Hilmari, síðan
Jóhanni Inga Gunnarssyni og loks
hjá núverandi landsliðsþjálfara
Dana, Anders Dahl Nielsen, og á
þessum árum átti KR mjög sterkt lið,
líklega það sterkasta sem félagið
hefur átt um margra ára skeið. Það
var ekki síst fyrir tilstilli Alfreðs
enda segir Jóhann Ingi að hann hafi
verið allt í öllu hjá KR á þessum ár-
um og langbestur og af blaðaskrif-
um þessara ára má ráða að það er
rétt. KR-ingar urðu bikarmeistarar
undir stjórn Jóhanns Inga 1982 og
sama ár varð Alfreð markakóngur
Islandsmótsins, skoraði 109 mörk í
14 leikjum. Þetta ár gerði hann sín-
um gömlu félögum í KA ljóta skrá-
veifu þegar KR sigraði KA með yfir-
burðum og Alfreð negldi tuðrunni í
netið 21 sinni. Þetta mun vera
markamet, a.m.k. í stóru húsi. Árið
áður hafði hann átt við meiðsli að
stríða og aðeins leikið 9 leiki en
skoraði 62 mörk í þeim, m.a. 15 í
einum leiknum. Hann var svo auð-
vitað fastamaður í landsliðinu á
þessum árum. Síðasta árið sem Al-
freð var hjá KR var íslandsmótið tví-
skipt, fyrst var leikin deildakeppni
og svo spiluðu fjögur efstu liðin um
titilinn þegar því var lokið. Að auki
var mótið klippt í sundur vegna
þátttöku íslands í B-keppninni í
Hollandi en þar varð ísland í 7.,
'sæti. KR-ingar stóðu sig hins vegar
ekki vel í þessari lokakeppni og þar
með missti hann af íslandsmeistara-
titlinum.
...ÞAÐAN TIL
ÞYSKALANDS
Þegar þarna var komið sögu var
Alfreð farinn að renna hýru auga til
Þýskalands og vildi gjarna komast
þangað til að spila handbolta og
sem fyrr létu tilboðin ekki á sér
standa. Það voru ein fjögur lið sem
voru að fylgjast með Alfreð um þær
mundir. Dankersen var fyrst til að
opinbera áhuga sinn. En fyrir B-
keppnina var íslenska liðið á
keppnisferðalagi í Danmörku og
þar var þýska stórliðið Gummers-
bach að fylgjast með Dananum
Morten Stig Christensen. Alfreð átti
mjög góða leiki í þessari Danmerk-
urferð og það varð til þess að þáver-
andi þjálfari Gummersbach,
Rúmeninn Ivanescu, fékk áhuga á
honum. Eftir B-keppnina setti
Gummersbach sig síðan í samband
við Jóhann Inga, sem þá var þjálfari
Kiel í Þýskalandi, og bað hann að
hafa samband við Alfreð. En í milli-
tíðinni höfðu orðið þjálfaraskipti hjá
Gummersbach, Ivanescu var farinn
frá félaginu og hafði tekið að sér
þjálfun Tusem Essen og hann var
ákveðinn í að fá Alfreð til liðs við
sig. Alfreð ákvað að taka tilboði
Essen og Jóhann Ingi aðstoðaði
hann síðan við samningsgerðina og
enn á ný hafði hann haft hönd í
bagga með það hvaða lið Alfreð
valdi. Rétt eftir undirritunina kom
siðan tilboð frá Atletico Madrid.
Essen er mjög sérstakt félag og
þegar Alfreð skrifaði undir samn-
inginn við félagið þurfti Jóhann Ingi
að votta mannorð hans og að hann
væri ekki síður félagslega góður en
handknattleikslega. Jóhann Ingi,
sem er núverandi þjálfari hjá Essen,
segist oft hafa minnst þessa með
forseta félagsins og þeim komi sam-
an um að þetta hafi líklega verið
léttasta undirskrift hans í gegnum
tíðina.
TITLAR MEÐ TUSEM
ESSEN
Þegar Alfreð kom til Essen var
ástandið kannski ekki alveg ósvipað
og hjá KR. Liðið var ekki mjög
sterkt, hafði naumlega bjargað sér
frá fálli árið áður og þótti ekki lík-
legt til afreka. Aftur lágu svipuð rök
fyrir félagaskiptunum og þegar
Alfreð afréð að ganga til liðs við KR,
löngunin til að takast á við erfiða
stöðu frekar en að ganga til liðs við
stórlið og löngunin til að vera hjá
góðum þjálfara, sem Ivanescu er.
Auk þess fór gott orð af Essen sem
félagi, að það kæmi vel fram við
leikmenn sína, ólíkt því sem er hjá
sumum þýskum félögum.
En það skipuðust fljótt veður í lofti
hjá Essen. Fyrsta árið sem Alfreð lék
með liðinu var það aðeins fimm
mínútum frá því að tryggja sér
þýska meistaratitilinn, tapaði síð-
asta leiknum á útivelli með einu
marki en þurfti aðeins jafntefli til að
verða meistari. Næsta ár, 1985, varð
liðið í þriðja sæti og eftir það hefur
liðið orðið þýskur meistari tvö und-
angengin ár og er sem stendur í
fimmta sæti. Að auki komst Essen í
fjögurra liða úrslit í Evrópukeppni
meistaraliða í fyrra og var þar með
eitt af allra bestu liðum heimsins
það árið. Allan þennan tíma hefur
Alfreð verið lykilmaður í liðinu,
bæði í vörn og sókn.
EINN BESTI
VARNARMAÐUR í
ÞYSKALANDI
Essen hefur verið þekkt sem besta
varnarlið deíldarinnar til margra
ára og eitt árið settu leikmenn fé-
lagsins met með því að fá aðeins á
sig þrettán mörk að meðaltali í leik.
Jóhann Ingi sagði að Alfreð væri, að
sínu mati, einn sterkasti varnarmað-
ur Bundesligunnar og bætti því við
að mestu skyttur í Bundesíigunni
léku ógjarnan gegn honum. Jóhann
sagði einnig að Alfreð væri mjög vel
liðinn af dómurum í Þýskalandi
vegna þess hversu heiðarlegur
varnarmaður hann þykir, gengur
aldrei of langt og beitir engum
fólskubrögum. Guðjón Guðmunds-
son, aðstoðarmaður Bogdans með
landsliðið, tekur undir orð Jóhanns
Inga með varnarleikinn og segir að
Alfreð sé fyrst og fremst geysilega
sterkur varnarmaður.
En Alfreð er alls ekki bara sterkur
varnarmaður, hann er einnig mjög
góður sóknarmaður. Guðjón Guð-
mundsson segir t.d. að hann sé mjög
vaxandi sóknarmaður og í dag séu
ekki fleiri en fjórir til fimm leik-
menn í heiminum sem standa jafn-
fætis Alfreð í þeirri stöðu sem hann
leikur. Alfreð vildi þó ekki taka und-
ir þau orð að hann væri sérlega vax-
andi sóknarmaður, nema að átt
væri við með landsliðinu. Reyndar
hefur hann mjög gott skor í Bundes-
ligunni, hefur að meðaltali skorað
110—120 mörk á ári, sem þýðir milli
4 og 5 mörk í leik. Og þegar vítaköst
eru frátalin hefur hann alltaf verið
með 10 markahæstu mönnum í
deildinni. Deild sem Jóhann Ingi
segir að sé sú erfiðasta í heiminum
vegna þess hversu jafnsterk hún er.
Og Jóhann Ingi bætir því við að
mikilvægi Alfreðs fyrir lið Essen
hafi kannski aldrei komið betur í
Ijós en það sem af er þessu keppnis-
tímabili. Vegna mikilla meiðsla hef-
ur Alfreð þurft að taka á sig aukna
ábyrgð og hann hefur oft á tíðum
haldið iiðinu á floti í vetur, hefur
skorað langflest mörk liðsins. Jó-
hann Ingi hefur einnig þetta að
segja um sóknarleikinn hjá Alfreð:
„Hann hefur bætt mikið við sig, er
gífurlega hættulegur maður á móti
manni og ekki síður skapar hann
mikið pláss fyrir aðra leikmenn, sem
er mjög góður eiginleiki." Jóhann
Ingi segir einnig að Alfreð sé þó
fyrst og fremst heilsteyptur leik-
maður, leikmaður heildarinnar, eftir
því sem honum hafi farið fram
tæknilega hafi skilningur hans á
leiknum í heild aukist og sennileg-
ast sé hann nú að nálgast hátind
ferils síns, geysilega sterkur varnar-
lega og mjög góður sóknarlega.
Allir þeir sem rætt var við voru
sammála um að mesti styrkur Al-
36 HELGAFSPÓSTURINN