Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 12
18 ÍSLENMNGAR ÞJÁLFAÐIR
Nýju stöövarnar í gagniö 1990.
Bolungarvík fékk vatnshreinsistöö. Hagnýting vegna
innlendrar sjóumferöar órœdd.
Alls 18 íslendingar hafa verid þjálfabir í Bandaríkjun-
um og rábnir til starfa í væntanlegum ratsjárstöövum
varnarlibsins á Stigahlíöarfjalli viö Bolungarvík, á
Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og fyrirliggjandi stööv-
um á Stokksnesi og Miönesheiöi. I þessum stöövum
veröur fylgst meö hvers konar flugumferö, en viörœöur
um mögulega hagnýtingu stöövanna fyrir íslenska skipa-
umferö og landhelgisgœslu eru rétt aö hefjast. Enn eru
2 ár í aö nýju stöövarnar tvœr veröi teknar í notkun.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
íslendingarnir 18 munu starfa á
vöktum í þessum fjórum ratsjár-
stöðvum. Þetta eru rafeindavirkjar
eða menn með reynslu af sambæri-
legum tækjum. Þeir voru á nýliðnu
ári í tveggja mánaða þjálfun í Burl-
ington við Boston í Bandaríkjunum
hjá fyrirtækinu Raytheon Service
Company og enn fremur í Okla-
homa, í skóla bandarísku flugmála-
stjórnarinnar, en eru um þessar
mundir að hefja 6—8 mánaða verk-
lega þjálfun í ratsjárstöðinni á
Stokksnesi.
Þessar stöðvar, hver á sínu lands-
horninu, verða „alsjálfvirkar",
þannig að allar upplýsingar um flug-
umferð fara sjálfkrafa frá þeim í
gegnum fjarskiptakerfi Pósts og
sima til móðurstöðvar á Keflavíkur-
fiugvelli og þaðan til Reykjavíkur
eftir því sem við á. Samkvæmt Jóni
Böövarssyni, forstöðumanni Rat-
sjárstofnunar, og Þorsteini Ingólfs-
syni varnarmálaskrifstofustjóra
munu fslendingarnir á engan hátt
túlka eða skilgreina flugumferðina,
þ.e. lesa úr kortunum hvers konar
flugvélar eru á ferð, borgaralegar
eða hernaðarlegar. Hlutverk íslend-
inganna verður samkvæmt þeim
eingöngu að fylgjast með að búnað-
urinn sé í gangi og virkur og tryggja
að boðin berist móðurstöðinni á
Keflavíkurflugvelli.
SENDA SUÐUR ÁN
SKILGREININGAR
„Við komum ekki til með að sitja
við skjána, heldur sjáum við ein-
göngu um tæknilegt viðhald og
rekstur," sagði Ari Már Pálsson, einn
átjánmenninganna. Samkvæmt
þessu er hlutverk fslendinganna
ekki að neinu leyti hernaðarlegt,
nema þá óbeint á þann hátt að þeir
stuðla að því að hernaðarlegar upp-
lýsingar komist örugglega í réttar
hendur eins og hinar borgaralegu.
Á hinn bóginn er hernaðariegt
mikilvægi stöðvanna ótvírætt, en
hlutverk núverandi stöðva er að
finna, fylgjast með og auðkenna all-
ar flugvélar í nánd við og innan loft-
varnasvæðisins og að leiðbeina
orrustuvélum að flugvélum, sem
ekki hafa verið auðkenndar. Nýjar
stöðvar breyta ekki hlutverki kerfis-
ins, en gera það fullkomnara og
sjálfvirkara og við bætist aukin inn-
lend hagnýting kerfisins. Mikilvægi
þessara boðskipta í vörnum GIUK-
hliðsins svokallaða (Grænland-Is-
land-Bretland) er ótvírætt og þeir
sem mest mótmæltu tilkomu nýju
stöðvanna óttast einkum að þær
verði óhjákvæmilega skotmörk í
hugsanlegri styrjöld, en að sögn Ara
Más telur hann engan átjánmenn-
inganna hafa áhyggjur af slíku.
„Þessi umræða hefur blossað upp af
og til en dottið jafnharðan niður.
Eins og þegar Loran-stöðin á Gufu-
skálum kom til — sem enginn vill nú
vera án, hún hefur enda bjargað ófá-
um mannslífum."
VATNSHREINSISTÖÐ Á
BOLUNGARVÍK
Tilurð hinna nýju ratsjárstöðva á
Vestfjörðum og á Langanesi má rekja
til langtímaáætlunar NATO frá 1978
um eflingu loftvarna, en í júlí og
nóvember 1981 framkvæmdi
bandaríska herforingjaráðið endur-
skoðun þar sem fram þótti koma að
nauðsyn væri á breytingum á bún-
aði til að efla styrk Keflavíkurstöðv-
arinnar til ioftvarna landsins og
varna sjóleiðanna yfir N-Atlantshaf,
en stór og mikil „göt" voru í ratsjár-
kerfum Vesturheims. í október 1985
var samþykkt að hefjast handa við
framkvæmdirnar vegna nýju stöðv-
anna, sem hvor um sig verður 1.150
fermetrar að stærð. Framkvæmdir
eru nú langt komnar, en reiknað er
með því að með öllum búnaði hefji
stöðvarnar rekstur í byrjun árs
1990.
Mikil pólitísk umræða upphófst
þegar hugmyndin að nýju stöðv-
unum kom upp og dró að ákvörðun.
Á Bolungarvík var þannig hart deilt
um væntanlega stöð. Þar hafa um-
ræða og andstaða legið að mestu
niðri eftir blysför og kosningabar-
áttu 1986, en kunnugir telja þó að
umræða þessi og óttinn við að stöð-
in yrði skotmark í styrjöld hafi átt
stóran þátt í miklum kosningasigri
Alþýðubandalagsins þar í sveitar-
stjórnarkosningunum 1986. Á hinn
bóginn hafa Bolvíkingar þegar
fengið vegna stöðvarinnar sérstaka
vatnshreinsistöð, enda mengunar-
hætta talin talsverð — og aðeins um
yfirborðsvatn að ræða en ekki lind-
arvatn. Að ekki sé talað um atvinnu-
uppbót af þessari stöð og væntan-
lega búsetu manna með sérþekk-
ingu.
SJÓUMFERÐIN ENN
ÓRÆDD
Að sögn Ólafs Kristjánssonar,
bæjarstjóra Bolungarvíkur, var það
eitt af skilyrðum þeirra að uppbygg-
ingin væri í höndum heimamanna
svo og rekstur eftir því sem menntun
væri til. Uppbyggingin væri þó und-
ir umsjón íslenskra adalverktaka.
Fyrir austan urðu umræður ekki
eins miklar, en þó mótmæltu á sín-
um tíma „Friðarsamtök kvenna á
Þórshöfn og nágrenni" fyrirhuguð-
um framkvæmdum. Einkum beind-
ist óánægjan að því hversu litlar
upplýsingar væri að fá um hlutverk
og tilgang stöðvarinnar.
Reyndar má segja að stöðvar
þessar hafi verið „seldar" íslending-
unum með skírskotun til þess að hve
miklu gagni þær kæmu íslending-
um sjálfum hvað varðar umferð
flugvéla og skipa og ykju þannig ör-
yggi sjómanna og gerðu landhelgis-
gæslu virkari. Enn sem komið er er
aðeins flugumferðin inni í myndinni
og varla að umræður um tæki til að
fylgjast með sjóumferðinni séu
hafnar. Ekki fór þjálfun átjánmenn-
inganna fram með þennan mögu-
leika inni í myndinni. Að sögn Þor-
steins Ingólfssonar hjá varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins er
enn ekki hægt að greina frá umræð-
unum um þessi efni, að öðru leyti en
að þær snúast nú helst um hverjir
taka á móti viðkomandi upplýsing-
um og vinna úr þeim og hvort al-
mennur rekstrargrundvöllur er fyrir
hendi.
12 HELGARPÓSTURINN