Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 28
númer, aldur o.s.frv. Dag einn setur maður nokkur sig í samband við Fegge-Hansen og reynist maður þessi hafa selt ímynd sína erlendu stórveldi sem ætlar að hagnýta sér hana við njósnir. Til hægðarauka kynnir hann sig undir nafninu „Seven Age Madness", en kýs að koma fram í dagsljósið aftur með því að nota nýju ímyndina sem hópurinn var að enda við að hanna. Eftir nokkrar viðræður fram og til- baka verður hópurinn sammála um að þessi nafnlausi maður — hann er kallaður „den identitetslose" á dönsku — geti fengið ímyndina ef hann sigrar í einvígi á móti sjálfum raunveruleikanum. Keld Gall Jörgensen LEIKLIST Djörfung og dug Þrátt fyrir núverandi sýningar hjá Alþýðuleikhúsi og P-leikhúsinu hafa ekki verið sett upp mörg verk eftir Harold .Pinter hér á íslandi. Aðallega er það vegna þess að leik- rit hans eru flókin og skapa erfið- leika sem fáir leikstjórar þora að glíma við. Oftast er enginn sögu- þráður, og þar sem er söguþráður er hann langt frá því að vera aðalatriði leikritsins. í verkum Pinters er það tungumálið sjálft sem ræður, og ef til vill er það meira áberandi í Heim- komunni en í nokkru öðru verki hans. Andrés Sigurvinsson og P-leik- húsið hafa unnið stóran sigur með því að ná eins miklu og raun ber vitni úr þessu erfiða leikriti. Burtséð frá ýmsum vandamálum, sem eru afleiðingar allra þýðinga á Pinter, er þessi sýning bráðfyndin og yndis- lega absúrd. Hjalti Rögnvaldson leikur frábærlega vel sem Lenni. Alltaf finnur hann leið til að túlka þessa persónu, jafnvel þegar hann þegir. Það sama má segja um Rúrik Haraldsson, sem hefur miklu minna hlutverk en Hjalti. Rúrik sýnir allt það sem atvinnuleikari á að geta sýnt á sviði þó svo að texti hans sé ekki mikill. Róbert Arnfinnsson leik- ur föðurinn Max, með svo miklum krafti að þegar hann hættir að tala er nánast hægt að snerta þögnina. Ragnheiður Arnardóttir er Ruth eins og Pinter sjálfur hefði viljað hafa hana. Hún leikur einu konuna í leikritinu, en eins og Rúrik tekst henni alltaf að leika með þeim hreyfingum sem skipta mjög miklu máli í þessu verki, eða eins og hún segir: „Ef til vill er hreyfingin mikil- vægari en orðin sem menn gefa frá sér." Halldór Björnsson, sem leikur yngsta soninn, Jóa, er ef til vill að- eins of líkamlega æstur í sínu hlut- verki en yfirleitt tekst honum að túlka græningjann Jóa sem skilur lítið annað en ofbeldi. Um Hákon Waage, sem leikur Tedda, er erfitt að dæma. Að mínu viti er Teddi lykilpersónan í leikritinu. Hann hefur fátt að segja (Lenni og Max tala mest) en á að sýna mikið vald. „Ef það er skepna í Heimkom- unni þá er það Teddi," segir Pinter sjálfur en Hákon virðist frekar vera týndur í einhverri þoku, að minnsta kosti fyrir hlé, þar sem hann lætur hina stjórna öllu. Þetta er mest áber- andi rétt fyrir hlé þegar faðir hans, Max, biður Tedda að taka utan um sig. Á þessu augnabliki er það Teddi sem á að hóta, en í stað þess virkar hann vandræðalegur og hálfhrædd- ur við pabba sinn. Það sem Pinter sagði um Hús- vörðinn gildir einnig um flest leik- rita hans, að þau séu fyndin „að vissu marki". Þegar markinu er náð tekur eitthvað annað við sem bæði er al- varlegra og dýpra. Þó að margt sé frábærlega vel gert hér vantar ein- mitt það sem ekki er fyndið, það sem leyfir áhorfendunum að skynja dýpri merkingu leikritsins. Að hluta til verður þessi skortur að skrifast á reikning Hákons, sem á að vera sterkari og mun hættulegri en hann er. Hins vegar átti hann ekki ann- arra kosta völ vegna þess að það virðist hafa verið ákveðið að láta húmor ríkja yfir öliu í sýningunni. Heimkoman flokkast ekki undir realisma, en ekki heldur undir absúrdisma, og þetta hefur Guðný Richards túlkað vei með leikmynd sinni. Leikritið vekur margar spurn- ingar sem leysast ekki á einfaldan hátt og sumar leysast aldrei. Pinter heldur því fram að það sé mjög erfitt að skilja fólk, oftast vegna þess að fólk vill ekki láta skilja sig. Bak við slíkan feluleik ríkja ógn og öryggis- leysi. Aftur á móti verður það að koma skýrt fram að leikarinn sjálfur skilji hvers vegna hann segir eitt en ekki annað, en á þessari sýningu er þetta ekki alltaf Ijóst. Þrátt fyrir ýmsa galla er Heim- koman áhugaverðasta sýningin sem nú er í gangi. Andrés hefur sýnt mikið hugrekki með því að setja þessa sýningu upp. Pinter sjálfur gafst upp á að ieikstýra eigin verk- um fyrir löngu. Því miður er verkið eingöngu sýnt í janúar. Tryggið ykk- ur miða strax! Martin Regal Snöggt kom síld og fór Síldin kemur og síldin fer, en í þessu tilfelli innan þriggja tíma. ís- lendingar virðast þurfa mikið á söngleikjum að halda og ég efast ekki um að þessi eigi eftir að verða mjög vinsæll. Þetta er hressileg sýn- ing, full af söng og miklum húmor. Að vissu marki skapast fjörið af leik- húsrýminu sjálfu sem gefur svo miklu fleiri möguleika en önnur leikhús í Reykjavík. Leikararnir birt- ast úr öllum hornum hússins, þar á meðal úr loftinu! Stundum virkar sýningin meira eins og sirkus en söngleikur — er ekki verri fyrir það. Þó margir leikararnir standi sig vel verða þær Hanna María Karlsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir að fá mest lofið. Þær leika tvær ofboðs- legar gellur sem láta ekkert fram hjá sér fara, enda með afbrigðum af- skiptasamar. Yfirleitt þarf Eggert Þorleifsson sjaldan að reyna mikið á sig til að vera fyndinn og þessi sýn- ing er þar engin undantekning á. Sama má segja um Guðrúnu Ás- mundsdóttur sem sýnir hæfileika sína sem gamanleikari betur og bet- ur. Eg sá ekki leikritið áður en það varð að söngleik en hér skiptir síldin sjálf afar litlu máli. Stykkið er byggt upp á persónum sem vinna í síldinni og vandamálum þeirra. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem leikur sveita- stúlkuna Jöklu, er sérstaklega skemmtileg og Ponni, leikinn af Valdimari Flygenring, er mjög sann- færandi sem skipstjóri sem skilur að Jökla er eina konan sem getur stað- ið á móti honum. En það sem gerir húsið sjálft skemmtilegt sem leikhús býr einnig til ýmis vandamál. Til dæmis var stundum ómögulegt að heyra og sjá hvað var að gerast þaðan sem ég sat. Því miður er allt of miklu beint til þeirra áhorfenda sem best sitja við sýningunni og ekki nægilegt jafnvægi þar á. Áð auki er það greinilegt að sumir leikararnir kunna ekki að nota míkrófónana á réttan hátt. Ef tækið er á bringunni er ekki hægt að snúa höfðinu án þess að snúa líkamanum samstundis, ann- ars er sungið út í loftið og það týnist algjörlega. Einnig eru nokkrar súlur sem skyggja á sviðið og fólkið sem sat efst uppi sá ekki nema neðri helminginn af leikurunum í svefn- kofanum á annarri hæð, þar sem stór hluti leiksins fer fram. Það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að slíkt gerist án mikillar fyrirhafnar og ef til vill er besta lausnin sú að fækka sætum í salnum. Það hafa ekki allir gaman af söng- ieikjum en það er samt ánægjulegra að sjá íslenska söngleiki en erlenda. Valgeir Guðjónsson hefur tryggt að það er aldrei skortur á skemmtileg- um lögum og textarnir eru meðal hans bestu. Höfðar jafnt til ungra sem aldinna, en þar sem það verður örugglega hægt að sjá Síldina í júní, tryggið ykkur þá miða á Heimkom- una fyrst! Martin Regal TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit œskunnar Þessi fyrirmyndarhljómsveit starfar með miklum blóma í trássi við hin margumtöluðu „lögmál efnahagslífsins" sem þjóðin er löngu búin að fá ofnæmi fyrir, þökk sé hagfræðingum og pólitíkusum. Það sönnuðu tónleikarnir 8. mars sl. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Paul Zukofsky dvaldi hér um jólin, eina ferðina enn, og kenndi og æfði frá morgni til kvölds. Við eigum mikið hæfileikafólk í músík, góða tónlistarskóla, og svo kemur Zuk- ofsky: þá kemst sannarlega hreyfing á hlutina. Hann er ekki aðeins einn besti fiðlari, sem ég hef hlýtt á, held- ur líka frábær kennari og hljóm- sveitarstjóri. Það er öllum ljóst nema forráðamönnum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem leyfa sér þann vafasama lúxus að láta hann ekki stjórna. Og Zukofsky hefur fengið frábæra menn héðan til liðs við sig: Bernharð Wilkinson, Joseph Ognibene, Joanne Opgenorth, Ás- dísi Valdimarsdóttur, Arnþór Jóns- son, Richard Korn og Maarten van der Valk sem er nýfluttur hingað. Svo gengu ýmsir ungir hljóðfæra- leikarar, — sem eru við nám erlend- is, en dvöldu hér heima um jólin, — til liðs við æskufólkið og úr því varð styrkt æskuhljómsveit. Á efnisskránni voru tvö verk að þessu sinni, Pákusinfónían eftir Haydn og þriðja sinfónía Schu- manns, sem kennd er við fljótið Rín. Oft hafa viðfangsefnin verið um- fangsmeiri og nútímalegri, t.d. 9. sinfónía Mahlers og Vorblót Strav- inskís, en það er nauðsynlegt að iðka klassísk og rómantík líka, því það er undirstaðan. Það er skemmst frá að segja að flutningur allur var ótrúlega góður. Maður setur ekki fyrir sig smávægilega hnökra þegar ungt fólk spilar, séu gallarnir hvorki stórvægilegir ná margir og leikið er SÝNINGIN SEM SLÓ í GEGN Á NÝÁRSDAG! GILDIHF Maggi Kjartans yfirflugstjóri og áhöfn hans hafa viðkomu í mörgum bestu dægurlöndum endurminninganna - og þeir Pálmi Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Rúnar Júl, Engilbert Jensen, Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri listamenn skapa stemninguna. Góður matur, fyrsta flokks skemmtun, danshljómsveit í sérflokki og frábærir gestir gera laugardagskvöldið í Súlnasal að frábærri byrjun á nýja árinu. Verð á þessu öllu er aðeins kr. 2.900. Og munið: Þessi dagskrá verður aðeins í janúar! Tryggið ykkur far í tíma. Flugfarseðlapantanir í síma 29900. Brottför kl. 19:00 Flugglaðir hf. tilkynna brottför flugs SAG 66 til dægurlanda öll laugardagskvöld í janúar. Ýmsar helstu stórstjörnur íslenskrar poppsögu síðustu tveggja áratuga verða um borð og bera fram hugljúfar og bráðfjörugar tónlistarkræsingar meðan kokkarnir á Sögu sýna listir sínar. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.