Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2
Hafa einhverjir skráð sig? „Viö erum búnir aö fá um eða yfir 30 ábendingar um fjall- myndarlega karlmenn, en þaö er ekki búiö að ákveöa enn- þá hverjir keppa. Viö reiknum meö aö keppendur veröi sjö, átta eða jafnvel níu og við eigum eftir aö ganga á þessa karlmenn sem þegar hefur veriö bent á og fá einhverja þeirra til aö vera með. Ég reikna með aö þaö verði fleiri en 7 til 9 sem vilja vera meö og þá á eftir að velja úr hópnum." Til hvers eruð þið að þessu? „Við viljum koma íslenskum karlmönnum á framfæri, bæði hér heima og erlendis. Jafnvel þá sem fyrirsætum." Ykkur er full alvara? „Já, okkur er full alvara. Við reiknum með aö þessi keppni verði árviss viðburður. Þetta er ekki vaxtarræktar- keppni og þetta er ekkert grín — þetta er full alvara." Ykkur finnst sem sé „fegurð" ekki afstætt hugtak? „Auövitað er fegurð afstætt hugtak. Því er erfitt að neita. En við höfum fyrirmyndina að svona keppni, Ungfrú ís- land, og keppni eins og þessi er til úti í heimi. Hvers vegna þá ekki að leika sama leikinn?" Á hvaða aldri eiga keppendur að vera? „Við setjum engan hámarksaldur, enda hefur hver aldur sína fegurð. Hins vegar þurfa keppendur að verða 18 ára á árinu, ekki yngri." Eruð þið komnir í samkeppni við Broadway? „Samkeppni? Nei það held ég nú svona tæplega. Enda var það ekki ætlunin að fara í neina samkeppni. Hins vegar finnst okkur alveg sjálfsagt að færa svona stórviðburði hingað norður til okkar og þetta er liður í því að sýna frum- kvæði hér." Hverjir verða í dómnefndinni? „Það liggur ekki fyrir hverjir verða í dómnefndinni fyrr en eftirnæstu helgi. Þóerákveðið að Anna Margrét Jónsdótt- ir, Ungfrú ísland 1987, verði meðal dómara. Ennfremur er öruggt að Bryndís Schram verður kynnir en annað er ekki alveg komið á hreint." Koma keppendur fram á baðfötum? „Já, þeir koma fram í samkvæmisklæðnaði og síðan á sundskýlum." Fær Herra Island kórónu? „Nei, Herra ísland fær að sjálfsögöu ekki kórónu. Herra ísland fær silfursleginn pípuhatt og verður krýndur með honum á glæsilegan hatt. Þessi hattur er unninn af gull- smíðastofunni Skarti hér á Akureyri." Fylgja titlinum einhverjar skyldur? „Nei, honum fylgja engar skyldur." Hvenær rennur út frestur til að skrá sig í keppnina? „Hann rennur út 22. janúar." Farið þið eftir öllum ábendingum? „Já, við gerum það. Það er mikið um að kvenfólk hringi í okkur með ábendingar og við könnum auðvitað alla möguleika. Helst reynum við að hitta þessa karlmenn enda höfum við enn ekki fengið margar ábendingar úr Reykjavík. Það er fólk í Reykjavík sem er að vinna í þessum málum þar fyrir okkur." Til hvers ættu karlmenn að taka þátt í þessari keppni? „Þeir myndu koma sér á f ramfæri, en fy rst og fremst ætti þetta að verða skemmtilegt. Verðlaunin ættu auðvitað að freista karlmanna, sólarlandaferð með Útsýn og fataúttekt í fataverslun JMJ hér á Akureyri. Allir keppendur fá Ijósa- tíma og snyrtivörur og þeim standa til boða þjálfun og tím- ar í líkamsrækt." Jafnréttisbaráttan heldur áfram á ýmsum sviðum. Nú hafa þrjú fyrirtæki á Akureyri, Hljóðbylgjan, skemmtistaðurinn Zebra og Stjörnusól, ákveðið að efna til keppni um titilirm „Herra Island" 13. febrúar nk. á skemmtistaðnum Zebra á Akureyri. Við höfðum samband við Ómar Pétursson, útvarpsstjóra á Hljóðbylgjunni, og spurðumst nánar fyrir um keppnina. FYRST OG FREMST BOJtGARA FLOKIíURim Opinn fundur um fiskveiðistjórnun verður haldlnn þriðjudaoinn 12- januar kl. 20.30 I Holiday Inn. Frunrmwlaadt: Jónason. Stjórn kjördæmafélags Reykjavíkur. BORGARAFLOKKURINN auglýsti sl. sunnudag i Mogga opinn fund um fiskveiðistjórnun. Sjálft fundarboðið kom ekki á óvart, en það gerir frum- mælandinn, Hreggviður Jónsson. Eftir málþófið í desember þar sem þingmaðurinn þagði og komst fyrir bragðið í heimsmetabækur velta menn því fyrir sér hvort hann hafi slegið metið sl. þriðju- dag og þagað enn lengur . . . VOLVA Vikunnar spáir því að einhver útvarpsstöð muni hætta á árinu. Ekki svo ólíklegt og menn velta því stíft fyrir sér hver þeirra það muni vera. Búið að skera mikið niður á rás 2 og næsta skref kannski að leggja hana niður. Eða er það Ljósvakinn sem gengur ekki sem skyldi? Kannski Stjarnan fari á hausinn — eða þá að félagslega útvarpsstöðin Rót deyi strax á sínu fyrsta ári. Af nógu er að taka. Ef til vill er spádómur völvunnar svo bara óeiginlegrar merkingar og hún á við sam- dráttinn i rekstri RÚV sem auð- vitað drepur stofnunina á endanum... OG ENN um jólaleikritið. Það fór víst fyrir brjóstið á aldraðri móður ungs manns sem sagði frá því síðar í óspurðum fréttum að hún hefði náð að segja fjórtán sinnum á meðan á sýningu þess stóð: Nei, nú horfi ég ekki á þennan hrylling lengur. Það þarf víst ekki að taka það fram að kerlingin sat sem fastast allan tímann. BRÁVALLAGÖTUHJÓNIN Halldór og Bibba fóru nokkrum orðum um áramótaskaup sjón- varpsins í þætti sínum á Bylgjunni fyrir skemmstu. Bibbu fannst skaupið skemmtilegt en Halldóri þótti það víst ekki. Samt var ekki laust við að menn greindu einhvern meinhæðinn tón í tali Bibbu, eins og verið væri að benda fólki á að þetta hefði allt verið frekar gamaldags, húmorinn þunnur og dálitið þreyttur og sumt hreinlega hallærislegt. Áramóta- skaupið er auðvitað hápólitískt mál og einhverjum hefur þótt gagnrýnin koma úr hörðustu átt enda hörð keppni meðal íslenskra grínista um að hlægja þjóðina... LÆKNAR nokkrir hafa stofnað félag sem nefnist því umhugsunar- verða nafni Félag íslenskra lœkna undir sjávarmáli! Hér munu ekki vera á ferðinni samtök lækna á kafbátum, aðstoðarlækna kafara né heldur lækna á vegum Hafrannsóknastofnunar. Nafngiftin er sem sé ,,lúmsk“ ábending frá íslenskum læknum í Hollandi um hversu „neðarlega" þeir starfa ... í DV ER um helgar liður sem heitir Hin hliðin og þar sýna ýmsir þjóðfélagsþegnar á sér þá hlið sem DV kallar hina hliðina. Þetta er svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að um síðustu helgi var einhver maður að sýna á sér þessa hlið og var, hefðinni samkvæmt, spurður að því hver væri uppáhaldsbókin hans. Hann svarar því auðvitað; Þrúgur reiðinnar eftir Hemingway! Aðrir sem lesið hafa bók með þessu nafni eftir Hemingway eru beðnir að gefa sig fram. DAGBOK útgáfunnar Varmár fyrir 1988 inniheldur meðal annars málshætti fyrir hvern afmælisdag. Ráðherrar og þing- menn eiga afmæli eins og aðrir. Málsháttur Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra er þannig: „Þeir fá sem fyrst koma." Málsháttur Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra er: „Sá er ekki fátækur, sem lítið á, heldur sá, sem aldrei þykist eiga nóg.“ Jón Baldvin fær eftirminnilega áminningu: „Vinur í valdastöðu er tapaður vinur." Albert Gudmundsson, formaður Borgara- flokksins, er einnig áminntur: „Engir verðleikar eru svo miklir, að ekki megi rýra þá með því að gera of mikið úr þeim.“ Sverrir Hermannsson fær hins vegar sérstaka hvatningu í sókn sinni í bankastjórastól hjá Lands- bankanum: „Guðirnir geta ekki aðstoðað þann, sem lætur sér- hvert tækifæri sleppa úr greipum sér.“ JýflSSRTRÚÐUR í\ PIILLI DTEIN5 ^áEG&JU... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Morgunskattur Furðar mig hver andsk. það er „Ég pœli lítið I skák." sem ónafngreindur refur — GUÐFRI'ÐUR lilja grétarsdóttir, besta matarkyns í munn á sér SKÁKKONA ÍSLANDS OG ÞRISVAR ISLANDS- MEISTARI, 1 MBL. 13. JAN. SPURÐ HVORT HUN í morgunskattinn hefur. GERÐI ANNAÐ EN TEFLA OG LÆRA. Niðri 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.