Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 15
skrifað bækur um efnið, m.a. „Sub- liminal Seduction" og „Media Sex- ploitatiorí'. KYNLÍFSTABÚ í GOS- AUGLÝSINGU í bókinni „Subliminal Seductiorí' reynir Key prófessor að sýna fram á notkun neðanmarkaskilaboða (þ.e. neðan marka meðvitaðrar skynjun- ar) í ýmsum auglýsingum, á forsíð- um tímarita og í kvikmyndum. Birt- ir Key myndir af nokkrum auglýs- ingum, bæði eins og þær komu fyrir augu lesenda og einnig stækkar hann einstaka hluta þeirra máli sínu til stuðnings. í sumum tilvikum sér maður fljótlega móta fyrir stöfum eða útlínum fólks, en ekki gengur það nú alltaf. Raunar leggur prófess- orinn áhersiu á að maður greini hvorki orðin né myndirnar nema slaka alveg á og hætta að rýna af einbeitni. Best sé að láta augun líða rólega og átakalaust um auglýsing- una. Það eru hins vegar ekki eingöngu klúr orð og léttklætt fólk, sem notuð eru til að kitla undirmeðvitund okk- ar í auglýsingum. Dýr koma þar iíka við sögu, ásamt ýmsu sem tengist dauðanum. Key segir t.d., að dýra- myndir hafi verið teiknaðar á gin- fiösku í auglýsingu frá Gilbey's (sjá mynd). Segir hann þetta mestmegn- is vera hundahöfuð. En það virðist fremur sakleysislegt’ miðað við það, sem prófessorinn ies út úr ákveðinni Sprite-auglýsingu (sjá einnig mynd). Auglýsingin birtist í karlaritinu Esquire og var henni því beint til þess aldurshóps og þeirrar mann- gerðar, sem les slík rit. Segir Key gosflöskuna tákna getnaðarlim og styður þá fullyrðingu í löngu máli, en síðan beinir hann augum lesand- ans að glasinu við hlið flöskunnar. Þar sé nefnilega ýmislegt að gerast — nánar tiitekið rétt fyrir ofan sneið af súraldini. Orðrétt segir í bókinni: „Hægri hlið klakans fyrir ofan súraidinsneiðina myndar hrygg á dýri, sem annaðhvort er stór og loð- inn hundur með frammjótt trýni eða hugsanlega ísbjörn. Fætur dýrs- SiGNCT.4*it T9HP.l’U >>Q) SUBLIMINAL SEDUCTION HERt ARf 'Mj StCftET WAVS AO MtN AROUSt YOUH -----—•‘HOOUC15 _______ _____L.BY WILSON BRYAN KEY W*TM AN INIROO.X flöf; BY MARSMAil AVtUHAN ANO A ifc ftAtit INSiiHI or R£VÍ AliTK. ÞHOTOORAWK iMAC.i S Bókarkápa ritsins „Subliminal seduction" eftir Wilson Bryan Key prófessor. í undirtitlinum er spurt: „Verður þú fyrir kynferðislegri áreitni af völdum þessarar myndarT" og ennfremur fullyrt að bókin leiði í Ijós hvernig auglýsingasmiðir koma vör- um á framfæri með því að nota alls kyns áreiti. Fólk, sem vinnur við aug- lýsingagerð, kannast hins vegar ekk- ert við að nota umrædd vinnubrögð. ins liggja tii vinstri eins og efri hluti súraldin-sneiðarinnar. Dýrið virðist hafa handleggina (eða fæturna!) utan um aðra veru, sem hefur sítt og kvenlegt hár. Andlit verunnar er rétt ofan við höfuð dýrsins. Stöðu þeirra er eiginiega ekki hægt að lýsa betur en að segja, að þau séu í samfarastellingum. ísbjörninn, hundurinn, eða hvað þetta nú er, hefur sem sagt samfarir við nakta konu... inn í Sprite-auglýsinguna var bætt kitlandi neðanmarkaert- ingu í formi fordæmdrar kynlífsat- hafnar." TÖLVUSTÝRÐ HLJÓÐ- STJÓRN GERIR ÝMIS- LEGT MÖGULEGT En það eru ekki bara auglýsendur, sem notfæra sér næmni mannshug- ans. Þetta er líka tíðkað í kvik- myndagerð og í tónlist. Sumir halda því jafnvel fram, að neðanmarka- hljóð séu í nær öllum popplögum, sem gefin eru út í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Menn eru hrein- lega ekki samkeppnisfærir nema nota þetta!" sagði t.d. einn viðmæl- andi okkar. Hilmar Örn Hilmarsson tónlistar- maður tjáði blaðamanni að mikið væri núorðið unnið með neðan- markatóna í tónlistarheiminum — bæði erlendis og hér á landi. „Það er hægt að gera ýmislegt í góðum hljómgreinum! En þetta flokkast nú líka eiginlega undir músík... Tölvu- stýrð hljóðstjórn er komin á svo hátt stig að margt, sem gert er, myndi ef- laust fiokkast fyrir neðan skynjun- arþröskuldinn. Það er hægt að klippa hljóð niður í einn hundrað- asta úr sekúndu! í rauninni er það bara rökrétt að menn fari út í þetta, hvort sem er í auglýsingum, tónlist eða kvikmynd- um. Markmiðið hlýtur jú alltaf að vera það, að ná sem sterkustum áhrifum. En það er ekki bara farið niður fyrir skynmörkin með hljóð- um og myndunum. Það er hægt að beita fleiri aðferðum við auglýsinga- gerð, t.d. því sem á ensku nefnist „neuroiinguistic programming" (geðræn og málvísindaleg forritun) og víða er farið að kenna. Þá eru orðaröð, orðaval og setningaskipun sálfræðilega úthugsuð með það fyr- ir augum að láta lesandanum finn- ast hann hafa dottið niður á það EINA rétta.“ Blends, boudbons,Canadians: lendusyourears. Dónalega Sprite-auglýsingin. Þegar Ijósmynd hefur verið tekin af mynd- inni í bók Keys og Ijósmyndin síðan prentuð er því miður ekki lengur hægt að greina isbjörninn og konuna. Þau eru þó vel merkjanleg á mynd- inni í bókinni. Aðspurður um dæmi um kvik- myndir, þar sem neðanmarkahljóð- um hafi verið beitt, nefndi Hilmar Örn til sögunnar myndirnar Exor- cist og Earthquake. „Við gerð fyrr- nefndu kvikmyndarinnar voru tek- in upp á segulband hljóð í grísum, sem verið var að leiða til slátrunar, og þau spiluð rétt undir heyrnar- tíðni í mestu spennuatriðunum. Þetta jók mikið á áhrif þessara atriða. En í Earthquake tóku þeir upp nístandi hræðsluöskur og spil- uðu þau undir heyrnartíðni, þegar persónur myndarinnar voru í sem mestri hættu og spennan í há- marki." VINSÆL KENNING EN ÓSÖNNUÐ Ekki vildi Ólafur Stephensen kannast við að neðanmarkaskila- boðum væri komið fyrir í ísienskum auglýsingum. Sagði hann raunar, að þetta væri „tómt þvaður“. Fyrir nokkrum árum hefðu farið af stað miklar tröllasögur og málið hefði verið tekið fyrir á alþjóðlegri ráð- stefnu auglýsingahönnuða, en eng- inn hefði kannast við að þetta væri notað. „Þetta er dæmigerð fjöður, sem verður að hænu,“ sagði Ólafur. Hann tjáði blaðamanni ennfrem- ur, að menn hefðu enga kunnáttu til að koma skilaboðum af þessu tagi á framfæri, enda fengi hann ekki heila brú í það hvernig fólk ætti að fara eftir hlutum, sem það hvorki heyrir né sér! Við höfðum þá samband við sál- fræðing og spurðum hann álits á fullyrðingum bandaríska prófess- orsins. Sagði sálfræðingurinn þetta vera mjög vinsæla kenningu, þar sem það lægi fyrir, að minni manna ‘-’væri eins og radar. Það tæki inn öll merki, sem það skynjaði. Maðurinn gleymdi hins vegar öllu, sem væri neðan skynþröskuldsins. A.m.k. hefði ekki tekist að sanna annað! Hins vegar sagðist sálfræðingur- inn ekki efast um að reynt væri að setja neðanmarkaskilaboð inn í auglýsingar. Hvort þau yrðu síðan til þess að lesendur keyptu frekar eina vörutegund en aðra — mörgum mánuðum eftir að þeir sáu hina „áreitnu" auglýsingu — væri hins vegar allt önnur saga! Þetta er ginauglýsing með dýrahöfð- unum, sem vrtnað ertil í greininni, en óvíst er að „teikningarnar" skili sér nægilega vel í prentuninni. Bandarískur prófessor heldur því fram, ad leyni- legum skilaboöum sé komid fyrir í auglýsingum, á forsíöum tímarita og í kvikmyndum til þess aö auka áhrif þeirra. Wilson B. Key segir auglýsingahönnuöi m.a. „teikna“ léttklœddar konur og „skrifa“ klám- yröi, sem heilinn nemur en augaö ekki. Þessu afneita bœöi erlendir og íslenskir auglýsingamenn. BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. Á FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á STAÐNUM. BÍLPLAST Vbgnhöföa 19, simi 686233. PóttMndum. Ödýrir sturtubotnar. Tökum að okkur trefjaptaatvinnu. >á.M!A l-»---tA roijK) tsransin. HANDMENNTASKÓLI ÍSLANDS Sfmi 27644 box 1464 1 21 Reykjavík Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttartil baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við upþá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. I ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNiNGARRIT I HMI MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU NAFN. I I ^HEIMILISF.. KÉR^SIÁSE ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. ‘FRÁ LORÉAL PARÍS HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.