Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson
Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friörik Þór Guðmundson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson.
Prófarkir: Sigriður H. Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Jim Smart
Útlit: Jón Óskar
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson
Sölu- og markaösstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Siguröur Baldursson.
Áskrift: Guðrún Geirsdóttir
Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir
Aösetur blaösins: er í Ármúla 36, Reykjavík, simi 91-681511.
Útgefandi: Goðgá hf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Að reka menn — og
banka
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ráða sér bankastjóra.
Hann er Sverrir Hermannsson. Hann hefur að vísu meiri
reynslu í að reka menn en banka, og var alls ekki kjörinn
á þing fyrir flokk sinn í Austfjarðakjördæmi til að setjast
í stól bankastjóra, en hvað um það, vegir stjórnmálanna
er vandrataðir. Þeir sem í vor ætluðu sér stóra hluti í ráð-
herrastóli voru neyddir inn í banka. Eftir situr þingflokk-
ur Sjálfstæðisflokksins, einum sjálfstæðum sjálfstæðis-
manni fátækari. Þingflokkurinn verður meðfærilegri, en
spurning um áhrifin fyrir Sjálfstæðisflokkinn — og
Landsbanka íslands.
Hér var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að
ráða sér bankastjóra. Það er raunveruleikinn. Þannig lít-
ur hann út. ÖIl afgreiðsla málsins jaðrar hins vegar við
það að vera lagabrot. Hún gengur þvert á anda þeirra
laga sem gilda um stjórn ríkisbanka.
Sjálfstæðisflokkurinn kýs ekki menn í bankaráð ríkis-
bankanna. Bankaráðsmenn eru ekki fulltrúar flokka,
eða fasteignir, sem flokkarnir hafa parkerað á kontórum
ríkisbankanna og geta skipað út og suður. Bankaráðs-
menn starfa í umboði Alþingis. Alþingi og stjórnmála-
flokkur eru tvennt ólíkt.
Dr. Arni Vilhjálmsson er ekki kosinn af Sjálfstæðis-
flokknum í bankaráð Landsbankans og veður því í villu
og svíma, þegar hann er að láta þvæla sér í að ræða mál-
efni bankans við Þorstein Pálsson, eða aðra menn óvið-
komandi bankanum að öðru leyti en því að eiga þar ávís-
anareikning. Dr. Árni Vilhjálmsson átti að ganga á fund
fulltrúa Alþingis og kvarta yfir því að fá ekki frið til að
sinna þeim störfum, sem hann tók að sér í umboði Al-
þingis, fyrir þeim Þorsteini Pálssyni, Friðriki Sophussyni
og Birgi ísleifi Gunnarssyni. Hann átti í rauninni að
ganga á fund Þorvalds Garðars Kristjánssonar og kvarta
í stað þess að segja af sér bankaráðsstöðunni og viður-
kenna með því yfirráðarétt þriggja manna sem alls ekki
eru í stjórn Landsbankans og bera hreint enga ábyrgð á
rekstri hans gagnvart Alþingi.
1. janúar sl. tók við starfi umboðsmanns Alþingis Gauk-
ur Jörundsson, vandaður fræðimaður í júru, og líklegur
til að láta mikið að sér kveða í ungu embætti. Það færi
vel á því að hann gerði þetta bankastjóramál Sjálfstæðis-
flokksins að sínu fyrsta verkefni f.h. kjósenda og Alþingis
og kannaði, hvort afskipti forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins í máli þessu séu í samræmi við strangasta skiln-
ing laganna.
Kvennalistinn
Samtök um kvennalista — Kvennalistinn — hafa eina
ferðina enn sannað í skoðanakönnun HP, að þau njóta
verulegs stuðnings meðal þeirra sem þátt taka í slíkum
könnunum. Kvennalistinn er skv. könnuninni þriðji
stærsti stjórnmálaflokkurinn. Vinsældir samtakanna og
árangur í kosningum á síðasta ári eru merkustu tíðindi
í stjórnmálalífinu hin seinni ár, ef undan eru skilin fylgis-
hrun Sjálfstæðisflokksins og persónulegar vinsældir
Steingríms Hermannssonar.
Samkvæmt HP-könnuninni er Kvennalistinn stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Fulltrúar hans hafa
ítrekað kvartað yfir því að vera hunsaðir á opinberum
vettvangi fjölmiðlanna og hafa þeir ýmislegt til síns máls
í því efni, en þögnin um Kvennalistann tekur ekki af hon-
um fylgið. Það staðfesta skoðanakannanir — og kosning-
ar. Þær hafa að mestu sniðgengið sukk í pólitík — gengið
á undan með góðu fordæmi. Það er kannski veigamesta
skýringin á stöðugu fyígi Samtaka um kvennalista.
10 HELGARPÓSTURINN
'
Söluhappdrætti Helgarpóstsins
Dregið var í söluhappdrætti Helgarpóstsins sl. fimmtudag, 7. janúar. Verðlaunin voru
litsjónvarpstæki frá Hljómbæ. Sú heppna var að þessu sinni Bára Oddsdóttir, Mosfells-
bæ, og sést hún hér á myndinni taka við þessum veglegu verðlaunum. En söluhapp-
drættið heldur áfram. Næst verður dregið í febrúarbyrjun og þá verða einnig glæsileg
verðlaun í boði.
Lausnir á jólaleikjum HP
Grídarlegur fjöldi lesenda Helgar-
póstsins sendi inn lausnir á verd-
launakrossgátu, myndgátu og Ijós-
myndagetraun bladsins. Dregid var
um verölaunahafa viö hátíölega
athöfn á ritstjórn.
Lausn myndgátunnar sem R. Lár
setti saman er þessi: Verkföll hafa
verið óvinsæl hjá yfirvöldum en
nú byrja þau hjá ríkisstjórninni
og má búast við að þau verði víð-
tæk á komandi ári.
Vinningshafinn er Bryndís
Jónasdóttir, Asparfelli 6, 111
Reykjavík. Hún fær senda bók-
ina Gunnlaðarsögu eftir Svövu
Jakobsdóttur. Bókin kom út fyrir
jólin og fékk mjög góða dóma.
Lausn ljósmyndagetraunarinnar
er þessi: 1. Oddur Ólafsson 2. Herdís
Þorgeirsdóttir 3. Kristinn Sigtryggs-
son 4. Arnar Jensson 5. Tómas
Helgason 6. Björn Guðbrandsson 7.
Vigdís Grímsdóttir 8. Sævar Karl
Ólason 9. Arnór Hannibalsson 10.
Kristján Árnason 11. Jón Magnús-
son 12. Amy Engilberts 13. Geir
Hallgrímsson 14. Sigurlaug Bjarna-
dóttir 15. Erlingur Gíslason 16.
Bragi Ásgeirsson 17. Björgvin Hall-
dórsson 18. Rúrik Haraldsson 19.
Kristín Einarsdóttir og 20. Sigríður
Guðmundsdóttir.
Allt eru þetta menn sem hafa ver-
ið í opnuviðtali HP og myndirnar
tók Jim Smart svo sem sjá mátti.
Vinningshafinn er Ásdís Einars-
dóttir, Dunhaga 19, 107 Reykja-
vík. Hún fær sent nýútkomið ritsafn
Sigurðar Nordal í þremur bindum.
Lausn verðlaunakrossgátunnar er
hér til hliðar. Verðlaunahafinn er
Hulda Nóadóttir, Hlíðarhvammi
3,220 Kópavogi og fær hún senda
bókina Móður, konu, meyju eftir
Nínu Björk Árnadóttur.
Helgarpósturinn þakkar þeim
fjölmörgu lesendum sínum, sem
sendu inn lausnir, fyrir þátttökuna.