Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 25
Tengibyggingin séð að utan frá Fríkirkjuvegi.
Loksins eigid húsnæði
Listasafn Islands vígt með stórri yfirlitssýningu
Þann 30. þessa mánadar veröur
Listasafn Islands opnad í nýjum
húsakynnum viö Fríkirkjuveg, eftir
langa biö. Byggingarsaga safnsins
hefur veriö iöng og húsnœöi þess
auövitaö alltaf veriö ófullnœgjandi.
Eins og leigjandi í kvistherbergi hjá
Þjóöminjasafninu. Háföi reyndar
veriö á götunni fram aö því. Safniö
var stofnaö 1884 og hefur því þrjú
ár umfram aö vera aldargamalt
þegar þaö loksins hefur eignast eig-
iö húsnæöi. Menningarþjóöin ís-
lendingar. Safniö var hins vegar
ekki opnaö formlega fyrr en 1951,
varö sjálfstœö stofnun samkvœmt
lögum tíu árum síöar. Nú á aö opna
meö sýningu á verkum úr eigu
safnsins sem sýnir úrval verka þess
og vœntanlega margt þaö besta sem
íslensk myndlist hefur haft upp á
bjóöa á þessari öld.
Óhætt er að segja að hin nýju
húsakynni safnsins séu glæsileg.
Eins og mönnum er kunnugt er það
að hluta til í því húsi sem áður var
skemmtistaðurinn Glaumbær, en sá
skemmtistaður hefur orðið frægari
en aðrir, einkum af því hann brann.
Það hefur á hinn bóginn orðið Lista-
safninu til happs þó skömm sé frá að
segja. Hús þetta teiknaði Guðjón
Samúelsson og var það fyrsta húsið
sem hann teiknaði eftir að hann
kom heim. Síðan hefur verið byggt
við það hús og hefur Garðar Hall-
dórsson, húsameistari ríkisins,
teiknað nýja húsið. Samtenging hús-
anna hefur tekist með ágætum og
er glerskálinn sem tengir þau sér-
lega glæsilegur, bjartur og opinn. I
safninu eru alls fjórir salir og sagði
Bera Nordal að þeim hefðu enn ekki
verið gefin nöfn en það væri hins
vegar meiningin að gera það. Á
neðri hæð gamla hússins verða til
sýnis verk frumherjanna, Kjarvals,
Ásgríms, Þórarins B. Þorlákssonar,
Jóns Stefánssonar og fleiri, og á
neðri hæð hússins eru myndir eftir
næstu kynslóð, GunnlaugScheving,
Júfíönu Sveinsdóttur og fleiri. Á efri
hæð nýja hússins er það síðan
abstraktmálverkið sem ræður ríkj-
um og þar gefur að líta myndir eftir
ekki ómerkara fólk en Þorvald
Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Jón
Engilberts, Sverri Haraldsson, Karl
Kvaran og síðast en ekki síst Svavar
Guðnason auk annarra málara. í
salnum sem snýr út að tjörninni eru
síðan til sýnis nýjustu verkin eftir
yngri málara, m.a. eru þar tvö verk
eftir Erró, höggmynd eftir Jón
Gunnar Árnason og önnur eftir Sig-
urð Guðmundsson, málverk eftir
Gunnar Örnj Helga Þorgils, Georg
Guðna, Jón Óskar og marga fleiri Af
þessu má Ijóst vera að þarna gefst
mönnum tækifæri á að virða fyrir
sér margt af því sem til tíðinda hefur
talist í íslenskri myndlist á öldinni.
Bera Nordal er forstöðumaður
safnsins, tók við þeirri stöðu af
Selmu Jónsdóttur sem hafði gegnt
henni í 37 ár, allt til dauðadags.
Selma var einmitt fyrsti forstöðu-
maður Listasafns íslands, sem nú er
að upplifa einhver merkustu tíma-
mót á ferli sínum ef að líkum lætur.
KK
Þessi salur er í gamla húsinu, óneitanlega stórglæsilegur. Þarna eru til sýnis
nýjustu verk safnsins.
Plflj* I
* i 1 ‘ * i. |l j I ’ * 'VI
Séð út yfir Tjömina fré efrihæö gamla hússins.
Séð fré gamla húsinu yfir til þess nýja niður i anddyri safnsins.
TÍMANNA TÁKN
Iðnó 1953 — Þjóðleikhúsið 1988
Vesalings Vesalingarnir
í apríl 1953 voru Vesalingarnir
sýndir í Iðnó. Það kemur manni á
óvart að enginn gagnrýnandi
skuli hafa minnst á þessa sýn-
ingu. Leikgerðin var ekki keypt
frá útlöndum. Gunnar Hansen,
sem var auk þess að vera leik-
stjóri hönnuður búninga og leik-
tjalda, gerði sjálfur leikgerðina
sem var ætluð íslenskum áhorf-
endum. Islenska leikhúsið var
vanþróað í þá daga og það eina
sem hann þurfti til að skapa
þetta metnaðarfulla verk var
smávegis blek og mikill pappír.
Var ekki of djarft af fátæku
leikhúsi að setja fátæklega á svið
slíkt stórverk? Leikritið fjallaði
um fátækt og áhorfendumir á
þeim árum mundu sjálfir fátækt.
Þorsteinn Ö. Stephensen lék
Jean Valjean og Brynjólfur Jó-
hannesson Javert lögreglu-
stjóra. Stærðarhlutföll þeirra í
millum voru trúverðug bókinni
öfugt við Egil Ólafsson og Jó-
hann Sigurðarson sem fara með
sömu hlutverk í Þjóðleikhúsinu.
Ómar „litli" Ragnarsson var
Gavroche. Og þar sem við erum
farin að rifja upp leikendur þess-
arar sýningar er gaman að
benda á tvær hliðstæður. Hugs-
anlega þær einu.
Árni Tryggvason lék Thern-
andier, hlutverk sem Sigurður
Sigurjónsson fer með í dag.
Persónan eróhugnanleg en báð-
ir leikararnir eru vanir að vera
ímynd góðmennskunnar. Fyrr-
verandi Stuðmaður, Steinunn
Bjarnadóttir, lék fátæku Parísar-
stúlkuna sem deyr í götuvígi á
meðan núverandi Stuðmaður
kemst lífs af úr sýningunni.
í stað þess að reyna að bera
saman það sem ekki er sam-
bærilegt finnst mér athygli vert
að skoða hvernig Þjóðviljinn
með 35 ára millibili fjallar um
þessar tvær sýningar. Ásgeir
Hjartarson var ekki yfir sig hrif-
inn af uppfærslunni árið 1953.
Sýningin var að hans áliti of löng
og of margir óreyndir leikarar
léku í henni. En Ásgeir dáðist að
Victor Hugo og mildaði dóma
sína af pólitískum ástæðum. Það
var óþarfi að rakka niður leikrit
sem hafði litla möguleika á að
verða vinsælt. Maður hefur á til-
finningunni að Árni Bergmann
mildi líka sína dóma í dag. En af
gagnstæðum ástæðum. Hann
var ekki mjög hrifinn, maður
finnur það, en sýningin á eftir að
slá í gegn. Þetta er innflutt
neysluvara. Hann hafði sjálfsagt
ýmislegt um sýninguna að segja
en vildi ekki spilla fyrir ánægju
landans.
Ásgeir Hjartarson mat leikara
eftir getu þeirra til að flytja boð-
skap. í dag metur Árni Berg-
mann þá eftir hæfni þeirra til að
leysa tæknileg vandamál. Sýn-
ing Gunnars Hansen var dæmd
eftir innihaldi en í sýningu Þjóð-
leikhússins er það ytra útlit sem
gildir.
í augum Ásgeirs er boðskapur
verksins mjög sterkur: „Máttug
lýsing á grimmd borgaralegra
laga og blöskrunarlegri meðferð
peningavaldsins á varnarlausum
öreigum, konum og börnum: í
augum skáldsins eru glæpir, fá-
fræði og eymd óhjákvæmilegar
afleiðingar auðskipulagsins."
í umfjöllun Árna Bergmann
leysist boðskapurinn upp í eins
konar allsherjar góðmennsku:
„Sagan sjálf geymir /.../ allar
helstu vonir mannfólksins — um
sigursæla ást, þjóðfélagslegt
réttlæti og kristilegan kærleika."
Þessar tilvitnanir segja okkur
mikið um bilið á milli sýninganna
tveggja en kannski líka eitthvað
um þróun Þjóðviljans.
Górard Lemarquis
W
HELGARPÓSTURINN 25