Helgarpósturinn - 28.01.1988, Side 26
Húsnæöi Nýlistasafnsins viö Vatnsstíg. Nú hefur eigandinn, Alþýöubankinn, ékveðið að segja safninu upp leigunni.
Nýlistasafnid 10 ára
Húsnæðislaust á afmælisári
Safnid hysir eitt stœrsta safn
íslenskrar og erlendrar nútímalistar
hér á landi.
Það er kannski kaldhœðni örlag-
anna að nú, þegar Listasafn Islands
er að uígja nýtt stórglœsilegt hús-
nœði, ersafn íborginni að hrökklast
úr sínu sem er bœði gamalt og í lé-
legu ásigkomulagi. Safn sem að
sumu leyti var stofnað vegna
óánœgju með Listasafnið. Hér er átt
við Nýlistasafnið við Vatnsstíg. Það
hefur eftil vill ekki farið ýkja mikið
fyrir Nýlistasafninu í hugum al-
mennings og fœstum sennilega
kunnugt um aö það hefur nú um tíu
ára skeið verið stœrsti safnari nú-
tímalistar í landinu. Gildir þá einu
hvort hún er erlend eða innlend,
enda nýtur safnið mikillar virðingar
erlendis og hefur oröspor þess farið
víða. Það sem er neyðarlegast er að
safnið á 10 ára afmceli í ár. Liggur
fyrir því að leggjast af á afmœlisári
sínu? Tveir af forsvarsmönnum
safnsins, Kristján Steingrímur og
Halldór Ásgeirsson, svara þeirri
spurningu neitandi. En staðan er
engu að síöur slœm.
Þeir félagar segja að nú hafi stjórn
safnsins borist þau skilaboð frá Al-
þýðubankanum að þeim verði sagt
upp leigunni, þeir hafi skriflega
heimild fyrir tilvist safnsins í núver-
andi húsnæði fram á sumar en hugs-
anleg framlenging vari aðeins út
þetta ár. Það sé því engin spurning
hvort safnið fer, heldur aðeins
hvenær. Þá verður það á götunni.
Reyndar segja þeir að samskipti við
bankann hafi alla tíð verið góð og
skilja sjónarmið hans. Leigan hafi
alla tið verið í lágmarki enda ráði
safnið ekki við að borga leigu sem
miðist við markaðsverð. Það sem
safnið þurfi þvi á að halda sé nýtt
húsnæði, myndarlegt húsnæði.
Nýlistasafnið var stofnað 1978.
Það er sjáifseignarstofnun mynd-
listarmanna sjálfra og geta menn
gerst félagar í safninu en nú eru þeir
um áttatíu talsins, þar af um þrjátíu
sem taka virkan þátt í starfsemi
þess. Safnið setti sér í upphafi háleit
markmið, að safna og skrásetja verk
eftir innlenda og erlenda listamenn,
að afla heimilda um sýningar jafnt
innanlands sem utan og að vera
miðstöð nýjustu strauma og tilrauna
í íslenskri list. Safnið var stofnað ut-
an um verk eftir meðlimi SÚM-hóps-
ins fyrst og fremst og töldu stofn-
endur að Listasafn íslands falsaði
myndlistarsöguna með því að veita
enga eða litla athygli þeim hópi og
fleiri nýjungagjörnum listamönnum
þess tíma, þ.e. 7da og 8da áratugar-
ins. Með stofnun Nýlistasafnsins
skyldi þessum verkum bjargað frá
glötun. Það var og gert, enda kemur
það fram í viðtali við Beru Nordal
hér í blaðinu í dag að Listasafnið
bráðvantar verk frá þessu tímabili.
Það væri einsdæmi í heiminum,
að því er þeir Kristján og Halldór
sögðu, að starfandi myndlistarmenn
starfræktu safn með hætti sem þess-
um, enda hefði það m.a. þess vegna
vakið gífurlega athygli erlendis. Öll
vinna við safnið hefur verið unnin í
sjálfboðaliðavinnu, en slíkt gengur
ekki lengur, að sögn þeirra. Einfald-
lega vegna þess að safnreksturinn
er orðinn svo umfangsmikill, verk í
eigu safnsins eru hátt á annað þús-
und og mörg hver iiggja undir
skemmdum í lélegu geymsluhús-
næði. Mikil þörf er á viðhaldi verk-
anna og segja þeir félagar að nauð-
synlegt sé að ráða fólk í fasta vinnu
við safnið ef vel eigi að vera.
Safnið hefur aldrei keypt verk
heldur er eign þess einvörðungu til-
komin með gjöfum. Má þar á meðal
nefna gjöf Ragnars Kjartanssonar á
verkum eftir Dieter Roth, en um 300
verk Roths eru í eigu safnsins. Fé-
lagsmenn þess gefa eitt verk á ári
og þeir erlendu listamenn sem sýna í
safninu hafa sömuleiðis gefið því
verk, þannig að listaverkaeignin
hefur stöðugt aukist og er einnig af-
ar fjölbreytt. Reyndar hefur engin
aðstaða verið til söfnunar á síðustu
árum, vegna plássleysis, og því eru
mörg verk félagsmanna ókomin til
safnsins.
Starfsemi safnsins hefur alla tíð
verið tvíþætt, þ.e.a.s. söfnun verka
og heimilda annars vegar og hins
vegar rekstur gallerísins, en þar
hafa margar af merkustu sýningum
undangengins áratugar verið haldn-
ar. Margir mjög merkilegir erlendir
listamenn hafa sýnt og safnið hefur
til að mynda verið Listahátíð innan
handar við að fá erlenda listamenn
til landsins og svo mun einnig verða
í sumar, tvö af stærri nöfnum nú-
tímalistar, Richard Long og Donald
Judd, munu koma hingað í tengsl-
um við hana, en þeir eru eftirsóttir
af galleríum viða um heim, en
koma samt hingað og sýna á veg-
um Nýlistasafnsins. Þannig sannar
safnið enn einu sinni gildi sitt sem
miðstöð nýrra strauma og stefna,
sem tengiliður við það sem ferskt er
í erlendri list. Safnið hefur aldrei
verið rekið með gróðasjónarmið í
huga og tekur til að mynda engin
umboðslaun eða neitt slíkt fyrir seld
verk af sýningum þess. Hefur þvert
á móti, að sögn viðmælenda, lagt
sig eftir að kynna hluti sem ljóst var
að yrðu sennilegast aldrei markaðs-
vara og þannig borið á borð fyrir
listunnendur ýmislegt sem hefði að
öðrum kosti aldrei sést.
RUNNI
26 HELGARPÓSTURINN