Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 5
Rádhúsiö stœkkar stööugt
Ráðhúsiö er fremur sakleysislegt á þessari mynd, sem send var út frá skrifstofum borgarstjóra Davíðs Oddssonar. En það stækkar, hækkar og breikkar
með degi hverjum og þenur sig lengra og lengra út í Tjörnina og andstaðan teygir sig á sama hátt lengra og lengra inn í Sjálfstæðisflokkinn ...
HEIL HALLGRIMS-
KIRKJA í TJÖRNINA
• Húsiö er ekki nema hálfhannaö • Kostnaöaráœtlanir út í hött — minna aö byggja á en
viö flugstööina • Lög hundsuö • Samkomulagiö viö Jóhönnu hundsaö • Skooanir Reykvíkinga hundsaöar
Rádhúsdraumurinn hans Davíds er nú sem óðast að
verða að martröð fyrir aðra sjálfstæðismenn í höfuð-
borginni. Það, sem átti að vera lítið og pent ráðhús, að
mestu byggt á landi, þenst nú út á lengd, breidd og hæð
og út í Tjörnina — og að sama skapi minnkar Davíð í aug-
um margra gamalgróinna og dyggra sjálfstæðismanna,
sem unna þessum reit í miðbæ Reykjavíkur. Svo er komið
að Morgunblaðið sá ástæðu til að minna Reykvíkinga á
þaö í leiðara á þriðjudag að óviðeigandi sé að líkja saman
Davíð og Kastró. Kastró er ekki kosinn og Kastró pyntar
fólk. Hvort tveggja er rétt, en það á að vera óþarfi fyrir
Morgunblaðið að minna okkur á þessar staðreyndir.
EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON
Davíð Oddsson hefur áunnið sér
vinsældir út fyrir f lokk sinn sem hik-
laus, ákveðinn og röggsamur stjórn-
andi, skorinorður og tæpitungulaus.
Menn hafa fyrirgefið honum visst
ráðríki, en hafa ber í huga að þegar
ráðríki fer yfir ákveðin mörk er það
farið að jaðra við þjösnaskap og far-
ið að ganga út yfir rétt annarra borg-
ara til að hafa sínar skoðanir og
mega berjast fyrir þeim.
Svo staðráðinn virðist Davíð í að
gera þetta ráðhúsmál að prófsteini á
það hvar endimörk valds hans og
vinsæida liggja, að hann hefur teflt
á tæpasta vað um lögmæti undir-
búnings þess og framlagningar fyrir
borgarana samkvæmt skipuiagsiög-
um. Með nýlegu samkomulagi við
félagsmáiaráðherra var reynt að
slétta úr þessum lagalegu misfeilum
með því að byggingin skyldi kynnt
að nýju. En þegar ráðherrann hafði
þannig staðfest skipulagið hló
Davíð að öllu saman og sagði, að at-
hugasemdir, sem berast kynnu,
yrðu sendar beint á skjalasafn borg-
arinnar. Davíð hefur oft verið snið-
ugri. Oss hinum er ekki skemmt.
HALFHANNAÐ
I öllu þessu máii hefur Davíð lagt
höfuðáherslu á hraða uns svo er
komið að nú á að bjóða verkið út
þótt byggingin sé naumast hálf-
hönnuð og taki nærri vikulegum
breytingum. Hér sýnist enn verr að
verki staðið en með flugstöðvar-
bygginguna og er þá langt tii jafnað.
Þetta er Davíð einfaldlega ekki
sæmandi.
Svo að rifjuð séu upp helstu atrið-
Davíð Oddsson, borgarstjórinn í
Reykjavík.
„Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
i fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann tykur um þig löngum örmum sínum
og loksins ertu sjálfur draumur hans."
(Steinn Steinarr)
in í þróunarferli þessarar meinloku
Davíðs, þá var upphafleg kynning
ekki í samræmi við lög, þar sem
húsinu var ekki markaður staður á
lóðinni öðruvísi en með punktalín-
um og engin leið að gera sér grein
fyrir samstillingu þess við umhverf-
ið. Með bréfi til skipulagsstjórnar
ríkisins 27. október 1987 er óskað
eftir að við afgreiðslu deiiiskipuiags-
tillögu að miðbæ Reykjavíkur verði
tillit tekið tii ráðhúss. Ráðhúsið
verði tvær samtengdar byggingar
2—3 hæðir, 4.600 fermetrar og um
14.000 rúmmetrar auk bifreiða-
geymslu.
Þannig er tiiiagan samþykkt, en
eftir formlega afgreiðslu málsins rit-
aði borgarstjóri skipulagsstjóra bréf
og bað um að leiðrétt yrði „augljós
prentvilla" og húsið samþykkt sem
19.000 rúmmetra. Hefur þetta verið
látið gott heita.
STÆKKAÐ Á ALLA
KANTA
Beri menn saman staðfestan deili-
skipulagsuppdrátt að Kvosinni og
tillögu þá, sem borgarstjórn lagði
fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur
þann 25. febrúar síðastliðinn, sjá
menn strax, að deiliskipulagið gerir
ráð fyrir 3 hæða ráðhúsi, sem þá má
áætla 3x3,30 metra auk þaks, sem
ætla má að hækki bygginguna um 2
metra, eða að hæð hússins verði lið-
lega 11 metrar. I umsókn Reykjavík-
urborgar eru hæðirnar orðnar 4 og
húsið 15,70 metrar á hæð. Hæðin
orðin 30% meiri en í staðfestu deili-
skipuiagi.
Eins og áður segir var að ósk
borgarinnar fært inn á ráðhúsreit
deiliskipulags hús sem var 4.600 fer-
metrar. Nú er sótt um 5.297 fer-
metra, eða um 15% aukningu á flat-
armáli hússins. Rúmmálið var upp-
haflega 14.000 rúmmetrar, en varð
19.000 með „prentvilluleiðrétt-
ingu“ borgarstjóra. Nú er beðið um
byggingarleyfi fyrir 24.336 rúm-
metra byggingu, sem er 28% aukn-
ing frá staðfestu deiliskipulagi. Og
er þá litla pena ráðhúsið orðið 136
rúmmetrum stærra en Hallgríms-
kirkja.
STÆKKAÐ ÚT f
TJÖRNINA UM 16%
Hingað til hafa borgaryfirvöld
aldrei gert greinarmun á lóðarstærð
og stærð byggingarreits. En með
bréfi til skipulagsstjórnar frá 1. mars
sl. er óskað eftir stækkun hans, sem
skerða mundi Tjörnina um 300
fermetra, þar sem bæði á að lengja
ráðhúsið til austurs og breikka það
til suðurs. Hins vegar er með vill-
andi orðalagi reynt að láta líta svo út
sem þessi skerðing sé aðeins 46 fer-
metrar! Þetta er gert með því að
draga 6 metra breitt aðkomusvæði
milli útveggjar hússins og gang-
stéttarbrúnar við Vonarstræti (og
aldrei hefur verið fyrirhugað að
byggja á) frá viðbótaruppfyllingu út
í Tjörnina. Davíð hefur haft orð á
sér fyrir sniðuga orðaleiki. Nú er
honum eitthvað farið að förlast.
Það er alveg ljóst af framansögðu,
að um verulegar breytingar frá deili-
skipulagi er að ræða hvað varðar
staðsetningu, stærð og hæð ráð-
hússins. Því geta ekki átt við þau
ákvæði skipulagslaga, sem heimila
bygginga- og skipulagsnefndum að
gera „óverulegar breytingar", held-
ur hlýtur að verða að taka málið allt
upp að nýju og láta það ganga gegn-
um endurteknar kynningar sam-
kvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Og satt að segja virðist Davíð ekk-
ert veita af því að fá meiri tíma til að
dreyma draum sinn til enda ef hann
vill ekki að hann endi 1990 í
martröð hálfkaraðrar byggingar í
kviksyndi útþaninna kostnaðar-
áætlana — og kjósendur meö póli-
tískt ofnæmi fyrir fyrrverandi eftir-
læti sínu.
IELGARPÓSTURINN 5
MHHHHMM
MHHHMMMMMMi