Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 8
FYLGISHRUN HJA
BORGARAFLOKKNUM
Fylgi Borgaraflokksins erhruniö, samkvœmt skoðana-
könnun HP og Skáíss, sem framkvœmd var um helgina.
Borgaraflokkurinn, sem hlaut 10,9% fylgi íalþingiskosn-
ingunum í apríl á síðasta ári, hlaut í könnuninni aðeins
2,3% fylgi meðal þeirra sem ákveðna afstöðu tóku. í
sambœrilegri könnun HPíjanúar hlaut flokkurinn 7,3%.
Virðast stuðningsmenn flokksins ná vera að hverfa
„heim til föðurhúsanna" á ný þvísókn Sjálfstœðisflokks-
ins nú jafngildir tapi Borgaraflokksins frá því íjanúar. Þá
staðfestist enn á ný stórsókn Kvennalistans, sem virðist
hafa festsig ísessi sem önnur stœrstu stjórnmálasamtök
þjóðarinnar.
EFTIR FRIÐRIK t>ÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR: JIM SMART
Styður þú ríkisstjornina eða ekki?
Fjöldi % af úrtaki Tóku afstöðu
Já 284 37,9 46,0
Nei 333 44,4 54,0
Óákveðnir 115 15,3 —
Svara ekki 18 2,4 —
Alls 750 100,0%
Þar af tóku afstöðu 617 82,3 100,0
Ef kosið væri til alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa?
Fjöldi % af úrtaki Tóku afstöðu
Alþýðuflokkur 70 9,3 14,5
Framsóknarflokkur 80 10,7 16,6
Sjálfstæðisflokkur 153 20,4 31,8
Alþýðubandalag 61 8,1 12,7
Kvennalisti 94 12,5 19,5
Flokkur mannsins 4 0,5 0,8
Þjóðarflokkur 4 0,5 0,8
Samtök um jafnrétti 2 0,3 0,4
Borgaraflokkur 11 1,5 2,3
Aðrir flokkar 2 0,3 0,4
Óákveðnir 195 26,0 —
Kjósa ekki/skila auðu 40 5,3 —
Svara ekki 34 4,5 —
Alls 750 100,0
Þar af tóku afstöðu 481 64,1 100,0
Sjálfstæðisflokkurinn eykur fyigi
sitt milli kannana HP úr 26,9% í
31,8% og hefur bætt við sig 4,6 pró-
sentustigum frá kosningunum síð-
Albert Guðmundson, formaður Borg-
araflokksins.
Fylgi Borgaraflokksins svo gott sem
horfið af hinu pólitíska landakorti, að
mestu til sinna fyrri heimkynna.
Samt er persónulegt fylgi Alberts
nægilegt til að halda honum nálægt
toppi íslenskra stjórnmálamanna.
asta vor. Enn á þd flokkurinn langt
í land með að endurheimta sitt fyrra
fylgi, en í kosningunum 1983 hlaut
Sjálfstæðisflokkurinn 38,7% at-
Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður
Kvennalistans.
Kvennalistinn hefur fest sig í sessi
sem annað stærsta stjórnmálaafl
landsins. Guðrún sjálf er að verða
með allra vinsælustu stjórnmála-
mönnum landsins. Stuðningsmenn
Kvennalistans eru þó hrifnastir af
Steingrími Hermannssyni, að fram-
sóknarmönnum slepptum.
kvæða. Frá því í janúar hefur fylgi
Framsóknarflokksins minnkað úr
19,6% í 16,6%, en í kosningunum í
vor hlaut flokkurinn 18,9% at-
kvæða. Þriðji stjórnarflokkurinn,
Alþýðuflokkurinn, bætir stöðu sína
frá því í janúar úr 12,9% í 14.5%, en
hlaut 15,2% í kosningunum.
KVENNALISTINN
NÆSTSTÆ RSTU R
Kvennalistinn eykur fylgi sitt frá
því í janúar úr 15,6% í 19,5% og hef-
ur um leið nær tvöfaldað fylgi sitt
frá því í kosningunum fyrir tæpu ári.
Alþýðubandalaginu hefur ekki tek-
ist að ná sér upp úr lægð sinni, eyk-
ur þó fylgi sitt frá því í janúar úr
12,3% í 12,7%, en hlaut 13,4% at-
kvæða í kosningunum. Það er hins
vegar sem fyrr segir fylgishrun
Borgaraflokksins sem stendur upp
úr í könnun þessari. Flokkurinn hef-
ur samkvæmt þessu varpað frá sér
stuðningi tveggja af hverjum þrem-
ur kjósenda sinna í kosningunum,
fær nú 2,3% fylgi meðal þeirra sem
afstöðu tóku en var með 7,3% í jan-
úar og 10,9% í kosningunum. Bend-
ir allt til þess að tilverugrundvöllur
Borgaraflokksins sé brostinn með
öllu, að minnsta kosti þarf ekkert
minna en pólitískt kraftaverk til að
bjarga flokknum. Formaður flokks-
ins, Albert Guömundsson, heldur
þó persónulegum stuðningi sinum
þegar spurt er um stuðning við ein-
staka stjórnmálamenn.
SMÁFLOKKARNIR
GLEYMDIR
Fylgi annarra flokka og samtaka
er óverulegt í könnuninni og fer
minnkandi. Flokkur mannsins,
Þjóðarflokkurinn og Samtök um
jafnrétti og félagshyggju hlutu sam-
tals 4,1% atkvæða i kosningunum,
en fá nú aðeins 2% meðal þeirra
sem afstöðu tóku. Ef um kosninga-
úrslit væri að ræða dytti Stefán Val-
geirsson út af þingi.
Samkvæmt þessu virðist gamla
flokkakerfið vera að jafna sig nokk-
uð á mótlæti síðustu ára, með því að
fylgi Borgaraflokksins er að hrynja
og fylgi smáflokka og framboða að
hverfa, en fimm flokka kerfi að festa
sig í sessi með æ styrkari stöðu
Kvennalistans.
MINNIHLUTASTJÓRN,
EN...
Sameiginlega sækja stjórnar-
flokkarnir heldur í sig veðrið í könn-
un þessari, auka fylgi sitt frá því í
janúar úr 59,4% í 62,9%, en sömu
flokkar hlutu 61,3% atkvæða í kosn-
ingunum. Á hinn bóginn styður
minnihluti þeirra sem afstöðu tóku í
könnuninni ríkisstjórnina. Nú styðja
46% ríkisstjórnina en 54% ekki.
Staða stjórnarinnar hefur þó
skánað frá því í janúar, þegar 44,4%
studdu hana en 55,6% ekki. Ríkis-
stjórnin virðist samkvæmt þessu
vera að rétta örlítið aftur úr kútnum
eftir óvinsælar ráðstafanir, matar-
skatt og fleira. Sérstaklega má Al-
þýðuflokkurinn vel við una, en ráð-
stafanir þessar hafa einkum mætt á
honum. Þó má geta þess að per-
sónulegar vinsældir Jóns Balduins
Hannibalssonar fjármálaráðherra
hafa dalað. Sókn Sjálfstæðisflokks-
ins skýrist hins vegar væntanlega
fyrst og fremst út frá hruni Borgara-
flokksins.
Persónufylgi stjórnmálamanna
JÓHANNAI
FORYSTU KRATA
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisrádherra nýtur enn sem fyrr
langmestra vinsœlda stjórnmála-
manna landsins. En að þessu sinni
vekur mesta athygli stórsókn Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra, sem að þessu sinni lenti í
öðru sœti á eftir Steingrími t per-
sónufylgi meðal kjósenda. Sem
kunnugt er hefur staða Jóhönnu í
ríkisstjórninni verið í óvissu vegna
tregra undirtekta stjórnarliöa við
kaupleiguíbúöafrumvarpi hennar
og niöurskurðar á framlögum í
byggingarsjóðina.
Þegar síðast var spurt um fylgi við
einstaka stjórnmálamenn, í janúar,
lenti Jóhanna í 5. sæti með 47 til-
nefningar, en það taldist 5% heildar-
tilnefninga (937). Að þessu sinni
stökk Jóhanna sem fyrr segir í ann-
að sætið með 127 tilnefningar eða
11,2% (af 1.129). Jóhanna getur því
út frá þessu mætt á næsta ríkis-
stjórnarfund með sigurbros á vör og
breiðan stuðning að baki sér. Stein-
grímur Hermannsson heldur sínu
fyrsta sæti, en þó hefur hlutfallsleg-
ur styrkur hans minnkað nokkuð, úr
22,6% í 19,3%. Þorsteinn Ftílsson
forsætisráðherra heldur þriðja sæt-
inu og hlýtur nú 9,9% tilnefninga í
stað 9,4%. Nú þegar hvaladeila og
kvótamál eru ekki lengur í sviðsljós-
inu minnkar gengi Halldórs Ás-
grímssonar sjávarútvegsráðherra,
sem lækkar úr öðru sæti í það fjórða,
með 9,3% tilnefninga í stað 10,5%.
8 HELGARPÓSTURINN
LEIÐTOGADYRKUN?
Annar mesti sigurvegari þessara
vinsældakönnunar er einnig kona,
Guörún Agnarsdóttir, þingmaður
Kvennalistans. Hún hækkar frá því í
janúar úr áttunda sætinu í það
fimmta með 7,8% tilnefninga í stað
3,7%. Eitt helsta einkenni Kvenna-
listans fram að þessu hefur einmitt
verið mikið flokkafylgi en lítið
persónufylgi, en samkvæmt þessu
virðist einhver breyting ætla að
verða hér á með auknu persónu-
fylgi Guðrúnar. Aðrir þingmenn
Kvennalistans komast ekki með
tærnar þar sem hún hefur hælana
og síga að auki fremur niður á við.
Annars staðar er rakið, að stuðn-
ingsmenn Kvennalistans bera gífur-
legt traust til Steingríms Hermanns-
sonar.
Albert Guömundsson, formaður
Borgaraflokksins, heldur persónu-
fylgi sínu þrátt fyrir fyigishrun
flokks síns. Hann er sem fyrr í sjötta
sæti og hlýtur 4,8% tilnefninga, en
4,6% í janúar. Albert býr því enn við
styrka stöðu, þótt því sé ótvírætt
skilað til hans um leið, að tilveru-
grundvöllur Borgaraflokksins sé
brostinn.
FALLVALTIR FORMENN
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, fær einnig
ákveðin skilaboð í könnun þessari.
Hann lækkar að þessu sinni úr
fjórða sætinu í það sjöunda og fær
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra.
Hefur ástæðu til að brosa eftir allt
bramboltið í ríkisstjórninni vegna
húsnæðismálanna og annarra vanda-
móla. Aðeins Steingrímur Her-
mannsson er henni vinsælli í pólitík-
inni. Harðasti andstæðingur hennar,
félagsmálaráðherrann fyrrverandi
Alexander Stefánsson, fékk ekki eina
einustu tilnefningu ...
nú 4,2% tilnefninga í stað 5,4%. Þótt
stjórn og stjórnarflokkar sæki held-
ur á eftir óvinsælar ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar býr Jón Baldvin við
„dalandi lukku". Jón Sigurðsson,
samflokksmaður hans og dóms-
málaráðherra, er hins vegar á svip-
uðu róli og í janúar.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, virðist
seint ætla að komast á fiug og í hóp
efstu manna, sem formanni sæmir.
Enn er Svavar Gestsson vinsælli en
Ólafur Ragnar, en þeir báðir þó á
svipuðu róli og í janúar. Hins vegar
virðist formaður þingflokksins,
Steingrímur J. Sigfússon, vera kom-
inn á fljúgandi ferð, því hann stekk-
ur úr 23. sætinu í það ellefta, enda
æ meir áberandi í stjórnmálaum-
ræðunni. Virðist hann samkvæmt
þessu líklegur til að stela senunni af
þeim Svavari og Ólafi.
BJÓRMENN
VERÐLAUNAÐIR
Þá er mjög áberandi í persónu-
könnun þessari, hversu bjórsinnar
láta í sér heyra og leitast við að umb-
una þeim þingmönnum sem lögðu
fram bjórfrumvarpið á Alþingi. Jón
Magnússon, varaþingmaður og
fyrsti flutningsmaður frumvarpsins,
skýst úr 43. sæti í 18. sæti. Meðflutn-
ingsmaðurinn Geir Haarde úr 26.
sæti í 14. sæti. Meðflutningsmaður-
inn Guðrún Helgadóttir úr 19. sæti í
16. sæti og loks er að nefna Inga
Björn Albertsson, en hann stendur
þó nokkurn veginn í stað neðarlega
á blaði. Þessir fjórir flutningsmenn
bjórfrumvarpsins hljóta nú samtals
43 tilnefningar í stað 21 í janúar.
Sá sem mestu tapar að þessu sinni
er Karvel Ftílmason, þingmaður
Alþýðuflokksins og verkalýðs-
frömuður. f janúar hlaut hann 17 til-
nefningar (1,8%), en aðeins 4 að
þessu sinni (0,4%). Væntanlega er
ástæða þessara ófara mun fremur
tengd samningum Verkamanna-
sambandsins en frammistöðu hans
á þingi.
HINIR GLEYMDU
Alls 16 þingmenn hlutu að þessu
sinni ekki eina einustu tilnefningu.
Þetta eru Alexander Stefánsson,
Guömundur G. Þórarinsson, Guöni
Ágústsson, Jóhann Einvarösson,
Jón Kristjánsson, Stefán Guö-
mundsson og Valgerður Sverrisdótt-
ir frá Framsóknarflokki, Eggert
Haukdal, Egill Jónsson, Guðmund-
ur H. Garöarsson og Þorvaldur
Garöar Kristjánsson frá Sjálfstæðis-
flokki, Guömundur Ágústsson og
Óli Þ. Guðbjartsson frá Borgara-
fiokki, Jón Sœmundur Sigurjóns-
son, Alþýðuflokki, Málmfríöur Sig-
uröardóttir, Kvennaiista, og Skúli
Alexandersson, Alþýðubandalagi.
Stuðningur við einstaka stjórnmálamenn i mars 1988
Röð (Jan.) Stjórnmálamaður Fylgi
01 (01) Steingrímur Hermannsson 218 (212)
02 (05) Jóhanna Sigurðardóttir 127 ( 47)
03 (03) Þorsteinn Pálsson 112 ( 88)
04 (02) Halldór Ásgrímsson 105 ( 98)
05 (08) Guðrún Agnarsdóttir 88 ( 35)
06 (06) Albert Guðmundsson 54 ( 43)
07 (04) Jón Baldvin Hannibalsson 48 ( 51)
08 (07) Svavar Gestsson 40 ( 38)
09 (09) Ólafur Ragnar Grímsson 28 ( 27)
10 (10) Jón Sigurðsson 24 ( 19)
11 (23) Steingrímur Sigfússon 23 ( 8)
12 (13) Friðrik Sophusson 22 ( 16)
13 (11) Davíð Oddsson 17 ( 18)
14 (26) Geir Haarde 16 ( 7)
15 (15) Kristín Halldórsdóttir 14 ( 13)
16 (19) Guðrún Helgadóttir 13 ( 9)
17 (19) Ólafur G. Einarsson 11 ( 9)
18 (43) Jón Magnússon 10 ( 2)
19 (18) Guðmundur Bjarnason 9 ( 10)
20 (17) Þórhildur Þorleifsdóttir 9 ( 11)