Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 13

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 13
S— fer til, menn sem leggja út í stofnun nýrra fyrirtækja þar sem vaxtar- brodd er að finna og um leið ein- hverja ábatavon. Það er hins vegar sjaldgæfara að sömu aðilarnir stofni á einu bretti mörg fyrirtæki á sama staðnum í sama tilganginum. Þetta gerðist hins vegar á Selfossi 14. nóvember síðastliðinn. Þá tóku sig til Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa, og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Erlendur Hálfdánarson, og fjölskyldur þeirra og stofnuðu alls 10 hlutafé- lög, öll með sama tilganginn, um- boðsrekstur, fiskeldi, fiskrækt og fleira. Hlutafé í hverju þessara fyrir- tækja er aðeins 20.000 krónur og bera þau nöfnin Magn, Snækollur, Dugur, Rof, Dáð, Berserkir, Gagn, íslensk-spænska versl- unarfélagið, Haf ranes og Hrísar. En ekki fannst Guðmundi hér nóg að gert og stofnaði enn eitt hlutafé- lagið með öðru fólki nokkrum vik- um síðar með sama tilgang í huga, hlutafélagið Fjörfisk. Við heyrum að fljótlega muni þrjú þessara hluta- félaga hefja rekstur, en önnur verða „geymd" í bili og ætlunin að fá fleiri aðila inn í myndina með auknu hlutafé... lEiins og menn rekur minni til lenti á Keflavíkurflugvelli þann 12. janúar sl. herflutningavél á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar CIA og hafði hún skrið- dreka innanborðs. Þótti hin mesta leynd hvíla yfir þessu atviki á þeim tima. Skýrsla lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli um þetta mál er nú til umfjöllunar í utanríkisráðu- neytinu, nánar tiltekið á varnar- málaskrifstofu þess. Umfjöllunin um málið mun einungis eiga sér stað innan veggja ráðuneytisins og ekki stendur til að gera skýrsluna opinbera. Ljóst er þó að í henni er staðfest að um vopnaflutninga var að ræða sem ekki voru tilkynntir sérstaklega, eins og gera skal í svona tilvikum. Vegna þessa máls alls munu íslensk y firvöld nú á næst- unni ætla að bera fram mótmæli við bandarísk stjórnvöld... GERUM VERÐSAMANBURÐ Undanfarnar vikur hefur VERÐLAGSSTOFNUN framkvæmt verðlagskannanir reglulega. Pessar kannanir geta neytendur hagnýtt sér til að efla eigið verðskyn. Skattkerfisbreytingin og tollalækkanir sem komu til framkvæmda um síðustu áramót hafa áhrif á verðlag í landinu. Vissuð þið til að mynda að fjölmargar vörur eiga að lækka í verði vegna tollalækkana? Til að þessar lækkanir skili sér til neytenda er nauðsynlegt að vera á verði. Dæmin sýna að ef verðskyn og verðlagseftirlit almennings slævist, skirrast verslanir við að lækka vöruverð til samræmis við kostnaðarlækkanir. Pað er kominn tími til að landsmenn kanni vöruverð í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar. Slíkt skapar ekki aðeins aðhald, heldur stuðlar það einnig að samkeppni milli verslana. - Betra verð- skyn er leið til betri kjara. Nú þegar viðamiklar breytingar ganga yfir þjóðfélagið er það grundvallaratriði að hafa augun hjá sér við öll innkaup, hvort sem um er að ræða fiskflök, kveikjulok eða steypu. Besta tryggingin fyrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. Verum á verði - gerum verðsamanburð. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt aö fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur meö góöum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Viö vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. \ HREVFILL7 68 55 22 bílnum! HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.