Helgarpósturinn - 10.03.1988, Side 15
DANSINN EYKUR
SJÁLFSTRAUSTIÐ
Þriðja íslandsmeistarakeppnin í samkvœmisdönsum fer fram um
helgina. Þátttaka er svo góð að keppninni er skipt niður á tvo daga.
240 pör eru með, keppendur á aldrinum frá fimm ára að sextugsaldri
Það er stórviðburður í nánd í dansheiminum á íslandi.
Á laugardag og sunnudag fer fram íslandsmeistara-
keppni ísamkuœmisdönsum, en slík keppni hefur aðeins
verið haldin tvisvar sinnum áður hér á landi. Að sögn
Hermanns Ragnars Stefánssonar, forseta Dansráðs Is-
lands, hefur þátttaka í ár aukist til muna frá því sem var
og eru nú rúmlega helmingi fleiri keppendur skráðir til
keppni en í fyrstu keppnina.
„Fyrsta keppnin fór fram á Hótei
Sögu vorið 1986, en ástæðu þess að
slík keppni hafði ekki verið haldin
áður má rekja til þess að fram að
þeim tíma má segja að enginn hafi
verið til að standa fyrir keppni af
þessu tagi. Það vantaði það sem
kalla má sameiningartákn fyrir alla
dansskóla og dansstarfsemi í iand-
inu, en það er einmitt hlutverk
Dansráðs íslands. Dansráð ísiands
er samtök tveggja fagfélaga sem eru
í landinu, FÍD (Félag íslenskra dans-
kennara) og DSÍ (Danskennarasam-
band íslands), og dansráðið kemur
fram fyrir hönd allra íslenskra dans-
kennara, bæði hérlendis og erlend-
is. Við erum í alþjóðasamtökum
sem kallast ICBD, International
Council of Ballroom Dancing, en
höfuðstöðvar þeirra samtaka eru á
Englandi."
240 PÖR HAFA SKRÁÐ
SIG TIL KEPPNI
Að sögn Hermanns var keppnin
haldin í Laugardalshöllinni í fyrra
og stóð þá yfir í einn dag, en nú hef-
ur þátttaka aukist það verulega að
nauðsynlegt er að skipta keppninni
niður á tvo daga: „Fyrri hluti keppn-
innar fer fram á laugardaginn á
Hótel Islandi og hefst klukkan tíu
um morguninn. Þar fer fram keppni
í barnahópum, en þar keppa 165
barnapör. Alls hafa 240 pör skráð
sig til keppni og eru keppendur á
aldrinum frá fimm ára og upp að
sextugsaldri. Síðari hluti keppninn-
ar fer fram í Laugardalshöil á sunnu-
daginn og hefst klukkan tvö síðdeg-
is. Þá keppa unglingar frá 14 ára
aldri og fullorðnir."
Hermann segir það ekki hafa
komið þeim á óvart hversu margir
keppendur skráðu sig til keppninn-
ar: „Þátttaka var það góð í fyrra og
við vorum ánægð með framkvæmd
keppninnar, þá umfjöilun sem hún
fékk og umsögn almennings. Áætl-
anir stóðust að vísu ekki í alla staði
í fyrra, en við lærðum af reynslunni
og fórum örugg af stað núna.“
Nú nota atuinnudansarar ýmis
ord sem leikmenn skilja kannski
ekki alveg. Hvaö er það til dœmis
sem fagfólkið kallar „standard“
dansa og „Latiri' dansa?
„Standard dansar" eru sígildir
samkvæmisdansar, enskur vals,
quickstep, tangó, foxtrott og vínar-
vals. í þessari landskeppni munu
börn keppa í enskum valsi og quick-
step, cha-cha-cha og jive, ungling-
arnir keppa í sömu dönsum en bæta
við sömbu og fullorðnir keppa jafn-
framt í sömu dönsum auk þess sem
bætt verður við í nokkrum riðlum
keppni í tangó, vínarvalsi og rúmbu.
Það sem við hins vegar köllum
„Latin" eru suður-amerískir dansar,
rúmba, samba, cha-cha-cha, jive og
paso doble, og verður keppt í öllum
þeim dönsum að paso doble undan-
skildum."
Hermann Ragnar Stefánsson.
DÓMNEFND SKIPUÐ
ERLENDUM DÓMURUM
Keppnin mun fara fram undir
ströngu eftirliti alþjóðadómara sem
hingað koma frá Bretlandi, þeirra
Johns Knight yfirdómara og
Michaels Sandham og Marie
Pownall, en þau síðarnefndu eru
breskir meistarar í tíu dansa keppni
og munu sýna hér alla suður-
amerísku dansana báða dagana á
keppnisstöðunum. Jafnframt verða
sýningaratriði frá þeim ballettskól-
um og jazzballettskólum landsins
sem eru innan Dansráðs íslands:
„Þá hvetjum við alla gesti til að taka
þátt i almennum dansi á milli þess
sem keppendur og dómarar hvíla
sig,“ sagði Hermann Ragnar.
MARGIR ÆFA DANS
EINS OG ÍÞRÓTT
Það verður margt um manninn í
Laugardaishöllinni á sunnudaginn,
því þangað munu mæta allir kepp-
endur, bæði þeir sem keppa þann
daginn og þeir sem keppa á Hótel
íslandi á laugardaginn. Opnunar-
hátíðin hefst klukkan 14 með því að
keppendur marsera í salinn undir
lúðrablæstri og heilsa gestum. Sig-
urvegarar frá deginum áður sýna
sigurdansa sína, forseti Dansráðs ís-
lands ávarpar gesti og erlendir og
innlendir dansarar sýna. Þá munu
atvinnudansarar, sem taka þátt í sér-
stakri keppni, sýna dansa áður en
keppnin sjálf hefst: „Við gerum því
ráð fyrir að verðlaunaafhending
fyrir þá sem keppa síðdegis fari
fram um klukkan sex, en síðasta lot-
an hefst um kvöldið og ætti verð-
launaafhending að fara fram um
miðnætti." Keppnisstaðirnir verða
blómum skrýddir — én skreyting-
arnar eru framlag tveggja blóma-
verslana, Mímósu og Stefánsblóma,
— til að gera húsin sem hátíðlegust
við þetta tækifæri.
Hermann Ragnar segir marga
vera farna að æfa dans eins og
íþrótt, „og það er ekki aðeins að fólk
æfi allan veturinn heldur sækja
einnig margir námskeið erlendis á
sumrin". Hermann segir það áber-
andi hversu miklu fleiri börn taka
þátt í keppninni í ár, en fjöldi fullorð-
inna virðist standa í stað. „Það er
góð þjálfun að æfa fyrir keppni sem
þessa og þar er ég aftur kominn inn
á þá siðfræði mína að ég held að all-
ir hafi gott af því að þurfa að koma
fram. Slíkt á að standa öllum til boða
því við vitum aldrei hvar hæfileik-
arnir liggja."
ENGINN OF UNGUR OG
ENGINN OF GAMALL
FYRIR DANS
En getur verið að feimniaftri fólki
frá því að keppa?
„Víst er það til. Kannski ekki það
að fólk þori ekki heldur öllu heldur
að því finnst það ekki eiga að taka
þátt í keppni. Mér finnst svona
keppni eins og leikur því það segir
sig sjálft að ef fimmtíu pör fara af
stað í keppni getur aðeins eitt parið
orðið númer eitt. Stóra málið að
mínu mati er að fá að vera með og
fá gleðina í gegnum dansinn með
því að taka þátt í keppninni.
Stemmningin í kringum fslands-
meistarakeppnina er hátíðleg og
spennandi. Það hefur verið mikil
gróska í dansi á síðustu árum og
áhugi á dansi hefur aukist verulega.
Við höldum að fólk sé aftur að
vakna til vitundar um það að í gegn-
um dansinn, sama hvort það er
klassískur ballett, jazzballett eða
samkvæmisdans, getur það aukið
öryggi í framkomu, jafnhliða því
sem dansinn gefur fallegri limaburð
og eykur sjálfstraust. Nemendur í
dansi njóta þess að tjá sig í dansi eft-
ir ljúfri danstónlist. Áhugi yngra
fólks hefur aukist mikið og áhugi
foreldra hefur aftur aukist fyrir því
að það er nauðsynlegt fyrir börn og
unglinga að kunna samkvæmis-
dansa, því það er það sem kemur
okkur að gagni allt lífið. Sígildir
samkvæmisdansar breytast aldrei,
hafa ekki breyst og munu ekki
breytast. Það er enginn of ungur til
að læra að dansa — og það er heldur
enginn of gamall til að læra dans,“
sagði Hermann Ragnar.
Það er fyllsta ástæða fyrir dans-
unnendur að fara á Hótel ísland á
laugardag eða i Laugardalshöllina á
sunnudag og eiga þar góða stund,
en á báðum stöðunum verður veit-
ingasala í gangi meðan keppnin
stendur yfir og allir geta keypt sig
inn á keppnina.
S........................
tveir fimmtíu og tveir er þín leið til
aukinna viðskipta...
Nýr auglýsingasími
625252
Patrick Siiskind
ILMURINN - Saga af morðingja
„Þessi saga hins viðbjóðslega snillings er sögð á hráan,
myndauðugan og grimmilegan hátt. Efni hennar er
andstyggilegt í sjálfu sér. En vegna þess hvílíkum
hstatökum höfundur grípur það og heldur allt til
síðustu orða hlýtur þessi bók að teljast til meiri háttar
bókmenntaviðburða.“
MORGUNBLAÐIÐ / Jóhanna Kristjónsdóttir
„Þessi htríka og lyktsterka saga, hlaðin táknum tímans
og mögnuð lævísri spennu, er sögð í klassískri epískri
frásögn af næmum sögumanni sem smýgur inn í allt
Og alla.“ HELGARPÓSTURINN / Sigurður Hróarsson
„...skulu menn ekki halda að Patrick Súskind hafi
barasta skrifað útsmoginn reyfara - hér hangir miklu
fleira á spýtunni.“ ÞJÓÐVILJINN / Árni Bergmann
Jóhanna Sveinsdóttir
- Þuríður Pálsdóttir
Á BESTA ALDRI
3. prentun komin út
„...hvaða læknir sem er gæti
verið stoltur af að hafa skrifað
slíka bók. Hún er það nákvæm
fræðilega séð, en líka full af
skilningi, mannlegri hlýju og
uppörvun. Hún á erindi við
allar konur, líka þær yngri ...
heiti bókarinnar hittir beint í
mark.“ morgunblaðið
Katrin Fjeldsted
Guðbergur Bergsson
TÓMAS JÓNSSON
METSÖLUBÓK
2. kiljuprentun komin út
„Kraumandi seiðketill þar sem
nýtt efni, nýr stíll kann að vera
á seyði. Fátt er líklegra en að
sagan verði þegar frá líður talin
tímaskiptaverk í bókmennta-
heiminum: Fyrsta virkilega
nútímasagan á íslensku."
Ólafur Jónsson
•9
I
FORLAGIÐ
FRAKKASTÍG 6A. S. 91-25188
HELGARPÓSTURINN 15