Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 16
A SIÐASTA SNUNINGI JAPANSKAR GEISUR MEf> IUAR í ÁTTINA HEIM Japanir heita nöfnum sem við getum ekki borið fram og skrifa óræðar tákn- myndir í stað orða, meira að segja á tölvur. Þeir fram- leiða fleiri bíla, myndavélar, tölvur og aðrar hátæknivörur en nokkur önnur þjóð. Japanir eru risaveldi á tæknisviðinu og þeir hafa sjálfsag- ann til að ná forystu þar og halda henni. Á vissan hátt eru þeir undra- börn samtímans. Þeir eru ofurskipu- lagðir og agaðir, þeir eru hópsálir og stunda fyrirtækjaleikfimi á hverjum morgni. Og það fellur aldrei dagur úr. Japanskir stúdentar í Þýskalandi blanda ekki geði við aðra því þeir eru svo á kafi í skóiabókunum, enda yfirleitt hæstir. Hvítur kynstofn Bandaríkjanna hefur af því vaxandi áhyggjur að börn þeirra standa japönskum og austurasískum jafn- öldrum sínum töluvert að baki. Það er eitthvað í sinninu á þessu fólki sem drífur það áfram af ofurkrafti sem við hvorki þekkjum né skiljum. Annars vitum við sáralítið um Jap- ani nema af afspurn, hvorki samfé- iagið né einstaklingana. Við vitum um Nakasone forsætisráðherra, Hirohito keisara, Kurosawa kvik- myndaleikstjóra og Sakamoto poppstjörnu. Aðra ekki. Eg hitti þrjár japanskar „geisur" á dögunum og af einskærri forvitni hóf ég vitsmunalegar samræður við þær á engilsaxnesku. Þetta gekk svona upp og ofan, ein talaði sæmi- lega ensku, hinar stautuðu sig á milli orða og sú sæmilega þýddi. Svo báru þær sig saman á japönsku svo enginn segði annað en hún meinti af vankunnáttu. Úr varð undarleg- asta hljóðaröð með hátíðnitoppum og flissi. Þær heita Yumiko Ishii, Aiko Yamaji og Kaoruko Yoshida. Þær eru á ferðalagi um Evrópu og heimsóttu ísland frekar en hin Norðurlöndin, sennilega vegna leið- togafundarins. Ástæður ferðalags- ins; þær luku háskólanámi í janúar og byrja að vinna í apríl og hafa því tveggja mánaða frelsi til að lúta löngunum sínum áður en vinnuæv- in hefst. Japanir eru öguð þjóð sem eyðir ekki kröftum í öþarfa frí. Eftir- leiðis verður sumarleyfið ein vika á miðju sumri, annað ekki. Þetta gild- ir um þorra þjóðarinnar. Engar lang- ar útlandsferðir nema í mesta lagi í fyrirtækjahópferðum eða vegna vinnunnar. Evrópuferð stúlknanna er því nokkurs konar síðasti séns að rasa út áður en starfsævin hefst. Þær sögðu svona frá. ær eru búnar að koma til helstu stórborga Evrópu, reyna að komast yfir sem mest á sem minnst- um tíma. Spurning hvað það skilur eftir, hvað um það, gaman á meðan það varir. Þær eru frá Tókýó svo það lá beint við að aka með þær upp að Hafravatni. Gera samanburð á þéttbýli og strjálbýli sjáðu. Þær sögðust inn á milli verða þreyttar á öngþveiti Tókýóborgar, þar er mikill hraði og ys og menn með hvíta hanska hafa atvinnu af því að troða fólki inn í neðanjarðar- lestirnar á leið til vinnu. Ibúðirnar eru pínulitlar með stóru sjónvarpi, stereógræjum og örbylgjuofni, þetta er allt dagsatb Þær undruðust því stórar íbúðir íslendinga. Auðvitað eru þær oft leiðar á þrengslunum, en hafa lært að sætta sig við þessa japönsku staðreynd sem ekki verð- ur breytt. Stjórnin gerir ekkert til að stemma stigu við fólksfjölgun. Þess þarf ekki. Ungt fólk vill ekki eignast fleiri en eitt eða tvö börn, til þess að geta veitt þeim meira. Japan er ekki eins og Kína segja þær, hvorki að þessu leyti né öðru. Það eina sem þjóðirnar eiga sameiginlegt eru ská- settu augun, kynþátturinn. Meira að segja tungumálin eru gjörólík. Það er ekki eins mikil tíska og við höld- um að láta skera í augun á sér svo þau verði vestrænni og minna á ská. Þetta stundar einungis ein og ein fyrirsæta. Þessar íslensku óbyggðir, gráar af snjó, virkuðu hálfóhugnanlega á þær, dauðafreri eins og þær ímynd- uðu sér Síberíu. Hlýtur að vera auð- velt að verða þunglyndur og ein- mana hér, en víðáttan þýðir líka ákveðið frelsi. Hér er til dæmis hægt að öskra svo bergmálar í um- hverfinu, en samt heyrir enginn. Japan er fjöllótt eyja eins og ísland en víðsýnið hér er ólíkt meira. Þú þarft að ferðast í tæpa tvo tíma frá miðborg Tókýó til að sjá út í sveit. Surprised...no trees... Japan has many... Hissa... engin tré... Japan hefur mörg. Tvær geisur með há- skólamenntun í Vestur- Iandabókmenntum og sú þriðja hefur sérhæft sig í sögu Germaníu með sérstaka áherslu á nasistatím- ann. Hvers vegna? Það eru svo margar athygliverðar nýjungar sem komu með nasistunum; á sviði heil- brigðismála, menntamála og stjórn- mála. Eitthvað heillaði hana í fram- sýn og þreki þýska þjóðernissósíal- ismans, án þess að vilja skýra það nánar. Hún sagði þó að þetta hefði ekkert með stríðið að gera eða of- sóknir á hendur gyðingum. Talandi um stríðið nefndi ég Hirosima og þátt Japana í stríðinu. Japanir töp- uðu, það er staðreynd, og Hirosima er einhver dimmasta minning jap- anskrar sögu. Örkumlin eru enn að koma í ljós. Börn þeirra sem lifðu sprenginguna af fæðast bækluð eða fá krabbamein innan við þrítugt. Utan frá eru hörmungarnar ósýni- legar, Hirosima og Nagasaki eru fal- legar borgir í dag, en þeir sem til þekkja gleyma engu. Þegar von er á nýju barni í heim þessara borgara bíða aðstandendurnir fullir kvíða og liggja á bæn um að barnið fæðist heilbrigt, sem ekki er lengur sjálf- sagt í þeirra hugum. Samt er yngri kynslóð Japana tekin að gleyma. Hún hefur ekki sömu nálægð á ógn- ina. Japan vantar orku og kjarnorka er nærtækust fyrir okkur. Við höf- um alla tækniþekkingu sem til þarf. Kjarnorka er óþrjótandi orkulind, því vilja margir virkja þetta afl. Aðr- ir eru á móti. íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, þeir hafa rafmagnið. Þú sérð afskekkt stakhús í fjarska en þangað liggur samt raf- ltna. Stórkostlegt. Mér þykir Hirohito keisari svolítið sér- stakur. Hann hefur tekið sömu breyt- ingum sem einstakl- ingur og samfélag Japana hefur á heilli öld. Hann var einvaldur, sonur sólarinnar, næstum guðlegur drottnari fátækrar en fjölmennrar þjóðar. Hann vildi grimmur ná yfir- ráðum yfir nágrannalöndunum. Þetta mistókst. Nú er hann nærsýnn og gráhærður, afaímynd og samein- ingartákn Japana. Annað ekki. I augum gamaila Japana er hann þó enn hálfguð. Yngri kynslóðum Jap- ana finnst lítið til hans koma. Hann á alltof stórt hús og alltof stóra garða segir það. Það vantar opin svæði í Tókýó svo þeim þykir ekki nema sanngjarnt að opna almenningi garða Hirohitos. Geisurnar eru mest hissa á því að það er ekki kalt á ís- landi. London var til dæmis mun kaldari. Svo tóku þær eftir því að hér fara allir úr skónum í forstof- unni, eins og heima í Japan. I Japan eru búðir opnar allan sólarhringinn sjö daga vikunnar, svo þeim finnst 9—6-opnunin á Vesturlöndum óþægileg og skrítin. Hvenær kemst fólk í búðir? Þegar það er loksins bú- ið að vinna þá er búið að loka búð- unum. Ég vildi endilega pumpa þær svo- lítið með námshörkuna, sjálfsagann og sjálfsmorðin. Þær sögðu sjálfs- morðssögur vera stórlega ýktar. En pressan er mikil að standa sig í skól- um. Samkeppnin hefst strax á unga- aldri, því börnum er innprentaður sá hugsunarháttur að standa sig bet- ur en aðrir. Góðar einkunnir í skóla eru ávísun á farsælt líf. Háskólar hafa inntökupróf, þar komast þeir inn sem hafa bestu einkunnirnar. Nám í góðum háskóla er ávísun á góða og vellaunaða atvinnu. Ef þú ætlar ekki að vinna við færibandið og vera sagt upp þegar róbotinn leysir þig af, þá skaltu gera heima- verkefnin þín vel. En hafa þýsk saga og bókmenntir Vesturlanda eitt- hvað með þetta að gera? Það skiptir mestu máli að hafa háskólagráðu, góða almenna menntun. Starfsþjálf- un færðu síðan í viðkomandi fyrir- tæki. Leigu-Nissan ekur Yumiko, Aiko og Kaoruko að Þjóðminjasafninu með Olympus, Nikon og Canon um hálsinn. Þær skokka upp tröppurn- ar og Casio-klukkan er orðin eitt, en samt er safnið ekki opnað. I Tókýó eru lestirnar alltaf á hárréttum tíma. FÞ Aiko Yamaji, Yumiko Ishii og Kaoruko Yoshida. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.