Helgarpósturinn - 10.03.1988, Side 19
Orn Arnason leikari í opnuvidtali
um sjálfan sig og umheiminn,
Sambandiö, Guöjón B. og fleira gott fólk.
að verða heimsfrægur
óvíst á hvaða sviði!
Ætla
Þegar hann var lítill sagðist hann ætla að verða heimsfrægur. Á hvaða
sviði vissi hann ekki. Núna er hann orðinn stór. Að vísu ekki heimsfrægur
en frægur samt. „Hvernig dettur ykkur í hug að hafa opnuviðtal við mig?
Ég er bara ólifað ungmenni,“ sagði Örn Árnason leikariþegar falast var eftir
opnuviðtali við hann. Eigi að síður var hægt að tala hann til. Enda vissum
við það af fyrri kynnum að Örn er einstaklega þægilegur og geðgóður
maður. „Ætli ég sé ekki bara geðprýðismaður!" segir hann sjálfur.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: JIM SMART
Örn Árnason er eins og margir vita sonur hins
kunna leikara Árna Tryggvasonar og konu hans
Kristínar Nikuiásdóttur. Yngstur þriggja barna,
eini sonurinn. „Eg á tvær systur, átta og tíu árum
eldri en ég,“ segir hann. „Mér hefur aldrei verið
almennilega tjáð hvort ég hafi verið vandræða-
gepill eða ekki. Held þó að ef marka má Óskar
Orn son minn hafi ábyggilega eitthvað gengið á
með mig!“ Horfir svo á segulbandið og spyr
hvort þetta viðtal eigi örugglega ekki að bíða
þar til hann verði sextugur. „Kannski segi ég
eitthvað hér sem stenst ekki!" segir hann og
glottir. Bætir við: „Allt sem þií segir mun verða
— og verður — notað gegn þér í nafni réttlætis-
ins... Þetta er svona bandarískur frasi!“ bætir
hann við. „Þú sverð að segja sannleikann, allan
sannleikann og ekkert nema sannleikann..."
Nei, þú mátt Ijúga eins og þú vilt!
„Þakka þér fyrir það! Þá er mér óhætt að
byrja!!!"
Við ákveðum að byrja á byrjuninni, fæðingar-
deginum: „Eins og kennitalan segir einnníunúll-
sexfimmníu... Eða nítjándi sjötti fimmtíu og níu
— í Reykjavík. Við bjuggum á Unnarstíg 2 þar ti!
ég varð fjögurra ára. Reyndar ekki í stóra stein-
húsinu sem þar stendur, heldur í 36 fermetra
húsi sem er inni á lóðinni. Glaðheima kölluðu
foreldrar mínir það, enda varð að vera glatt á
hjalla hjá fimm manna fjölskyidu í þrjátíu og sex
fermetrum! Afi minn, Nikulás Halldórsson tré-
smiður með meiru, og systir hans áttu þetta hús,
annaðhvort hluta þess eða allt, ég man ekki
hvort heldur. Hún hét Ásdís og var ævinlega
kölluð Dísa sáluga, þó aðeins — sem betur fer —
eftir að hún var dáin.J Við fluttum síðan upp í
Bólstaðarhlíð og ég byrjaði mína skólagöngu í
ísaksskólanum."
SVIPMYNDIR ÚR BERNSKU
Örn segist eiga góðar minningar úr barnaskól-
anum. Segist sjá fyrir sér ákveðnar svipmyndir
frá æskuárunum, atburði sem framkölluðu til-
finningar sem allir þekkja, sársauka, ótta og
undrun: „ Ein mynd sem ég sé fyrir mér var at-
burður sem gerðist þegar ég var þriggja ára. Ég
var að klifra upp eftir planka, rann niður og
nagli fór inn í hendina á mér. Eg man eftir því
augnabliki þegar ég sat á eldhúsborðinu og afi
var að hreinsa sárið. Önnur svipmynd er af mér
föstum í beisli fyrir utan húsið. Svo man ég
greinilega þegar Bjarni móðurbróðir minn kom
frá útlöndum með bíl sem blikkaði ljósunum. Ég
sat og horfði á bílinn aka í áttina að mér. Þetta
eru þrjár svipmyndir úr bernsku, sem allar eiga
það sameiginlegt að vera tilfinningalega sterkar,
þannig að þær sitja fastar í huganum. Mikill
sársauki, sjokk, hræðslan við að vera „fastur" og
spenningurinn sem fyigdi því að sjá bílinn nálg-
ast.
Ég á margar góðar minningar og svipmyndir
úr Isaksskólanum," segir hann. „Fyrst koma
auðvitað upp í hugann gulu lýsispillurnar sem
maður varð að éta. Mér fannst þær ágætar
þangað til komið var í gegnum sykurhúðina! Ég
á fullt af myndum í huganum úr ísaksskóla,
kannski einkum tengdum leikjum. Ein myndin
er ljóslifandi, einn af mínum fyrstu „bömmer-
um“. Ég var að henda steini upp í loft og espaði
annan strák til að gera eins. Hans steinn lenti á
höfðinu á honum og mér fannst lengi að það
hefði verið mér að kenna!“
Úr ísaksskólanum fór Örn í Æfingadeild
Kennaraháskólans þaðan sem hann segist eiga
mjög góðar minningar: „Þar var ég hjá mjög
góðum kennara að mínu mati, Svavari Guð-
mundssyni. Hann hef ég því miður ekki hitt
lengi. Eðlilega fer mörgum sögum af kennurum
og kennarar eru misgóðir, en ég held þó að flest-
ir mínir bekkjarfélagar hafi verið sammála um
að Svavar hafi verið mjög góður kennari. h'ann
var sanngjarn í alla staði og hafði örvandi áhrif
á nemendurna. Svavar fór með okkur í útileiki,
aðaliega ,,kýló“. Ef við gerðum eitthvað af okk-
ur gat hann verið strangur, en alltaf sanngjarn.
I Æfingaskólanum byrjaði ég á leiklistinni."
MEÐVITUNDARLAUS í
HLUTVERKI LÖGREGLUÞJÓNS
„Eðlilega — eins og mörg leikarabörn segja —
var ég valinn vegna þess að ég var sonur leikara.
Það er þessi gamla kenning um að eplið falli
sjaldan langt frá eikinni. Svavar Guðmundsson
virkjaði okkur í leiklistinni, en ég man að ég var
alveg hræðiiega feiminn. Lék til dæmis lög-
regluþjón einu sinni og ég man ennþá eftir því
hvað ég var gjörsamlega meðvitundarlaus þeg-
ar ég var kominn inn. Stóð þarna fyrir framan
þennan hóp nemenda og var varla með meðvit-
und vegna feimni! Þá upplifði ég ekki þetta
augnablik sem Sigurður Demetz söngkennari
lýsti svo geysilega vel í viðtali. Þar segir hann frá
því þegar farið er á svið, á frumsýningu eða jafn-
vel á hverri sýningu, að augnablikið, sem líður
frá því að tjaldið er dregið frá og þar til á að segja
fyrstu setninguna, sé eins og svartnætti. Um leið
og andinn er kominn út opnast allt. Þetta finnst
mér mjög góð lýsing á því hvernig manni líður.
Þetta augnablik kom líka í fyrsta leikritinu sem
ég lék í í barnaskólanum — nema hvað það birti
ekki. Það var svartnætti áfrarn!"
ÞETTA ER EINS OG MEÐ
GUÐJÓN B.l
Yfir í unglingsárin. Örn segist að sjálfsögðu
hafa fylgt tískunni, síða hárinu, háu hælunum —
og vönduðum fötum: „Á mínum unglingsárum
voru leifarnar af hippatímanum við lýði. Eg held
ég myndi muna eftir meiriháttar óhöppum á
unglingsárunum, þannig að sjálfsagt hafa þau
verið slétt og felld. Ég hafði farið norður í Hrísey
öll sumur með foreldrum mínum, þar sem þau
eiga hús, en á unglingsárunum fór ég að vinna
fyrir mér í sumarfríum. Auðvitað hafði ég þó
unnið í Hrísey, var á sjó með pabba og vann í
frystihúsinu. Fyrsta sumarvinnan mín hér í bæn-
um var hjá húsasmiði einum. Þaðan var ég rek-
inn fyrir nokkuð sem ég hafði ekki gert og þótt
óréttlátt sé erfði ég það lengi við hann. Það er
erfitt að verja sig ef maður er beittur er röngum
sökum. Þetta er eins ojyneð Guðjórt.R Ólafsson.
Menn reyna að bola okkurfrá fyrir eitthvað sem
við gerðum ekki...! Síðan fór ég að vinna í
Sænska frystihúsinu. Kynntist þar góðum köll-
um og strákum. Þar var góður mórall og maður
fann svolítið til sín. Fengum að bera ábyrgð.
Ólafur verkstjóri hafði auðvitað töglin og hagld-
irnar og sagði af eða á. Við vorum svona undir
af eða á!“
EN ÉG HÆTTI HJÁ SAMBANDINU
AF FUSUM OG FRJÁLSUM VIUA
Örn segist hafa ætlað sér að verða trésmiður
og fór því í Ármúlaskólann, í undirbúningsdeild
fyrir Iðnskólann: ,,Er meira að segja prýðisgóð-
ur snikkari," segir hann. „Gerðist svo frægur að
smíða skápa í hjónaherbergið og barnaherberg-
ið heima hjá mér og þeir eru ekkert síðri en
skápar úr verslun. Ég ætlaði að verða húsgagna-
smiður, en hætti við, því á þessum tíma fengu
húsgagnasmiðir ekkert að gera. Þá fór ég að
vinna hjá Sambandinu þar sem ég var í tvö ár.
Mér var ekki bolað út þaðan! Það var mikið
reynt en ég barðist á móti. Ég byrjaði sem lager-
maður niðri í Tryggvagötu hjá Guðmundi Ólafs-
syni, örum og skemmtilegum manni, og þar var
líka verkstjóri sem ég hafði mikið dálæti á, Jón
Jónsson heitir sá. Síðan flutti ég með Samband-
inu inn í Holtagarða. Þar var ég yfir ávaxtadeild-
inni og hjá Sambandinu sá ég kiwi-ávöxt í fyrsta
skipti. Hélt því fram að þetta væru górillupung-
ar! Óskaplega ljótur ávöxtur þó innihaidið sé í
hróplegu ósamræmi við útlitið."
VERNDARENGILL?
í frásögn Arnar af bernskuárunum kemur
fram að tvisvar hafi verið gerð „atlaga" að augum
hans. Einu sinni var hann nærri orðinn undir bíl
og á æskuárunum í Hrísey var járnplötu þeytt í
andlit hans: „En alltaf hafa augun sloppið og af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum slasaðist ég
aldrei mikið. Reyndar lenti ég tvisvar fyrir bíl. I
annað skiptið var ég að leika mér í Bólstaðar-
hiiðinni að vetri til þegar Mercedes Benz kom á
fullri ferð. Konan sem ók bílnum gat ekki stopp-
að, rann beint að mér, en merkiiegt nokk þá
stöðvaðist bíllinn við andlitið á mér. Úlpan mín
flæktist í bílnum og ég dróst með honum 36
metra. Slapp í öll skiptin með minniháttar
meiðsli. Það var alltaf eins og einhver kippti í
taumana og forðaði mér...“
Verndarengill?
„Ja, ég held það sé engin tilviljun að ég slapp.
Oft fæ ég líka á tilfinninguna hvort hlutirnir
muni ganga eða ekki. Án þess ég sé nokkur sál-
fræðipælari hef ég gaman af að fylgja sumum
hlutum sem Freud og aðrir snjallir menn hafa
sagt, meðal annars því að sú ákvörðun sem
maður tekur hlýtur alltaf að vera rétt ákvörðun.
Ef þú metur hlutina frá hjartanu hlýturðu að
vera gera rétt samkvæmt sannfæringu þinni.
Svo verður maður að læra af reynslunni ef hlut-
irnir ganga ekki upp."
„ÞESSI EINI ÖÁNÆGÐI í
SALNUM"
Hann bætir við að reyndar sé það skrýtið að
hann muni ekkert eftir því að hafa á laugardög-
um fengið að heimsækja konuna sem ók á hann,
horft þar á Keflavíkursjónvarpið og hámað í sig
sælgæti: „Það er skrýtið að maður skuli frekar
muna það neikvæða," segir hann. „Þetta er eins
og með þennan eina óánægða í salnum. Þótt sal-
urinn sé fullur af ánægðu fólki sem klappar sér
leikarinn alltaf þennan eina óánægða. Góð til-
finning er svo góð að hún gieymist, nema hún sé
yfirþyrmandi."
KLEIP SIG í FRAMAN TIL AÐ
LOSNA VIÐ AÐ LEIKAi
Það er komið að því að ræða leiklistina við
Örn, enda er hún ríkur þáttur í lífi hans. Þótt
hann hafi snemma byrjað að fara með pabba
sínum niður í Þjóðleikhús segist hann síöur en
svo alltafhafa verid staöráöinn í ad veröa leik-
ari: