Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 26
TÖLVUR OG HUGBÚNAÐUR
þátt í einkatölvu- eða PC-væðingu
þjóðarinnar, sem gerist ákaflega
hratt hér og af meiri krafti en annars
staðar. Við byrjuðum að þreifa fyrir
okkur á einkatölvumarkaðinum
fyrrri hluta 1986. Við höfðum verið
með Victor-reiknivélar og selt mikið
af þeim. Það fyrirtæki var selt og
keypti sænskt fyrirtæki tölvuhiuta
Victors. Svíarnir höfðu samband við
okkur vegna þessara gömlu sam-
banda og fóru fram á að við gerð-
umst umboðsaðilar fyrir Victor-
einkatöivur hér á landi. Höfum við
flutt inn um 3.400 vélar á þessu eina
og hálfa ári sem er liðið.“
Hefurdu einhverja hugmynd um
markaöshlutdeild ykkar hvad
varöar einkatölvur?
„Við höfum okkar hugmyndir um
það og það hafa keppinautarnir
sjálfsagt líka. Hópur viðskiptavina
okkar hvað varðar einkatölvur hef-
ur verið að breytast. Þetta voru að-
allega einstaklingar í byrjun, en nú
eru það mikið opinber fyrirtæki og
einkafyrirtæki sem versia við okkur
og nota þá tölvurnar í alvöru. Við
álítum að markaðshlutdeild okkar
hvað varðar einkatölvur nemi um
50 prósentum, hún var það a.m.k. á
árinu 1987. Ég hef enga trú á því að
seldar hafi verið fleiri en 5.000
einkatöivur hér á landi í fyrra. Þó er
erfitt að fá þessar tölur greiniiega
fram, þar sem tollayfirvöld hafa
ekki upplýsingar um stykkjatölu.
Þessar vélar hafa gengið vel út, og
við finnum að enn er mjög góður
markaður fyrir einkatöivur. Okkar
tölvur eru ekki þær ódýrustu, en
þar sem þær eru traustar búumst
við við að salan verði áfram góð.“
Hvaö helduröu aö mörg merki
séu á tölvumarkaöinum í dag?
„Við gerðum könnun á því 1986
og í ljós kom að 40 vörumerki voru
þá fáanleg. Við höfum ekki kannað
þetta síðan, en okkur virðist sem
svo að margir hafi helst úr lestinni
og nú séu fá en traust merki eftir.
Þetta þróaðist eins og við var að bú-
ast. Menn eru hættir að líta á einka-
tölvur sem einhver leiktæki, eins og
gert var í fyrstu. Þetta eru atvinnu-
tæki og það krefst þess að þjónusta
sé tii staðar. Tækin mega ekki bila.
Þess vegna hafa þeir aðilar sem ein-
göngu voru með söiu en enga þjón-
ustu dottið út. Við gerðum okkur
ljóst að þjónusta var mjög mikilvæg
og teljum okkur hafa mjög gott
þjónustufyrirkomulag í gangi í dag.“
Olgeir sagði ennfremur að fyrir-
tækið væri byggt upp í kringum
tölvur í dag, að vísu væri það enn
með skrifstofutæki. Rauði þráður-
inn væri þó sala og þjónusta á tölvu-
og hugbúnaði.
En hvaö meö ráögjöf fyrir viö-
skiptavini?
„Ég get lýst því hvað við gerum.
Við erum að vísu tölvusalar, en við
erum þó ráðgefandi fyrir viðskipta-
vini okkar. Við erum fyrirtæki sem
byggir einna mest á þjónustu. Okk-
ar ráðgjöf verður hreiniega að vera
vönduð, því annars fáum við þetta
allt saman í hausinn aftur. Við kapp-
kostum að seija viðskiptavininum
lausn og okkar stefna er að sú lausn
dugi. Við erum okkur meðvitaðir
um það hve ráðgöf er mikils virði.
Það hefur stundum komið upp sú
staða að viðskiptavinurinn getur
ekki fengið það út úr tækjum okkar
sem hann óskar og þá er ekki annað
að gera en vísa honum annað. Háif-
ar lausnir duga engan veginn."
Nú hefur ráögjöf í tengslum viö
tölvur veriö aöeins til umrœöu og
viröist bera þar á ýmsu.
„Mín skoðun á mörgum þessum
„ráðgjafarfyrirtækjum" er starfa í
dag er að hlutieysi þeirrar ráðgjafar
er afar ábótavant. Þetta eru títt
endurseljendur og hugbúnaðar-
framleiðendur sem fá afslátt fyrir
þau tæki sem þeir selja, og því varla
mikið um hlutlausa ráðgjöf."
Olgeir fræddi blaðamann á því að
fyrirtækið seldi einnig Altos-tölvur
sem eru bandarískar og hafa verið
keyptar mikið fyrir fslenskan hug-
búnað. Setti fyrirtækið upp hugbún-
26 HELGARPÓSTURINN
að fyrir önnur fyrirtæki, en bein-
línukerfið og þjónusta við það væru
aðalverkefnið. Sagði Olgeir enn-
fremur að mörg fyrirtæki væru að
taka annað skrefið i tölvuvæðingu
sinni, en það væri að tengja einka-
tölvur fyrirtækisins saman í net.
Viðskiptavinir væru farnir að gera
sér betur grein fyrir hvernig hægt
væri að nota einkatölvurnar, og
opnuðust þannig nýjar víddir fyrir
notendur þeirra.