Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 27
NETBÚNAÐUR
OFT ÓDÝRASTA
OG HAGKVÆM-
ASTA LAUSNIN
Á undanförnum árum hefur átt sér stad ör þróun á
tölvunetum. HP bad Hauk Nikulásson, sem er einn eig-
enda Micrótölvunnar, að segja sér frá starfinu í kringum
tölvunet, sem á að gera stofnunum og fyrirtækjum er
nota tölvur kleift að spara töluverða fjármuni, þegar
tölvubúnaður þessara aðila er tekinn til endurskoðunar
og hugað er að breytingum.
Haukur segir frá því að hugmynd-
in um net hafi orðið til þegar eig-
endur tölva sem voru að vinna að
því sama fóru að hafa áhuga á því að
flytja upplýsingar sín á milli og sam-
nýta gögn. Var þá farið að tala um
sameiginlegan búnað sem tveir eða
fleiri aðilar hefðu aðgang að frá
stökum tölvum.
„Þegar fyrstu netin komu fram
gekk virkni þessa fyrirbæris fræði-
lega, en þegar menn fóru að skrifa
nethugbúnaðinn sjálfan gerðist ailt
ægilega hægt. f fyrstu tilraunum
sem við gerðum hér á landi, á árun-
um 1982 og 1983, reyndum við að
keyra bókhald í kross á milli tveggja
véla, sem er einfaldasti hlutur í
heimi. Þú keyrir bókhald frá einni
vél og yfir á aðra, á disk, og síðan frá
hinni á móti. Þetta gerðist samtímis.
Svartíminn á þessu náði ekki því
sem maður átti að venjast af diskl-
ingadrifi á þeim tíma.
Netkortin sem slík voru dýr og hug-
búnaðurinn var það einnig. Við
fylgdumst þó með þróuninni áfram.
Við vorum með netkerfi frá Vector
sem hét Linc, en þar var á ferðinni
svokölluð „token-ring-aðferð við
samskipti. Það var í raun ekki þess-
ari aðferð að kenna að svartíminn
var langur heldur eingöngu hug-
búnaðinum, en „token-ring" er not-
að af öðrum fyrirtækjum í netum.“
Er þetta adskilid, „token-ring" og
hugbúnaöurinn?
„Þetta kemur sem pakki, hugbún-
aður og netsgjöld. Þetta er hugsað
sem lausn. Ástæðan fyrir hinum
mikla svartíma kom síðar í ljós.
Smátölvurnar voru með einnota
stýrikerfi, sem var bara fyrir einn
notanda og eina vél, en ekki hugsað
sem lausn fyrir fjölnotkun. í upphafi
voru netlausnir taglhnýtingar ofan á
einnotendastýrikerfi. Þau virka
ekki þannig og hafa aldrei virkað.
Til að net virki þarf það að vera
hugsað sem net alveg frá upphafi,
en ekki sem viðbót ofan á einnota
stýrikerfi. Þetta er það sem hefur
breyst nú á seinni árum. Nethug-
búnaðurinn, þá sérstaklega á mið-
stöðvarnar, er netstýrikerfi og vinn-
ur sem slíkt alveg frá upphafi.
Síðan nota menn sitt DOS-um-
hverfi á útstöðvunum. Þar er keyrð
upp skel, sem situr í minni og er í
raun „filterinn" út í miðstöðina.
Miðstöðin keyrir með öðrum orðum
ekki sama hugbúnað og útstöðin.
Þafer eiga sín samskipti í gegnum
skel. Það er raunverulega skelin
sem sér til þess að t.d. notandi MS-
DOS sér F-drif, sem er fyrsta netdrif-
ið í Novell NetWare-stýrikerfinu.
Síðan á hans útstöð, sem er venjuleg
einkatölva, samskipti inn á miðstöð,
sem myndar hans fjölnotendaum-
hverfi. Þar eru meðtaldar allar varn-
ir sem þarf þegar verið er að vinna
með sameiginlegar skrár. Margir
geta verið að vinna með sömu
skrána og það eru fullkomnar varn-
ir fyrir því að menn spilli ekki skrá
eða skráningu sem annar er með í
vinnslu eða eitthvað þvíumlíkt.
Þannig er hægt að loka einstökum
hlutum kerfisins alveg niður á
hverja skráningu (record level).
Með þessu móti erum við farnir
að sjá svartíma sem þekkist jafnvel
ekki á minni fjölnotendakerfum.
Svartíminn er í flestum tilvikum að
verða miklu betri, jafnvel þó við sé-
um ekki að tala um sérlega þróaðan
hugbúnað eða umhverfi. Útstöðvar
eins og PC-einkatölvur og AT-tölvur
stjórna svartímanum. Þú færð í
flestum tilvikum sama svartíma í
fjölnotaumhverfum og er á einka-
og AT-tölvum. Ástæðan er einfald-
lega sú að vinnslan á sér stað í út-
stöðinni en ekki í miðstöðinni.
Þannig að þegar álag verður á net
fer það ekki eins illa með heildar-
svartíma kerfisins, vegna þess að
þegar ný útstöð kemur inn í mynd-
ina kemur hún með sitt eigið tölvu-
afl, en er ekki að skera sinn bita af
reiknigetu einnar miðstöðvar líkt og
Haukur Nikulásson
gerist í venjulegri mini-tölvu.
Þetta hafa jafnvel vanir tölvu-
menn átt erfitt með að skilja. Frá
gamalli tíð hafa tölvumenn verið
fastir í þeirri hugmynd, að sé ein-
hverju deilt niður hljóti það að
minnka svartímann í réttu hlutfalli.
Menn eru vanir slíkum hugsunar-
hætti og skilja ekki að net skuli ekki
brotna með sama hætti undan álagi.
Það er einnig auðveldara að taka
net og bæta svartímann, sem hefur
kannski minnkað vegna umferðar-
innar á netinu, með því að fjölga
netspjöldum í miðstöðinni. Þessu
má líkja við það þegar maður bætir
akreinum við venjulegan bílveg."
ÓDÝRARA AÐ
ENDURNÝJA NETKERFI
En hvernig er það þegar madur
þarfaö sœkja þjónustu í stofnun og
hún hefst á vandrœöalegri biö
vegna þess aö tölvan er „dauö‘!
„í slíku tilfelli kemur allt reikniafl
frá einni stórri tölvu og því er deilt
á milli þeirra notenda sem eru
tengdir kerfinu og eftir því sem þeir
eru fleiri og krafan um þjónustu
meiri því verri verður þjónustan.
Hugmyndin á bak við dreifða
vinnslu, með netkerfi, er aftur á
móti sú, að þegar þú bætir við út-
stöðvum, þá bætir þú við það heild-
artölvuafl sem þú hefur til afnota.
Þannig ef að notendum fjölgar eykst
reikniaflið, því hver einstakur not-
andi kemur með það frá sinni út-
stöð. Ég get því ekki séð að flest þau
fjölnotatölvukerfi sem við þekkjum
í dag lifi nema nokkur ár í viðbót.
Það er fyrst og f remst miklu ódýr-
ara að bæta við netbúnað. Þú hefur
kannski hefðbundna mini-tölvu og
ef þú villt stækka hana getur það
kostað milljónir, þá í formi nýrra
diska og nýs miðverks. Ef netmið-
stöðin verður of lítil breytir þú henni
einfaldlega í útstöð, tekur diskkerfið
af henni og setur á nýja og öflugri
miðstöð. Þú þarft þannig ekki að
henda öllu því sem til er, heldur geta
menn endurnýjað útstöðvar eftir
því sem þeir vilja. Hægt er að nota
einkatölvu, AT-tölvu og „386" í út-
stöðvarhlutverkum í bland, allt eftir
kröfum hvers og eins. Það sem ekki
síst breytist við netkerfi er að þegar
þú hefur möguleikana á því að end-
urnýja kerfið jafnt og þétt með fyrr-
greindum hætti, þ.e.a.s. þú færð þér
öflugri útstöðvar eftir því sem þarf,
er hægt að taka þetta í einingum.
Þannig má einfaldlega sjá þetta sem
venjulegan rekstrarkostnað. Áður
fyrr var endurnýjun eða kaup á
tölvubúnaði venjulega meiri háttar
fjárhagslegt dæmi.
Svo má ekki gleyma því að hrá-
efnið fyrir svona f jölnotendakerfi er
að verða til án þess að menn taki eft-
ir því. Það er fullt af einka- og AT-
tölvum í flestum fyrirtækjum, en
þær mynda í heild þetta reikniafl
sem þarf. Það er bara að tengja vél-
arnar saman. Það þarf því ekki að
kosta mikið að koma netkerfi upp,
hvað þá að viðhalda því.“
Hvers vegna er þetta aö koma
fram núna, en ekki löngu komiö
fram. Hefur þaö eitthvaö meö þenn-
an heföbundna hugsunarhátt aö
gera, sem þú minntist á áöan?
„Það er bæði og. Ég held að það
sé á síðastliðnum tveimur árum sem
nothæf netkerfi verða í raun til.
Maður las þó í tímaritum allt aftur til
ársins 1981 að mini-tölvan væri
dauð. Svo reyndist þó ekki, m.a.
vegna mikils framboðs á hugbún-
aði. Hann var einfaldlega ekki til á
netkerfi. Það sem gerir það að verk-
um að netkerfi geta nú flætt yfir allt
er mjög einfalt atriði. DOS hefur
verið til frá því að einkatölvurnar og
allar þessar samræmdu tölvur urðu
til og netkerfin eru einfaldlega að
nota MS-DOS-hugbúnað sem búið
er að þróa í mörg ár. Hann keyrir all-
ur á netinu. Það þarf engar breyt-
ingar til að nota hann.
Það sem hefur hindrað útbreiðslu
nets til jafns við mini-tölvur ennþá
er að til skamms tíma hafa útstöðvar
á netið verið dýrar. Þú hefur þurft
að kaupa einkatölvu og netspjald í
hana. Þessi samsetning, með ódýrri
einkatölvu, kostar ekki undir 70
þúsund krónum. Nú kostar útstöð
með innbyggðu netspjaldi um það
bil 50 þúsund krónur, eða
svipað og venjulegur skjár á eldri
tölvur."
Hvaö meö umfang þessara neta.
Hversu stór geta þau oröiö og enn-
fremur, geta þau skarast?
„Þetta kemur inn á hluti sem
maður hefur orðið var við hjá
mönnum sem hafa nokkuð mikla
reynslu af tölvum. Það er sálrænn
þröskuldur hjá mörgum þess eðlis,
að smátölvur/einkatölvur, sem net-
in byggja á, hafi ákveðin takmörk.
Þegar þeim takmörkum ljúki taki
mini-tölvan við og þegar þeim tak-
mörkum ljúki komi megintölvur.
Það er hreinlega orðið úrelt að ætla
sér að hugsa svona. Miðað við hvað
fæst í dag getum við afgreitt eitt net-
kerfi með 6,6 gígabæta heildardisk-
rýmd. Þú getur verið með fleiri
hundruð útstöðvar í slíku neti og á
því getur þú verið með margar mið-
stöðvar. Ef ein miðstöð dugir ekki
getur þú fjölgað vélum er sinna mið-
stöðvarhlutverki. Jafnvel þó þú sért
tengdur einni miðstöð, þá getur þú
tengst fjarlægari miðstöð og þú sérð
engan mun á því hvort þú vinnur á
þína miðstöð eða hina miðstöðina.
jÞað er enginn munur á svartíma.
Þetta er allt tengt inn á sama kapal.
Vandamálin við net voru til
PlanPerfect
- er töflureiknir fyrir PC tölvur sem hentar í alla útreikninga
- fylgir handbók á íslensku og íslensk dæmi á disk
- er systurforrit WordPerfect ritvinnslunnar og mjög líkt í notkun
V.
HELGARPÓSTURINN 27