Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 29
Þ
að vakti athygli í sjónvarps-
viðtali Eysteins Helgasonar við
Ólaf Sigurðsson á dögunum, að
Eysteinn skyldi telja ástæðu til að
virða að vettugi öll vottorð, sem
Guðjón B. Ólafsson kynni að hafa
meðferðis heim frá starfsfólki Ice-
land Seafood og verksmiðjunnar í
Harrisburg. Ástæðuna kvað Ey-
steinn þá, að þarna væri mikið at-
vinnuleysi, 10% eða meira, og fólkið
því tilbúið að undirrita hvað sem er
fyrir nýja stjórnendur, ef verða
mætti til að það héldi vinnunni.
Menn spyrja, hvort Eysteinn hafi
notfært sér þetta ástand í samskipt-
um sínum við starfsfólk?...
sér sambandinu milli auglýsinga og
frétta í fjölmiðlum. Mörgum hefur
þótt sem Stöð 2 drægi áberandi
taum annars aðilans í fjölmiðlafári
síðustu vikna um Sambandið. Þeir
hinir sömu fullyrða, að SÍS hafi stutt
Stðð 2 myndarlega í upphafi með
auglýsingum fyrir 10 milljónir
króna og hafi Sambandsmenn stað-
ið einhuga að því að styðja þessa
merku nýjung í fjölmiðlaheiminum
fyrstu skrefin með þessum hætti. Sá
sem auglýsingasamninginn gerði
fyrir hönd SÍS var Þorsteinn Ólafs-
son og telja heimildir HP að þess
hafi Eysteinn Helgason notið,
þegar hann fékk sjónvarpað blaða-
mannafundi sínum í heild á Stöð-
inni, svo og við alla umfjöllun henn-
ar um einstök atriði málsins...
■ W ■argvíslegum aðferðum
hefur verið beitt í gegnum tíðina,
þegar borgararnir vilja fá að láta álit
sitt í ljós á aðgerðum yfirvalda eða
markaðri stefnu. Undirskriftasafn-
anir eru einhver algengasta leiðin.
Vinsælt og vænlegt til árangurs hef-
ur verið að láta undirskriftalista
liggja frammi á sundstöðum borgar-
innar. Þessari aðferð var beitt þegar
þau Herdís Tryggvadóttir og
Árni Bergur Eiríksson gengust
fyrir söfnun undirskrifta gegn þétt-
ingu byggðar, einkum í Laugardal,
í borgarstjóratíð Egils Skúla Ingi-
bergssonar. Sama hátt á höfðu
Sundasamtökin með ekki ómerk-
ari mann í broddi fylkingar en
Magnús Óskarsson borgarlög-
mann þegar þau söfnuðu undir-
skriftum gegn byggingu Mikla-
garðs. Engum athugasemdum var
hreyft við þessu, né þurfti að leita
heimildar í skriffinnskuapparötum
borgarinnar. En þegar samtökin
„Tjörnin lifi“ komu í samráði við
starfsfólk fyrir slíkum undirskrifta-
Iistum á sundstöðum voru þeir fljót-
lega fjarlægðir. Ómar Einarsson
hjá íþrótta- og æskulýösráði
kvað nýlega hafa verið gert virkt
gamalt ákvæði um að formlega og
skriflega yrði að sækja um allt slíkt
og ræða það og álykta um það á
réttum stöðum. Er nema von að
Morgunblaðið skrifi leiðara í fyrra-
dag þar sem það varar lesendur sína
við að líkja saman Davíð og
Kastról Báðir eru að vísu hárprúðir
— en Davíð er skegglaus.
Viltu njóta iífsins
við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í
stórborgarmenninguna?
Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að
glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna
eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á
seglbrettanámskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar
heim kemur eða Iiggja á vel völdum vatnsbakka, grilla þig í
sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"?
Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta
í mat og drykk?
Þá eru Biersdorf í Þýskalandi,
Walchsee, Zell am See og St. Gilgen í
Austurríki staðir fyrir þig
Þú getur haft bflaleigubfl til umráða og ekið hvert sem þú vilt
eða tekið þátt í skipulögðum skoðunarferðum með okkar
traustu og reyndu fararstjórum.
sér að ferðast eftir íyrirfram gefmni áætlun er það að sjálfsögðu
engin spuming hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bO.
Spumingin er bara: Hvar viltu byrja? í Lux, Frankfurt, París
eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú
að bílaleigubílarnir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu.
Leiðsögumappan og Mið-Evrópu
bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús
em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrif-
stofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalar-
staðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið,
ræddu málin við fjölskylduna í ró og næði og hringdu svo í
okkur.
LUXEMBORG:
Flug+bíU í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð.
Bfll í B-flokki.
8
8
<
cn
i
<
Viltu fara þínar eigin leiðir?
Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað
FLUCLFIDIR
— fyrir þig__
WALCHSEE:
Flug+íbúð í Ilgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.*
Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst.
ZELL AM SEE:
Flug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 26.800 á mann.*
Flogið til Salzburg. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX.
BIERSDORF:
Flug+ibúð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.*
Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX.
ST. GILGEN:
Flug+íbúð í frlreith í 2 vikur frá kr. 27.930 á mann.*
Flogið til Salzburg. Tímabilið 9. jútí tií 27. ágúst.
•Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja-ll ára.
Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn
um allt land og ferðaskrifstofurnar.
FLUGLEIDIR
-fyrírþíg-
Söiuskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími
100.
HELGARPÓSTURINN 29