Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 32

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 32
UM HELGINA BfÖ Stjörnugjöf: 0 farðu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarínn (The Last Emperor) ★★★★ Morð í myrkri (Mord i mprke) ★★★ Örlagadans (Slam dance) ★★ Háskólabíó Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Bíóborgin Wall Street ★★ Stjörnubíó Roxanne ★★★ Á laugardaginn kl. 14.00 verður á Kjarvalsstöðum opnuð sýning sem nefnist Saarilla. Þetta er norraen far- andsýning og mun ferðast milli eyja, eins og nafn hennar gefur til kynna, en Saarilla er finnska og þýðir „á eyj- unum". Héðan fer sýningin til Fær- eyja, þaðan til Borgundarhólms og að lokum til Álandseyja. Á sarillunni sýna 10 textillistamenn frá öltum Norðurlöndunum, allt konur, eftir því sem best verður lesið úr nöfnunum, en þau eru: Sidsel C. Karlsen, Kajsa af Petersens, Agneta Hobin, Nanna Hertofte, Marith Hope, Gun Dalhquist, Anna-Lisa Troberg, Margaretha Agger, Anna Þóra Karlsdóttir og Sigurlaug Jóhannes- dóttir. Sýningin stendur til 28. mars. Um það bil klukkutíma síðar opnar Sigurður Örlygsson málverkasýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða. Sig- urður sýndi síðast í Gallerí Svörtu á hvítu á síðasta ári, og reyndar einnig á samsýningu i Stokkhólmi, ásamt Einari Hákonarsyni og Daða Guð- björnssyni. Sigurður ætlar að sýna einungis sjö myndir, en hins vegar afar stórar, og vafalítið verður form- pælingin í öndvegi hjá honum eins og áður. Nú hefur Leikfélag Akureyrar haf- ið sýningar á leikriti Arthurs Miller, Horft af brúnni. Verkiö var frumsýnt síðastliðið föstudagskvöld en um þessa helgi verða sýningar annað kvöld (föstudagskv.) og laugardags- kvöld og hefjast báðar kl. 20.30. Það er Þráinn Karlsson sem fer með að- alhlutverkiö í leikritinu, leikur ítalsk- ættaða hafnarverkamanninn í Bandaríkjunum, sem skapar sjálfum sér og sinum nánustu skelfileg örlög. Leikstjóri er Theodór Júlíusson, en þetta er fyrsta meiriháttar verkefni hans sem slíkur. Og hér er svo eitthvað fyrir Sauð- árkróksbúa. Á laugardaginn opnar Þorlákur Kristinsson, TOLLI, sýn- ingu i Safnahúsinu þar í bæ. Tolli hef- ur lagt rækt við að sýna verk sín á landsbyggðinni í gegnum tíðina og fyrsta sýning hans í þeirri ræktar- semi einmitt á Sauðárkróki fyrir þremur árum, en ef minnið brestur ekki þá sýndi hann síðast á Nes- kaupstað á síðasta ári. Sýning Tolla stendur til 20. ma rs og er Safnahúsið í flestum tilfellum opið frá klukkan 14—21. Og enn um myndlistina. Á þess- um árstíma stendur hún í hvað mestum blóma, sýningar aldrei fleiri og kannski hátt í tug opnana á einum venjulegum laugardegi. Og það hef- ur heyrst að sumir séu ansi duglegir við að fara á milli, þiggja veitingar og gjóa svo kannski augum á listina, sem yfirleitt sést ekki fyrir hinum gestunum, verða svo orðnir sæt- kenndir þegar degi tekur að halla. Og á laugardaginn opnar Ranka (Ragn- heiður Hrafnkelsdóttir) sýningu í Gallerí Svörtu á hvítu v/Laufásveg. Á sýningunni verða verk unnin með blandaðri tækni á pappír, málverk og skúlptúr. Þetta er þriðja sýning Rönku hér á landi og hún stendur frá 12. mars til þess 28. og er opin alla daga nema mánudaga frá 12—18. Myndlistin hefur löngum lítið ver- ið sýnd í sjónvarpi þó þar sé reyndar nokkuð kjörinn vettvangur fyrir hana. Hins vegar sýnir sjónvarpið okkur auövitað myndlist, að vísu oft- ast efi uppi um það hvort þetta með listina eigi nokkuð að fylgja með og sennilegast má í flestum tilvikum sleppa því. Á fimmtudagskvöldið, í kvöld það er, hefur að nýju göngu sína myndaflokkur um skoska löggu, Taggart, sem á í eilífum heimilis- vandræðum meðfram starfinu. Taggart er klukkan 21.30 og strax á eftir kemur finnsk heimildarmynd um Sovétriki Gorbasjofs. Dynja yfir mann endalausar heimildamyndir um leiðtogann oa ríki hans, meira að segja Finnar... A föstudaginn 11. mars er í sjónvarpinu víðfræg sænsk spennumynd, Maöurinn frá Majorka, kemur næst á eftir Derrick sem byrjar þegar viðkomandi hluti mistakaraðarinnar Annir og appelsínur er blessunarlega afstað- inn. Þeirri hörmung lýkur semsagt klukkan 21.25 og þá tekur sá þýski viö. Á laugardagskvöldið hefst svo það sem allir hafa verið að bíða eftir. Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva byrjar strax eftir lottóið og verður sömuieiðis á dagskrá á sunnudagskvöldið strax eftir fréttir. íslensku keppnislögin kynnt. HP tippar á Jakob Magnússon og til vara Geirmund Valtýsson. Annað sem rétt er að minna á í helgardag- skrá Ríkissjónvarpsins eru hinir óvið- jafnanlegu bresku þættir Paradís skotið á frest, en þar dregur aldeilis til tíðinda enda lokaþátturinn einn eftir í röðinni. Þegar paradis hefur verið skotið á frest kemur Róbert Arnfinnsson og les Ijóðið Tindáta eftir Stein Steinarr, en Steinn hefði orðið áttræður á þessu ári. Svo má alltaf minna á spennuþáttinn Út- varpsfréttir í dagskrárlok sem er á dagskránni mjög regluiega og þykir jafnan undursamlegur, bæði fyrir augu og eyru. Og þá vippum viö okkur yfir á Stöð 2, framvörð íslensks einka- framtaks um þessar mundir. Þar er eitt og annað um drætti en ekki svo óskaplega margir fínir en klukkan 13.50 á laugardag er sýnd myndin Wetherby. Þetta er bráðgóð mynd, fjallar um kennslukonu sem fær óvænta heimsókn, og meö aðalhlut- verkið fer Vanessa Redgrave. Um kvöldið eru síðan á dagskránni tvær bíómyndir sem hægt er að þreyja þorrann yfir, ef menn hafa ekkert annað að gera, fyrst er það tæplega 15 ára mynd sem heitir í djörfum leik og svo kemur enginn annar en Sylvester Stallone í Rocky III. Rocky blessaður er orðinn heims- meistari, minna gat nú ekki gert það, og á í einhverjum vandræðum með sjálfan sig og frúna af því þau eru svo rík og allir vilja leggja hann að velli. Aumingja Rocky. Um helgina verður Jón Óttar með tvo af nærmyndar- þáttum sínum — á laugardaginn er það pianóleikarinn Martin Berkovski. Sérkennilegur maður, mótorhjólatöffari og fer úr líkama sinum þegar hann spilar, sem hann gerir mjög vel, einkanlega verk eftir Franz Liszt. Þessi þáttur er á dagskrá á laugardaginn kl. 16.20. Hinn nær- myndarþátturinn er um íslenska konu — Kristinu Hannesdóttur, sem er arkitekt og býr í Skotlandi, meira að segja í gömlum kastata. Á víst ævintýralegt líf að baki. Og þegar þeirri nærmynd lýkur byrj- ar breskur framhaldsþáttur, Feðg- arnir, sem lofar góðu, virðist vera einn af þessum snjöllu bresku þátt- um sem bera hróður brekskra svo víða. Einn helsti staður fyrir lifandi tón- list í borginni er aö verða skemmti- staðurinn Lækjartungl, en þar eru tónleikar og uppákomur þrjá til fjóra daga vikunnar. I kvöld, fimmtudags- kvöld, verða þar útgáfutónleikar hljómsveitarinnarE-Xog hefjast þeir klukkan 22.00. Hljómsveitin, sem þykir mjög efnileg, er um þessar mundir að gefa út plötuna Frontiers, og eins og nafnið bendir til eru textar á ensku. A föstudagskvöldið verður almennur dansleikur og þá mun hljómsveitin Centaur, ásamt söng- konunni Sigriði Beinteinsdóttur, leika tónlist frá sjötta áratugnum í u.þ.b. klukkustund. Og svo er það sunnudagskvöldið en þá kemur fram hljómsveitin Rokkabillyband Reykjavíkur, sem er ný hljómsveit og afar htessileg, enda fer þar fremstur i flokki sjálfur Ási Magg, rokkari af guðs náð. Auk þeirra kem- ur fram Bobby Harrison, ásamt hljómsveit, og flytur lög af plötunni Solid Silver. Meðal þeirra sem fram koma með Bobby er gamla brýnið Rúnar Júlíusson. Sunnudagstón- leikamir hefjast kl. 22.00 og standa til 1.00 En það er fleira tónlist en popp. Miklu fleira. Á laugardaginn kl. 17.30 verður á rás 1 útvarpað hljóöritun á Konsert fyrir orget og hljómsveit eftir Jón Leifs. Þessi hljóðritun er frá tónleikum Filharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi sem f ram fóru 21. janúar. Kynnirerhið góðkunna tónskáld Atli Heimir Sveinsson. Og klukkustund- inni fyrir tónleikana er ennfremur vel varið fyrir framan útvarpstækið þvi þá verður flutt leikritið Leikur að eldi eftir August Strindberg. Þýðandi og leikstjóri verksins er Jón Viðar Jóns- son en leikendur eru Baldvin Hall- dórsson, Þóra Friðriksdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, RagnheiðurTryggva- dóttir, Harald G. Haraldsson og Sig- rún Edda Björnsdóttir. Annað sem nefna má af helgardagskrá útvarps- ins er að sjálfsögðu þátturinn um Einar Benediktsson, sem er á dag- skrá kl. 13.30 á sunnudag. Þann dag er einnig á dagskrá, reyndar um morguninn, spurningaþátturinn Bókvitið sem Sonja B. Jónsdóttir stýrir, en það er Thor Vilhjálmsson sem semur spurningarnar og er dómari, ogsvoafturklukkan 18.00 er á dagskrá rásar 1 þáttur Ástréðs Eysteinssonar, Örkin, sem fjallar um erlendar nútímabókmenntir. Þeir sem svo vilja bara ekki hlusta á menningarlegt efni í útvarpi hafa auðvitað þennan fræga valkost um að skipta einfaldlega um rás og heyra þar, án efa, popptónlist eins og þeir geta mögulegast mest heyrt. „Non stop" i 24 tima og aldrei grið gefin. Eða menn geta hugsanlega þvegið bílinn sinn, litið í bók eða þá eitthvað allt annað. Það er auðvitað spurning hvað er list og hvað ekki. Hvað er ekki list heldur afþreying og hvenær veröur afþreyingarefnið listrænt. það verð- ur hins vegar ekki um það deilt að leikhúsin bjóða upp á vandaða af- þreyingu. T.d. má í þessu sambandi nefna sýningu LR á Síldin er komin, sem er vissulega hágæðaafþreying. Full með skemmtilegan leik og bráð- fjöruga tónlist eftir þann hinn snjalla dægurlagahöfund Valgeir Guöjóns- son. Satt að segja væri sýningin lítið augnayndi ef hans nyti ekki við. Næstu sýningará síldinni eru í kvöld, fimmtudagskvöld, og laugardag. Aðrar sýningar hjá LR eru Djöflaeyj- an, sem sýnd verður föstu- og sunnudagskvöld, Hremming fimmtu- og laugardag og Dagur vonar, sem sýndur er föstudag. Og ef við fetum okkur áfram í leikhúsun- um þá er Þjóðleikhúsiö að sýna Vesalingana og gengur víst af- burðavel. Enda er meira og minna uppselt, bara hægt að fá miða uppi í risi. Aldrei þessu vant er hins vegar ekki uppselt á Bílaverkstæöi Badda, sem leikið verður sunnudag, þriðju- dag og miðvikudag á Litla sviðinu. Og enn er rétt að minnast til að mynda Egg-leikhússins, sem hefur auglýst síðustu sýningar á hádegis- leikritinu Á sama stað. Sú siðasta verður á laugardaginn og hefst kl. 12.00. Ás-leikhúsið stendur sig sömuleiðis og ætlar aö sýna Farðu ekki á laugardag og sunnudag. Al- þýðuleikhúsið er með aukasýningar á einþáttungum Pinters, vegna fjölda tilmæla, fimmtudag og laug- ardag, og svo er það Kontrabassinn hjá Frú Emelíu sem sýndur er fimmtudags- og föstudagskvöld. Og að lokum Islenska óperan, sem sýn- ir óperurnar Don Giovanni og Litla sótarann. Þá fyrrnefndu föstu- og laugardag en síðarnefnda sýningin ■ verður um miðjan sunnudag. Alls eru þetta einar tólf mismunandi sýn- ingar sem menn geta valið um og það verður bara að teljast mjög gott ef ekki rúmlega það. NORRÆN VILLIMENNSKA Einar Garibaldi í Nýlistasafninu Einar Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, föstudaginn 11. mars. Einar fæddist á ísafirði árið 1964 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1980 til 1985, en útskrif- aðist þaðan vorið 1984. Frá hausti 1986 hefur hann verið við framhaldsnám í fagurlistaskóla Mílanóborgar á Ítalíu, Accademia di bella arti di Briera. Þetta er fyrsta einka- sýning Einars, en hann hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, nú síðast á sjálfsmyndasýningunni á Kjar- valsstöðum í febrúar síðastliðnum. Einar Garibaldi: „Þetta eru allt myndir sem ég málaði á Ítalíu en viðfangsefnið er íslenskt. Það er svolítil nostalgía í þessum myndum, söknuðurinn eftir Islandi sem mað- ur finnur svo sterkt fyrir þegar mað- ur er erlendis. Þessi mynd heitir til dæmis Byrdi. Maðurinn er með bæði heimili sitt og land á hausnum, það er töluvert þungt farg. Ég hef mikið verið að hugsa um þessa fjar- veru. Þar liggja annars vegar iandið manns og ræturnar. Hins vegar er ég, fjarri með hugsunum mínum og minningum. Þetta er einangrun á vissan hátt. Annars hefur maður mjög gott af því að dveljast í öðru landi, fá fjarlægð og samanburð." Heimþrá. Ertu þess vegna kominn hingad til þess að sýna hér á íslandi í miðju námi á Italíu? „Mig langar til þess s^na það sem ég hef verið að gera. Ég hefði ekki viljað sýna þessar myndir á Ítalíu. Til þess eru þær of íslenskar. íslend- ingar skilja myndirnar mínar miklu betur en Italir. Ég er íslendingur og verð það að öllum líkindum áfram. Prófessorinn minn skilur til dæmis lítið hvað ég er að fara í myndum mínum, segir bara: Þú vinnur mikið, haltu áfram. Skólasystkin mín skilja myndirnar ekki miklu betur. Það er mjög augljóst af myndum þeirra og mínum hversu ólíkan uppruna við höfum. Þau lesa út úr þeim ein- hverja norræna villimennsku." Mér sýnast nokkrar myndanna vera frá Reykjavík og í raun þónokk- uð raunsœislegar. „Gulur himinn og fjólublátt fjall þykja ekki mjög raunsæisleg minni suður á Ítalíu. Þetta er svona morg- unstemmning. Reykjavíkurmyndir segirðu. Ég fer helst ekki austur fyr- ir Snorrabraut, nema ég hverfi út í strjálbýlið og sveitina og týnist." Sumar myndanna eru hringlaga eða þríhyrndar... „Ég hef bæði unnið við ljósmynd- un og útlitsteikningu. í fjölmiðlum eru öll form ferköntuð, dagblöð, sjónvarp, ljósmyndir og kvikmyndir. Mér finnst spurning hvort önnur form geti ekki hentað málverkinu. Stundum heldur þríhyrnt form miklu betur um efni málverks en ferhyrnt. Eða hringur. Formið verður þá órofa hluti af yrkisefninu." Hvernig er að stunda myndlistar- nám á Italíu? „Ég finn sérstaklega hversu mikill stuðningur er með myndlist á Ítalíu og líka skilningur. Það er mikið gert til að styðja við bakið á ungum lista- mönnum og koma þeim á framfæri. Svo er viðhorfið til myndlistarinnar annað. Ef einhver spyr þig á Ítalíu hvað þú gerir þá geturðu svarað: Ég er að mála. Þar líta allir á það sem vinnu. Þú ert að mála og það er heil- mikið puð, vinna frá morgni til kvölds og meira en það. Ef þú segir þetta sama hér heima þá færðu við- bótarspurningu: Já, en hvað ertu að gera? Á hverju lifirðu?" Það er kannski langlífara en mann grunar þetta viðhorf að mál- aralist sé „hobbí" fyrir alla nema Jóhannes Kjarval. Sýning Einars Garibaldi í Nýlistasafninu stendur til 27. mars. FÞ 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.