Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 40
RATSJARSTOÐVARNAR
SKOTMÖRK I STRÍÐI
MCVADON, YFIRMAÐUR VARNARLIÐSINS: HERNAÐARLEGT ÖRYGGI HEFUR
AUKIST TIL MUNA SVÖRTU RIDDARARNIR BESTA FLUGSVEIT SINNAR
TEGUNDAR HERMENN í VALLARHLIÐIN
Eftir nokkurt erfidleikatímabil í samskiptum íslands og
Bandaríkjanna, vegna hvalamálsins, Rainbow Navigat-
ion og fleiri mála þar sem Varnarlidið kom beint eða
óbeint til umrœðu, virðist allt vera fallið í Ijúfa löð á ný.
Um tíma voru uppi háværar kröfur um endurskoðun á
varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna/NATO, en
þœr raddir heyrast ekki lengur og sjaldan ríkt önnur eins
þögn um Varnarliðið, þrátt fyrir að framkvœmdirþess og
umsvif hafi aldrei verið meiri síðustu áratugina. Enda
var Eric McVadon aðmíráll mjög ánœgður með samskipt-
in þegar HP bar upp við hann nokkrar spurningar um
ratsjárstöðvarnar nýju í vikunni.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND FÞG
„Mér finnst að samskiptin nú séu
í jafnvægi og góðu horfi. Ég býst við
að í samskiptum tveggja fullvaida
ríkja, sérstaklega í ljósi þess að við
höfum herstöð hér sem að mestu er
mönnuð Bandaríkjamönnum, verði
alitaf einhver vandamál til að leysa.
Hins vegar væri ég ekki ánægður
með að skilgreina þessi mál sem þú
nefndir sem mál sem endurspegla
beint varnarsamstarf okkar. Þetta
voru vandamá! sem þurftu lausnar
við og ég mundi sérstaklega leggja
til, eins og háttsettir ráðamenn Is-
lands, að skynsamlegt væri að nálg-
ast hvers konar vandamál okkar á
milli, þar sem varnarstarfinu væri
haldið fyrir utan."
Hafa lífiö og starfid á herstööinni
breyst mikid med tilkomu nýju flug-
stödvarinnar?
„Nei, í raun eru aðstæðurnar mik-
ið til þær sömu fyrir þá Bandaríkja-
menn sem hér eru. Vitaskuld hefur
bílaumferð minnkað talsvert, en
það hefur þó ekki mjög mikla þýð-
ingu. Það sem tala má um sem
helsta muninn er, að við getum nú
búið við aukið hernaðarlegt öryggi
og þó hermdarverkastarfsemi og
annað slíkt hafi ekki verið vanda-
mál á íslandi getum við ekki annað
en viðurkennt að slíkt getur átt sér
stað hvar sem er í heiminum. Afleið-
ingin er ánægjuiega sú, að við und-
irrituðum fyrir fáeinum dögum
samkomulag sem heimilar að hvor-
ir tveggja Islendingar og Banda-
ríkjamenn manni vallarhliðin. Við
undirrituðum þetta samkomulag,
ég og Þorsteinn Ingólfsson, for-
stöðumaður Varnarmáladeildar, að
mig minnir 25. febrúar og ég hygg
að það komi til framkvæmda fljót-
lega. Nú getum við verið öruggari
um það en áður, að Bandaríkja-
menn geti fylgst með því sem þeim
ber og Islendingar með því sem þeir
þekkja betur til sem hugsanlegra
hættumerkja. Nú verða við hliðin
einn íslendingur og einn Banda-
ríkjamaður, en ekki tveir islenskir
lögregluþjónar. Breytingar þessar
auka á hernaðarlegt öryggi her-
40 HELGARPÓSTURINN
stöðvarinnar og m innka áhættuna á
að um einhvers konar ógnun verði
að ræða gagnvart hinum rándýru
flugvélum og tækjum, frá fólki sem
ekki hefur heimild til að vera hér.“
Hefur eitthvad borid á góma sem
bendir til þess ad aukin hœtta sé á
hermdarverkum?
„Nei, svo er ekki, en vegna at-
burða um heim allan höfum við
komist að þeirri niðurstöðu að hvers
kyns hernaðarleg aðstaða, sérstak-
lega þó bandarísk, gæti orðið fyrir
árásum hermdarverkamanna. Ég er
alls ekki að gefa í skyn að slíkir
hermdarverkamenn geti verið ís-
lenskir, þeir geta komið hvaðanæva
til landsins og leitast við að komast
á völlinn."
Ratsjárstöðvarnar eiga á friðar-
tímum að vera e.k. augu og eyru til
að fylgjast með sovéskri flugumferð
og annarri. Breytist þetta hlutverk
að einhverju leyti ef til stríðsátaka
kemur?
„Undir hvers kyns kringumstæð-
um sem leitt gætu til átaka eiga
stöðvar þessar að greina flugvélar
sem nálgast landið, í samfloti með
AWACS-flugvélunum. Nú erum við
þannig með tvöfalt lag varna. Upp-
lýsingarnar frá þessum stöðvum
gera okkur kleift að senda orrustu-
vélar á vettvang, til að hindra ferðir
þessara flugvéla og bera kennsl á
þær. Ef um stríðstíma væri að ræða
myndi þetta gera F-15 eða öðrum
orrustuflugvélum okkar kleift, væri
um óvinaflugvélar að ræða, að
skjóta þær niður, vonandi áður en
þær gætu hleypt af fiugskeytum sín-
um, komist yfir landið til að varpa
sprengjum eða framkvæmt annað
eftir þessu. Þetta er hlutverk ratsjár-
stöðvanna í hnotskurn."
Aí þessu leiðir vœntanlega að
ratsjárstöðvarnar yrðu sérstök skot-
mörk í stríði — e f við snúum hlut-
unum aðeins viö: Myndir þú telja
það nauðsynlegt í stríöi aö sprengja
þœr í loft upp?
„Ég tel vissulega að óvinur myndi
reyna að eyðileggja stöðvarnar. Mér
dettur ekki í hug að halda því fram
að ekki yrði gerð tilraun af óvinin-
um til að eyðileggja hernaðarlega
mikilvæg mannvirki á íslandi, hvort
heldur er herstöðin sjálf eða ratsjár-
stöðvarnar. Hins vegar held ég að
nauðsynlegt sé að spyrja hvert sé
gildi fyrirbyggjandi aðgerða, sem
hindra óvini í að telja að þeir geti
ráðist á og hertekið Island — með
því að hafa varnir landsins tilhlýði-
legar. Að sjálfsögðu myndum við
leitast við að verja ratsjárstöðvarnar
fyrir árásum óvina, en á hinn bóg-
inn tel ég hlutverk ratsjárstöðvanna
það, að aftra óvini frá því að íhuga
nokkurn tíma árás á landið, af því að
það yrði honum sjálfum of kostn-
aðarsamt."
Þú ert þá um leið að segja, að með
þessum stöðvum og annarri upp-
byggingu Varnarliðsins á síðustu ár-
um sé það í miklu betri aðstöðu til
að verja landiö, kœmi til kjarnorku-
árásar eða árásar með hefðbundn-
um vopnum?
„Já, mun betri. Okkur hefur tekist
að senda hingað okkar bestu kaf-
bátaleitarflugvélar og flugvélar til
að greina og skjóta niður í varnar-
skyni óvinavélar. F-15-orrustuvél-
arnar eru einhverjar þær nútíma-
legustu í heiminum og viðkomandi
flugsveit, sem kallar sig „Svörtu
riddarana" hefur verið valin besta
flugsveit sinnar tegundar í banda-
ríska flughernum. í maí eða júní
verða að líkindum hátíðahöid hér,
þar sem verðlaunaveiting fer fram.
Einnig mun flugsveitin verða full-
trúi 1. flughersins í október, í sér-
stakri keppni í Bandaríkjunum með
virkum flugskeytum og fleira. Bæði
Bandaríkin og Holland hafa þannig
afráðið að hafa hér sínar fulíkomn-
ustu flugvélar. En við höfum haft
gamlar ratsjár og gamlar stjórn-
stöðvar og þetta er það sem við er-
um nú að byggja á jörðu niðri til að
stemma við þær flugvélar sem við
höfum í loftinu. Þetta er gert, já, til
að mæta hinni sovésku ógnun, en
einnig vegna þess að hlutir sem
byggðir voru á sjötta áratugnum eru
ekki lengur nægilega nútímalegir til
að ráða við ástandið í dag. Þeir eru
úreltir, gamaldags, mannaflafrekir
og hæggengir. Því verðum við nú í
mun betri aðstöðu til að verja ís-
land. Og ég verð að bæta við, að við
erum einnig í mun betri aðstöðu
hvað varðar landvarnirnar með því
að geta gripið til Army-Iceland-vara-
liðssveitanna, sem yrðu kvaddar til
landsins ef til átaka kæmi."
Hvað hefur verið ákveðið um
notkun þessara ratsjárstöðva með
tilliti til tslenskrar flug- og sjóum-
feröar?
„Upplýsingar úr öllum þessum
fjórum ratsjárstöðvum verða til
reiðu vegna „borgaralegrar" flug-
umferðar Islands. Hvað sjóumferð
varðar þá veit ég til þess að það
stendur til að koma fyrir skiparatsjá
í stöðinni við Bolungarvík, fyrsta
kastið. Væntingarnar eru þær að
þegar flugvélaratsjá er komin í
gagnið snúi menn sér að skiparat-
sjánni, en þarna á milli eru þó mörg
þrep og mjög tæknileg útfærsla. En
þetta er sem sagt áætlunin og vænt-
anlega koma síðan, í ljósi reynslunn-
ar, sams konar tæki í stöðina á
Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi.
Hins vegar er notagildi slíkra tækja
á stöðvunum á sunnanverðu landinu
umdeilanlegt, vegna þess hversu
þær liggja lágt. En þetta vandamál
er til umræðu og er óútkljáð sem
stendur."
Sjálfar ratsjárstöðvarnar verða
mannaðar Islendingum, en stjórn-
stöðin Bandaríkjamönnum. Islend-
ingarnir verða ekki virkir í sjálfri
upplýsingaöfluninni og túlkuninni,
en höfðu Bandaríkjamenn eitthvaö
á móti því að Islendingar mönnuðu
þessar stöðvar?
„Nei, við vildum að það yrðu ís-
lendingar. Meðal annars vegna þess
að þetta eru fremur afskekktir staðir
og við vildum síður þurfa að hafa fá-
mennt lið Bandaríkjamanna þarna
með þeim vandamálum sem slíkt
kynni að hafa í för með sér. Upplýs-
ingarnar koma sjálfkrafa í miðstöð
hér á vellinum og það er að mínu
mati í hag beggja þjóða að hafa
þetta svona. Ég hygg að Islendingar
fagni auknum atvinnutækifærum
samhliða þessu og þeirri sérþekk-
ingu sem fæst við að vinna við þessi
tæki. Þessi þekking mun nýtast al-
mennt séð í landinu."
I viðtali okkar við Steingrím
Hermannsson fyrir nokkrum vikum
virtist utanríkisráðherran vera á
báðum áttum um eignarhaldið á
þessum stöðvum og tœkjum ef ein-
hvern tímann skyldi koma að því að
herinn fœri og ísland yfirgœfi
Atlantshafsbandalagið. Hver er þín
skoðun á þessu?
„Ég hef satt að segja ekki kynnt
mér þetta sérstaklega, en veit til
þess að sérstaklega er kveðið á um
slíka hluti í varnarsamningnum.
Sem yfirmaður heraflans hér hef ég
ekki einu sinni talið mig þurfa að
hugleiða þetta, því ég tel það vera
afar fjarlægan möguleika að til
þessa muni koma. Steingrímur
sagði fyrst í þessu viðtali að hann
væri ekki viss um hvernig tekið
væri á þessu í varnarsamningnum,
en sagði síðar að hann yrði ekkert
undrandi á því þó ratsjárnar yrðu
fjarlægðar. En ég skal ekki segja til
um þetta, ég hygg að þetta yrði sam-
komulagsatriði. Ég veit ekki hvort
ég hef fyrir því að fletta þessu upp,
því að möguleikinn á því að ísland
gangi úr Atlantshafsbandalaginu
dvelur ekki lengi í mínum huga. Ég
missi engan svefn vegna þessa
möguleika!"