Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 42
„Þessir karlar gætu áreiöanlega ekki náð þeim afköstum sem við þurfum að ná í fiskinum." Klara Sigurðardóttir fiskvinnslukona (32Æ00). „Ég hef ekkert um þetta öfundar- nagg ykkar snápanna að segja." Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL (473.000). „Þetta er bara fyrsta hundraðið." Jón Gröndal umsjónarmaður tónlistar- krossgátu rásar 2. „Ég hef ekki kailað til vitni þegar ég hef rætt við mína undirmenn. Það ríkir hér allt annað ástand en þegar við fengum vinnusálfræðing til að vinna með okkur..." Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins. „Þetta var nú ósköp elskuleg sam- koma og fór allt vel fram." Thor Vilhjálmsson rithöfundur í tilfefni af veitingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Haukur Margeirsson, Guðfinna Svavarsdóttir, Brynja Nordquist, Friðþjófur Helgason Ijósmyndari og Erla Haraldsdóttir, formaður Danskennarasambands fslands, voru meðal gesta. Því miður höfum við ekki nafnið á frúnni sem horfir brosandi á Steinunni Benedikts- dóttur, sýningarstúlku og bankastarfsmann, en sjálfsagt hafa þær verið truflaðar í skemmtilegum samræðuml Halldór Einarsson í Henson og Baldvin Jónsson halda hér utan um spænsk- klæddan og -greiddan þjóninn Ingó á Naustinu. Þeir tveir fyrrnefndu krýndu síðar um kvöldið Fröken Tangó, en trtillinn féll Jönu í skaut og dansaði hin ný- krýnda tangódrottning eldheitan tangó við Dóra í Henson. KROSSPOLITISK SMAGATA LÁRÉTT 1 Keppikefli kennara 4 Staöur fyrir kú 6 Fékk hátt kaup í Ameríku 8 Ekki hvort tveggja 10 ???nlega 11 Apríl 13 Eins og Hófí 14 Bjó til kvæði 16 Hnokkar LÓÐRÉTT 2 Æðstur 3 Sprikl 4 Þrætuepli þingmanna 5 Nærist 6 Hann var rekinn 7 Hvar voru samning- arnir samþykktir? 9 Útrýma 12 Löglegur vímugjafi 15 Hvert koma skip? „Enginn er ég aðdáandi Sam- bands íslenskra samvinnu- iélaga.## Ellert B. Scnram ritstjóri DV. „Sennilega hafa fáir menn unnið jafn-ötullega að samþykkt (bjór) frumvarpsins og þeir félagar Sverr- ir Hermannsson og Ólafur Þóröar- son." Jón Magnússon lögmaður. „Gamall nemandi minn og ástsæll borgarstjóri Reykjavíkur vandar mér ekki kveðjurnar... og loks á ég að vera vanhæfur í ráðhúsmálinu vegna skoðana minna, jafnvel van- hæfur til að fjalla um Hafskipsmál- ið... þessi aukaatriði flokkast undir pex og gamla skólastæla borgar- stjórans í stúdentapólftíkinni..." Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. „Maður ber sér ekki á brjóst vegna sigurs í einu móti." Jón L. Árnason stórmeistari. „Stærstu mistök mín á frétta- mannsferlinum voru þegar ég til- kynnti jafntefli hjá Jóhanni sem var með unna skák." Hallur Hallsson fréttamaður. „Ríkið ætlar að skera niður í lyfja- kostnaði. Þetta er bara píp. Þeir ráða ekkert við það. Þeir geta eins ákveðið að hér verði engin rigning í maí." Davíö Oddsson borgarstjóri. Snúlla og Jana í essinu sínu. Það mátti ekki minna vera en hafa sokkaband, enda spurning um tilfinningahita þegar tangó er við völd. Sá sem hallar sér upp að Snúllu er Herra ísland 198% Arnór Diego. Þad var hressandi tónlist sem réö ríkjum í Naustinu á föstudagskvöldiö. Veitingastjórar Naustsins, Jana og Snúlla, tóku sig til og héldu argentínskt tangókvöld, þangaö sem boöiö var öllu hressasta fólkinu sem þœr mundu eftir. Snúlla skreyttisalinn hátt og lágt í tangóstíl og gestir höfdu verid beönir ad mceta í fatnabi sem minnti á tangóárin. Gestirnir létu sitt ekki eftir liggja, menn dönsubu aftilfinningu fram á nótt og mun þab hafa verib síbasta lof- orb manna þá nóttina ab endurtaka vibburb sem þennan hib snarasta. Jim Smart mœtti á tangókvöldib, ab vísu ekki klœddur ab spœnskum hœtti, og tók myndir af abdáendum dansins. Hemmi Gunn hélt opnunarrœbu þar sem saga tangósins var rakin, en tangó var upphaflega þrœladans sem þró- abist út í ab þykja ofdjarfur og endabi meb ab bannab var ab dansa hann opinberlega. Hermann bab gesti ab veita tilfinningunum útrás í tangódansi þetta kvöld á þann hátt ab íslendingar yrbu hér eftir þekktir sem ein afblób- heitari þjóbum. Og fólk lét ekki segja sér þab tvisvar! — AKM. „Eg tel aö þessi Garöastrœtisrómantík, sem veröur ad hœtta, hafi byrjad meö Presti Olafssyni. Hann er að vísu mjög hœfur maður en ég tel hann mikinn kapítalista.“ AÖalheiður Bjarnfreösdóttir alþingismaður. STJÖRNUSPÁ HELGINA 11.-13. MARZ Líf þitt virðist sveipað ævintýraljóma þessa dagana. Það greiðist úr erfiðleikum í peningamálunum þegar þú faerð grænt Ijós á að framkvæma eitthvað sem þú hefur lengi barist fyrir. Þótt eitthvað verði til að tefja þig í fyrstu geturðu verið viss um að ná markinu. NAUTIÐ (21/4-21/51 Eitthvað dularfullt virðist á seyði þessa dagana. Umræður m eð fjölskyldunni leiðast inn á brautir fjármála, en þú skalt gæta þess að láta ekki plata þig til að eyða í hluti sem þú kærir þig ekkert um að fjárfesta í. Vertu á verði. Mundu að halda leyndarmálum þín- um fyrir sjálfan þig en gakktu samt sem áður hreint til verks. WÁm.i.vm-.im&mwm Það er orðið tímabært að rjúfa böndin við fortíðina. Svara við spurningum þínum er að leita á þeim stöðum sem þig síst grunar. Þú laðast að einhverjum sem kann ekkert að gefa, aðeins þiggja. Breyttu því ef þú sérð þér færi ál Krefstu svara og láttu ekki leiða þig inn á krossgötur. KRABBINN (22/6-20/71 Láttu lítið fara fyrir þér á vinnustað, leggðu við hlustir en segðu sem minnst. Mundu að reynslan er dýrmætari en orða- gjálfur. Einhver sem hefur reynt að hindra þig er nú kominn út úr myndinni og þú getur gert það sem þér sýnist. Listrænir hæfileikar njóta sín og þú sýnir nú hvað í þér býr. LJÓNIÐ (21 /7—23/8] Þegar þú uppgötvar hvaða leiðir þú þarft að velja til að ná athygli gengur allt upp sem þú óskar eftir. Láttu ekki hrekja þig úr þvi verkefni sem þú ert að vinna að þótt einhver sækist eftir starfinu. Slakaðu á með fjöl- skyldunni um helgina, láttu heimilið hafa forgang og njóttu þess að vera heima. MEYJAN (24/8—23/9] Nýjar hugmyndir leiða þig á vit róman- tískrá ævintýra. Pereónan sem þú kynnist virðist heillast af leiksviði lífsins, tilbreyting frá þeirri pereónu sem hefur hallað sér upp að þér eins og stólpa síðustu mánuðina. Manneskja í erfiðleikum vill að þú sýnir í verki að þér sé ekki sama um hana. Sam- kvæmi þar sem þú hittir fjölskyldumeðlimi kemur þér skemmtilega á óvart. VOGIN (24/9-22/10) Slakaðu nú á og taktu ekki nærri þér þótt einhver gagnrýni þig. Líklega er það bara viðkvæmni þín sem veldur því að málin virðast ógnvænlegri en þau í rauninni eru. Kímnigáfan getur bjargað þér nú sem fyrr, einkum þegar fjölskyldumeðlimur reynir að æsa þig upp. Hættu að tala um hvað þig langar til að gera og framkvæmdu heldur. SPOROPREKINN (23/10—22/11 Þótt þú fáir óvænt gylliboð nú um helgina skaltu ekki láta það rugla þig í ríminu. Mundu að ekki er allt sem sýnist og þótt þú lendirí umræðumsem virðast undirbúnaraf gaumgæfni er ekki þar með sagt að draum- arnir geti nokkurn tíma ræst. Rómantíkin gefur þér hins vegar tilefni til að líta björtum augum til framtíðarinnar. BOGMAÐURINN (23/11-21/12! Haltu þínu striki hvað sem á gengur og láttu engan hindra þig í að ná settu marki. Þú færð boð um að mæta til veislu með litlum fyrirvara og aldrei slíku vant sérðu þér fært að komast. Taktu þátt í samræðum og hlust- aðu vel eftir því sem sagt er, því aðeins þannig geturðu fengið hugmyndir. STEINGEITIN (22/12-21/1 Þú skiptir skyndilega um skoðun á mál- efnum sem þú hefur hingað til verið hrifinn af. Ræddu út um málin og léttu á hjarta þínu við þann sem þú treystir. Þrjósk manneskja leynist meöal þinna nánustu, en ef þú lætur skapið ekki hlaupa með þig i gönur geturðu fengið hana til að hætta við fyrri áform. Var- astu að falla í sjálfsmeðaumkun, aðrir þurfa á því að halda að þú sýnir þeim stuðning. ^: h h 1:1: in'Ti'wi' in— Þú verður að fara að læra að axla ábyrgð og varpa henni ekki sífellt á herðar annarra. Vertu einn með sjálfum þér einhvern hluta helgarinnar og reyndu að komast til botns í málefnum sem hafa valdið þér áhyggjum. Þetta er ekki rétti tíminn til að berjast áfram til sigure. Áhugi þinn á ákveðnum málefnum vaknar fyrir tilstilli einhvere sem þú hefur lít- ið sinnt að undanförnu. FISKARNIR (20/2-20/31 Yfirmaður þinn tekur upp á því að gefa skipanirsem rugla þig í ríminu. Fáðu útskýr- ingar strax, áður en málin stefna í algjöran ólestur. Þú hittir einhvern, sem þú getur treyst, til að segja frá á hyggjum þínum. Hug- myndir þínar um rómantík virðast með óljósu móti og þú virðist ekki vita hvað þú vilt. Dyr sem áður voru þér lokaðar munu Ijúkast upp og líklega verður þar eldri pereóna að verki. 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.