Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 43

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 43
I yrrum viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, skipaði á sín- um tíma þá Gunnlaug Sigmunds- son hjá Þróunarfélaginu og Baldur Guðlaugsson, lögfræðing m.m., í sérstaka nefnd sem hafði það verk- efni að beita sér fyrir samvinnu og hagræðingu í rekstri milli Lands- banka og Búnaðarbanka. Nefnd- arskipun þessi kom til í kjölfar þess að tilraunir til að sameina Útvegs- banka, Verslunarbanka og Iðn- aðarbanka runnu út í sandinn, en báðir félagarnir höfðu setið í nefnd- inni sem átti að reyna að koma því máli í höfn. Tvíeykið hefur hins veg- ar ekki lokið störfum og á reyndar í mestu vandræðum með að skila nokkru af sér. Ástæðan er sú, eins og áður hefur verið skýrt frá í HP, að Baldur Guðlaugsson settist í banka- ráð hins nýja Utvegsbanka og eðli- lega lokuðu bæði Búnaðarbanki og Landsbanki á allt upplýsingastreymi tit nefndarinnar, enda ófært að hleypa innsta koppi í búri sam- keppnisbanka í öll helgustu vé. Þó þetta sé nú sennilega ekki eina ástæðan fyrir því að stórbankarnir tveir hafa ekki sameinast lærir Bald- ur kannski af þessu að það borgar sig ekki að reyna að þjóna tveimur herrum samtímis. . . Eitt af skyndihappdrættun- um sem nú njóta vinsælda er hinn svokallaði Ferðaþristur en félagið sem stendur að honum er Ung- mennafélag Hveragerðis. Þristur- inn mun hafa gengið ágætlega, af 250.000 miðum hafa vel yfir 200.000 verið seldir. Vinning- arnir eru heldur ekki slorlegir, samtals 513 ferðavinningar. Þar af eru 11 ferðir til Bangkok, 20 til Bandaríkjanna, 90 til Evrópu og 392 hér innanlands. Brúttóhagnað- ur ungmennafélagsins af öllum mið- unum seldum er 11.125 milljónir en verðmæti vinninga er yfir 6 milljónir. Það sem aftur á móti er athyglisvert í málinu er að innan við helmingur vinninganna hefur gengið út enn sem komið er. Greinilega langar fæsta til Banda- ríkjanna, ekki nema þriðjungur þeirra ferða genginn út. Menn hljóta í þessu samhengi að velta fyr- ir sér hvort miðarnir séu of flóknir, landinn sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvenær hann hljóti vinn- ing og hendi miðanum eða menn finna einhverjar allt aðrar skýringar á þessu... að hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með íslenskri knattspyrnu að nú er uppi önnur tíð varðandi félagaskipti leikmanna en áður var. Eftir því sem HP heyrir eru það næsta ótrúlegar upphæðir sem borgaðar eru fyrir góðan leikmann. Leikmaður í ólympíuliðinu getur til dæmis átt von á tilboði upp á hálfa milljón króna auk ýmissa fríðinda, en A-landsliðsmaður getur kostað tvöfalt það verð og þeir bestu enn meira. Hér er verið að tala um greiðslur fyrir eitt keppnistímabil, án frekari skuldbindinga. Og nýr angi þessa máls hefur gert vart við sig að undanförriu. Þeir leikmenn sem fá tilboð frá öðrum félögum kanna málið, fara heim aftur og segja sem svo: Ég get fengið þetta mikið hjá þessu félagi, hvað viljið þið bjóða? Það þarf ekki að taka það fram að orðin félagsandi og -holl- usta er búið að strika úr orðabókum íslenskrar knattspyrnu og áhuga- mennskan hjóm eitt. Þess má og geta að það eru ekki lengur bara fé- lögin sem falast eftir leikmönnum heldur og ekki síður stuðningsmenn þeirra sem margir eru, óbeðnir, til- búnir að leggja fram stórar fjárfúlg- ur til að tryggja félagi sínu snjalla leikmenn og eftir því sem HP heyrir eiga þeir jafnvel frumkvæðið að við- ræðum við leikmenn oft á tíðum... í Limasol á suðurströnd Kýpur er fjölskrúðugt mannlíf, jafnt að nóttu sem degi. Það er því engin tilviljun að æ fleiri af yngri kynslóðinni telja Kýpur einn skemmtilegasta sumar- leyfisstaðinn við Miðjarðarhafið. 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam, íslenskur fararstjóri. Verð frá 40.916 kr.* 4 í fbúð 48.336 kr. 2 í íbúð 51.516 kr. FERDASKRIFSTOFAN NY CDIIIAEIJCC Wr I WmJ !■ I I ■ TOLLALÆKKUN ALLT AÐ 40% AFSLÁTTUR Um síðustu áramót féllu niður tollar á rafmagnsvörum og hljómplötum. Þegar hressilegur afsláttur Sljömubœjar kemur til viðbótar fara verðin að minna á Fríhöfnina í Keflavík. VERÐDÆMI Hljómtækjasamstæða m/geislaspilara Litasjónvörp M L* Cieislaspilarar Kaffivélar kr. 19.995 kr. 12.900 20" litasjónvarp kr. 28.995 kr. 1.395 Sfmar kr. 2.200 Brauðristar Snlkeraofn kr. 5.900 kr. 1.590 Espressó-kaffivólar Electrolux-ísskápar kr. 16.900 Myndbandstæki m/fjarst. kr. 29.995 ^AEG^ro^yksugm^f'^ RowsntcTgufustroujár^^\ Tvöfalt kassettuferðatæki kr. 5.900 Vasadiskó Sennheiser-hágæðaheyrnartól Rakvélar kr. 995 1000 w AEG-ryksuaa Sendum í póstkröfu kr. 7.690 Stjörnubær EIÐISTORGI SÍMI 611120 HELGAR PÓSTURINN 43

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.