Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 46

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 46
inimrT" ÍÞRÖTTIR JAFNTEFLI EÐA JAFNTEFU EKKI, ÞAÐ ER... x * — Aað fitla við alþjóðareglur? — A að fella niður rangstöðu? — A Ivar Webster að vera med? Jafntefli eda ekki jafntefli hróp- udu menn hástöfum eftir ad IR-ing- ar og Grindvíkingar skildu jafnir í tveimur viöureignum í bikarkeppn- inni í körfuknattleik í sídustu viku. Hvers vegna að hrópa? Jú, jafnlefU þekkist ekki í körfuknattleik og er hvergi skrád ad mér vitandi í alþjód- leg lög í þessari íþróttagrein. A ís- landi er þó allt hœgt og því er sú klausa í reglum KKÍ um bikar- keppni í körfuknattleik að leikjum megi Ijúka med jafntefli — skondid. Þeir sem sáu fram á að geta hugsan- lega verið slegnir úr leik í þessari keppni höfðu allan vara á og kœrðu sína leiki áður en þeir voru spilaðir, svona til vonar og vara. Það er ekki þar fyrir að slíkt heföi nokkuö haft að segja — en til að vera vissir um að tapa ekki þrátt fyrir að vera verra liðið ákváðu sumir að taka til hendinni strax. ÍR-ingar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig — gott og vel. Það sem kemur mér heldur spánskt fyrir eyru (afsakið orðalag- ið) í þessu sambandi er að forráða- menn liða skuli ekki geta sætt sig við reglur sem settar eru af sam- bandi sem þeir eru aðilar að. Auð- vitað eru menn sjaldan á eitt sáttir með sín sambönd en menn verða þó að hlíta reglum þeirra á meðan þeir eru innan þeirra. KKÍ setur þessar reglur um bikarkeppni að því er mig minnir í fyrra. Þegar keppnin hófst í ár var öllum Ijóst að þessi óvenju- legi möguleiki var fyrir hendi og að spilað yrði eftir þessum reglum. Ef menn eru ósáttir við þær þá hefðu þeir átt að mótmæla strax við setningu þeirra. Eflaust hafa ein- hverjir gert það en meirihlutinn eða stjórnin ræður og því fór sem fór. Reglur eru reglur og á meðan bæði liðin spila eftir þeim ætti varla að halla á annað. Rey ndar fór nú betur en á horfðist hjá ÍR-ingum því þeir tóku leikina með Evrópuknatt- spyrnubragði og skoruðu fleiri stig á útivelli og það dugði — kæran fór hins vegar í tunnuna. í framhaldi af þessu máli (sem reyndar varð ekkert mál) þá geta menn þó velt sér upp úr þeirri spurningu hvort íslensk sambönd og íþróttafélög eigi að fitla við al- þjóðlegar reglur í íþróttum? Hvort það komi okkur ekki best að spila samkvæmt alþjóðlegum reglum og vera ekki að vera neitt sérstakir? I mínum huga er ekkert athugavert við það að breyta reglum í íþrótta- greinum svo framarlega sem þær reglur eru sanngjarnar og að enginn keppnisaðili hafi sérstakan hag af breytingunni. Meðan allir sitja við sama borð, þ.e. þekkja reglurnar og spila eftir þeim, þá er allt í himna- lagi — og sei sei já. BURT MEÐ RANGSTÖÐUNA!!! Talandi um reglur og breytingar á þeim þá er ég hér með uppástungu til Knattspyrnusambandsins. Hún hljóðar svona: „Fellum niður rang- stöðu í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu!" Astæðan er í raun ósköp einföld. Gerum leikinn eins skemmtilegan og við getum fyrir áhorfendur. Með því að fella niður rangstöðu-regluna verður leikurinn opnari (væntanlega) og meiri mögu- leikar eru á að mörk verði skoruð en margir áhorfendur koma til að sjá skoruð mörk. Ekki veitir af að fá áhorfendur á Reykjavíkurmótið, þó ekki sé nema til að labba um nýju stúkuna, sem eins og ég hef áður sagt í pistlum mínum var byggð þarna í asnaskap og hugsunarleysi. Reykjavíkurmótið er kjörinn vett- vangur til að reyna nýjungar í leikn- um og má benda á þriggja stiga regl- una. Ég þykist viss um að það eru mér ekki allir sammála um að fella beri niður rangstöðuna og vissulega ætla ég ekki að éta hatt minn (úr marsipani eða súkkulaði) upp á að þessi breyting virki eins og vonir mínar standa til. Hins vegar má benda á að við verðum að reyna þetta fyrirkomulag við eðlilegar að- stæður til að geta dæmt um hvort það er í iagi eða ekki. Það er hugsanlegt að fara frekar þá leið sem Bandaríkjamenn völdu þegar þeir byrjuðu að spila knatt- spyrnu fyrir alínokkrum árum. Þá létu þeir setja línu þvert yfir völlinn miðja vegu á milli miðju og marks- ins á hvorum vallarhelmingi. Þetta var rangstöðulínan í stað miðlínu eins og nú er. Þetta gaf ágæta raun og gerði leikinn skemmtilegri en ella og bauð mönnum upp á meira pláss til að athafna sig. Hér á landi veitir ekki af því. Mér þætti ekki ólíklegt að menn gætu sæst á þessa málamiðlun svona bara til að kanna hvernig þetta virkar — hvers vegna ekki? AF ÖSKUREIÐUM MÖNNUM Það hefur dálítið borið á því að undanförnu að menn hreyti hver í annan á síðum dagblaðanna. Viggó byrjaði á því að hreyta í dómarana sem köstuðu að sjálfsögðu á móti og sögðu að Viggó væri með óþekkari þjálfurum á landinu og hefði verið óstýrilátur sem leikmaður líka. Þá var það líka haft eftir þeim að hann hefði fallið á prófi hjá HSÍ i lögum og reglum leiksins. Viggó svaraði aftur og sagði að þetta próf hefði verið tekið í gríni og nánast munnlega á skemmtikveldi endur fyrir löngu og væri ekkert að marka — bara allt í plati. Svo segir hvor aðili að hinn sé ekki svaraverður og allir hafa bæði rangt og rétt fyrir sér — huh!! Svona eiga menn ekki að láta. Dómarar eru í starfi þar sem þeir eiga á hættu ekki aðeins í leik heldur einnig utan vallar að fá yfir sig skammir. Þannig er málið og þannig verður það allt- af. Menn verða bara að hafa bein í nefinu til að taka því. Viggó skamm- ar þá hins vegar fy rir svona almennt gáleysi í dómgæsíu — hér vantar ná- kvæm dæmi til að styðja við bakið á ásökununum. Viggó ætti þar að auki að vera sá síðasti til að vera að fjasa mikið í dómurum þar sem hann er búinn að angra þá í mörg- um löndum í gegnum árin og gjarn- an verið álitinn (oftast réttlætan- lega) einhver mesti skammahestur (nýtt orð sem ég kasta hér fram) sem um fjalir leikvalla hefur farið. Ég verð að segja að frá mínu sjónar- horni eru dómarar á íslandi í slakari kantinum og alltof trúir bókinni. Hins vegar get ég vel skilið þá menn sem í þessu standa að þeir verði svekktir er enn einn Svía-skrattinn dæmir þá úr leik og þar með íslend- inga. Svíar eru nú einu sinni allt að því óþolandi og hroki þeirra til leið- inda. Því miður hafa þeir nákvæm- lega ekki meira álit á okkur íslend- ingum en skrælingjum í moldarkof- um. Við verðum að fara að sparka í rassinn á þeim í einhverri íþrótta- grein á næstunni. En það var ekki bara Viggó sem var reiður út í dómarana og þeir út í hann, heldur er ívar Webster nú orðinn saltvondur líka fyrir að hafa verið dæmdur í keppnisbann eftir að hafa slegið til andstæðings, á meðan önnur högg í öðrum leik voru nánast þurrkuð út. ívar er svo vondur að hann vill helst ekki vera íslendingur eftir allt saman og neit- ar að spila með íslenska landsliðinu í körfuknattleik í framtíðinni. Hver segir svo sem að hann verði í ís- lenska landsliðinu á næstunni ef þá eitthvert íslenskt landslið í körfu- knattleik verður í raun til á næst- unni? Þetta á alit eftir að koma í ljós. Það væri vissuiega eftirsjá að Webster úr landsliðinu, þó ekki væri nema vegna stærðar hans. Hann er sá eini hér á landi sem hugsanlega getur tekið frákast á t.d. Norður- landamóti nema að Pétur komi og spili með. íslenskt landslið gæti orð- ið sæmilegt ef þeir spiluðu báðir með en ég óttast að Pétur verði orð- inn mjög gamall þegar hægt verður að nota hann og sennilega er ívar svo reiður að hann kemur ekki til með að spila fyrr en dómurinn yfir honum verður mildaður og leikirnir sem hann missti úr leiknir aftur — æ þessi blessaða íþróttaveröld. Hvar væri ég staddur ef ekki væri eitt- hvað til að fjasa um í viku hverri? Hvar væru dagblöðin okkar, sjón- varp og útvarp ef ekki nyti við þessa hasars í íþróttunum? Þökk sé íþrótt- unum fyrir einn launaseðilinn enn!! 46 HELGARPÓSTURINN EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.