Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 47
FRÉTTAPÓSTUR
Kjaramál
Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband
samvinnufélaganna hafa tekið ákvörðun um að vísa samn-
ingamálum þeirra verkalýðsfélaga er felldu kjarasamning
þann, sem vinnuveitendur gerðu við Verkamannasamband-
ið, til ríkissáttasemjara. Ljóst er að fjöldi verkalýðsfólaga
vildi semja við vinnuveitendur heima í héraði en ekki hjá
sáttasemjara í Reykjavík og hefur ákvörðun þessi því mælst
miður vel fyrir hjá verkalýðsfélögunum. Þannig höfðu fé-
lögin á Austurlandi falið Alþýðusambandi Austurlands að
fara með samningsumboð fyrir sina hönd. Nokkuð er því
óljóst hvernig staðið verður að samningaumleitunum.
Verkakonur i verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum
hafa verið í verkfalli frá þvi á laugardag. Það hefur nú lamað
allt atvinnulíf í Eyjum. Verkalýðs- og sjómannafélag Vest-
mannaeyja hefur boðað yfirvinnubann frá og með 15. mars.
Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík hefur boðað
yfirvinnubann í Granda hf. frá og með næsta miðvikudegi
en félagið haf ði þegar vísað samningamálum sínum til sátta-
semjara.
Meiri kjaramál
Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag
hafa ákveðið að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu í félögun-
um um hvort boða skuli verkfall. Ef af verkfallsboðun verð-
ur og samningar nást ekki myndi verkfallið að öllum líkind-
um koma til framkvæmda 11. apríl. Það myndi ná til um
3.200 kennara í grunn- og framhaldsskólum og lama
kennslu þar algerlega. Kennarar telja að kröfur þær sem
þeir vilja knýja á um séu byggðar á loforðum stjórnvalda um
bætt kjör og starfsskilyrði kennara.
Enn af kjaramálum
Sjómannasamband íslands hefur hvatt aðildarfélög sín til
þess að segja upp gildandi kjarasamningum við útgerðar-
menn. Er það gert vegna óánægju sjómanna með þá ákvörð-
un Verðlagsráðs sjávarútvegsins að fiskverð haldist óbreytt
fram til loka maímánaðar. Óbreytt fiskverð hefur það í för
með sér að laun sjómanna standa í'stað. Forystumenn
þeirra telja meðferð málsins í ráðinu skrípaleik og ásaka
stjórnvöld fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun fyrirfram en
oddamaður ráðsins, Þórður Friðjónsson, er skipaður af
stjórnvöldum.
Fréttapunktar
• Síðdegis á þriðjudag setti niður nokkurn snjó á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Má ætla að nærfellt 100 árekstrar
hafi orðið í bænum þennan dag, langflestir í hálkunni
seinnipart dags.
• Jón Loftur Arnason varð sigurvegari á Reykjavíkurskák-
mótinu sem lauk á sunnudag, hlaut 8V6 vinning af H mögu-
legum. í öðru sæti með 8 vinninga varð ungur Grikki,
Kotronias, sem kom verulega á óvart. Hannes Hlífar Stefáns-
son náði sér í annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á
mótinu.
• Á þriðjudag fór fram í skiptarétti munnlegur málflutn-
ingur í máli manns sem freistar þess að fá ógilt loforð um
hlutaf járaukningu í skipafélaginu Hafskip. Maðurinn held-
ur því fram að hann hafi keypt hlutabréfin á fölskum for-
sendum vegna þess að forráðamenn félagsins hafí vísvitandi
gefið rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Fleiri mál af þessum rótum runnin munu verða flutt fyrir
skiptarétti á næstunni.
• Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem
haldinn var síðasta laugardag, felldi með miklum meiri-
hluta lagabreytingartiUögu þess efnis að félagar sem ganga
úr félaginu og stofna nýtt geti tekið með sér hluta af eignum
starfsmannafélagsins.
• Jóhannes Páll páfi II heimsækir ísland í fyrrihluta júní-
mánaðar á næsta ári. Heimsóknin er liður í för páfa til allra
Norðurlandanna og mun hann líklega dvelja hér nætur-
langt og taka þátt í kirkjulegri athöfn. Heimsókninni hafa
verið valin einkunnarorð úr Markúsarguðspjalli: „Predikið
fagnaðarerindið öllu mannkyni."
• Danska flutningaskipið Kongsaa hefur verið kyrrsett hér
á landi þar til lögð hefur verið fram 20 milljóna króna,
bankatrygging útgerðarfélags skipsins vegna tjóns og björg-
unarlauna Stálvíkurinnar. Skipin tvö lentu sem kunnugt er
í árekstri er Stálvíkin var að bjarga danska skipinu sem var
vélarvana.
• Lögreglufélag Reykjavíkur hefur krafið Ríkissjónvarpið
um afsökunarbeiðni vegna þáttarins um mann vikunnar
27. febrúar. Þar var rætt við Eskfirðinginn sem tvíhand-
leggsbrotnaði í meðförum lögreglunnar nú nýlega. Að mati
lögreglufélagsins var þar vegið vægðarlaust að æru heillar
stéttar opinberra starfsmanna.
• Það bar til tíðinda á síðasta fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur að 5 fulltrúar minnihlutans gengu af fundi til þess að
mótmæla því að ákveðið var að ganga til samstarfs við ístak
um fyrsta hluta ráðhúsbyggingar við Tjörnina. Með samn-
ingunum töldu þeir að kynning á ráðhúsinu, sem stendur
yfir, væri dæmd ómerk.
• íslendingar á þingi Norðurlandaráðs sem stendur yfir i
Osló eru 50 að tölu og kostnaður við dvöl þeirra um 1,8 millj-
ónir. Þar af eru 5 ráðherrar og 7 þingmenn. Alls sækja um
eitt þúsund manns þingið.
• Thor Vilhjálmsson rithöfundur tók á þriðjudagskvöldið
við bókmenntaverðlaunum N orðurlandaráðs fyrir ritverkið
„Grámosinn glóir”. Thor er þriðji íslendingurinn sem hlýt-
ur þessi verðlaun.
VALUR
UMFN
ÚRVALSDEILD KARLA
SUNNUDAGUR 13. MARS '88 KL. 20.00
KÖRFUBOLTI
Á HLÍÐARENDA
Hverfisgötu 33. sími: 62-37-37
Akureyri: Tölvutæki - Bókval
Kaupvangsstræti 4, simi: 26100
tölvupreiifarar
Tölvuprentarar frá STAR styðja þig í starfi. Þeir eru
| áreiðanlegir, hraðvirkir og með úrval vandaðra leturgerða.
í STAR prentarar tengjast öllum IBM PC tölvum og öðrum
sambærilegum.
ý
; Leitin þarf ekki að verða lengri. Hjá Skrifstofuvélum hf. eigum
við ekki aðeins rétta prentarann, heldur einnig góð ráð. Nú er
tíminntil aðfullkomnatölvuumhverfiðmeðgóðumprentara.
Verð frá 23.500
- og við bjóðum þér góð kjör.
'V
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
HELGARPÓSTURINN 47