Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 1
Dansinn dunaði Yfir 400 manns dönsuðu af hjartans lyst í Höllinni 38 Hefur sett upp tugi sýninga af ólíkum toga Listir 24 Allir með rautt nef Bretar hafa gaman af því að gefa á góðum degi 55 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lýsa yfir stuðningi við yfirlýs- ingar George W. Bush Bandaríkja- forseta, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og Jose Maria Aznar for- sætisráðherra Spánar, eftir fund þeirra um Íraksdeiluna á Azoreyjum á sunnudag. Að loknum fundi leiðtog- anna gaf Bandaríkjaforseti Samein- uðu þjóðunum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær styddu stríð á hendur Saddam Hussein Íraksfor- seta undir stjórn Bandaríkjamanna. „Það er augljóst að tíminn er að renna út,“ segir Davíð. „Enn má þó kannski vona að ekki verði stríð með því að Íraksstjórn sjái að sér. Því miður virðist Saddam Hussein ekki eiga mjög mikinn tíma eftir. Ef hann þráast enn við er ljóst að hann þarf að taka afleiðingunum eins og sagði í ályktun Öryggisráðs SÞ, sem sam- þykkt var með 15 samhljóða atkvæð- um. Ef það gerist, er augljóst að hann hefur brugðist ályktuninni og er nauðbeygður að horfast í augu við af- leiðingarnar og allir vissu hverjar þær yrðu.Við teljum að Azoreyjayfir- lýsingarnar, bæði um stöðuna eins og hún er í dag, og nauðsyn þess að þjóð- ir heims standi saman um þessar að- gerðir, og um uppbyggingu í Írak eft- ir þessar aðgerðir, séu þýðingarmikl- ar.“ Mikill stuðningur við Atlantshafstengslin Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tók ennfremur undir yfirlýs- ingarnar að loknum fundi leiðtog- anna. „Ég held að fundurinn á Azoreyj- um hafi á margan hátt verið merki- legur. Þeir [George W. Bush, Tony Blair og Jose Maria Aznar] lýsa yfir miklum stuðningi við Atlantshafs- tengslin sem eru okkur Íslendingum lífsnauðsynleg og við hljótum að taka undir þá yfirlýsingu,“ segir Halldór. „Það er jafnframt tekið fram mikil- vægi þess að ná niðurstöðu í Miðaust- urlöndum, milli Ísraels og Palestínu, sem ég tel skipta miklu máli. Þá er ítrekað að Saddam Hussein verði að afvopnast í samræmi við ályktun 1441, þannig að mér finnst niðurstöð- ur þessa fundar vera með þeim hætti að við hljótum að taka undir þær.“ Halldór sagði yfirlýsingu Banda- ríkjaforseta um „stund sannleikans“ ekki vera neina yfirlýsingu um stríð. „Það má segja að þetta sé yfirlýsing um það að nú sé tími diplómatískra leiða að verða liðinn. Síðan þessi fundur átti sér stað hafa menn hætt að leita þeirrar lausnar að ný ályktun verði samþykkt hjá SÞ. Ég harma það og leyni ekki þeirri skoðun minni að mikilvægt hefði verið að gefa sér lengri tíma. Ég tel hins vegar að land eins og Frakkland hafi gengið mjög langt í að tala um neitunarvald, áður en fullreynt væri að samstaða gæti náðst. Það er afskaplega mikilvægt fyrir allan heiminn og ekki síst Atl- antshafstengslin, að ríki haldi sem mest saman á þessari örlagastundu. Eins og málið stendur núna er það ekki síst í höndum Saddam Hussein hvernig fer. Ég hafði vonast til að sú stund rynni ekki upp, en núna getum við reiknað með hverju sem er.“ Taka undir Azoreyjayfirlýsingu Davíð Oddsson forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Sagan gerð sýnileg STOFNAÐ 1913 75. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is EKKI liggur nákvæmlega fyrir hversu margir Íslendingar eru staddir í nágrenni við hugsanleg átakasvæði, en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að taka saman lista yfir þá. Stefanía Reinhardsdóttir Khal- ifeh, aðalræðismaður Íslands í Jórdaníu, telur að þeir geti verið yfir 20. „Hér í Jórdaníu eru fjórtán Íslendingar og ég held að það séu þrír eða fjórir Íslendingar í Kúveit, svo eru Íslendingar í Katar, Kairó í Egyptalandi og Oman,“ segir Stef- anía. Nokkrir tugir Íslendinga hafa verið að störfum í pílagrímaflugi á vegum Atlanta á svæðinu. Munu þeir flestir vera farnir þaðan eða að undirbúa brottför. Fjöldi Íslend- inga í Miðaust- urlöndum óljós  Starfsfólk Atlanta/4 Fyrr um daginn drógu Bandaríkja- menn, Bretar og Spánverjar til baka drög að nýrri ályktun, sem lögð höfðu verið fyrir örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna, og bjuggu sig undir að hefja stríð í Írak án stuðnings ráðsins. Ari Fleischer, tals- maður Bush, sagði að tilraun- unum til að leysa Íraksdeiluna á vettvangi Samein- uðu þjóðanna væri lokið. Utanríkisráð- herra Íraks, Naji Sabri, hafnaði úr- slitakostum Bush í gærkvöldi og Saddam Hussein sagði að Írakar væru tilbúnir að berjast gegn Banda- ríkjamönnum og Bretum „hvar sem er á allri jörðinni“ hæfu þeir stríð í Írak. „Ef það er vilji Guðs munum við berjast með rýtingum, sverðum og kylfum ef skortur verður á öðrum vopnum.“ Jeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði, þegar hann tilkynnti að álykt- unardrögin hefðu verið dregin til baka, að Bandaríkjamenn, Bretar og Spánverjar áskildu sér „rétt til að grípa til eigin aðgerða til að tryggja afvopnun Íraka“. Hann kenndi Frökkum um að samstaða skyldi ekki hafa náðst um nýja ályktun í örygg- isráðinu. Powell harmaði óeininguna í ör- yggisráðinu. „Þetta er augljóslega próf sem öryggisráðið hefur ekki staðist,“ sagði hann. Bandaríkjamenn og Bretar gáfu öryggisráðinu sólarhringsfrest á sunnudag til að styðja hernað í Írak en Frakkar héldu afstöðu sinni til streitu og hótuðu að beita neitunar- valdi sínu gegn ályktuninni. Sendi- herra Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum, Jean Marc de la Sabliere, sagði að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu áttað sig á því á síðustu stundu að meirihluti öryggisráðsins væri andvígur ályktuninni. Dominique de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, varaði við því að hernaður í Írak myndi hafa „alvar- legar afleiðingar“ fyrir Miðaustur- lönd og alla heimsbyggðina. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að áformin um hern- að í Írak væru brot á alþjóðalögum og síðasta ályktun öryggisráðsins heim- ilaði ekki að hervaldi yrði beitt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bret- landi hafa sagt. Robin Cook segir af sér Robin Cook, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði af sér í gær sem leiðtogi stjórnarinnar í neðri deild breska þingsins til að mótmæla áformum hennar um að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna eða bresku þjóðar- innar. „Ég get ekki sætt mig við sam- ábyrgð á þeirri ákvörðun að skuld- binda Breta til að taka þátt í hernaði í Írak án alþjóðlegs samkomulags eða stuðnings heima fyrir,“ sagði Cook í yfirlýsingu eftir fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Jack Straw sagði í gærkvöldi að stjórnin hygðist biðja þingið að styðja þátttöku Breta í hernaði í Írak ef nauðsynlegt yrði að beita hervaldi. Búist er við að beiðnin verði borin undir atkvæði á þinginu í dag. Fær 48 stunda frest Reuters Íraskir Kúrdar á kerru nálægt bænum Dohuk í Norður-Írak. Þúsundir íraskra Kúrda héldu til fjalla í gær af ótta við að hersveitir Saddams Husseins Íraksforseta myndu beita efnavopnum gegn þeim kæmi til stríðs í Írak. Bush segir að Saddam Hussein verði að fara í útlegð til að afstýra stríði GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti gaf í gær Saddam Hussein Íraks- forseta og sonum hans tveggja sólarhringa lokafrest til að fara í útlegð og sagði að ella hæfist stríð í Írak. Í ræðu, sem Bush flutti í nótt, hvatti hann íraska hermenn til að berjast ekki fyrir stjórn Saddams Husseins og kveikja ekki í olíulindum og varaði þá við því að þeir kynnu að verða saksóttir fyrir stríðsglæpi. Hann sagði að Írakar hefðu fengið tólf ár til að afvopnast og að hætta væri á mannfalli meðal bandarískra hermanna og jafnvel árásum hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum kæmi til stríðs. Forsetinn útlistaði einnig áform sín um að aðstoða Íraka við endur- uppbyggingu landsins eftir stríðið og við að koma á lýðræði. GENGI hlutabréfa í kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum hækk- aði í gær þar sem fjárfestar vona að óvissunni í Íraksmálinu sé að ljúka og að stríðið verði stutt. Banda- ríska hlutabréfavísitalan Dow Jon- es hækkaði um 3,6% og Nasdaq- vísitalan um tæp 3,9%. Gengi Bandaríkjadollars hækk- aði gagnvart evrunni og japanska jeninu og Brent-hráolía úr Norð- ursjó lækkaði um 83 sent í 29,30 dollara á fatið. Gengi hlutabréfa hækkar verulega Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.  Möguleikar Saddams/16 Bush Bandaríkja- forseti flytur ræðu sína í nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.