Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 17 MENNING GRÍSKA bókaforlagið Polis hefur gert samning um gríska útgáfu af spennusögu Árna Þórarinssonar, Tíma nornarinnar, og þar með verður Grikkland tíunda landið þar sem bókin kemur út í þýðingu, en áður hefur hún komið út í Þýskalandi, Frakklandi, Ítal- íu, Tékklandi, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finn- landi og Hollandi. Í Frakklandi var bókin þátttak- andi í tveimur bókmenntahátíðum, fyrst í Impressions d’Europe í borg- inni Nantes, en þar voru norrænar bókmenntir í brennidepli og auk Árna var þeim Einari Má Guðmunds- syni og Kristínu Ómarsdóttur boðið á hátíðina auk Guðrúnar Vilmund- ardóttur hjá Bjarti. Seinni hátíðin var Salon de la Littérature Européenne í Cognac, en á báðum hátíðunum voru íslensku myndirnar Hafið og Nói alb- ínói sýndar til viðbótar við bókmennt- irnar. Franskir bókagagnrýnendur hafa lofað bókina og lýsti Julien Védrenne í Le Littéraire.com sögunni svona: „Eins og rýtingur sé dreginn út úr hjarta þjóðar.“ Tími þýðinga Tími nornarinnar þýdd á tíu mál Árni Þórarinsson VEFVERSLUNIN Amazon hóf í fyrradag sölu á eigin rafbók sem ber nafnið Kindle. Tækið er á stærð við pappírskilju og komast um 200 bæk- ur eða dagblöð fyrir í því, þ.e. hægt að hala niður í það um 200 titlum af netinu. Slík raf- bók er alls ekki ný uppfinning en þessi er ólík þeim sem áður hafa verið á markaði að því leyti að hún er með svokölluðu „rafrænu bleki“. Það gerir lestur af skjá auðveldari og líkari lestri af pappír, skjárinn er ekki með baklýsingu og hægt er að hala niður þráðlaust án þess að vera með nettengda tölvu. Notendur geta því náð sér í blöð eða bækur nokkurn veginn hvar og hvenær sem er. Kindle kostar 399 dollara, eða um 24.000 kr. Bókaormar hafa ekki reynst ginnkeyptir fyrir rafbókum til þessa og heldur kosið pappírsútgáfu en hver veit nema breyting verði þar á. Þráðlaus rafbók Amazon Kindle. TÓMAS R. Einarsson verður með sjö manna hljómsveit sér til fulltingis á Múlanum kl. 21 í kvöld þar sem spiluð verða lög af latínplötum Tómasar, Kúb- anska, Havana og Romm Tomm Tomm. Aðrir hljómsveit- armeðlimir eru Kjartan Há- konarson á trompet, Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Samúel J. Samúelsson á bás- únu, Ómar Guðjónsson á gítar, Sigtryggur Baldursson á slagverk og Matthías MD Hemstock á trommur og slagverk, en sjálfur spilar Tómas á kontrabassa. Eftir tónleikana munu hljóma lög af nýju plötunni, Rommtommtechno. Tónlist Latíndans Tómasar á Múlanum Tómas R. Einarsson LETTNESKI píanóleikarinn Liene Circene heldur tónleika í Salnum í Kópavogi kl. 20 í kvöld. Circene spilaði áður í Salnum í október árið 2003 og september 2004 en auk þess spilaði hún með Sinfón- íuhljómsveit Íslands árið 2005. Tónleikarnir nú eru loka- tónleikar hennar í tónleikaför sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada. Á efnisskránni er glæný sónata eftir ungt lettneskt tónskáld, Edg- ars Raginskis (fæddur 1984), vögguvísur eftir ýmsa samlanda hennar, Noveletta eftir Schu- mann og þrír argentínskir dansar eftir Ginastera. Tónlist Píanóleikarinn Circene í Salnum Liene Circene YRSA Sigurðardóttir les upp úr bók sinni Ösku á Súfistanum í kvöld, en bókin kemur út á morgun. Einnig verður lesið upp úr tveimur þýddum spennusögum. Önnur þeirra er Drápin eftir Andreu Mariu Schenkel og það er þýðandinn Ingunn Ásdísardóttir sem les, en í bókinni er fjallað um óupp- lýst morðmál á bóndabænum Tannöd í Suður-Þýskalandi. Svo verður lesið upp úr breska krimmanum Horf- inn eftir Robert Goddard sem Uggi Jónsson þýddi. Upplesturinn hefst klukkan hálfníu og stendur í um klukkustund. Bókmenntir Krimmakvöld á Súfistanum Yrsa Sigurðardóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SKIPULEG leit og skráning ný- yrða og nýrra orða er undir tungu- tækni komin og því að mannskapur og fjármagn fáist til slíkrar vinnu. Tungutækni vísar til samvinnu tungumáls og tölvutækni í hagnýtum tilgangi, í þessu tilfelli að skrá skipu- lega þróun íslensks máls. Sem dæmi um hugbúnað sem heyrir undir tungutækni má nefna talgervla, leið- réttingarforrit sem lagfæra stafsetn- ingu, beygingar og orðanotkun. Sér- stakt Tungutæknisetur var stofnað í júní 2005 með undirritun samstarfs- samnings Málvísindastofnunar Há- skóla Íslands, tækni- og verk- fræðideildar Háskólans í Reykjavík og Orðabókar Háskólans. Setrinu er ætlað að vera vettvangur fyrir sam- starf þessara aðila um rannsóknir, þróun og kennslu í tungutækni. Eiríkur Rögnvaldsson, formaður setursins, segir söfnun nýrra orða fara fram með ýmsu móti á Norð- urlöndum, líkt og kom fram í fyrri fréttaskýringu Morgunblaðsins um leit og skráningu nýyrða. Í Svíþjóð hafi sænska málnefndin á sínum snærum fólk sem fer yfir dagblöð og skrifi niður ný orð en í Noregi og Danmörku séu í gangi tilraunir með að safna nýjum orðum vélrænt. Tilviljanakennd leit Eiríkur tekur undir að leit að ný- yrðum og skráning þeirra hafi verið tilviljanakennd hér á landi. Í þessu sambandi sé rétt að hafa í huga að ný orð séu ekki endilega nýyrði, geti verið tökuorð og slettur. Á orð- fræðisviði Stofnunar Árna Magn- ússonar hafa verið gerðar tilraunir með vélræna söfnun nýrra orða. Það er þá gert á þann hátt að sérstakur hugbúnaður, Beygingarlýsing ís- lensks nútímamáls, sem Hjálmar Gíslason hefur skrifað, les texta og greinir orð eftir öllum mögulegum beygingarmyndum. Ef orðið finnst ekki er það skrifað út í sérstaka skrá sem síðan þarf að fara yfir. „Þangað fara t.d. öll erlend manna- og staðanöfn, því að þau eru auðvitað ekki í Beygingarlýsingunni. Þangað fara líka ýmsar rit- og prent- villur, erlend orð og ýmislegt fleira. En hluti af því sem lendir í þessari skrá eru raunveruleg ný orð í málinu. Það á að vera hægt að þróa aðferðir til að henda ýmsu út úr skránni sem ekki á þar heima, s.s. erlendum manna- og staðanöfnum, og þá á þessi aðferð að gagnast við vélræna orðtöku,“ segir Eiríkur. Morgunblaðið keyrt í gegn „Við höfum látið okkur detta í hug að það gæti verið mjög áhugavert að athuga hvort t.d. Morgunblaðið væri fáanlegt til að keyra allan sinn texta daglega í gegnum þennan orðtöku- búnað. Með því móti mætti safna miklu af nýjum orðum sem koma inn í málið.“ Það sé þó ekki raunhæft nema hægt sé að þróa vélrænar að- ferðir til að grisja skrána. Annars yrði handvirka yfirferðin of tímafrek. Það sem þarf til skipulegrar leitar og skráningar nýrra orða er vinna við að þróa þessar aðferðir og vinna við að keyra búnaðinn á texta og vinna úr útkomunni. Eiríkur telur það ekki þurfa að vera svo dýrt. Tungutækniáætlun menntamála- ráðuneytisins var í gangi frá 2001- 2004 og voru á þeim tíma settar rúm- ar 130 milljónir í íslenska tungu- tækni, að sögn Eiríks. Tungu- tæknisetur, stofnað ári eftir að áætluninni lauk, hefur hins vegar aldrei fengið sérstaka fjárveitingu frá íslenska ríkinu. „Ég veit ekki til þess að ríkisstjórnin hafi nein áform um að halda áfram að setja fé í tungutækni, þótt þess sé sannarlega þörf,“ segir Eiríkur. Hjá Menntamálaráðuneytinu fengust þau svör að reiknað væri með að eftir að Tungutæknisáætl- uninni lauk myndi setrið vera fjár- magnað með styrkjum frá stofn- unum og fyrirtækjum. Ekki virðist til ákveðin stefna í nýyrðum en lík- legt er að íslensk málstefna, sem nú er í mótun, muni taka til þessa mála- flokks. Fjárskortur hamlar leit  Fjármagn og mannskap vantar ef leita á skipulega að nýjum orðum og nýyrðum og skrá þau  Þörf á að verja meira fé til þróunar tungutækni Morgunblaðið/Ómar Framtíðin Með nýjum kynslóðum koma ný orð sem mikilvægt er að skrá. Ungir bókhneigðir Íslendingar á Degi bókarinnar í apríl í fyrra. Í HNOTSKURN » Málræktarsvið StofnunarÁrna Magnússonar í ís- lenskum fræðum styður við íð- orðasöfnun í landinu og held- ur utan um nýyrðasköpun. Nýyrði sem ekki heyra undir íðorðasöfn eru skráð niður ef starfsmenn heyra af þeim. » Ritstjórnir íslenskra orða-bóka reyna að koma sem flestum nýjum orðum og ný- yrðum í bækurnar en það starf er ekki vélrænt unnið heldur treyst á mannvitið. góðan róm að hljómburðinum að tónleikunum loknum og Jónas Ingi- mundarson píanisti, sem bæði lék á tónleikunum og hlýddi á hina, kvaddi sér hljóðs að þeim loknum og lýsti yfir ánægju með hljómburðinn. „Það var allavega óskaplega þægi- legt að syngja þarna inni, ég get vitnað um það, og mér skilst að það hljómi afskaplega vel,“ sagði Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari í gær, inntur eftir áliti sínu á salnum. Hon- um hafi fundist um leið og hann hóf upp raust sína að hann þyrfti ekki mikið að hafa fyrir söngnum í saln- um. Aðspurður hvort hann hafi Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TÓNBERG, fyrsti fjölnotasalurinn á landinu með rafrænt stýrðum hljómburði, var prófaður síðastliðinn laugardag á boðstónleikum verk- fræðistofunnar VGK-Hönnunar. Þar komu fram Jónas Ingimundarson pí- anóleikari ásamt óperusöngv- urunum Auði Gunnarsdóttur og Gunnari Guðbjörnssyni, Karlakór Reykjavíkur, Guitar Islancio, Þjóð- lagasveit tónlistarskólans á Akra- nesi og kammersveitinni Camer- arctica. Tónlistarmennirnir gerðu fundið mikinn mun á þessum sal og öðrum af svipaðri stærð segir Gunn- ar það enga spurningu, það sé gríð- arlegur munur. Salurinn er í nýrri byggingu tón- listarskólans á Akranesi og var þar sett upp hljóð- og hljómbótarkerfi frá fyrirtækinu LARES, því fremsta í heiminum á þessu sviði. Í Tónbergi eru 177 hallandi sæti og svið. Hægt er að stilla kerfið með því einu að ýta á hnapp, eftir því hvort halda á ráð- stefnu, kammertónleika, karlakór- stónleika eða annað, og hægt er að breyta hljómburðinum á þann veg að fólki finnist það vera í stórum sal. „Óskaplega þægilegt“ Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Karlarómur Karlakór Reykjavíkur þandi raddböndin á tónleikunum í Tón- bergi á laugardaginn var undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Fjölnotasalur í Tónlistarskóla Akraness prófaður ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.