Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júlí 1965 MORGU N BLADID Þannig skullu bílarnir hver á annan. Bifreiðin, scm árekstrinum olli, kastaðist yfir eyjuna, kom niður hinum megin götunnar og sneri þá í gagnstæða átt. bifreiöir skullu saman Þanníg lauk glannalegri ökuferð drukkins pilts, sem stal bílnum sem hann ök SAGAN hefst laust fyrir kl. II í fýrrakvöld. Hilmar Stein- grímsson, rafvirki, hefur brugðið sér í bæinn og ætlar að kaupa pylsu í pylsuvagnin- um við Tryggvagötu. Hann leggur bifreið sinni í grand- leysi rétt vestan við gatna- mót Pósthússtrætis og Tryggva götu. Hann hlepur út úr bíln- um, kaupir pylsuna, en þegar hann snýr sér við, trúir hann vart sínum eigin augum: bíll- inn er horfinn! Hann hafði skilið lyklana eftir í ólæstum bílnum. Hann taldi það óhætt, því að auð- vitað hvarflaði ekki að honum að bíllinn mundi hverfa á samri stundu og hann hefði stigið út úr honum. Auk þess gat hann haft auga með bíln- um allan tímann að því andar- taki undanskildu, þegar hann fengi afgreiðslu. Þetta andar- tak átti eftir að verða afdrifa- ríkt. Hilmar hleypur þegar í stað út á Lögreglustöð, sem er ekki langt undan og tilkynnir, hvað gerzt hefur. Leitin að bíl hans, sem er Ford Station af ár- gerð 1956, er þegar hafin. — Lögregluþjónum á bílum og bifhjólum hvarvetna um borg- ina er gert viðvart um talstöð. Auk þess er haft samband við leigubifreiðir og þær beðnar að hafa auga með hinni horfnu bifreið. Það líður ekki á löngu, þar til þrír lögregluþjónar á bif- hjólum, sem staddir eru á Suð urlandsbraut á móts við Grensásveg verða varir við bifreiðina, enda mátti fara nærri um það, því að henni var ekið með ofsahraða inn Suðurlandsbrautina. Þeir veita henni eftirför og fylgja henni eftir, þegar hún beygir inn á Réttarholtsveg. Leiðin liggur út á Miklubraut og síðan vest- ur hana. kvikmyndahúsum og allir að flýta sér heim. Framundan eru hin hættu- legu gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar. Lögregluþjón- arnir á bifhjólunum, sem veita hinni stolnu bifreið eftirför, setja sírenur í gang, þannig að öll umferð þar stöðvast. Um leið ekur ungi maðurinn á ofsahraða enn sem fyrr yfir gatnamótin, án þess að gefa nokkurn gaum að umferðaljós um, og ekur yfir á rauðu ljósL * * Allan tímann fylgir lögregl- an bílnum eftir, en ökumaður nemur ekki staðar, þótt gefin séu stöðvunarmerki. Á einum stað á Miklubrautinni kemst lögregluþjónn á bifhjóli upp að hlið bifreiðarinnar, hann gefur tvívegis stöðvunarmerki, en ökumaður, sem er aðeins 18 ára gamall, sinnir því engu. Hann heldur áfram niður Miklubrautina á ofsahraða. — Það er mikil umferð þessa stundina, enda er þetta á þeim tíma, þegar fólk er að koma úr Nú bætist lögreglunni liðs- auki: lögreglubíll er staddur við Miklatorg og um talstöð- ina berst sú vitneskja, að stolni bíllinn sé á leið vestur Miklubraut. ' Lögreglubílnum er lagt þvert á Miklubrautina, þar sem hann stöðvar alla um- ferð vestur úr. Þessi ráðstöfun kemur þó ekki að gagni, því að stolni bíllinn sleppur þar framhjá — naumlega þó. Á kaflanum frá Stakkahlíð til Reykjahlíðar mælir lögreglan 80 km hraða. Þegar ungi maðurinn á stolna bílnum kemur að gatna mótum Rauðarárstígs og Miklubrautar, virðist sem fát komi á hann, þegar hann sér í hvert óefni er komið. Hann missir stjórn á bílnum, bíllinn dansar á götunni en lendir síðan á götueyju, brýtur þar niður umferðamerki og kast- ast með feiknaafli á kyrrstæða Opelbifreið, R-11430. Skiptir nú engum togum, að sú bifreið kastast á næsta bíl fyrir fram- an, Volkwagen, og var þá Opelbifreiðin öll klesst bæði að aftan og framan. En ekki nóg með það: Volkswagen bif- reiðin kastast á nýlegan Opel Stationbíl og hann aftur á Vofvo Amazonbíl, þannig að alls lenda fjórar bifreiðir þarna saman. En stolna bif- reiðin átti eftir að. gera meiri usla: um leið og hún rekst á Opelbifreiðina kastast hún yf- ir eyjuna og kemur þannig niður, að hún snýr í gagn- stæða átt. Stöðvast hún að lok um með háum skell, er hún kastast utan í Skodabifreið, R-16835, sem lagt hafði verið þeim megin eyjunnar. Nú eru góð ráð dýr fyrir unga manninn á stolna bíln- um. Honum hefur ekki orðið meint af öllum veltingnum og flýtir sér því út úr bílnum. Hann kemur auga á lögreglu- þjónana allt í kring og tekur til fótanna. Hann hleypur inn i húsagarð með lögregluna á hælunum. Þar tekst að króa hann inni, en þar sem hann er ekkert sérstaklega vingjarn legur við lögregluna, er hann handjárnaður. -X Það er tekin blóðprufa af hinum ógæfusama unga maiwni, og hún leiðir í ljós, að hann er undir áhrifum áfengis. Hann játar brot sitt, segist hafa setið að sumbli frá því um miðjan dag. Síðan hafi hann verið á ráf i í miðbænum, séð bílinn, tekið hann trausta- taki og ekið af stað. Ökurétt- indi hefur hann aldrei öðlazt. Bifreíðin, sem hann tók traustataki, er nú talin ónýt. Einnig Opelbifreiðin, sem hann ók á. Hinar bifreiðarnar, sem skullu saman, eru allar meira og minna skemmdar. — Tjónið nemur hundruðum þús unda. Pilturinn hefur komizt und- ir manna hendur áður. Hann er 18 ára gamall sem fyrr seg- ir og hefur verið til sjós um nokkurt skeið. Stolna blfreiðin (R-16863) til hægri, kastaðist fyrst á Opelbifreiðina (R-11430), Iengst til vinstri, með þessum afleiðingum. — (Myndir: Sveinn Þormóðsson). STAKSTEINAR Hvað creiði Eysteinn TfiVHNN leggur mikla áherzla á að síldardeilan hafi komið upp vegna bráðabirgðalaga rik- isstjórnarinnar um verðjöfnun síldar og flutningastyrki til Norð urlandshafna. Með þessu er málgagn Fram- sóknarflokksins að reyna aS ieyna því, að sjálfur formaður F ramsóknarf lokksins, Eysteinn Jónsson, sem sæti á í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins, samþykkti á fundi þeirra, að síldarverk- smiðjurnar gætu ekki greitt meir en 225 kr. á mál. Þetta er hin óþægilega staðreynd, sem Tíminn og Framsóknarflokkurinn komast ekki hjá að gera grein fyrir i þessu máli og gagna í þeim efn- um ekki yfirlýsingar Eysteinn Jónssonar, um að hann hafi mót- mælt því, að hluti bræðslusíldar- verðsins yrði lagður í verðjöfn- unar- og flutningasjóð sáldveið- anna. Öhrekjanlegt er, að Eysteinn Jónsson taldi Sildarverksmiðjur ríkisins ekki- geta greitt meirm fyrir bræðsílusíldina en kr. 223 á mál. Með tilliti til skrifa Tim- ans um síldardeiluna nú, er að sjálfsögðu lágmarkskrafa, að Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, geri grein fyrir þeim rökum, sem afstaða hans í stjórn Síldarverksmiðj- anna byggðist á. Eysteinsveið Alþbl. ræðir i forystugreln I gær pm skrif Tímans og afstöðu Framsóknarflokksins til sildar- deilunnar og segir: „Frásögn Tímans af stöðvun síldarflotans og mótmælum sjó- manna er næsta furðuleg. Segir blaðið, að eingöngu hafi verið mótmælt bráðabirgðalögunum um sildarflutninga og fleira, en þessi lög voru ekki nefnd í upp- haflegu skeyti sjómanna á laug- ardagskvöld. Ilins vegar felur Timinn það, sem nefnt var í skeytinu, sjálft síldarverðið. Af hverju grípur Tíminn til þessara rangfærslu á mótmælum sjó- manna? Skýringin á því er auð- fundin. Hún er sú, að Eysteinn Jónsson á sæti í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins og hann hafði samþykkt með öðrum stjórnar- mönnum verksmiðjanna, að þær gætu ekki greitt, nema 225 krón- ur fyrir sildina í sumar. Það er þetta verð, sem Eysteinn stóð að, sem sjómenn mótmæltu í skeyti sinu um leið og þeir tilkynntu stöðvun veiðanna. En um þessa staðreynd fá lesendur Tímana ekki að vita.“ Hvað geiði Þóicxidui Fulltrúi kommúnista I stjóm Síldarverksmiðja ríkisins er Þór- oddur Guðmundsson, alkunnur kommúnisti frá Siglufirði. Þjóðviljinn hefur ekki haft svo mikið við undanfarna daga, að skýra frá afstöðu hans til málsins. Af hverju ekki? Vegna þess að Þóroddur Guðmundsson samþykkti í stjórn verksmiðj- anna, að þær gætu ekki greitt Hvernig væri að Þóroddur nema 225 krónur á mál. Guðmundsson gerði lesendum Þjóðviljans grein fyrir því, ) hverju afstaða hans til sildar- verðsins byggðist, þegar stjórn Sildarverkmiðja rikisins fjallaði um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.