Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÚ Fimmludagur 1« júlí 1965 Á slóðum Ferðafélagsins AnSTURLAND SEGJA mætti með skaft- fellsku málfari ,að Austurland væri aðeins sjálfu sér líkt. Svo frábrugðið er það öðrum lands hlutum, að tæplega færi neinn í grafgötur um það, hvar hann væri staddur, þótt hann vakn- aði skyndilega austur þar, jafn vel þótt ekki sæist til hinna alkunnu kennileita, svo sem Dyrfjalla, Lagarfljóts, Snæ- fells. Meginhlutar Austurlands eru Jökuldalur, Hérað (í Efra) og Firðirnir (í neðra). Héraðið er eitt af stærri flat neskjum íslands. Svo marflatt er landið frá Fljótsdal til Hér- aðsflóa, að Lagarfljót verður á stórum köflum straumlaust með öllu, í raun réttri stöðu- vötn. Vegalengd . losar þó hundrað kílómetra. Höfuðáttir eru .fjórar á Hér- , aði: Austur, norður, upp og út. Austur og norður .eru gagn- stæðar áttir frá Lagarfljóti. Upp er inn til lands, en út til sjávar. Allar leiðir lágu til Rómar. Nú liggja allar leiðir til Egils- staða. Við höfum 730 km akst- ur frá Reykjavík að baki. Við höfum heilsað upp á útvörð Múlasýslna í vestri, Jón bónda á Möðrudal. Dokað hefur ver- ið við Rangalón og horft til eyðibýlanna á Jökuldalsheiði, en þar eru Sumarhús Bjarts. Raunar sýnir kortið engin Sum arhús, aðeins Veturhús. Ekið hefur verið niður Jökuldal frá ármótum Gilsár. Ekið er yfir Jöklu, þar sem hún er að losna úr sinni löngu úlfakreppu og fær nú loks tækifæri" að slá sér út meðfram Jökulsárhlíð. Við erum komin í land Ekkju- fells við vestur sporð Lagar- fljótsbrúar. Skammt handan brúarinnar eru Egilsstaðir. Á síðustu árum hefur risið upp annað þorp vestan brúar. Gár- ungar kalla það Vestur-Berlín. Ætlunin er að slá upp tjöld- um á þessum slöðum, ekki til einnar náttar ,heldur fjögurra. Er nú tvennt til. Tjalda í Eg- ilsstaðaskógi, eða halda út til (Eiða. Eiðar verða fyrir valinu. !>ar eru tjaldstæði og vatnsból betra. Svo er þar prýðis gisti- hús, ekki steinssnar frá tjald- stað. Raunar lengir það akstur okkar næstu daga þrjá, en styttir þó einn.. Eiðar eru í lægð austan Fljóts. Staðarlegt er heim að líta. Skólinn setur tignársvip á hinn forna stað Fyrsta daginn skal halda til Borgarfjarðar. Leiðin liggur út Eiða- og Hjaltastaðaþinghár. Selfljót er á hægri hönd. Ekk- er fljót er jafn bugðótt og Sel- fljót, enda er iandið marflatt. Þama er Hjaltastaðabláin, sem Sunnlendingar myndu nefna íorir. Handan fljótsins rís fjall- garðurinn mikli, sem skilur að Firðina og Hérað. Af einstök- um fjöllum ber einna mest á Beinageitafjalli og Dyrfjöllum. Handan þessara risadyra er Borgarfjörðurinn. Skammt frá sjó snarbeygir vegurinn til hægri. Farið er yfir Selfljót skammt frá Unaós, bæ Una danska. Vegurinn bugðar sig upp bratt Vatnsskarð. Uppi i skarðinu er fallegt fjallavatn á hægri hönd, en af því dreg- ur skarðið nafn. Nú hallar mjög niður austan megin. Lípa rit og basalt skiptast á í fjöll- um. Litadýrð verður því mik- il, en er þó sýnu meiri, þegar kemur í Borgarfjörð. Innan tíð ar sézt bærinn Borg í Njarð- vík bera við hafflöt. Bóndinn á Borg heitir Bóas Eydal. Ef Ingimundur, tengdasonur Bóas ar, yrði bílstjóri okkar, fær- um við vissulega ekki fram hjá garði. Bóas var farmaður á yngri árum um öll heimsins höf, og hefði frá mörgu að segja. Safn Kjarvalsmynda á hann mikið, enda var Kjarval nágranni hans í æsku og vinur. Tún sín hefur Bóas sléttað, en þó hefur hann þyrmt Þiðranda þúfu, en þar á Þiðrandi að hafa verið veginn. Mættu marg ir taka sér Bóas til fyrirmynd- ar, þegar tízka er að eyða hverjum hól og fylla hverja tjörn, og þá engu skeytt, þótt þau geymi gamlar sagnir. Úti á víkinni eru tvö sker. Þau heita Gunnarssker. A innra skerinu vaip Gunnar Þiðrandabani mæðinni, er hann synti undan eftirleitar- mönnum sínura yfir víkma þvera. Landsendi lokar Njarðvík a& vestan. Handan hans hefjast Njarðvíkurskriður. Vættur, Naddi, varð þarna mörgum manni að aldurtila. Krossinn frægi er þarna við vegarbrún. Á hann er letrað ártalið 1306 og hvatning á latínu til veg- farenda að beyja kné fyrir merki krossins. Nú þarf ferða- maður ekki lengur að feta tæpa götu ofan standbergs í sjó fram. Breiður vegur hefur verið ruddur í gegnum Skrið- urnar. Þegar Skriðunum sleppir opnast Borgarfjörður. Sveítin er breiður hálfhringur. Hér er að mörgu að hyggja. Silfurtær Staðará fellur til sjávar hand- an þorpsins Bakkagerðis. Lita- dýr fjalianna er óviðjafnanleg. Þetta er litasamspil liparits, basalts og grænna flesja. Þessa litadýrð hefur Kjarval haft fyrir augum á bernskustöðv- um sínum í Geitavík. Skammt frá Bakkagerði er hamraborg- in, sem byggðin dregur nafn af. Er hún eyja úti á sléttunni. Fyrir botni dalsins eru Dyr- fjöll, enn hrikalegri en frá Héraði séð. Innsti bærinn í Borgarfirði er Hvannstóð (áður Fannstóð). Þangað liggur góður bílvegur. Frá Hvannstóði er bezta út- sýni yfir byggðina alla. Þeir sem kynnu að huga að grösum ættu ekki að setja sig úr færi að hafa tal af hjónunum í Hvannstóði. Enginn kemur þar að tómum kofunum. A þessum slóðum vaxa og marg- ar jurtir, sem trauðla finnast annars staðar á íslandi. í slíkri ferð má heyja sér jurta í garð- inn sinn. Næsta dag skal halda til Seyðisfjarðar. Þá er yfir Fjarð arheiði að halda. Þetta er einn hæsti fjallvegur landsins, og þó liggur vegurinn í djúpu skarði í fjallgarðinn. Vegurinn liggur niður í Seyðisfjörð á bökkum Fjarðarár. Urmull fossa er í ánni. Úðafoss er einn þeirra mestu. ,Basalt aust- fjarðafjalla er svo hart, að ár og lækir hafa lítt megnað að grafa sér gil. Lækir margir eru á að sjá eins og ljósar rák- ir niður hamravegginn. Héðan sést innsti hluti Seyðisfjarðar líkt og lygnt stöðuvatn. Sayð- isfjarðarbær á sér merka sögu. Hann var emn af forystubæj- um þessa lantís í upphafi þess- arar aldar. Margt stuðlaðí að velgengni hans. Góð höfn, feng sæl mið, síminn var lagður þar á land, og fremur öðru framsýnir forystumenn, menn sem ekki einblíndu á skyndi- gróða, heldur höfðu ríkt í huga að skapa fallegan menningar- bæ. Þetta tókst. En svo kom kreppan og fiskur lagðist frá. Fólkið hafði úr litlu að spila, engu að síður var haldið í horf inu um snyrtimennsku. Oud- en hinn brezki sagði, að Seyð- isfjörður væri að gefa upp önd ina með yndiþokka. Nú er síld- in komin og fátækt horfin. Er gott til þess að vita. En fegurð arskyn athafnamanna er sljórra en fyrirrennara þeirra. Síldarverksmiðju og síldar- plönum hefur verið fundinn staður inni í miðri byggð, þótt athafnasvæði virðist hafa ver- ið kjörið úti á Vestdalseyri, en þar er nú engin byggð. Trauðla myndi Ouden nú viðhafa orðið „charmingly" um Seyðisfjörð. Fjörðurinn er girtur háum fjöllum á alla vegu, nema að- eins fjarðarmynnið. Tvö fjöll setja þó mestan svip á, sitt hvorum meginn fjarðarbotns. Bjólfur norðan, en Strandartind ur sunnan. Sæmilegur vegur er út með firðinum sunnan megin út að Eyrum. Norðan fjarðar er gamla pretssetrið Dvergasteinn. Þar býr nú kaupmannsdóttirin úr Reykja- vík, sem 18 ára fór til sumar- dvalar austur, en úr hefur orðið rúmrar hálfrar aldar bú- seta. Næsta dag skal halda til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þótt Fagridalur sé njókista hin mesta, er hann þó skásta leið þeirra Héraðs- búa til öruggrar hafnar. Enda hefur Reyðarfjörður orðið þeirra hafnarborg. Eskifjörður skerst út úr Reyðarfirði. Þorp- ið er snyrtilegt og hefur á sér vissan hefðarblæ, enda verið embættissetur um langan ald- ur. Nú skal haldið yfir Odds- skarð, einn hæsta fjallveg þessa lands. Með því að ganga snertispöl uppi fæst óviðjafn- anlegt útsýni, bæði- til Reyðar- fjarðar og Norðfjarðar. Norðfjörður er afskekkt byggð, en uppgangsstaður hinn mesti. Undanfarna áratugi hafa verið vaxtarvextir í Nes- kaupstað og eru það enn. Hann er yngstur þessara útgerðar- bæja á Austfjörðum, en nú þeirra mestur. Með hverju ári sem líður verður yfirbragð hans æ þokkalegra. Flugið og sæmilegur sumarvegur yfir Oddskarð tryggir samgöngur. Skyldu ekki jarðgöng eiga eft- ir að leysa vanda þerira Norð- firðinga? Þriðja daginn skal haldið suður í Skriðdal. Farið er yf- ir hina blómlegu Velli. Þarna eru fornu stórbýlin Ketilsstað- ir og Vallanes. Annað var sýslumannssetur, en hitt er prestssetur. Þingmúli skilur að Austur- og Vesturdal. Þarna var þingstaður til forna. Kom- ið verður við í Hallormsstað. Síðan ekið fram í Fljótsdal og ekið yfir á brúnni suður þar, en haldið heim um Fellin. Nesið út að Fljótinu hjá Eið- um býr yfir sérstæðum töfrum. Síðan það var friðað skrýðist það óðum bjrkiskógi á ný. Mý- margar kolagrafir benda ótví- rætt á, að þar hafi fyrrum ver- ið mikill skógur. Ferðafélag íslands efnir til farar á þessar slóðir þann 13. júlí, en heim verður komið 25. s.m. Ekið verður norður byggð ir, en suður Kjöl. Jón Á. Gissurarson Glerull til einangrunar á hitaleiðslum og fleiru. BURSTAFELL byggingavöruverzlun Réttarholtsv. 3. Sími 3<8840. Félagslíi Ferðafélag íslands ráðgerir eftirtaldar ferðir um næstu helgi: 1. Þórsmörk, 2 Landmannalaugar; 3. Hvera vellir og Kerlingarfjöll; 4. Fimmvörðuháls. — A sunnu- dag er gönguferð á Brenni- steinsfjöll. Farið frá Austur- velli kl. 9,30. Farmiðar í þá ferð seldir við bílinn. — Mið- vikudaginn 7. júlí verður ferð í Þórsmörk kl. 8 að morgni, og til baka samdægurs. Og verður það alla miðvikudaga I júlí. — Allar nánari upplýs- ingar veittar á skrifstofu fé- lagsins, Öldugötu 3, símar 10533 og 11798. Farfuglar — Ferðafólk. Farfugladeild Reykjavikur ráðgerir eftirtaldar ferðir á næstunni: 1., Gönguferð á Heklu um næstu helgi. — 2. Vikudvöl í Landimannalaug- um 10.—18. júlí. — 3. 0 daga ferð um Vestur-Skaftafells- sýslu hefst lff. júlí. — Upp- lýsingar um ferðirnar á skrif stofunni, Laufásvegi 4)1. — Sími 24)960. — Skriistofan er opin á miðvikudags-, fimmtu dags- og föstudagskvöldum milli kl. 8 og 10. Farfuglar. Dyrfjöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.