Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 26
26 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júlí 1965 Landslið íslands og Danmerkur valin Baldvin, IMagnús og Sigurvín nýliðar í islenzku landsliði — og einnig 3 nýir hjá Dönum LANDSLIÐ íslands og Danmerkur, sem mætast eiga í 8. iandsleik íslands og Danmerkur í þessari íþróttagrein, á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið. Þetta verður 40. lands- leikur tslands og hinn fyrsti á þessu ári. Danir hafa hins vegar þegar leikið marga leiki í sumar, m.a. unnið Finna og sætan sigur yfir Svíum, en fengu heldur en ekki skell í Moskvu á sunnudaginn, er þeir töpuðu með 0-6. Og eftir þann ósigur vilja þeir hefna fyrir markatöluna óhagstæðu með góðum sigri yfir íslendingum. Það hefur og ætíð verið hinn stóri draumur íslendinga að vinna Dani í knattspyrnu. Hvort sá draumur verður að veruleika á mánudaginn, skal ósagt látið. En vonandi verður baráttan góð---og vonandi rís íslenzk knattspyrna úr kútnum, þó ekki væri nema þenn- an eina dag. ic Engar byltingar Ekki verður landsliðsnefnd- inni núið því um nasir, að hún sé byltingagjörn enda ekki í mörg hús að venda. Eftir herfi- legan tapleik gegn Sjálandsúr- vali eru ekki gerðar nema 4 breytingar á liðinu og þar af voru tvær eiginlega vissar fyrir fram, því það mátti bóka að Heimir kæmi í markið þó hann væri fjarverandi á dögunum og að Þórólfur Beck tæki stöðu sína. Það er því eiginlega ekki nema Valsmönnunum Ingvari Elíssyni og Reyni Jónssyni, sem er „sþarkað“ og tveir KR-ingar teknir í staðinn. Eftir gangi leikj anna við SBU eru þær breyt- ingar ekki óeðlilegar. En mis- jöfn er aðstaða leikmannanna. KR-ingar nutu hættulegra send- inga Þórólfs Beck, en Valsmenn- irnir höfðu engan Þórólf til að „hjálpa sér“ inn í landsliðið. Enda kom á daginn að mark var ekki löglega skorað gegn SBU, eftir að Þórólfur vék af velli í leik KR við þá. if. Hugmynd að landsliði Margir hafa án efa einnig bú- izt við breytingum í vöm liðs- ins t. d. að Högni kæmi í öft- ustu vörn og reynsla Ríkharðar yrði einnig nýtt. Undirrituðum hafði dottið í hug iandslið þannig: Heimir í marki. Ámi og Jón Stef. sem bakverðir. Rík- Forföll - getuleysi Það furðar marga, sem fylgjast með danskri knatt- spymu, að Leif Nielsen mark vörður og Kjeld Thorsteinson innherji, skyldu hafa verið settir út úr landsliði Dana, sem hingað kemur á mánu- daginn. Mbl. hringdi í fréttaritara íþróttasíðunnar í gær og spurðist fyrir um ástæðuna. Hann sagði að markvörður- inn læif Bielsen hefði átt slæman dag í Moskvu og þvi hefði Max Möller verið val- inn, Kjeld Thorsteinsson var valinn, en - tilkynnti þegar forföll sem voru tekin til greina. harður, Högni Gunnlaugsson og Ellert sem framverðir, og fram- herja þá • Gunnar Fel., Eyleif, Þórólf, Skúla Ágústsson og Sig- urþór. Var þá hugmyndin að Þórólfur léki aftur og mataði hin fjóra sem allir eru snöggir og allir geta skorað — og Rík- harður og Ellert hættu sér ekki um of fram en byggt væri á skyndiupphlaupum, sem Þórólf- ur og þeir Ríkharður og Ellert sköpuðu með lengri sendingum. En viðurkennt skal að val landsliðsnefndar var ekki auð- velt. 19 menn hafa verið reyndir í þeim tveim úrvalsleikjum sem landsliðsnefnd hefur stillt upp í (Coventry — tap 3—0 og SBU — tap 2—0). Enginn þessara 19 hefur skarað íram úr. Þeir, sem ELLERT SCHRAM fyrirliði Islands við áður kölluðum „stjörnur", eru lakari nú en áður, en setja þó enn kannski mestan svip á sín lið. „Jafnaðarmennskan" er alls ráðandi í ísl. knattspyrnu og Liðin á mánudag LIÐ Dana og fslendinga, sem mætast í landsleiknum á mánudaginn, eru þannig skipuð. Tölurnar í svigum tákna fjölda þeirra lands- leikja, sem hver leikmaður hefur leikið. Samkvæmt símtali frá fréttamanni Mbl. varð í gær ein breyting á danska landsliðinu. Kaj Poulsen (nýliði þar) tekur stöðu hægri útherja, Knud Pedersens, sem áður hafði verið valinn. ÍSLAND Heimir Guðjónsson KR (6) Árni Njálsson Sigurvin Ólafsson Val (15) Keflavík (0) Magnús Jónatansson Jón Stefánsson Ellert Schram Akureyri (0) Akureyri (7) KR (10) Þórólfur Beck Eyleifur Hafsteinsson Gl. Rangers (14) Akranesi (3) Gunnar Felixson Baldvin Baldvinsson Sigþór Jakobsson KR (4) KR (0) KR (4) © Henning Enoksen AGF (47) Ole Madsen HIK (42) Kaj Poulsen Vejle (0) Kjeld Petersen Köge < 1) Egon Hansen KFUM (0) Preben Arentoft Bronshöj (2) Karl Hansen Köge (6) Bent Hansen B 1903 (54) Heini Hald AB (0) Jens J. Hansen Esbjerg (17) Max Möiler Horsens (1) DANMORK Varamenn íslenzka iiðsins eru valdir Sigurður Dagsson, Val, Hreinn Elliðason, Fram, Högni Gunnlaugsson, ÍBK, Ríkharður Jóns- son, ÍA, og Karl Hermannsson, ÍBK. Högni hefur leikið 3 landsleiki, Ríkharður 32 og Karl 2. Hinir engan. Aðeins er vitað um tvo varamenn Dana, Birger Larsen, Frem, sem leikið hefur 8 landsleiki, og Kaj Hansen, Frem, sem leikið hefur 6 landsleiki. það er ekki hægt að fullyrða, i flestum tilfelium, að einn sé tví- mælalaust betri en annar. ★ Vonum það bezta Við eigum því aðeins von- ina að styðjast við. Reynslan segir okkur að isl. knatt- spyrna sé léleg. En fyrri reynsia segir okkur að sömu leikmenn og einn daginn eiga slæman leik geti í þeim næsta gert hin ótrúlegustu hluti. Það er það sem ísl. liðið á að gera á mánudaginn — og það er það sem áhorfendur eiga að magna liðið til að gera með hvatningarópum. Liðin Eins og sjá má er danska liðið sambland af gömlum reyndum köppum og yngri mönnum. Hansen, Madsen og Enoksen hafa samtals að baki 143 lands- leiki — en allir hinir dönsku leikmennirnir samtals 27. Hjá ísl. liðinu má telja Árna Njálsson, Etlert og Þórólf Beck mjög reynda leikmenn á ísl. mælikvarða. Hér hjá okkdr tek- ur mörg ár að ná 10 landsleikj- um, þó leikmenn séu ávallt í landsliði. í Danmörku fá góðir leikmenn kannski 10—12 lands- leiki sama árið. Nýliðarnir í hvoru liði eru þrír ný- liðar. Isl. nýliðanna bíður erfitt hlutverk — að mæta Jazy vann HLAUP ársins hefur 5 km. hlaupið í Helsingfors í gær- kvöldi verið kallað. Þar mætt- ust heimsmethafinn Ron Clarke frá Ástralíu, Evrópumethafinn, Frakkinn M. Jazy ásamt ýmsum „stór-ný-stjörnum“. Þetta er í annað sinn sem hlaupakóngarndr Jazy og Clarke mætast. í fyrra skiptið var það „uppóhaldsvegalengd" Jazys 2 mílur, nú var það vegalengd Clarkes. Jazy sigraði á 13.27.6 (Evrópu met, heimsmet Clarkes er 13.25.8). Annar varð Kipchonge Kenya 13.28.2 og 3. Ron Clarke 13.29.4. 4. M. Wiggs Englandi 13.33.0 (fyrra presónulega met 13.45.6) 5. Helland Noregi 13.37.4 norskt met 6. B. Naide Svíþjóð 13.37.8 (sænskt met). Leihskió íþrótta- frétlomanna SAMTÖK íþróttafréttamanna gefa út leikskrá landsleiks ís- lendinga og Dana, í samvinnu við Knattspyrnusamband ís- íands. I leikskrána rita mennta málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, og Björgvin Schram, formaður KSÍ. Auk þess eru upplýsingar um leikmennina dönsku og íslenzku, ásamt myndum, grein um fyrri lands leiki íslendinga, þá er nöfnum leikmanna stillt upp í opnu, til hægðarauka fyrir áhorfend ur. Leikskráin verður seld á miðasölustað við Útvegsbank- ann og auk þess á Laugardals- velli leikdaginn. Dönum í fyrsta leik í lands- liðsbúningi. Vafalaust ern skiptar skoðanir um val þeirra alla, einkum Sigurvins og Magnúsar. En það gildir ekki sízt varðandi stöður þeirra, að ekki er hægt að benda á aðra sem eru tví- mælalaust betri._ Vm nýliða Dana gegnir öðru máli. Þeir hafa mikla reynslu frá unglingalands- leikjum og öðrum stórleikj- um. Bakvörðurinn Heinl Hald kemur í liðið þar sem fyrirrennari hans brást f vörninni gegn Rússneskn sóknarmönnunum um síðustn helgi. Egon Hansen tekur sæti sem Ole Sörensen hefur „átt fast“ undanfarin ár ea hefur nú snúið sér að at- vinnumennsku fyrir fúlgn fjár. Egon Hansen er því án efa góður innherji, þó honuna hafi ekki tekizt að ryðja Sör- ensen úr sessi hans í lands- liðinu. Kaj Poulsen h. ú t- berji var valinn í danska lið- ið í gær þar sem Knud Peter- sen frá Esbjerg gat ekkl komið við að fara í íslands- ferð. Petersen hefur „átt sæt ið“ að undanförnu — en við „fráfall" hans er sóttur ný- liði en ekki varamaður frá fyrri leikjum. Án efa hefur ná nýliði sitthvað til brunns að bera. — A. St. Ítolía-Svíþjóð 2:2 SVÍÞJÓÐ og Ítalía skildu jöfn í knattspyrnulandsleik, sem fram fór í Málmey á miðvikudags- kvöldið. Úrslitin urðu 2:2, en 1 hálfleik var staðan ld) fyrir ít- ali. ítalarnir voru mun betri Svl um, einkum í fyrri hálfleik og höfðu náð 2:0 forystu á 14. mín. síðari háifleiks. Svíarnir jöfn- uðu með mörkum á 23. mín. og 36. mín i síðari hálfleik. Mikið rigndi í byrjun leiksins og völlurinn var háll og erfiður. Brasilía — Sviþjóð 2:1 Brasilía og Svíiþjóð léku lands leik í knattspyrnu í gærkvöld. Brasilía vann með 2—1 og máttu þakka fyrir sigurinn. Svíar skoruðu fyrsta markið mjög verðskuldað eftir gangi leiksins og héldu áfram sínum sterku tökum á leiknum. Rétt fyrir hlé tókst Pele að jafna leikinn og í siðari hálfleik skor- aði Gerson sigurmark Brasilíu. að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.