Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 17
Flmmtudagur 1. júlí 1965 MORG U N BLAÐIÐ . 17 — Sjaldan lundizt ég vera svo hjólparvona Framih. af bls. 15 vaxinn, brúnn á hörund og klæddur khakifötum. Ég hafði aldrei séð hann áður. Þegar ég dvaldist í landinu hafði hann verið óþekktur lögregluforingi. Faðir hans hafði verið einn af mönnum Trujillos og sem menn óttuðust mjög. Caamano sjálf- ur hafði ekki mótmælt er Bosch hafði verið vikið frá. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann iflækzt inn í samsæri gegn hers- höfðingja nokkrum og hafði því misst stöðu sína fyrir atbeina Reids forseta. Hann hataði Reid. Þegar uppreisnin hófst tók Caamano, sem nú var kominn ' í flugherinn, þátt í henni, ef til vill til hefnda. San Isidro hers- höfðingjarnir hötuðu hann um- fram alla aðra. Með honum var stuttvaxinn ungur maður, Héctor Aristy, sem ég hafði talið, þegar ég var sendiherra, að væri skemmtana fíkinn iðjuléysingi, vel gefinn, metorðagjarn. Margir Dóminik- anar álitu Aristy einfaldlega tækifærissinna. Ég spurði Caamano, hvað hann áliti um ástandið. Hann sagði: „Öll borgin biður um að fá aftur stjórnarskrána frá 1962 með Juan Bosch sem forseta." Aristy leiðrétti hann. Það var stjórnarskráin frá 1963, stjórn- arskrá Bosch, sem þeir vildu. Ekki þá frá 1962, sem var verk Trujillo. Caamano sagði: „Við leiðtog- arnir erum vissir um, að eini maðurinn sem hafi siðferðiiega aðstöðu til að bjarga lýðveld- inu sé Juan Bosch. Við höfum onálægt 25 þúsund borgara und- ir vopnum og hann er eini mað- urinn, sem getur sagt okkur að afhenda vopnin.“ Ég spurði um vopnahléð. Caa- mano hafði þegar skrifað und- ir það. Hann myndi standa við það. Ég spurði, hvort hann hefði' stjórn á öllum herflokkum sín- um. Aristy svaraði fyrir hann. Ég sagði Aristy, að ég vildi fá svörin frá Caamano. Samt sem áður hélt Aristy áfram að hafa mjög orð fyrir þeim. Hann kom með lista af kvörtunum. Her- sveitir Wessins væri þegar byrj- aðar að brjóta vopnahléssam- komulagið, sagði hann, og gerðu það í skjóli bandarísku land- gönguliðanna eða fallhlífarher- mannanna. Nú komu aðrir inn og allir töluðu í einu. Tvær eða þyár konur komu inn. Þetta litla her bergi var fullt af fólki og byss- um og allir sögðu aftur og aft- ur: „Við treystum yður, hr. Martin." Úti hafði safnazt um 200 manna hópur og byrjaði að söngla „Da-da-ad, Juan Bo“ — þ.e. Juan Bosch. Það var kominn tími til að fara. Þegar við birtumst í sterkri sólinni heyrðust áköf fagnaðarlæti frá lýðnum. Við ruddum okkur braut í gegn og fórum inn í bílinn, en fólk hélt ófram að rétta hendurtiar inn ©g hrópaði: „Við treystum yð- ur, hr. Martin“, og „Við höfum trú á yður,“ og „Við viljum lýð- ræði.“ Við ókum hægt í burtu og börn hlupu á eftir. Þetta var fólkið í Dóminikanska lýðveld- inu, hinir raunverulegu þolend- ur — hungrað, fátækt, hrjáð af sjúkdómum, varnarlaust. Ég vissi, að þetta hafði verið ▼el skipulagt til að treysta sam- úð okkar. Og Schlaudeman tók líka eftir nokkru. Ungur maður í svartri skyrtu, sem hann þekkti sem meðlim í óaldar- flokki Castro-kommúnista, hafði hrópað við bílinn: „Kan- ar, farið heim!“ Þegar í stað hafði sterkleg hönd gripið um öxl hans og kippt honum burtu. Hann hafði notað ranga upp- Bkrift Sunnudaginn 2. maí kom 5 manna friðarnefnd Samtaka Ameríkuríkja undir forsæti José A. Mora frá Costa Rica, en hann er aðalframkvæmdastjóri samtakanna. Schlaudeman og ég drðgum okkur í hlé. Við kyntum okkur hinn mikla fjölda gagna, sem upplýsinga- þjónustur okkar höfðu safnað og ræddum í kyrrþei við Dóm- inikana frá báðum aðilum sem við þekktum. í upphafi hafði byltingin ver- ið vel skipulögð og vel stjórn- að af flokki Juan Bosch, P.R.D . (Partido Revolutionario Dom- inicano), einkum af ungum mönnum, sem vor.u ákafir tals- menn hugsjónar Bosch — og okkar — um frelsi og réttlæti! Nærri því strax höfðu ýms öfl í hernum gengið bylting- unni á hönd. Sumir voru ein- faldlega ævintýramenn, en aðr- ir voru úrvalshermenn. Þeim hafði blöskrað spilling hers- höfðingjanna í stjórnartíð'Reids. Eins og P.R.D., hafði þá grun- að, að Reid ætlaði að fram- lengja forsetatímabil sitt. Nærri því þegar í stað höfðu mano ofursti sagði mér, að hann hefði misst 1400 menn. Sjúkráhús fylltust og sjúkra- skýli. Læknar gerðu aðgerðir sínar við lampaljós og án deyfi lyfja. Fólki var stillt upp við vegg og skotið niður með vél- byssum. Blóðbaðið, sem hefði mátt búast við eftir fall Truj- illo, átti sér stað nú, fjórum árum síðar. Blóðbaðið drekkti hugsjón og tilgangi byltingarinnar. - Sér hver maður barðist samkvæmt einka ástæðum sinum — vegna hugsjóna í anda Bosch, héfndar, rána eða kommúnisma. Of- beldi og dýrsháttur ríkti. Við þessar kringumstæður .hafði ég ekki trú á að pólitísk lausn væri möguleg á þeira tíma. Einn möguleikinn, sem blasti við og sem sumir hvöttu til, var einnig óaðgengilegur, þ.e. að senda hinn öfluga her okkar gegn“uppreisnarmönnum. Martin ræðir við Caamano ofursta trúaðir kommúnistar einnig tek ið þátt í byltingunni. Meðal þeirra voru menn, sem á sendi- herratíma mínum höfðu verið leiðtogar í kommúnistaflokkn- um. Margir þessara manna hafa sézt í aðalstöðvum byltingar- manna og víðar. Og loks höfð^ tekið þátt í byltingunni hundruð alþýðu- manna, ef til vill þúsundir, sem hafði verið sagt af mér og öðr- um, að Bandaríkin myndu hjálpa þeim til að öðlast betra líf. Þeir höfðu kosið Bosch og þeir höfðu séð dýrtíðina vaxa og vonir.sínar verða að engu í tíð Reids. Þannig var það þá hvernig byltingin hófst. En hún hafði snögglega breyzt. Hermennirn- ir, sem höfðu gengið í lið með borgurunum, rændu miklu vopnamagni úr vopnabúrunum. Fljótlega tóku þeir að afhenda vopnin á götuhornum, hverjum sem hafa vildi. Þeir neyddu af- greiðslumenn á benzinstöðvum til að fylla flöskur allra, sem með þær komu. Úr þeim gerðu þeir Molotov kokteila. Slátrunin hófst. Stjórnleysi og ofsi rikti í borginni. Dómini- kanskar hersveitir brytjuðu nið ur dóminikanskar hersveitir. — Dóminikanskar herflugvélar vörpuðu sprengjum á höfuðborg ina. Dóminikönsk herskip skutu á hana. Enginn veit hversu margir létu lífið. Örugglega hundruð, jafnvel þúsundir. Caa Eina vonin var að vinna tíma — viðhalda vopnahlénu og vona að fólk áttaði sig, að mögu- leikar til sátta kæmu i Ijós, að nýir leiðtogar eða stjórnmála- bandalög kæmu fram. Ég gaf Johnson forseta skýrslu í samræmi við þetta. Ég sagði þetta opinberlega og það gerði forsetinn einnig í á- varpi sínu sunnudaginn 2. maí. Samkvæmt fyrirmælum hans fór ég þá nótt til Puerto Rico til að hitta Juan Bosch að máli. Við hittumst á heimili Jaime Benitez, rektors háskólans í Pu erto Rico. Bosch auðsýndi mér vináttu persónulega — börn okkar léku sér saman — en hann vildi ekki tala við mig um atburðina, þar sem ég hafði sagt opinberlega, að samkvæmt áliti mínu hefði flokkur hans fallið í hendur ævintýramanna og Castró-kommúnista og að verið væri að tæta land hans sundur. Hann gat ekki trúað því sem ég sagði. Hvernig gat hann það? Hann var í Puerto Rico, ekki Santo Domingo. Ég hefði ekki trúað því hefði ég ekki séð það. Hann hallaði sér ■ aftur í stólnum og herpti sam- an varirnar og sagði: „Já, þetta er þjóðfélagslegt stríð. Það er að drepa, drepa, drepa.“ Og hann lét sem hann sveiflaði vél byssu um herbergið. „En ég get ekki fallist á, að öllu sé lokið fyrir landi mínu. Eina lausnin er hernám landgönguliða í mörg, mörg ár.“ Ég sagði honum, að við hefð- um alls enga löngun til að her- nema land hans og útskýrði til- gang okkar þar — að vernda líf og eignir bandarískra borg- ara, að hindra valdatöku Castro kommúnista, að koma á friði. Bosch sagði: „Já, Molina Ur- ena (fyrrum forseti fulltrúa- deildar þingsins, sem hafði reynt árangurslaust að halda saman ríkisstjórn eftir fall Reids 25. apríl) ætti að vera forseti samkvæmt stjórnar- skránni. Það hefur verið ákveð inn þingfundur á miðvikudag. Þingið mun samþykkja uppgjöf saka fyrir alla. Þá munu svei*ir herforingjans (Caamano) fara með Molina til hallarinnar.“ Mér hefur sjaldan fundizt ég vera svo hjálparvana. Ég sagði: „En hr. forseti. Ég er hræddur um að þér skiljið ekki.“ Hann dreymdi enn um hina gömlu daga. Ég reyndi að útskýra, að fundur þingsins væri útilokað- ur í þessari stjórnlausu borg, að það væri mjög vafasamt að Molina myndi fallast á forseta- dóm og svo sýndi ég honum á korti, að ekki væri mögulegt fyrir menn Caamanos að fara yfir Alþjóðasvæðið og ná Mol- ina úr sendiráði Columbíu, þar sem hann hafði leitað hælis, og flytja hann svo tjl hallarinn- ar, sem var í einskis manns landi. Bosdh yppti öxlum. „Þá er engin lausn á málinu." Klukkan var yfir eitt eftir miðnæúi. Benitez stakk upp á því, að við ræddum nánar sam- an um morguninn þegar við hefðum hvílzt. Mér tókst loks að ná sam- bandi við Johnson forseta um kl. 3.30 árdegis á mánudag. Ósk aði hann eftir því, að ég héldi áfram viðræðum við Bosch? — Hann gerði það. „Ég vil að Boseh viti, að tilgangur okkar er að vernda líf manna og koma á fót framfarasinnaðri og frjáls lyndri stjórn þar og kosning- um. Við óskum einskis nema að stöðva blóðsúthellingarnar og láta sjálfsákvörðun manna hafa sinn gang.“ Bosch, Benítez og ég hittumst næsta morgun. Við könnuðum allar leiðir. Bosch sagði nú, að dóminikanska þingið myndi koma saman á miðvikudag og kjósa annað hvort Caamano of- ursta eða annan ofursta fyrir forseta samkvæmt stjórnar- skránni frá 1963 og sitja út það sem eftir væri af Bosch eigin kjörtímabili — þar til 27. febrú ar árið 1967. Ég spurði hann, hvort hann sjálfur ætlaði sér ekki að gefa kost á sér. „NeL“ sagði hann og rétti upp aðra höndina, „ég get það ekki. Ég er — hvað kallið þið það? — brenndur.“ „Mynduð þér snúa heim til að leiðbeina og aðstoða við upp byggingu landsins á nýjan leik?“ „Nei. Ég get það ekki. Ef ég sný heim er ég forsetinn." Við höfðum ræðzt við í um átta klukkustundir allt í allt. Ég fór til stöðva sjóhersins og hringdi í Johnson forseta og sneri svo aftur til Santo Dom- ingo — aftur til hins endalausa . skrölts í þyrlum yfir höfði sér, ryksins og yssins frá hersveit- unum og — dag og nótt — skot- hríðar. Þannig lauk fyrsta hluta starfs míns — að kynna mér ástandið og „vopnahléð". Bandarískar hersveitir gættu Alþjóðasvæðisins og leiðarinn- ar til flugvallarins. Hefði það verið tilgangur okkar, eins og uppreisnarmenn héldu fram, að sigra þá með vopnavaldi, þá hefðum við ekki lagt áherzlu á vopnahlé. Annar hluti starfs míns hófst seint þetta sama mánudags- kvöld, 3. maí. Antonio Imbert hringdi og það mig um að koma til heimilis síns á nýjan leik. Hann sagði mér að fjölmargir í hernum og óbreyttir borgarar hefðu sagt sér, að þeir gætu hvorki stutt uppreisnarmenn né San Isidro klíkuna. Það yrði að ehdurskipuleggja ráð Ben- oit ofursta og aðeins Imbert sjálfur væri nógu öflugur til að geta það. Ég sagði honum, að við mynd um ekki styðja neins konar her- foringjaklíku. Svo hófust til- raunir til stjórnarmyndunar og urðu þær langvarandi og erfið- ar. Á meðan á þeim stóð, þann 4. maí, tilkynntu uppreisnar- meiffí, að „þingið“ hefði „kos- ið“ Caamano sem forseta eins og Bosch hafði spáð. En til- raunir okkar báru árangur og í vikunni, sem hófst 10. maí, tók ríkisstjórnin til starfa. Þann ig lauk öðrum hluta starfs mins og sá þriðji tók við. Nýir leiðtogar höfðu komið fram á sjónarsviðið eins og við höfðum vonað, Imbert „forseti“ og. Caamano „forseti". Þriðja vikan hófst með því að reyna að koma á viðræðum þeirra Imberts og Caamanos. Þriðjudaginn 11. maí fékk ég skilaboð frá sendiboða páfa. í Caamano vildi hitta mig. Við fórum til skrifstofu Caamanos á svæði uppreisnarmanna. — Héctor Aristy var með honum. Þeir vildu ekki ræða við Im- bert fyrr en hann hefði rekið Wessin hershöfðingja og tvo ,aðra liðsforingja. Ég sagði, að þetta væri atriði fyrir þá Caa- mano og Imbert til að semja um — aðalatriðið væri að fá þá til að ræðast við. Cáamano sagði: „Imbert er ekki frjáls gerða sinna með þessa tvo menn sér við hlið.“ Og Aristy: „Við höfum fólk- ið með okkur. Það mun ekki geta fallist á þessa þrjá.“ Og Caamano: „Imbert er ekki óvinuriinn." Ég reyndi að halda þeim að fyrirkomulaginu sem ætti að verða á samningaumleitunum. En Aristy hélt áfram að segja: „í dag voru skriðdrekar fluttir til og rufu vopnahléð." Og Caamano sagði: „Það er leyni- skytta með skriðdrekabyssu, Bandaríkjamaður, á hinum ár- bakkarium og skýtur inn í raf- stöðina og pósthúsið og þeir hafa drepið 22 af okkar fólki.“ Sendimaður páfa sagði: „Bíð- ið andartak. Missir eins manns- lífs er hörmulegur. En við get- um ekki rætt um smáárekstra. Við verðum að ræða um frið. Viljið þið ræðast við í bústað mínum.“ Caamano sagði: „Nei, ég get ekki farið þangað.“ Ég sagði: „Nú, hvert getið þér farið? Við skulum finna út stað“, sagði ég og tók í ermi hans. „Við skulum koma og líta á kortíð.“ Ég vildi komast að honum einum — í fyrsta skipti. Ég dró hann að hinum enda borðsina og spurði lágum rómi: „Eruð þér frjáls gerða yðar?“ Hann sagði: „Ég er frjáls gerða mina.“ „Getið þér farið héðan burt?" Hann hikaði við og sagðfa „Mitt fólk segir, að viðræður verði til einskis á meðan þess- ir þrír eru þarna. Ef ég gerði það er ég búinn að vera.“ „Það er það, sem ég er að spyrja yður — eruð þér frjáls gerða yðar. Hver myndi setja yður af? Hverjir eru „fólkið" yðar?“ „Stríðsmennirnir mínir. Rík- isstjórnin. Nokkrir öldunga- deildarþingmenn." Stríðsmennirnir voru nokkuð þokukennt hugtak. Það gat annað hvort þýtt hermenn eins og hann sjálfur, sem höfðu hlaupizt úr hernum, eða Castro- kommúnistar. — Ég spurði: „Hverjir eru stríðsmennirnir?" Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.