Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 8
~8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1, júlí 1965 ændur úr feröalagi 1 FYRRAKVÖLD lauk vel- beppnaðri bændafur Búnað- arsambands Dalasýslu mcð kaffisamsæti í Súlnasal Hótel sögu, er Búnaðarfélag íslands efndi til. Þegar við litum þar inn, voru ræðuhöld rétt að hefjast. Fyrstur tók til máls Þorsteinn Sigurísson, for- maður Búnaðarfélagsins og bauð gesti velkomna, en Ás- geir Bjarnason, alþingismað- ur, og bóndi í Ásgarði, þakk- aði fyrir hönd gesta. Ragn- heiður Guðmundsdóttir, Svin- hóli, flutti frumsamið ljóð, þar sem hún þakkaði fyrir hönd gesta. Að samsætinu loknu var gestunum boðið að skoða húsakynni Hótel Sögu og notuðum við þá tækifærið til þess að ræða við nokkra gest- anna. Við hittum fyrst Bene- dikt Þórarinsson hreppstjóra Stóra-Skógi í Miðdalahreppi og konu hans Guðnýju Jó- hannesdóttur og báður þau að segja okkur frá förinni. — Já, við fórum að heim- an á fösludagsmorgun og för- um heím strax í kvöld, svo þetta telst fimm daga ferð. Það má segja, að við höfum séð allt frá Suðurlandsundir- lendi, sem hægt er að sjá á svo skómmum tíma. — Voruð þið heppin með veður? — Já, mjög svo, nema hvað það var dimmt yfir einn dag, en næsti dagur bætti það upp, því við fórum sömu leið til baka. Fæst okkar hafa farið þessa leið áður, en ég held að við höfum öll orðið hrifin af þeim héruðum, sem við áttum laið um. — Höfðuð þið öll þekkst áður en iagt var upp í þessa ferð? — Nei, ég held mér sé óhætt að fullyrða, að sum okkar höfðu aldrei sést áður. En það er nú líka einn helzti kostur þessara bændaferða, að maður kynnist samsýslung um sínum og einnig bændum í öðrum héruðum. Og ég vil nota tækifærið til þess að færa öilum þeim er greiddu götu okkar í förinni, þakkir fyrir ánægjulega ferð. — En svo við snúum okkur að búskapnum. Hvernig hefur grassprettan verið í þinni sveit? — Ja, vorið var fremur kalt og þess vegna er gróð- urinn í seinna lagi. Til dæm- is hefur hitinn farið niður í Bændur úr Dalasýslu í kaf fisamsæti að Hótel Sögu. tvö sig til skamms tíma á kvöldin. Það má þess vegna búast við, að sláttur verði seinna á ferðinni en venju- lega. Benedikt Þórarinsson, hreppstjóri, Stóra Skógi og kona hans, Guðný Jóhannesdóttir. Ragnheiður Guðmunds- dóttir, SvínhólL — En eru bændur nokkuð svartsyr.ir á, að heytekjan verði í minna lagi í sumar? — Nei, ég held að bændur séu ekki farnir að óttast það ennþá, en auðvitað fer það ailt eítir tíðarfarinu. — ★ — Við tökum tali ungan bónda, Árna Benediktsson frá Stóra Vatnshorni í Hauka daL Kona hans, Guðrún Ágústsdóttir, er einnig með í bændaferðinni. Við spyrjum Árna, hvort hann mundi geta sætt sig við að búa í borg- inni. — Nei, segir hann, það er nú einu sinni svo, að þegar menn taka tryggð við átthag- ana, vilja þeir hvergi annars staðar vera, þótt það sé óneit anlega erfitt stundum að búa í sveit. Árni sagði, að ferðin hefði verið hin ánægjulegasta í alla staði, hvarvetna hefði verið tekið vel á móti hópn- um. Þátttaka úr sýslunni hefði verið mjög almenn, og margir hefðu aldrei farið um þær slóðir, sem farnar hefðu verið í íerðinni. — Við héldum úr Dölunum Uxahrj'ggina og austur, — gistum í Biskupstungum, Landbroú og Síðu. — ★ — f lokasamsæti að Hótel Sögu flutti frú Ragnheiður Guðmundsdóttir, Svínhóli ljóð, þar sem hún færði þakkir þeim, sem að ferðinni stóðu. Ragnheiður leyfði okkur góðfúslega að birta Ijóðið. Hún sagði, að það hefði orðið til einhvers stað- ar austur í sveitum. Hún var mjög ánægð með ferðalagið, sagðist hafa séð margt, sem hún nefði aldrei séð áður. — Er grasið grænna fyrir austan en í Dölunum, spurð- um við. — Ég held það sé nú yfir- leitt grænna heima, sagði hún og brosti við. Ragnheiður sagðist hafa farið í bændaferð einu sinni áður. — Það var fyrir átta ár- um, og þá var farin vikuferð til norður og austurlands. Þessi ferð var á allan hátt miklu róiegri. — F.n hefirðu kosið að staldra lengur við í Reykja- vík? — Ég held varla. Ætli mað ur verði ekki að fara að flýta sér heim til barnanna- (Myndir: Sv. Þormóðsson). Ljóð Ragnheiðar var á þessa leið: Fagurt er land og frítt finnum þess hjarta slá, útsýni opnast vítt, andanum hærri þrá. Hefjum frá hversdagsönn hugann um stundarbið, lífsgleðin, létt og sönn, lyftir á æðri svið. Beztu þökk berum vér búnaðarfélagsstj órn, henni er hitann ber heim færum þakkarfórn. Staðið er sterkan vörð um stéttar vorrar hag, — gjöfula, gróna jörð göngum vér nú í dag. Knýtt eru bræðrabönd björt eru gefin heit, tengjast skal hönd við hnd í hverrí Islands sveit. Skell'umst ei skuggaflóð skjótt brindum valdi því, hefjum vort bændablóð sem bezt til vegs á ný. Dalasýslu á Árni Benediktsson, Stóra Vatnshorni, Haukadal. Útgerð - Dauður örn Framkvæmdir o. fl. Fréttabréf frá Bildudal jBfldudal, 22. júni: NOKKRAR trillur hafa róið héðan á handfæraveiðar og afli verið sæmilegur, komizt upp í tæp 2 tonn á færi yfir nóttina. 2 bátar róa héðan á dragnót, og eru þeir nýbyrjaðir og var afli ferkar tregur fyrstu dag- ana. Pétur Thorsteinsson var leigður í síldarleit eins og und- anfarin ár, og Andri mun fara á síldveiðar na-stu daga, en hann liggur hér með bilaða skrúfu og stýri, en fer væntanlega til ísa- fjarðar á morgun, þar sem hann verður tekinn upp i slipp. • Sá sjaldgæfi atburður gerðist hér fyrir tæpum mánuði, að dauðan örn rak á iand í Langa- botni, sem er innsti fjörðurinn í Suðurfjörðum. Örninn var mjög illa útleikxnn að því er Magnús bóndi tjáði fréttamanni blaðsins. Biíðviðri hefur verið hér undanfaiið, sólskin og hiti. • Ráðgert er að í sumar hefjist framkvæmdir við lagningu á nýrri vatnsveitu fyrir þorpið, en vatnsskortur hefur verið hér þó nokkur. Einnig er byrjað að vinna við nýju skólabygginguna, og mun u.p.b. verið að ljúka við að leggja miðstöðina, og næstu daga verður væntanlega byrjað að múrhúða, og standa jafnframt vonir til a hægt verði að hefja kennslu þar næsta skólaár. • Karlakór Reykjavíkur heim- sótti okkur fyrr í mánuðinum, og var þeim vel tekið. Einnig komu hér hinir lands- kunnu Hljómar frá Keflavík og skemmtu hér auðvitað við mik- inn fögnuð a.m.k. hjá yngri kyn slóðinni. • Hafnar eru framkvæmdir við lagfæringu á veginum yfir Hálf- dán, milli Bíldudals og Tálkna- fjarðar, og mun ein jarðýta vera byrjuð þar, og von á tveimur öðrum innan skamms. Vegur- inn hefur verið í mjög slæmu ástandi undanfarið, og varla fær öðrum bílum en háfjallabílum. Þessum áfanga fgnum við Bíldælingar, og þökkum þeim þingmönnum, sem hlut hafa átt að þessu framfaramáli okkar, og treystum á áframhaldandi vilja og áhuga á samgöngumálum okk ar. H. Friffriksson Innbrot á Akranesi INNBROT var framið í sölubúð Sláturfélags Suðurlands á Akra- nesi aðfaranótt sunnudags. Hafði þjófurinn brotið hurð og stolið átta þúsund krónum. Maður einn játaði á sig afbrotið við yfirheyrslu á þriðjudagsmorgun. Mun hann hafa eytt mest ölluna peningunum í skemmtanir, flug- vél og bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.