Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 1. júlí 1965 IM Ævintýrið e Spjallað við ISölEu Linker, sem nú hefur Eagt að haki hátt á annað hundrað landa á fimmtán árum Mér þykir alltaf jafn gaman að ferðast og sjá ný lönd og kynnast nýju fólki — og þó við séum búin að ferðast í fimmtán ár fer því fjarri að „Undur veraldar“ (svo heitir sjónvarpsþáttur Höllu og manns hennar vestra) séu uppurin. Nú erum við á austurleið, ætl- um til Líbanons og Saudi- Arabíu í boði konungs — hún brosir við, og svo til Sar- awak á Bprneo og til Japan, þangað reyndar öðru sinni, við vorum þar einu sinni heilt sumar, fyrir meira en tíu árum. Kannske komum við líka við í Suður-Indlandi að taka boði Maharajans (furstans) í Mysore um að koma á tígrisdýraveiðar. — Áður fyrr var Hal fyr- irlesari l'íka, segir Halla og þá tókum við annars konar myndir, lengri og ítarlegri. Síðan við fórum að vinna fyrir sjónvarpið er þetta öðru vísi, yfirferðin er meiri og viðstaðan í hverju landi skemmri, því það $arf töiu- vert fjölbreytilegt efni í 39 ferðaþætti þar sem heizt „Þama er hálfu eyffilegra en á Keflavíkurflugvelli“ sagffi Halla. Myndin er tekin í Point Barrow, nyrsta odda Vestur- álfu. ér ekki nema einn þáttur um hvert land. — Hal stríddi mér dáíítið á því, hversu hrifin ég varð af Japan þetta sumar sem við vorum þar — en ég var líka a^veg heilluð. Það var með naumindum að hann fengi mig ofan af því, þegar heim kom til Kaliforníu, að láta gera húsið okkar í jap- önskum stíl — hún hlær — og ég sem talaði ekki einu sinni tungu landsmanna, eins og hann. — Já, segir hún, tungumál eru bráðnauðsynleg í okkar starfi, við værum bjargariaus ef við ekki kynnum þau nokk ur. Enskan dugir ekki um ail an heiminn. En með þau níu eða tíu tungumál, sem við kunnum svona í sameiningu, hefur okkur gengið bærilega til þessa. Hal er mikill tungu málagarpur. Hann talar spönsku og frönsku reiprenn- andi, auk japönskunnar, og þýzku talar hann líka. >að væri til dæmis ekki vegur, að ætla sér að ferðast um Suð- ur-Ameríku án þess að kunna spönsku eða um Afríkuríkin nýfrjálsu sem áður voru ný- lendur Frakka án þess að kunna fr-önsku. Svo reynum við líka yfir- leitt að læra nokkrar setn- ingar úr máli landsmanna, þó það sé sjaldan neinn fram- búðar-lærdómur. En það er strax betra að geta a.m.k. boðið góðan daginn og þakk- að fyrir sig. Ég kann ennþá að bjóða góðan dag á amh- arísku, til dæmis, síðan við fórum til Ethíópíu og hittum Haile Selassie keisara og Dav íð lenti í gini ljónsins. Jú, það fór allt vel, en við skul- um ekkert vera að orðlengja það hér, það stendur allt í bókinni. — í Ethíópíu gistum við einu sinni í þorpi einu þar sem allt var eins og á dög- um Biblíunnar að mér fannst — þar ræktuðu menn bóm- ull og unnu og gerðu úr serki sér til handa og konum sín- um, þar gengu fjárhirðar um í geitarfeldi einum fata eins og Davíð konungur og Sál forðum daga — það var eins og að ganga um í Gamla Testamentinu. Við gistum þarna í kofanum ættarhöfð- ingjans í þorpinu, moldarkofa með stráþaki, sváfum á bekkjum sem við komum með sjálf því lítill var sæng urumbúnaður í húsum höfð- Framhald á bls. 13 Svona litu þeir út, tíbezku dansmunkarnir, sem komu yfir landamærin þegar viff voriun í Nepal og dönsuðu fyrir okkur „stupa“. — Mannkynssögunni, seg- ir maður hennar og lítur upp úr Time, það 'er ekki seinna vænna, Halla vjerður komin í mannkynssöguna eftir hundrað ár, rétt eins og aðr- ir víðförulir íslendingar, eins og herleidda konan (Tyrkja- Gudda) og þessi sem fór til Indlands (Jón gamli Indía- fari) og fleiri og fleiri. Halla brosir og hellir í boll- ana en maður hennar heldur áfram — — En það hefur enginn ís- lendingur, karl eða kona, fyrr né síðar, farið eins víða og Halla, enginn gist eins mörg lönd og margbreytileg, og það ekki bara í einn eða tvo daga heldur hefur hún dvalizt í þeim vikum og jafnvel mán- uðum saman — Hal Linker er töluvert niðri fyrir, — hérna vita allir að Halla er víðförul, „Halla Linker, jú það er hún sem er alltaf að ferðast" en vita menn hvert hún ferðast, vita menn að hún hefur farið um heiminn þveran og endilangan oft og mörgum sinnum, komið til landa, sem almenningur veit ekki einu sinni hvar í veröld- inni eru, að hún er nú búin að ferðast í fimmtán ár og hefur komið til hátt á annað hundrað landa, er nú að leggja upp í sína þriðju hnatt henni og því sem hún hefur gert að ég gæti setið við það alla daga að syngja henni lof .... — en nú er ég farinn og læt ykkur í frðii. Með það greip Hal Linker sitt hálflesna Time og hvarf. Halla brosti og horfði á eftir manni sínum með umburðar- lyndi langra samvista í svipn um. — Honum ferst, segir hún, að tala um kynningar- starf fyrir ísland, þetta er allt að hans undirlagi, við hö-fum haft fimmtán sjónvarpsþætti um ísland og látum þess þar að auki getið í tíma og ó- tíma. Hal fékk ekki bara 'ást á^mér hérna fyrir fimmtán árum, heldur landinu líka og hann hefur sannarlega sýnt það í verki. — Fyrir fimmtán árum .. segi ég. — Já, segir Halla og hlær við. Aldrei datt mér það í hug hérna áður fyrr, að það ætti fyrir mér að liggja að lifa því lífi sem ég hef nú lifað þessi fimmtán ár. Þeg- ar ég var átta eða níu ára las ég einu sinni bókina „Æv intýrabrúður“ eftir Osa John son og ég man enn hvað þessi bók heillaði mig, hvað mér fannst það hlyti að vera dá- samlegt að lifa svona ævin- týralífi, þar sem enginn dag- urinn var öðrum líkur og ÉG tók • regnhlífina með mér þegar ég labbaði mig út á Hótel Borg, það var allra veðra von eins og oftast nær á þessu landi. En inni á Borg- inni sat Halla Linker yfir morgunkaffi og var á gulum kjól, sem lýsti af langa vegu, hló og sagði: Já, veðrið, það er eins og það hefur alltaf verið og þessvegna kom ég bara með sólina með mér. Maður hennar horfir á hana með stakri velþóknun, sína eigin íslandssól í fimmtán ár. — Á hverju eigum við að byrja? segir Halla. ferð, og hefur allan tímann haft um að hugsa bæði eigin- mann og barn, Hal Linker er búinn að gleyma bæði teinu sínu og Time — svo erum við búin að vera með okkar eigin sjónvarpsþátt í Banda- ríkjunum í niu ár og þar hefur Halla unnið óskaplegt kynningarstarf fyrir ísland, beint og óbeint, milljónir manna þekkja ekki ísland nema af viðkynningu við Höllu Linker ... hann hæltir allt í einu og hlær, svona er þetta alltaf þegar ég byrja að tala um konuna mína, ég er sjálfur svo hrifinn af alltaf eitthvað óvænt og heill andi á seyði. En tíu árum eða svo eftir að ég las bók- ina giftist ég manni sem gerði mig að annarri ævin- týrabrúðinni til — Halla brosir — og þessvegna er það að ég valdi bókinni minni heitið „Islenzk æv- intýrabrúður" (Bók Höllu kemur út hjá Skuggsjá fyrir jól). Tuttugu ára gömul og ný út skrifuð úr Menntaskól- anum í Reykjavík fór ég í fyrsta sinn út fyrir landstein- ana og þarmeð hófst mitt ævintýri, sem stendur enn og er alltaf nýtt og dásamlegt. í Timfcúktú, innl í miffri Afrjku, þar sem nú heitir Mali-lýff- veldiff, stendur þessi moska 0g hefur staffiff í sex aldir þó efnit'iöiinnn sé ekki annað en leir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.