Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 18
18 M0RCUNBLAÐI3Ð Fimmtudagur 1. júlí 1965 L@kað í dag vegna jarðarfarar. Trésmiðja Birgis Agústssonar Brautarholti 6. Lokað vepa jarlarfarar Irá kl. 9—1. Verðlistinn við Laugalæk • Lokað frá kl. 9 — 1 í dag vegna jarðárfarar ÖSSURS SIGURVINSSONAR. II. Jónsson og Co. Brautarholti 22. Lokað í dag vegna jarðarfarar milli kl. 10 —2. Vélsmiðjan Trausti Skipholti 21. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi JÓHANNES ÖGMUNÐSSON andaðist að Eiliheimilinu Grund mánudaginn 28. júní. Fyrir hönd vandamanna. Ögmundur Jóhannesson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SÍMONARSON Sóleyjargötu 8, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 3. júlí, og hefst athöfnin með húskveðju að heimili hins látna, kl. 2 e.h. Valgerður Haildórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför GUÐMUNDAR J. HLÍÐDAL fyrrverandi póst- og símamáiastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. júlí n.k. kl. 10:30 f.h. jarðarförinni verður útvarpað. Blóm eru afbeðin. Þeím sem vildu minnast hins látna er bent á ekknasjóð íslenzkra lækna. Minningarspjöld fást í skrifstofu Læknafélagsins og Reykjavíkur Apóteki. Börn, tengdabörn og barnaböm. Jarðarför systur okkar og mágkonu GUÐBJARGAR ARADÓTTUR Suðurlandsbraut 95 E, fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins. föstudaginn 2. júlí kl. 10,30 f.h. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð kirkju éháða safnaðarins. Gísli Arason, Magnea Magnúsdóttir, Álfur Arason, Guðrún Magnúsdóttir, Rannveig Einarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall JÓNS JÓNSSONAR Vífilsgötu 7. Hallbera Bergsdóttir, Guðltjörg Bergsdóttir, Svanlaug Löve og aðrir vandamenn. Össur Sigurvinsson, húsa- smíðameistari — Minning Fæddur 23. ág. ’29. D 23. ji'mí ’65 í DAG fer fram frá Neskirkju útför Össurar Sigurvinssonar, húsasmíðameistara, er lézt af slys förum 23. f.m. Össar var fæddur að Kollsvík í Rauðasandshreppi, BaFðastrand arsýslu, en fluttist á 1. ári með foreldrum sínum til Reykjavík- ur, Guðrúnu Helgu Kristjánsdótt ur ©g Sigurvin Ossurarsyni áðux sjómanni. Aðeins 16 ára að aldri hefur hann nám í húsasmíði bjá Óskari Eyjólfssyni, og lýkur því rétt rúm lega tvítugur. Arið 1952 stofnar hann ásamt nekkrum öðrum fyrirtækið Ný- virki h.f. og starfar þar að ýms um byggingarframkvæmduim er það félag hafði með höndum. — Nokkru síðar öðlast hann meist- araréttindi í iðn sinni og þá um leið leyfi til að standa fyrir bygg ingarframkvæmdum í eigin nafni. Síðan hefur Össur verið stjórn andi og meistari ótal byggingar- framkvæmda. Arið 1950 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðfinnu, dótt ir Snæbjörns skipstjóra Ólafsson ar og konu hans Sigríðar. Þau Össur og Guðfinna eignuðust 7 böm, sem öll eru á lífi, það elzta 14 ára, en það yngsta aðeins tveggja mánaða. FyTÍr þremur árum fluttu þau í nýtt hús, er þau höfðu byggt að Löngufit 34 í Garðahreppi og hafa búið þar síðan. Siðan að Össur hóf starf sitt sem byggingameistari hafa hlað- ist að honum verkefni. í gegn- um starf sitt öðlafist hann vin- áttu flestra þeirra, er hann starf aði fyrir, því allir sem til hans I leituðu, fundu þann góðvilja og þá hjálpsemi er einkenndu allt hans líf og starf. Össur var af- burða maður til starfa, góður stjórnandi og laginn verkmaður. Þannig fór það. Hann sem var sterkastur allra, hraustastur og kátastur, hann gekk fyrstur á fund skapara sins. Hann sem átti svo margt ógert. Aldrei Itamar fáum við að heyra hvellan hlát- urinn hans. eða sjá barnslega ánægjuna skína út frá andlitinu. Við fáum ekki framar að heyra af vörum hans hrósyrðin er hann var að lýsa því er vinir hans áttu yfir velgengni að fagna. Svo tæp eru skiíin. Hann sem bar svo mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og starfi sínu, hans hérvist er lokið. Sár harmur er kveðinn að hans indæla heimili og öllum hans ást vinum. Megi sú heiðríkja er ávallt umlék hann verða þeim sú minning er aldrei fyrnist. Vinir hans kveðja hann með trega og leita sér huggunar 1 minningunni um góðan dreng. „Sem Drottinn sjálfur lófa sínum lyki, um lifsins perlu á gullnu augnabliki“. Þ.J. Leirlagið í Mývatni upp í 21 m. að þykkt Skaut fjorar tófur i einu skoti Grímsstöðum við Mývatn, 28. júní: UNDANFARIÐ hafa vísinda- mena verið að mæla leirþykkt- ina á botni Mývatns til þess að geta reiknað út hve magnið er mikið eg einnig til þess að kom- ast að því hvaða lífverur hafa myndað kísilleirinn. Mesta þykkt in mældist 21 metri. — Tómas Tryggva.sm, jarðfræðingur, á- samt þremur Bandaríkjamönn- um og aðstoðarmönnum hafa unnið að þessu. Höfðu þeir tunnufleka, sem þeir voru á við rannsóknirnar, og 4 smábáta til ýmissa snúninga. Þá hefur verið grafið fyrir geymi, sem á að reisa við Helga- vog. Verður leðjunni fyrst dælt upp í hann, en síðan eftir leiðsl- um þaðan upp að fjalli. Nú er jarðýta að jafna leiðina þar sem leiðslan á að liggja og leggja á veg meðfram henni. Rörið verð- ur 8 þumlungar í þvermál. Flokkur manna vinnur að því að lágfæra gamla íbúðarhúsið í Reykjahlíð. Það hús verður fyrst í stað notað handa verkamönn- um, sem að þessum framkvæmd- um vinna. Fjórir refir í skoti Refaveiðar í Mývatnssveit hafa gengið vel í vor. Ein refaskytt- an, Ivar Stefánsson, bóndi í Haganesi, skaut í einu skoti fjór- ar tófur, eina fullorðna og 3 yrðl- inga. Ivar lá skammt frá greninu. Læðan kom heim án þess að verða hans vör ©g ívar beið með að skjóta til þess að vita hvort ekki kæmu einhverjir yrðlingar út. Reyndist líka svo, heill hópur kom út. Þrír þeirra röðuðu sér við hliðina á læðunni svo að kúl- an tók hausinn af þeim öllum og fór í gegnum læðuna. Þetta mun HTNN 26. júní s.l. var opnuð í Aachen í Vestur-Þýzkalandi list- sýning á vegum Evrópuráðsins, þar sem kynnt er list frá dögum Karlamagnúsar. Er þar brugðið upp myndum af því menningar- lífi, sem þróaðist í skjóli hirðar hins volduga miðaldakeisara. Karlamagnús fékk konungdóm árið 768 og var krýndur keisari áiið 800. Hann sat lengstum í Aachen. Á sýningunni eru m.a. fjölda- mörg handrit frá tíma Karla- magnúsar, mörg þeirra skreytt myndum, sem rituð með guil- stöfum og nokkur með purpura- blöðum. Þá eru ýmsir gripir úr gulli og fílabeini, bréf og upp- drættír, þar sem sjá má þróun leturgerðar, kirkjugripix og stórt myntsafn. Sýningarmunirnir eru fengnir að láni frá ýmsum lönd- um, allt frá Svíþjóð. Meðal þeirra vera einsdæmi. Önnur greni, sem fundizt haía, hafa unriizt, eftir því sem ég veit til. Minkur safnar eggjum Ekki hefur verið mikið vart við minka í vor og unnizt það, sem sézt hefur. Nýlega vannst ein læða með 3 yrðlinga. Hafði hún flutt í greni sitt miklar birgðir af eggjum. Við höfum ekki vitað það fyrri að minkurinn safnaði eggjum, heldur dræpi fugla og silung. MikiJl mývargur Tíðarfar hefur verið kalt, lé- leg spretta og miklar kalskemmd ir. Mývafgur var mjög mikill, en nú virðist ganga búin. Þegar svo hlýnaði aftur kom mikið mýbit og er það sennilega önnur ganga. — J. S. er mjög dýrmætt guðspjalla- handrit, sem að hálfu er geymt i Vatíkaninu, en að hálfu í lands- bókasafninu í Búkarest og hefur ekki verið á einum stað um alda- •' bil. Karlamagnúsar-sýninigin f Aachen er tíunda listsýning Evr- ópuráðsins. Tilgangur allra sýn- mganna hefur verið sá, að kynna tímabil í lista- og menningar- sögu Evrópu með því að safna saman á einn stað dýrgripum sem ella eru varðveittir á víð og dreif um álfuna. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 28. júní 1965. f Vörubifmð veltur Akureyri, 24. júní. Það óhapp varð snemma I morgun, að stór vöruflutninga- bíll héðan frá Akureyri vaJt út . af veginum við Grjótgarð á Þelamörk. Bílstjórinn mun hafa misst biiinn út á lausamöl á vegarbrúninni og við það spraikk vegarbrúnin og bíllinn valt á hliðina. Hann var að koma frá Reykjavík fullhlaðinn ýmis kon- ar vamingi. Litlar skemmdir urðu á farmi og bíl. — Sv. r. Lokað í dag vegna jarðarfarar milli kl. 10 —2. Kjötverzlun Tómasar Jonssonar Laugavegi 2. Marlama§rnúsar- sýnintf í Machen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.