Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 13 — Ævintýri Framh. af bl.s. 10 ingjans. Aftur á móti var nóg af næturgestum, þó við kynn um ekki o-f vel að meta heim- sóknir þeirra, flóm og ná- komnum ættingjum af skor- óýrakyni. Kofarnir stóðu I þrír og fjórir saman og girð- j ing i kring og fólk hafðist ! þar ekki við ifema á nótt- unni, á daginn voru allir ut- andyra. i - í>ar eins og svo víða annars staðar, var áberandi hver tign ©g samræmi er í háttum frum ! stæðs fólks, þegar það er í j sínu rétta umihverfi, segir I Halla hugsi, ég ber óskap- I lega virðingu fyrir frum- etæðu fólki, mér hefur reynzt það mjög vel, því indælla sem það er frumstæðara að dómi Vesturlandabúa. Það er ekki fyrr en það er komið 1 heim siðmenningarinnar svokölluðu að viðhorfið breyt ist. Tötra'.egir verkamenn í tfátækranverfum stórborg- anna sem hafa flosnað upp úr heimahögum sínum af ein- hverjum ástæðum og eiga eiginlega hvergi heima leng- ur, eru ömurleg sjón. Þe:r hafa misst alls þess sem þeir áttu áður sér til trausts og halds, menningu sína og forna siði og ekkert fengið í stað- inn. Heimur siðmenningarinn ar vestrænu er þeim lokað- ur að mestu og það er ekki íurða þó gremja og biturleiki búi um sig með þessari kyn- sióð hinna uppflosnuðu. En stundum og oftar miklu en moldarkofana gistum við líka fínustu og dýrustu hótel heims, blönd- um geði við kvikmyndadísir ©g milljónamæringa og höf- um þjón á hvtrjum fingri — og því neita ég ekki, að það er gaman IÍKa, segir Halla, é sinn hátt. Ég er óttalegt iúxusbarn en ég nýt þess líka eð vera bara úti í náttúrunni, að göslast um > mýrum á ■vaðstígvélum klifra 'í fjöll- um, ríða, veiða, það er allt jafn gaman. Það sem máli skiptir er að taka öllu eins og það er og vera ekki ein- lægt að bera allt saman við eitthvað annað. Þetta fóik sem ferðast um heiminn og hefur allt á hornum sér af því það fær ekki samskonar mat og sængurumbúnað og annað áþekkt og það fær fceima hjá sér, er aumkunar vert fólk. Það ferðast ekki, það bara flytur sig um set. Sjálfri er mér alveg sama hvar ég haila höfðinu, svo fremi þar sé hreint, — hún brosir, — en ég hef svosem orðið að láta rnig hafa það stundum, að því væri ekki að heilsa. — Mér finnst ég líka alls staðar eins og heima hjá mér heldur Halla áfram, enda er eg það ailtaf. Beimili manns er þar sem fjölskylda manns er, en ekki endilega eitthvað bjargfast hús einhvers staðar í veröldinni. Við erum alltaf saman öll þrjú Davíð, Hal og ég >g þessvegna erum við alitaf heima hjá okkur, hvort eem við erum í Kongó eða Chile, Noregi, Nepal eða í Kaliforníu þar sem húsið okk fir er. • ..— Það bafa margir hrist hofuðið yfir „þessum flEék- Jngi á blessuðu barninu* ‘segir Halia — og fundizt við tæp- lega með öllum mjalla, að fieða svona um heiminn með bann í eftirdragi. En það hef- ur bara aldrei annað komið til greina. Eina skiptið sem vrð vorum á báðum áttum var þegar við fórum í fyrstu hnattferðma, þá Var Davíð tæplega ársgamali og þetta Y9r toiuvert álitamál. Samt tokum vrð hann með oá { hans eigin rúmi, og með 150 Pund af barnamat í hafurtask mu — að ógleymdum ÖUum t>leyjunum! Siðan hefur þetta gengið ems og í sögu — én ekki held ég að Davið myndi viija feta 1 fótspor okkar, hann vill mikiu heldur verða vís- indamaður. Davíð er ekkert nýnæmi í að ferðast, hann vildi miklu fremur fá að dveljast um kyrrt eitt sum- ar og þá helzt hér heima. Hann talar alveg íslenzku, við tölum hana alitaf heima, en hefur þó lengst verið hér tíu daga í einu, síðan hann varð talandi. Hann er reynd- ar fæddur hér — og það þó með naumindum, því hann er í heiminn loorinn þremur dögum eftir að ég kom hei-m frá Englandi með flugvél — og árið 1950 var ekki nema ein flugferð á viku milli ís- lands og Englands, svo ef ég hefði misst af vélinni .... nei, segir hún hugsi, ég held ekki að „þetta flakk“ sé slæmt fyrir börn, það er áreiðanlega miklu betra en mörg föst heimili þar sem foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna börnunum. Við höfum alltaf haft tírna til að sinna Davíð, hann hefur allt- af getað leitað til okkar hve- nær sem var um hvað sem var .... — Annars er eins og fólki gleymist, að þetta „flakk“ okkar stendur í þrettán vikur ársins, segir Halla, hinar þrjá tíuogníu er-um við um kyrrt í Kaliforniu og þar gengur Davíð í skóla. Það er alltaf einblínt á þessar þrettán. Þættirnir okkar, „Undur ver aldar“ eru vikulega í sjón- varpinu, þessum 39 sem eru yfir veturinn, frá september og fram í maí-júní, er sjón- varpað beint, en hinir 13 eru teknir á band og endurvarpað meðan við erum að viða að okkur efni í næstu 39 þætti. — Hvar mér hafi þótt skemmtilegast að koma? Ég veit ekki, ég hef nú farið svo víða, að ég get eiginlega ekki tekið neitt land fram yfir öll önnur, það gegndi öðru máli framan af, meðan þau voru færri. Einu sinni gat ég sagt það sky'rt og skorinort, að Japan væri langskemmti- legasta landið sem ég hefði . komið til. Nú renna á mig tvær grímur, ég yrði senni- lega að gera 15-20 landa „vin sældalista" ef vel ætti að vera. — Þegar svona mörg lönd eru að baki, segir hún hugsi, hættir maður að gera upp á milli þeirra, þá man maður hvert þeirra fyrir það sem einkennandi er fyrir það, fyr ir þá töfra sem það býr yfir, án tillits til annars. Sum lönd eru líka þannig, að það er gaman að hafa komið þangað, en þau freista manns ekki til að koma aftur, önnur lönd langar mann til að heim- sækja æ ofan í æ. Mig langar trl dæmis eng- in ósköp aftur til Bolivíu _ þar sem við vorum grýtt einu sinni. Það var á lýðveldishá- tíð í höfuðborginni, sem kennd er til friðar, La Paz. Við vorum þar að taka mynd- ir í friði og spekt og horfa á skrúðgöngu dagsins, þegar allt í einu dundi á okkur grjóthríðin og allt í kring. Einhverjum hafði víst sinnast við einhvern og þá var ekki alð sökum að spyrja. Indíán- arnir í Bolivíu eiga ekki vanda til að hugsa um af- leiðingar gerða sinna — þeir tyggja þar flestir kókaínlauf eins og karlarnir skro hér f-yrr og eru eiginlega alltaf „undir á-hrifum“. — Mér fannst afskaplega fallegt í Rio de Janeiro, en Brasilía, höfuðborgin nýja, er eins og tilbúin borg og ekki furðar mig á því þó fólk fari þangað ógjarnan og forði sér til Rio hvenær sem tækifæri gefst. Annars eru hin spönsku mælandi lönd Suður-Ameríku öll nokkuð keimlík, það er yfir þeim þessi svipur af sam eiginlegum arfi spánskrar -menningar, þó margt sé þar ólíkt að öðru leyti. í Evrópu t.d. er miklu meiri fjölbreyti- ieihi á miklu minna svæði. Ju> ég hef komið til allra Evrópulanda utan tveggja, Albaníu og Andorra. Til Sovét ríkjanna líka, jú, en ekki austur fy-rir Úralfjöll. Astra- liu? Jú-jú, við fórum til Ástra líu 1961. Það var ga-man að koma þar, en ekki sérlega „spennandi", þar er allt svo líkt því sem er í Bandaríkj- unum — ?? — Já, mér finnst það, segir Halia og hlær við — og ég hef meira að segja mína eigin kenningu um það hvernig á því standi — ég held að það sé vegna þess að Bandaríkin og Ástralía vöru bæði ónumin lönd, að það sé samhjálp frumbyggjanna sem blátt áfram urðu að vera hverjir öðrum til trausts og halds ef þeir áttu að geta lif- að í landinu, sem hefur. gert Ástralíumenn svo miklu vin- gjarnlegri að fyrra bragði og opinskárri en Englendinga, sem þeir hafa frá feng- ið svo marga siði sína og venjur. Fas þeirra allt ber miklu meiri keim af Bandaríkjunum en Bretlandi. — Kambodsja væri líka ofarlega á „vinsældalistanum“ segir Halla, — þangað hafði mig lengi langað að koma, ég var búin að lesa mér til um Khmer-menninguna og hafði fengið á landinu mikinn áhuga, og þar var líka yndis- iegt .... sama get ég sagt um Egyptaland — fornminjar eru mér alltaf mikil freist- inj — — ég var einu sinni að hugsa um að leggja fyrir mig fornleifafræði .... — Er annars nokkur stað- ur eftir, sem þig langar til að heimsækja en hefur ekki enn komizt til? segi ég. — Nú verð ég að hugsa mig um, segir Halla. — Mig lang- aði lengi að komast til Nepal og það hefur nú orðið að veru leika, eins dreymdi mig um að fá að búa á ,,húsbát“ svona fljótandi húsi, með öllum þæg indum, í Kashmír — þeir eru þar margir á Dal-vatninu og það er óskaplega rómantískt og yndislegt — og það höfum við gert. Madagaskar er ann- að land sem við höfum áhuga á að heimsækja og nú erum við búin að fara þangað, það er eiginlega ekki annað eftir en Suður-heimskautið, þang að vildi ég gjarnan komast og helzt fyrst kvenna, en ekki til langdvalar þó . . . . ★ Ég horfi á Höllu Linker þar sem hún situr þarna bros hýr og segir frá ferðum sín- um um allar heimsins álfur, með sömu róseminni og væri hún að tala um það þegar hún skrapp til Þingvalla á sunnu daginn. Það verður ekki á henni séð að henni þyki þétta neitt afskaplega sérstakt og ekki verður heldur á henni heyrt að hún hafi dvalizt er- lendis í fimmtán ár. — Það þykir mér vænt um að heyra, segir Halla, — vænna en um nokkuð annað. Ég hef haldið fast við ís- lenzkuna, við tölum hana alltaf heima — ég læt Davíð ekki komast upp með að tala við mig ensku —. ég vil vera íslenzk afram. Bandaríkja- menn þekkja mig sem „the Icelandic girl on television" og -það fer ekkert eins í taug arnar á mér og þegar ég kem hér í hús og fólkið segir „það er amerísk frú hjá mér í heim sókn“. Nei, amerísk er ég ekki og verð aldrei, það breyt ir engu þar um þó ég ferðist á bandarísku vegabréfi til þess að verða ekki einlægt viðskila við Hal og Davíð — ég er og verð íslenzk, hvert sem ég fer og hvað sem um mig verður. ★ í þann mund er ég er að fara, kemur Hal Linker að- vífandi. Hafið þér sjónvarp? spyr hann. — Nei, segi ég. Hvers vegna? —• Það var leiðinle-gt, segir hann. — Ég var nefnilega að tala við forráða-menn Kefla- víkursjónvarpsins rétt í Þessu og leyfa þeim að hefja sýningar á nýjum flokM mynda frá okkur Höll-u. og sagði að þeir mættu byrja strax. En það var nú reyndar annað, sem ég aðallega hefði áhuga á að þér sæjuð, það er íslandsmyndin, sem við erum að hugsa um að sýna þar nú í kvöld, klukk- an átta. Þeir báðu okkur um viðtal og fá það líka, en myndina í ofanálag. Við gerð um hana fyrir nokkrum ár- um, að beiðni Thor Thors sendiherra, og hún hefur ekki verið sýnd hér áður. Við höf um hugsað okkur að sýna hana vestra, en ætlum að bæta við efni, sem við erum að viða að okkur meðan við erum hér nú. Ég hef gaman af að vita, hverjar undirtekt- ir hún fær — hann hlær og bætir við — Hvernig gengur þetta annars með íslénzka sjónvarpið, fer það ekki að komast á laggirnar hvað úr hverju? Okkur Höllu þætU ekki lítið í það varið að þætt- i-rnir okkar kæmu fyrir augu íslendinga í íslenzku sjón- varpi — en hver veit, kannske það verði lika seinna. Hal horfði á konu sína rétt óinu sinni enn, þegar ég loks kvaddi og fór og ég minntist sögunnar sem hann sagði mér af því þegar hinn aldni Kongó höfðingi Bhope Mabinshe fal- aði Höllu af honum. Að vísu átti höfðinginn 400 konur fyr- ir — en engin þeirra var á við Höllu. Það fannst Hal ekki heldur og þess vegna varð ekki af kaupunum, en þegar þau kvöddu tók kemp- an Hal afsíðis og sagði tilboð ið myndu standa enn um sinn ur. Síðan hefur Hal verið óljúft að sjá af Höllu úr ná- vist sinni. Þeir voru að vísu kurteisir í Kongó, segir hann, en það er aldrei að vita .... Koparpípur — og fittings, flestar gerðir fyrirliggjandi. burstafell h.vggingavöruverzlun Réttarholtsv. 3. Sími 36840. Skrifstofur til leigu Nokkur skrifstofuherbergi í MiSbænum til leigu. Umsóknir með upplýsingum sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Miðbær _ 7942“. A N O M A G Hjolatraktorar — jarðýtur — mokstursskóflur. Hanomag hjólatraktorar, stærðix: 1770 kg. 35 hest- öfl. Hægt er að fá allskonar ia.ndbúnaðartæki með traktorum þessum, svo sem sláttuvélar, plóga, herfi, moksturstæki o. fl. Hanomag jarðýtur, margar stærðir, frá 5% tonn, 50 hestöfl upp í 16% tonn 165 iiestöfl. Mjög hag- stætt verð. Hanomag mokstursskóflur með drifi á öllum hjólum (Payloaders), á þær er einnig b.ægt að setja ýtu- tönn og nota sem jarðýtur. Stærðir 7.8 tonn, 88 hestöfl, skófla 1 teningsmetri og 9 tonn, 122 hest- öfl, skófla 1,36 teningsmetri. Hanomag mokstursskófla á beltum Stærð 11 tonn, 115 hestöfl, skófla 1,4 teningsrnelri. Hanomag verksmiðjurnar eru með þeim stærstu sinnar tegundar í Evx-ópu, heimsþekktar fyrir vandaða framleiðslu. Gefum nánari upplýsingar og sendum myndalista þeim sem þess óska. 1 Bergur Lárusson hf. Brautarholti 22, Reykjavík — Sími 12650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.