Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 14
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Víí; Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22430. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÆSISKRIF LEYSA EKKI MÁLIN Ctöðvun síldveiðanna er mik- ^ ið rædd manna á meðal þessa dagana og sýnist sitt hverjum. í því sambandi er fróðlegt að bera saman kurteislega orð aða greinargerð skipstjóranna og skrif stjórnarandstöðublað anna, Tímans og Þjóðviljans, um málið. Svo virðist, sem síldveiðiskipstjórarnir hafi, hvort sem þeim líkar betur eða verr, eignast sjálfskipaða ’ málsvara úr óvæntri átt. Hvergi er einkaframtakið sterkara en í útgerðinni. Þar hafa dugmiklir sjó- menn byggt upp af eigin rammleik umfangsmikil út- gerðarfyrirtæki og það verð- ur nú æ algengara, að bátarn- ir verði í eign skipstjóra og áhafnar að einhverju eða öllu leyti. Þetta er hið sterka einka- framtak í landinu í dag, sem hefur megnað að hefta vax- andi ríkisrekstur og ríkisaf- skipti í atvinnurekstrinum. En þeir menn, sem hafizt hafa til ábyrgðar í þessum þróttmikla atvinnurekstri verða að gæta þess, að þeim er mikil ábyrgð á herðar lögð og mega ekki halda þannig á málum, að kollvarpað verði þeim mikla árangri, sem náðst hefur. Ábyrgðarleysi mundi geta leitt til þess, að sá áróður fengi byr undir báða vængi á ný, að einstaklingar og félög þeirra væru ófær um að stunda þennan meginat- vinnurekstur þjóðarinnar og þess vegna ætti ríkisvald og aðrir opinberir aðilar, ýmist að hafa þennan rekstur beint með höndum eða vera með sí- fellda afskiptasemi og eftirlit. Þetta þurfa síldveiðiskip- stjórarnir að hafa hugfast. Þeir menn, sem byggt hafa upp þessi þróttmiklu atvinnu- fyrirtæki af miklum dugnaði, hafa hingað til ekki átt sér- stakri vinsemd að fagna í her- búðum Framsóknarmanna og kommúnista. maður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, sem sæti á í stjórn Síldarverksmiðja rík- isins, samþykkti á stjórnar- fundi þeirra, að verksmiðjurn ar gætu ekki greitt meira fyr- ir síldina í sumar en 225 kr. á mál. Þóroddur Guðmunds- son, fulltrúi kommúnista í stjórn Síldarverksmiðjanna, stóð einnig að þeirri sam- þykkt. Þarna hafa menn á svörtu og hvítu, falsið, öfugsnúning- inn og yfirdrepsskapinn í þessum sjálfskipuðu málsvör- um síldarsjómanna. — En kannski lýsir vanþekking þess ara blaða á hugsunarhætti sjómanna sér bezt í því, að þau skuli halda, að sjómenn gangist upp við slíku smjaðri. Þjóðviljinn hvatti til þess fyrir nokkrum dögum, að allt yrði látið loga í skæruverk- föllum í síldarplássunum fyr- ir norðan og austan. Þar kem- ur í Ijós hinn raunverulegi hugur kommúnista til hags- muna sjómanna og útgerðar- manna, að allt verði látið loga í skæruverkföllum, svo að ekki sé hægt að vinna þá síld, sem á land berst. Það er von allra, að sú deila, sem nú er upp komin milli síldarseljenda og kaup- enda, muni leysast sem fyrst og hinn glæsilegi síldarfloti okkar hefja veiðar á ný. En um lausn deilunnar er hollt að hafa í huga orð aflamanns- ins Páls Guðmundssonar á Árna Magnússyni hér í blað- inu í gær, þegar hann segir: „En ég held, að menn hafi gott af því að gera sér grein fyrir, að æsingar stuðla ekki að lausn þessa máls“. Það er í þessum anda, sem vinna ber að lausn síldardeil- unnar, en ekki með skinhelg æsingaskrif Tímans og Þjóð- viljans í huga. GREINARGERÐ SKIPST JÓRANNA En nú bregður skyndilega svo við, þegar deila verður um síldarverð, að málgögn Framsóknarmanna og komm- únista rísa upp af heilagri vandlætingu og reyna að láta líta svo út sem þeir séu hinir einu og sönnú málsvarar sjó- manna. Tíminn segir þessar mót- mælaaðgerðir snúast gegn að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Og hvers vegna túlkar Tíminn að gerðirnar á þennan hátt? Vegna þess, að sjálfur for- /''reinargerð síldveiðiskip- ” stjóranna fimm, sem birt var hér í blaðinu í gær, sting- ur mjög í stúf við æsingaskrif Þjóðviljans og Tímans um síldardeiluna. Það er hins vegar ljóst, að í greinargerð þeirra eru ýmis atriði, sem ekki er hægt að fallast á. Skipstjórarnir gagnrýna þann seinagang, sem verið hef ur á verðákvörðun Verðlags ráðs sjávarútvegsins og þaf{ er alveg rétt. að ákvörðun um Markaðsrannsóknir hefjast í Sovétríkjunum Sérstök stofnun á að kanna framboð og eftirspurn, :ig öskir neytenda HINIR frjálslyndari hag- i'æöingar í Sovétríkjunum geta nú merkt fleiri nýjung- ar í efnahagsmálum Sovét- ríkjanna. í þessari viku var tilkynnt að hleypt hefði verið af stokkunum í Sovétríkjun- um stofnun, sem annast á markaðbrannsóknir — hinni fyrstu slíkri austur þar. Er stofnun þessari ætlað að rannsaka hugtökin fram- boð og eftirspurn með ný- tízkulegum aðferðum og stuðla þannig að því að al- menningur í Sovétríkjunum fái þær neyziuvörur, sem hann þarfnast. Eftir öllu að dæma er það þó ekki fyllilega ljóst hvem- ig framkvæma á þessar rann- sóknir í raunveruleikanum. Vestrænir sérfræðingar benda á vissa erfiðleika, sem þessu er samfara þar sem áætlunarhúskapur ríkir líkt og í Sovétríkjunum. Sam- kvæmt því, sem blaðið „Kom somolskaja Pravda“ segir, á stofnunin fyrst og fremst að halda uppi kerfisbundnum spurningum meðal hinna ýmsu þjóðfélagshópa, og reikna út fjárhag fjölskyldna með nýtízkulegum reikniað- íerðum. En í „Komsomolskaja Pravda“, heldur sérfræðingur einn því fram að minnsta skyssa í þessum efnum geti eyðilagt allt starf stofnunar- innar. Hann vill heldur taka upp aðferð, sem beitt hefur verið í fatnaðarverksmiðju einni í Moskvu, „BosOhevet- ika“, en þar hafa á síðustu árum verið framkvæmdar markaðsrannsóknir. Hefur verksmiðjan verið I beinu sambandi við verzlanir sem selja vörur hennar. Aðferðin er sú, að á hverja flík, sem framleidd er í verk- smiðjunni er sett sérstakt vörumerki, sem síðan er tek- ið af eftir að flíkin hefur ver- ið seld. Þessum merkjum er safnað saman í verzlunum og þau síðan send aftur til verk- smiðjunnar. Stjórn verksmiðj unnar getur þannig gert sér grein fyrir óskum viðskipta- vinanna, og þetta er ein á- hrifamesta og bezta aðferðin til þess að kanna eftirspurn- ina, segir sérfræðingurinn í „Komsomolskaja Pravda“. En til þess að hægt væri að beita aðferð þessari um land- ið allt, yrði að setja upp sér- stakar véiar, að sögn, og hef- ur því verið sett á stofn sér stök deild í fyrrgreindri markaðsrannsóknastofvm, sem rannsaka á eftirspurnina með aðstoð rafeindaheila. Þeir, sem með málum fylgj ast í Moskvu, líta á hina nýju markaðsrannsóknastofn- un sem skref í þá átt að gera kenningar hinna frjálslyndari hagfræðinga Sovétríkjanna, t. d. Liebermans og Tarpzni- kovs, að veruleika. Ákveðnir aðilar í Moskvu segja að mið- stjóm kommúnistaflokksins muni koma saman innan fárra mánaða til þess að ræða m.a. nýja efnahagsstefnu, sem samræmist verulega kenningum hinna frjálslyndu hagfræðinga. Fyrir skömmu var opnað tjaldstæði í Laugardal, skammt frá sundlaugunum, sem verið er að hyggja þar. Við tjaldstæðið er litið skýli með snyrtiherbergjum karla og kvenna. Einnig eri* rúmgóð bílastæði við höndina. Farfuglar höfðu á svipuðum stað tjaldstæði, þar til þeir fluttu úr húsnæði sínu í Laugardal, og reyndist staðurinn mjög hentugur. A.m.k. fyrst um sinn’verðut ekki hafður vörður í skýlinu, og er þess vænzt að menn sjái sóma sinn i að ganga vel um á staðnum. síldarverðið var ekki tekin innan lögákveðins tíma. Hins vegar er ekki við ríkis stjórnina að sakast í þessu efni, þar sem hún er ekki aðili að þessari verðákvörðun. í verðlagsráði eiga sæti full trúar sjómanna, útgerðar- manna og síldarkaupendá og þyí er við þá að sakast en ekki aðra um þann seinagang, sem á starfi verðlagsráðs hefur verið. Þetta er nauðsynlegt að menn géri sér ’alveg íjóst. Skipstjórarnir benda á, að þau ellefu síldarskip, sem lögðu afla sinn inn til vinnslu hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins hafi fengið greiddar kr. 66.00 á mál í uppbót. En í því sambandi er á það að líta, að þessi skip tóku á sig áhætt- una af verðsveiflum á lýsi og mjöli, en við höfum af því reynslu á síðustu árum, að hún getur verið mikil, Það gefur hins vegar nokkr ar vönir um, að deila þessi verði leyst á þann veg, sem báðum aðilum verði sómi að, að greinargerð skipstjóranna er laus við allan æsing og skil yrðislausar kröfur. Er þess að vænta að þær viðræður, sem nú standa yfir urn þessi mál, fári fram í þeim anda. •• • Sáttanefndivi situr enn London, 29. júní (NTB-AP) WILSON, forsætisráðherra, sagði í ræðu er hann flutti í neðri málstofunni í dag, að sátta nefnd samveldislandanna í Viet- nam-málinu myndi starfa ótráuð áfram, þrátt fyrir slæmar undir- tektir. Sagði Wilson nefndina myndu bíða átekta í þeirri von að horfur bötnuðu. Litlar líkur eru þó taldar á að nefndin leggi land undir fót eins og fyrirhug- að var, þar sem bæði Kína og Sovétríkin hafa néitað að veita henni viðtöku og stjórn Nörður- Vietnam ekki virt tilmæli henn- ar um áð fá að koma þangað svars, og muni þá Lítill akkúr í að húrt fari’til Washingtoit og Saigon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.