Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 19 — Dóminikanska lýdveldib Framhald af bls. 17 Caamano hikaði aftur og sagði svo: „Liðsforingjarnir." Ég sagði: „Ekki kommúnist- arnir?“ Hann sagði: „Það eru engir kommúnistar." Ég sagði: „Við vitum að þeir eru hér. Ég er að spyrja um, hvort þér séuð frjáls þeirra vegna.“ Hann sagði hikandi og leit undan: „Það geta verið einstaka kommúnistar á mínu svæði. En þeir eru ekki í forystunni. Þeg- ar þessu er lokið losum við okkur við þá.“ Ég var langt frá því að vera viss um það. Og ég held að svo hafi verið um hann líka. Ég sagði: „Ég þarf að segja yður dálítið. Það er lítill tími til stefnu. Við höfum verið að reyna að fá Betancourt, Figu- eres og Munoz til að koma hingað á vegum Samtaka Am- eríkuríkja, en þeir munu ekki koma.“ Caamano virtist sleg- inn. Hann hafði treyst á stuðn- ing þeirra. Eftir nokkrar umræður kom- umst við að samkomulagi um, að hann mundi koma til við- ræðna — ef hann þá kæmi — á einum af þremur stöðum. En hann endurtók, að hann yrði að hafa samráð við ráðgjafa sína fyrst. Og hann. lagði á- herzlu á, að hann tæki Aristy með sér. Hann mundi koma skilaboðum til sendiboða páfa, hvort af viðræðunum yrði. Aristy, sem hafði gefið okk- ur gætur, kom til okkar, Ég sagði honum frá, hvað Caamano hafði samþykkt. Hann virtist ekki ánægður. Ég sagði: „Sjá- ið til. Eini tilgangur minn er að reyna að koma því til leiðar að viðræðurnar hefjist. Ég vil að þið vitið, að menn eru að missa þolinmæðina, bæði hér og í Bandaríkjunum. Hermenn okkar eru drepnir. Almennings álitið og þingið mun ekki líða það miklu lengur. Ég er ekki á neinn hátt að hóta ykkur. Ég er aðeins að segja ykkur frá staðreyndum. Ef þið viljið friðsamlega lausn væri bezt fyr ir yður að hefja viðræður við hinn aðilann." Aristy byrjaði að segja eitt- hvað, hætti við það, en sagði svo: „Við getum ekki sezt að samningaborði nema á grund- velli réttar stjórnarskrárinnar.“ Hann virtist spenntur, jafnvel hræddur. Ég sagði: „Við bíðum eftir svari frá ykkur kl. 3.“ Ég fór til Imberts og sagði honum, að ég hefði hitt Caa- mano. Ég spurði hann, hvort hann féllist á að koma til við- ræðna á hinum fyrrnefndu þrem stöðum. Hann var reiðu- búinn að mæta á tveim af stöð- unum. Hann setti engin skil- yrði. Þegar við vorum komnir aft- ur til sendiráðsins biðum við þar. Tvær stundir liðu. Þrjár. Klukkan rúmlega 3 hringdi sendiboði páfa og við Schlaude- man flýttum okkur til hans. Caamano hafði hringt til hans 20 mínútum áðpr og sagt, að ekki yrði úr fundinum. Að því er Caamano sagði höfðu „her- sveitir Wessins" ráðizt inn á svæði uppreisnarmanna í skjóli bandarískra hermanna og drep ið einn uppreisnarmann og sært aðra. Grunur manna fór -vaxandi um, að uppreisnarmenn vildu ekki viðræður, að þeir skipu- legðu árekstra til að spilla fyr- ir þeim — ekki Caamano sjálf- ur, heldur kommúnistarnir að baki hans. Miðvikudaginn 12. maí dró ég mig í hlé. Nefnd Samtaka Améríkuríkja var komin og ég vildi gefa henni tækifæri til að ræða við báða aðila. Menn Im- berts voru farnir að vera von- litlir — uppreisnarmenn voru að vinna áróðursstríðið og hið pólitíska, þeir breiddu uppreisn ina út um landið, þeir tóku ný landssvæði á meðan hendur Im berts voru bundnar af Samtök- um Ameríkuríkja og vopnahlés samkomulaginu. Frá öllum hliðum var lagt hart að hersveitum Bandaríkj- anna að brjóta niður mótspyrnu uppreisnarmanna — taka borg- ina og ljúka þessu. ----O-—r Ringulreið — það er orðið sem lýsir ástandinu í Santo Domingo. Hin miklu öfl þess- ara hættulegu byltingartíma tættu lýðveldið sundur. Það mun aldrei framar verða hið sama aftur. Þjóðir um allan heim, sem hafa orðið fyrir barð inu á þessum sömu öflum, munu heldur ekki verða það. Það er árekstur þessara afla, sem við, Bandaríkin, verðum að fást við. Og einmitt sú staðreynd hvérsu mikið herveldi við erum tak- markar mjög beitingu þess valds. Hér vorum við í Santo Dom- ingo, nægilega öflugir til að jafna borgina við jörðu. En hvað svo? Drepa þúsundir sak- lausra Dominikana til að losna við nokkra kommúnista? Her- Safnalarfólk Sækið betur kirkjuskóla á sunnudögum. Kirkjan er eini skólinn, sem flytur reglulega, hámenningarfyrirlestra, í kristnum siðarétti, fyrir al- menning, auk fagurrar tón- listar, og undur fagurra sáima. — Finnið yður prest við yðar hæfi. Fyllri skiln- ingur fæst ekki fyrirhafnar- laust, ekki er nóg að sækja skólaím sjaldan og óreglulega, ekki dugar minna en stöðugt og reglulegt nám, ár eftir ár, og þó mun „löng“ mannsævi ekki duga til að verða full- numa. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A* nema allt lýðveldið jafnvel mán uðum saman eða árum? Auð- vitað ekki. Eins og Johhnson forseti hefur sagt er það ekki ætlun okkar að þröngva neinni lausn upp á aðilana, leitast að- eins eftir því að koma á friði og frelsi í landinu. Samt finnst þeim annað, sem standa gegn okkur um allan heim. Hlutverk okkar er ekki auð- velt. Ekkert er annað hvort hvítt eða svart. Tilgangur manna er oft dulinn og atburð- ir óljósir. Um allan heim deyja menn í vafasömum orustum, sem þeir eru sjaldan færir um að skilja. Við megum ekki gera okk- ur í hugarlund, að uppreisnar- menn í Santo Domingo hafi unnið — að minnsta kosti um tíma eða að nokkru leyti — sam töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 560x13/4 — 739,00 590x13/4 — 815,00 640x13/4 — 930,00 640x13/6 — 1.080,00 650x13/4 — 1.122,00 670x13/4 — 970,00 670x13/6 — 1.114,00 520x14/4 — 735,00 560x14/4 — 810,00 590x14/4 — 860,00 750x44/6 — 1.215,00 560x15/4 — 845,00 590x15/4 — 920,00 640x15/6 — 1.153,00 670x15/6 — 1.202,00 úð þjóðarinnar eingöngu af þeim sökum að uppreisnarmenn náðu undir sig hinni mikilvægu útvarpsstöð. Þrá dóminikönsku þjóðarinar eftir betra lífi á sér djúpar rætur. Við vorum þess mjög hvetjandi og það með réttu. Við verðum að halda á- fram á þeirri braut. En jafn- framt verðum við að koma 1 veg fyrir að sú þrá verði færð í nyt af þeim sem munu svíkja þjóðina. Það er þetta sem var að gerast í Santo Dom- ingo, þótt það allt væri án vit- undar alþýðu manna. Á þessari litlu eyju getum við séð í smækkaðri mynd heims- byltingu okkar tíma. Og þeir óljósu og blóðugu atburðir, sem ég hef hér verið að lýsa, sýna okkur hversu erfitt vandamál okkar er. 710x15/6 Kr. 1.295,00 760x15/6 — 1.579,00 820x16/6 — 1.787,00 425x16/4 — 591,00 500/525x16/4 — 815,00 550x16/4 — 960,00 600x16/6 — 1.201,00 650x16/6 — 1.285,00 700x16/6 — 1.731,00 900x16/8 — 3.881,00 650x20/8 — 2.158,00 750x20/10 — 3.769,00 825x20/12 — 4.400,00 1100x20/14 — 8.437,00 900x20/14 5.591,00 í KR. hRISIJÁNSSDN H.F. ö M B 0 tl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 GERIÐ SAMANBIJRÐ Á VERÐI ! ! ! Fromúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúiega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin, Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- S.Í. Í.S.Í. BtnaCtspyraau.eikurinn fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mánu- daginn 5. júlí og hefst kl. 20,30. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19,45. Dómari: T. Wharton frá Skotlandi Línuverðir: Magnús Pétursson og Hannes Þ. Sigurðsson. Sala aðgöngumiða hefst í dag kL 13 úr sölutjaldi við Útvegs bankann Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 150.— Stæði kr. 100.— Barnamiðar kr. 25.— Börn fá ekki aðgang að stúlku nema gegn stúlkumiða. Forðist þrengsli og kaupið aðgöngumiða tímanlega. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.