Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. júlí 1965 MOkGUNBLAÐIÐ 15 REYNT AD KOMA DO'MINIKANSKA Santo Domingo. UM miðnsetti fimmtudagsins 29. apríl var ég heima meðal fjöl- skyldu minnar í Connecticut þegar Bill D. Moyers, sérlegur aðstoðarmaður Johnsons for- seta, hringdi og sagði, að forset- inn óskaði eftir því að ég kæmi til Washington til viðræðna um hættuástandið í Dóminikanska lýðveldinu. Hann sendi eina af flugvélum Hvíta hússins til Hartford og um kl. 7 árdegis var ég kominn til Washington. Ég ræddi við ráðherrana Rusk og McNamara og aðra háttsetta embættismenn. Forsetinn bað mig að fara til Santo Domingo og gera allt sem unnt væri til að aðstoða William Taplay Bennett, sendiherra okkar þar, til að koma á sambandi við uppreisnarmenn og gefa forset- anum ítarlegar upplýsingar um ástandið, svo og að hjálpa Sam- tökum Ameríkuríkja og okkar mönnum til að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma á friði. Það sem hér fer á eftir er frásögn af ferðinni. Þegar dóminikanski einræð- isherrann Trujillo var myrtur þann 30. maí 1961 sendi Kenn- edy forseti mig þangað til að kynna mér ástandið og í marz- mánuði 1962 skipaði hann mig sendiherra. f desembermánuði það ár héldu Dóminikanar sínar fyrstu frjálsu kosningar í 38 ár með aðstoð Samtaka Amer- íkuríkja. Þeir kusu Juan Bosch sem forseta með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann naut geysimikils álits um öll löndin við Karibíska hafið sem leiðtogi lýðræðissinnaðra vinstrimanna. Menn höfðu miklar vonir um, að honum tækist að byggja upp lýðræðislegt þjóðskipulag í Dóminikanska lýðveldinu á rústum einræðisins. Sem sendi- herra gerði ég allt sem í mínu valdi stóð-til að hjálpa honum við að gefa almenningi í land- inu frelsi og betra líf-. En Bosch hafði fátt réyndra manna sér til aðstoðar og hin árangurs- litla stjórn hans olli vonbrigð- um flokks hans og fólksins. Það háði honum mjög að landið átti engar lýðræðislegar hefðir, svo og hið erfiða skapferli hans. — Dóminikanski herinn hrakti hann frá völdum þann 25. sept- errtber 1963, þegar hann hafði sétið í embætti í aðeins sjö mánuði. Sú tylliástæða var gefin, að Bosoh væri Castro-kommúnisti eða væri að afhenda Castró- kommúnistum lýðveldið. Ég lagði aldrei trúnað á þetta. Ég taldí og tel en'n, að fall Bosch hafi verið alvarlegt áfall fyrir íýðræðið í landinu, stjórnar- stefnu Bandaríkjanna og von- ir almennings i. öllum löndum Suður-Ameriku. í febrúarmánuði 1964 hvarf ég úr opinberri þjónustu. — Fjórtán mánuðum siðar, þann 24. apríl sl., varð fjandinn laus í Dóminikanska lýðveldinu og fjórum dögum síðar voru land- göngúliðar bandaríska flotans sendir þangað. Sex dögum síð- ar lenti ég í San Isidro, flug- velli dóminikanska flughersins, eina flugvellinum sem var op- inn. Ég kom fullur efasemda. Fyrstu fréttirnar höfðu gefíð í skyn, að byltingin hefði hafizt sem tilraun af hálfu flokks Bosch, P.R.D., studdum af ung- «m liðsforingjum, til að koma Bosch til valda á ný —— til að bylta ríkisstjórn Donalds Reid, setn hafði tekið við af Bosch. Lög og réttur hvarf skjótlega, manndráp hófust og Johnson forseti hafði, réttilega, sent landgönguliðana til að vernda líf og eignir bandaríska borg- ara. En nú voru ýmsir sem sögðu að uppreisninni væri stjórnað af kommúnistum. Var því þannig varið í rauninni? Ég óttaðist, að við værum í þeirri hættu að standa með röngum aðilum, gegn fólkinu. Mest reið á að koma á vopna- hléi. Til að koma því í kring var fulltrúi Vatikansins, Tm- anuele Clarizio, nuncio apostó- lico, í skrifstofu yfirforingjans á flugvellinum í San Isidro til að ræða við Pedro Barolomé Benoit, ofursta, leiðtoga þriggja manna herforingjaklíkunnar sem San Isidro hershöfðingjarn ir höfðu komið á fót, ungan sendimann uppreisnarmanna, bandarískan hershöfðingja og Bennett sendiherra. Benoit of- ursti var að tala ástríðufullri röddu. Allir vildu vopnahlé, en hvernig gæti hann fallizt á það, þar sem uppreisnarmenn höfðu drepið hundruð liðsforingja og hermanna — tylft fanga skot- in með köldu blóði — og höfðu skorið höfuð af liðsforingja og gengið um svæði uppreisnar- manna með höfuð hans á stöng? Aðrir liðsforingjar töluðu, háværri röddu. Heimili þeirra höfðu verið eyðilögð, vinir þeirra myrtir. Sendimaður upp reisnarmanna hrópaði að hans fólk hefði einnig orðið að þola ýmislegt, hefði verið brytjað niður, væri svangt, og að hers- höfðingjarnir í San Isidro gætu ekki fyrirskipað friðarskilmál- ana. Einhver stakk upp á vopna- hléi i nokkrar klukkustundir til að fjarlægja, með sorphreins- unarbílum, líkin, sem voru eins og hráviði á götunum. — Vopnahlé? í þessari ringulreið? Hermenn með vélbyssur hlupu inn og út, hérshöfðingjarnir risu á fætur og töluðu saman í smáhópum, fundurinn var að leysast upp, og skyndilega kom liðsforingi hlaupandi inn — uppreisnarmenn höfðu gért öfl- uga árás. Hershöfðihgjar óg of- urstar flýttu sér út. Ég sneri mér að Elías Wess- in y Wessin, hinum fremsta í hópi San Isidrö hershöfðingj- anna, og dró hann til hliðar. Wessin, sem er lágur og gild- vaxinn, er fertugur að aldri og öfgafullur kommúnistahatari og hann hafði alltaf verið sá sem raunverulegt vald hafði, því hann réð yfir skriðdrek- unum. „Johnson forseti hefur miklar áhyggjur af hinu til- gangslausa drápi fólks í Dóm- inikanska lýðveldinu“, sagði ég við hann. „Hann hefur sent mig hingað til að reyna að stöðva það. Ég bið þig, hershöfðingi, að verða fyrstur til að undirrita vopnahléssamkomulagið. Wess- in hikaði, en fór svo með mér til fulltrúa páfa og skrifaði undir. Fulltrúi páfa fór til að skýra frá þessum fréttum um út- varpsstöðina í San Isidro. Benn ett sendiherra og ég fórum inn í þyrlu til að fara til banda- ríska sendiráðsins. Með okkur var Harry Schlaudenman, snjall starfsmaður í utanríkis- ráðuneytinu, sem ég hafði tek- ið með mér. Schlaueman hafði verið stjórnmálaráðunautur minn hér. Við flugum meðfram ströndinni, reykur steig upp frá brennandi byggingum við höfn ina og þegar þyrlan okkar fór niður á bak við hótel Embaja- dor sáum við bandaríska land- gönguliða í vélbyssuhreiðrum umhverfis þyrluvöllinn. Þegar við komum til sendi- ráðsins voru þar hlerar fyrir gluggum og öflugur vörður. Hið litla anddyri þess var út- bíað af pappaboxum, gos- drykkjaflöskum og símalínum. Fólk var á hlaupum fram og aftur. Við Schlaudeman rædd- um við sendiherrann, fundum matarskammta til að borða og skrifborð til að vinna við og fór um svo út hvor í sínu lagi til að hitta fólk sem við þekkt- um. Þar sem það var útilokað að fara inn á svæði uppreisnar- manna að nóttu til fór ég til að hitta nokkra Dóminikana á Alþjóðasvæðinu. Einn var Antonio Imbert, annar af tveim mönnum sem eru enn lifandi ; af þeim, sem drápu Trujillo. Imbert er hugrakkur, kænn og berorður og hefir sambönd alls staðar. Á meðan hann sagði mér frá því, hvernig rósturnar hóf- ust, fékk ég áríðandi skilaboð: Juan Bosch var að hringja til mín frá Puerto Rico. Ég flýtti mér aftur til sendiráðsins. I símanum sagði Bosch, þarna í Puerto Rico, að hann vissi að bandarískir landgönguliðar væru að ráðast á stöðvar upp- reisnarmanna svo að hersveitir Wessins gætu sótt fram. Það væri samsæri. Ég sagði hon- um að því er ég bezt vissi NOKKRUM dögum eftir að byltingin hófst í Dóminik- anska lýðveldinu sendi John- son Bandaríkjaforseti þangað fulltrúa sinn til að kanna á- standið og reyna að koma þar á friði. Þessi maður var John Bartlow Martin, sem hafði ver ið sendiherra Bandaríkjanna þar í landi. Martin skrifaði grein um för sína í tímaritið Life og segir þar frá sáttatilraunum sínum, m.a. viðræðum sínum við Juan Bosch, fyrrum for- seta Dominikanska lýðveldis- væri þetta ekki rétt (það var það ekki). Ég myndi kynna mér það og ég vonaðist til að hitta foringja uppreisnarmanna hans, Francisco Caamano Deno, ofursta, næsta dag. Ég flýtti mér aftur til hús Imberts. Klukkan var nærri orð in eitt aðfararnótt laugardags- ins 1 .maí. Hliðið var lokað. Engir verðir voru sjáanlegir en ég vissi, að þeir földust ætíð bak við runnana og vegginn. Ég sagði bílstjóra mínum að stanza og kveikja ljósin inni í bíln- um. Vörður birtist og ég sagði honum hver ég væri. Vantrú- aður fór hann aftur á sinn stað. Á því andartaki var skot- um hleypt af fyrir aftan mig. Ég henti mér niður á gólfið og tók að kalla til varðanna að skjóta ekki, að þetta væri slys. Ég beið og bjóst við að verðir Imberts myndu hefja skothríð úr vélbyssum sínum. Þeir geþðu það ekki. Minn eigin lífvörður úr landgönguliðinu sagði: „Ég var að reyna að setja öryggið á og fingur mínir runnu til.“ Imbert og ég töluðum meira saman og sátum í borðstofu hans við olíulampa. Einu sinni hófst skothríð og hann, sem hafði myrt Trujillo, sagði mér að leggjast á gólfið. Við skrið- um inn í annað herbergi. Þegar ég kom aftur til sendi- ráðsins sagði Schaudeman, að Caamano ofursti myndi undir- rita vopnahléssamkomulagið og. vildi hitta mig snemma næsta dag. Klukkan hlýtur að .íafa verið orðin 3 um nóttina þegar Bennett sendiherra, Schlaude- man og ég fórum til bústaðar sendiráðsins. Hann var fullur af fólki, sem ekki komst heim, og svaf alls staðar. Sendiherrann og ég sváfum á gólfittu. Um morguninn hófst langur skollaleikur til undirbúnings því að hitta Caamano ofursta. Við hringdum til hans, hann hringdi til okkar, við hringd- uni tiP fulitrúa páfa, hann ins og sem talinn hefur verið andlegur leiðtogi byltingar- manna. Grein Martins varð til þess, að Bosch skrifaði grein í bandaríska tímaritið New Leader. Er skemmst frá því að segja, að þeim Martin grein ir mjög á um viðræður þeirra og um ástandið í lýðveldinu. Morgunblaðið birtir grein- ar þeirra beggja, nokkuð styttar. Fyrst er grein Martins, en svargrein Bosch verður í blaðinu á morgun. Myndin: Bosch (t.v.) og Martin. hringdi til okkar o.sfrv. Það var erfitt. Jafnframt vopna- hlénu hafði Alþjóðasvæðið ver- ið sett á laggirnir til að tryggjá öryggi erlendra sendiráða og líf óháðs fólks, sem ekki tók þátt í bardögunum. Svæðisins var gætt af bandarískum hersveit- um. Caamano neitaði að yfirgefa vígi uppreisnarmanna í suður- hluta borgarinnar. Ég yrði að koma til hans — fara yfir lín- una og yfirgefa Alþjóðasvæðið. Hann myndi reyna að koma skilaboðum til leyniskyttna sinna, en hann gæti ekki að fullu tryggt öryggi mitt. .— Schlaudeman og ég hittum sendi mann Caamanos hjá fulltrúa páfa og við lögðum af stað í bíl guðsmannsins, vélarhúsið hulið fána Vatikansins, og sjálf ur páfafulltrúinn ók, klæddur sínum síða, hvíta kufli og rauðri kollhúfu. Ég kom okkur í gegn um bandarisku varðstöðina oj* við vofum á svæði uppreisnar- manna. Við ókum hægt svo að leyni- skyttur gætu séð sendifulltrúa páfa og fána hans og við höt'ð- um lokaðar rúðurnar, svo að leyniskytturnar vissu að yið hyggðumst ekki skjóta út um gluggana. Uppreisnarmenn héldu aðal viðskiptahverfinu, en hélztu hernaðarstöðvar þeirra voru í Ciudad Nueva, hinu gamla spánska nýlenduhverfi sem nær niður að sjónum. Hinar þröngu götur sem venjulega eru troð- fullar af fólki, voru nú auðar, Bílar stóðu kyrrir. Rusl og á- þverri var á götunum. Borgin virtist dauð. Varlega ók páfafulltrúinn um göturnar eftir nákvæmri, fyrir- fram ákveðinni leið. Við stönz- uðum í þröngri götu, fórum í gegn um litla verzlun og inn í bakherbergi. Eftir andartak kom Caamano ofursti inn. Hann var ungur, 32 árá, gild- Framihatd á bls. 17. Fulltrúi páfa i Santó Dontingo og Martin skoða kort af borg- inni áður en þeir fara inn á svæðí byltingarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.