Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 21
! Fimmtuðagur 1 júlí 1965 MORGUNBLADID 21 ÚTVARP REYKJAVÍK Guðmundur Kjartansson \ A SUN'NTJDAGKVÖLD, 20. júní. flutti Guðmundur Kjartansson, jarðfrseðingur, mjög fróðlegt er- indi um Tungná. Á þessi kemur upp í Vatnajökli, fellur fyrst til suðvesturs, þá alllengi norðvest- ur á bóginn og loks í vestur, unz hún sameinast :: Þjórsá og er tal íin þverá hennar, I þótt hún sé rauD [ ar vatnsmeiri í en Þjórsá, þai sLí^a sem þeim s'æl jsaman. Tungná 1 er 130 km, á | lengd, og „rennsli" bennar er 175 rúmmetr- ar á sekúndu. bar sem hún fel/ ttr í Þjórsá. Kaldakvísl er lang stærsta þverá Tungnár, 110 km á lengd. Tungná hefur verið rannsökuð talsvert á síðustu ár- um með tilliti til virkjunarmögu. leika, en í henni eru ýmsir staðir taldir heppilegir til orkuvinnslu. enda nokkrir fossar í henni. Andrés Kristjánsson, ritstjóri talaði um daginn og veginn á Eián udagskvöld. Svo er helzt að heyra sem Andrés hafi tekið á sig allan „móral“ þjóðarinnai eftir 17. júní. Bæði í fyrra og nú tróð hann upp í útvarpinu að lokinni þjóðhátíðinni og hóf að deila á sölumennsku, sælgætis- ót og ýmis hin margháttuðu ytri takn þjóðhátíðar okkar, sem hon um þykja nokkuð hjómkennd. 3>ótti Andrési sem menn gerðu eér ekki nógu glögga grein fyrir hinu raunverulega inntaki þessa dags. Þetta má vel vera, þótt illt eé að þurfa að fá samvizkubit að lokinni hverri þjóðhátíð yfir því að hafa slett svolítið úr klauf- unum og tekið nokkur léttúðug epor á hrjúfum dansfleti Lækj- ergötunnar. — En kannske er mnönnum þó nokkurt aðhald í því að vita af a.m.k. fjórum vök^ ulum augum, sem fylgjast með þeim af íhyglj og nótera hjá sér það, sem úrskeiðis kann að ganga í hátterni þeirra á þjóðhátíðar- daginn. „Skiptar skoðanir“ nefnist nýr þáttur, sem Indriði G. Þorsteins- son, ritstjóri, hóf þetta kvöld. Voru þar fjórir menn, forustu- menn úr liði verkalýðsamtak- anna og atvinnurekenda, spurðir eftirfarandi spurningar: Hvað ber á milli í samninijaviðræðuni þeim, sem nú standa yfir?, og er þar að sjálf- sögðu átt við lHsamninga þá um til verka- mönnum sem staðið hafa yfir undanfarnar vik ur, en enn ekki í gengið saman, Si nema á Norður- ,, Indriði G. landi og sums } Þorsteinsson staðar á Austur landi. Þeir, sem epurðir voru svöruðu hver í sínu lagi, án þess að vita um svör hinna. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, svar- eði fyrstur. Hann sagði, að kröf- ur verkamanna hér syðra væru ferns konar: 1. 44 stunda vinnuvika. 2. Almenn kauphækkun, en ennþá hefur hæð þeirrar krófu ekki verið ákveðin. i 3. Fjögurra vikna orlof. 4. Ymsar leiðréttingar og breyt Ingar, td. ttighækkandi kaup eft ir því, hve verkamenn hafa unn- ið lengi á sama stað, eða alls 80% hækkun eftir 10 ára þjón- ustu. Guðmundur taldi, að þetta •íðast nefnda atriði yrði hagstætt fyrir atvinnurekendur einnig, þar •em það mundi stuðla að því, •ð vanir menn héldust fremur í ■tórfurn sínum. aa aem stæði H? ™ kjarabætur tö; handa v< B' ' '' i|I^'íéÍ ' mrinmim kvað hann upplausnaróstand á því sviði. — Guðmundur sagði, að atvinnurekendur hefðu lítt rætt efnislega við verkalýðsfélög- in hér syðra, heldur vildu láta þau fylgja fordæmi félaganna fyrir norðan og austan. Því mundu Dagsbrún og Hlíf brátt grípa til viðeigandi ráðstafanna. Gunnar Guðjónsson, formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, svaraði næstur. Hann byrj aði á því að minna á, að 93% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar fenigjust af fiskveiðum og fisk- iðnaði. Án þessarar gjaldeyris- öflunar gætum við ekki haldið uppi sjálfstæðu menningarlífi. Þess vegna hlyti almennt kaup- gjald í landinu að miðast við gjaldþol sjávarútvegsins. — Gunnar kvað nánast allt bera á milli verkamanna og fiskfram- leiðenda í yfirstandandi samn- ingum. Ríkisvalilið hefði með styrkveitingu ti.1 þeirra síðar- nefndu viðurkennt, að fiskiðn- aðurinn væri ekki efnahagslega aflögufær. Væri enda með öllu útilokað, að hann gæti tekið á sig nokkra kostnaðarhækkun. Næstur gekk fram Þórir Daní- elsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Hann lagði áherzlu á, að verkamenn syðra gætu ekki fylgt fordæmi verka- manna fyrir norðan. Á Norður- landi værj oft árstíðabundið at vinnuleysi, sem ekki væri fyrir hendi hér. Því hefðu verkamenn nyðra metið úrbætur í atvinnu- málum á borð við beinar kaup- hækkanir, og teldi hann, að þeir hefðu í sjálfu sér ekki náð slæm um samningum með tilliti til að- stöðu sinnar. Hinsvegar taldi hann ekki rétt að nota úrbæt- ur í atvinnumálum sem „skipti- mynt“ við kaupgjaldssamninga. — Þórir sagði, að lágmarks verkamannalaun væru nú 7-8.000 krónur á mánuði. Slíkt nægði ekki til að lifa mannsæmandi lífi, og hlyti þjóðfélagið að hafa efni á að gera hlut verkamanna stærri. Síðastur talaði Björgvin Sig urðsson, formaður Vinnuveit endasambands íslands. Hann kvað spurningu Indriða ekki auð svarað, þar sem verkalýðsfélögin hefðu enn ekki sett fram væntan legar kröfur sínar um beinar, al mennar kauphækkanir, þ.e. hvað þær næmu miklu. Hins vegar væru þó þær kröfur um kjara- bætur, sem fram væru komnar, ærnar að sínum dómi. Mundi þar verða þungvægust hækkunin eft ir starfsaldri, sem mundi þó ekki ná þeim tilgangi, að festa menn i starfi vegna hinnar miklu eftir spurnar eftir vinnuafli. Þá benti Björgvin á kröfu um 14,5% hækk un á vinnutaxta við fiskaðgerð oig 100% álag á nætur- og helgi- dagavinnu. Hann taldi, að sjávar útvegurinn þyldi ekki teljandi kauphækkanir, nema fá þær bættar upp með einhverju móti. — Kjartan Thors hefði þó tjáð forsvarsmönnum verkalýðsfélag- anna syðra, að þeir gætu feng- ið sömu kjarabætur og verka- menn fyrir norðan og austan sömdu um 7. júní sl. En ekkert gagntilboð hefði komið fram við því tilboði. Því yrði spurningu Indriða ekki goldið lokasvar á þesáu stigi. Svo var þessi fundur búinn, ekkert rifrildi í lokin, eins og hjá Sigurði Magnússyni. Ágrein- ingsefnin þó greinilega næg. En líklega hefði ekki verið heppi- l«gt að ýfa á þann hátt upp hin viðkvæmu kaupgjaldsmál í Rík- isútvarpinu. Inga Huld Hákonardóttir flutti síðara érindi sitt um Vietnam á þriðj udagskvöldið, fróðlegt sem hið fyrra. Sama kvpld heimsótti Sölvi Helgason Hjálmar skáld frá Bólu og hafði næstum legið 19 ára dóttur hans. — Annars virð- ist mér fremur verða að líta á „Herrans hjörð" «em sagnfræði- legt verk en bókmenntalegt. Staðnæmzt er við nokkur þekkt atriði úr lífshlaupi skáldsins og þau „sviðsett” á sem sannlöguleg- astan máta, en alvarlegra til- rauna til sjálfstæðrar listsköpun ar gætir ekki mikið. Að því leyti tel ég verk þetta standa alllangt að baki leikriti Gunnars „í múrn um“, sem leikið var í útvarpinu í fyrravetur og hreppti allmiklar vinsældir. Hins vegar er því ekki að neita, að skemmtilegir kaflar eru : þessu leikriti Gunnars, og kem ur þar hvort tvegigja til, að efn- ið dregur til sín áhuga manna — dramatísk lífsbarátta mikils skálds, — leikendur fara yfirleitt vel með hlutverk sín, og að sjálf sögðu kemst svo reyndur rithöf- undur sem Gunnar M. Magnúss ekki hjá því að láta skáldgamm- inn geisa annað slagið. Minni ég í því sambandi t.d. á kaflann um viðureign skáldanna Bjarna Thorarensen amtmanns og Hjálm ars, þar sem hugmyndaauðgi höfundar kemur glögglega fram Á miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld voru flutt tvö synodus erindi í tilefni af prestastefnu ís lands. Ég missti hið fyrra, erindi er séra Björn Jónsson í Kefla- vík ýlutti um séra Jón Jónsson lærða í Möðrufelli (1759-1846) og smáritaútgáfu hans. Heyrði ég það erindi mjög rómað. — Hinu síðara náði ég, erindi séra Eiríks J. Eiríkssonar, þjóðgarðs varðar, sem hann nefndi „Kristin þjóðmenning“. Tel ég það hik- laust með merkustu útvarpser- indum, sem flutt hafa verið í seinni tíð. Sr. Eiríkur taldi, að þáttur kristninnar í forn-íslenzku menn- ingarlífi hefði ekki verið metinn sem vert væri. T.d. væri kirkju- legt upphaf ýmissa fornsaigna vorra að verða ljósara en fyrr. í ýmsum löndum Evrópu hefði fylgt nokkurt menningarlegt stöðnunartíma- ■?ý bil í kjölfar kristnitöku þar, Að þessu leyti hefði ísland ver ið undantekning. Hér hefði fljót- lega runnið upp friðaröld og síð ar ritöld í kjöl- far kristnitök- unnar. Árið 1011 hefðu einvígi verið afnumin hér, en víða erlendis hefðu þau verið tíðkanleg allt fram undir vora daga. Árið 1016 hefði verið bannað að bera hér út börn, en með því hefði verið kippt megin- stoðunum undan þrælahaldi, þar eð mönnum mun hafa þótt all- kostnaðarsamt að ala upp börn þræla. Þrælahald hefði líka ver- ið afnumið fyrr hér en í ná- grannalöndum okkar. Eigi gleymdi Eiríkur þó að igeta Sturlungaaldar, en þá taldi hann, að 350-400 menn hefðu verið vegnir. En að öllu athug- uðu ríkti ekki vafi á því, að hér hefði ríkt kristin þjóðmenning til forna. En er menning okkar í dag kristin þjóðmenning? Um það taldi séra Eiríkur nokk uð skiptar skoðanir. Þá rakti hann nokkuð forsögu þeirrar menningar, er við búum við í dag allt frá því er ritöld hófst hér á vegum kirkjunnar. Niðurstaða þeirra hugleiðinga var sú, að við ættum menningu grundaða á Guðstrú og við ættum og þyrft- um að leita til hennar og hlúa að henni Það væri rétt, að kirkju okkar skorti nú reisn á ýmsum sviðum og áhrifavald í þjóðfélaginu. Þakka bæri þó þann stuðning, sem ríkisvaldið og þjóðin í heild hefði veitt og veitti kirkjunn. Kirkjan mætti þó aldrei verða þerna ríkisvaldsins. Eógi að síö- ur hefði reynslan sýnt, að hún hefði ekki alltaf haft gott af of miklu sjálfræði. í þessu efni sem fleirum væri meðalvegurinn bezt ur, sagði séra Eiríkur. Jónsmessuhátíð bænda þetta sama kvöld var hin skemmtlieg- asta. Átti Agnar Guðnason, ráðu- nautur, þar viðtöl við nokkra bændur af Vestfjörðum og Vest- urlandi. Gestur Guðfinnsson vísaði hlustendum til vegar á föstudaigs- kvöld. Lýgti Hvalfelli og Hval- vatni og nágrenni. Hvalfell er í svonefndum Botnsdal, inn af Hvalfirði. Það er 848 metrar á hæð. Þetta er móbergsfjall, mosa gróið nokkuð að ofan og ekki mjög gamalt á aldursmælikvarða fjalla. Þaðan er fagurt útsýni, Eiríkur J. Eiríksson m.a. yfir Hvalfjörð. Hvalvatn, sem er skammt frá fjallinu, er næst dýpsta stöðuvatn landsins, hefur mælzt dýpst 160 metrar. í Botnsá, sem rennur eftir Botns dal, er hæsti foss landsins, Glym- ur, 196 metra hár. (Við lauslega athugun heimildarrita reiknast mér þá til, að hann sé 29. hæsti foss í heimi, en hæstur er talinn fossinn Angel í Venezúela, er hann um 1000 metrar á hæð). Glymur er að jafnaði ekki vatnsmikill, og hefur það trú- leiga forðað honum frá því að lenda á „heimsmælikvarða". Én miðað við íbúafjölda landsins er hann þó eini foss í heimi, sem nær umtalsverðri fallhæð. Sveinn Kristinsson. Sigurjón Einarsson frá Miödal - Minning ÞAU tiðkast hin breiðu spjót- in,“ kvað Atli Ásmundarson forð um, þá er hann fékk lagið. Þessi orð komu mér í hug, er ég spurði lát Sigurjóns frá Miðdal, því að skammt gerist nú stórra höggva á milli í þeim systkinahópi. Á rúm- um fimm árum hafa fjögur þeirra fallið í valinn á góðum aldri: Guðrún, húsfrú í Reykja- vík, Karólína Sigríður (Líba) cand. mag., einnig húsfrú í Reykjavík, Guðmundur mynd- höggvari og Sigurjón, er and' aðist 22. júní síðastliðinn, 66 ára að aldri, f. 28. marz 1899. Sigurjón var sonur hinna góð- kunnu hjóna Valgerðar Jónsdótt- ur og Einars bónda Guðmunds- sonar í Miðdal í Mosfellssveit. Sigurjón var næstelztur níu barna þeirra, sem upp komust. Á unga aldri stóð huigur hans til náms og mennta. Hann var bæði námfús og minnugur. Um- hverfi sínu veitti hann nána at- hygli og gerðist snemma hand- genginn hinni lifandi náttúru, húsdýrunum, fuglum á heiðum og fiskum í tjörnum, lækjum og ám, og kynnti sér lifnaðarhætti þeirra. Námsbrautin reyndist honum hins vegar lokuð eins og mörgum öðrum efnilegum ung- mennum þeirra tíma, og hlut skipti hans varð ýmiss konar líkamleg vinna til sjós og lands Snemma kynntist hann sjó- mennskunni. Þegar hann ver sex- tán vetra gamall, gerðist hann útróðrarmaður í Þorlákshöfn ásamt Guðmundi bróður sínum, sem var nokkru eldri. Þorvaldur Ólafsson frá Arnarbæli, sem var samtíða þeim bræðum í Höfn- inni, hefir sagt mér, að þeir hafi borið af flestum jafnöldrum sín- um að þreki og þroska, staðið framarlega í íþróttum og verið hinir drengilegustu félagar, söng menn góðir og sturvdum látið fjúka í kviðlingum. Sigurjón sbundaði sjó öðru hvoru síðar á ævinni, m.a; frá Selsvör og Gróttu, svo og á togurum en eng- an veginn lagði hann þó sjó- mennskuna fyrir sig að staðaldri. Um fjögurra Sra skeið var hann bóndi á Úlfarsá í Mosfellssveit, og undi því starfi vel, þótt atvik réðu því, að búskapurinn þar yrði ekki lengri. En um þær mundir eða litlu síðar veiktist hann af liðaigigt, svo að hann varð ekki samur maður til vinnu eftir það. Engu að síður varð hann þó að fást við ýmis störf, sem hæfðu misjafnlega heilsu hans. Um tíma vann hann t.d. við kvarznám í Miðdal, fremur erfiða vinnu, en allmörg síðustu árin starfaði hann við leirkera- smíði hjá Einari Guðmundssyni, bróðursyni sinum. Árið 1923 kvæntist Sigurjón Margréti Sveinsdóttur sjómanns í Reykjavík Sveinssonar og Val- gerðar Ólafsdóttur frá Fjalli á Skeiðum Stefánssonar. Margrét var ekkja eftir Jóel Jónsson tog- araskipstjóra í Reykjavík og tal- in vel efnum búin. Bjuggu þau Sigurjón nokkur ár á Úlfarsá, sem áður segir, og svo um tíma í Reykjavík. Samvistir þeirra urðu ekki langar, því að Margrét missti heilsu og var spítalasjúk- lingur í fjölda ára. Eina dóttur eignúðust þau Sigurjón, er Mar- grét Jóna heitir og er gift í Vest- urheimi. Síðustu 25 árin eða frá 1940 bjó Sigurjón með Sigurborgu Jónsdóttur frá Hólmi á Mýrum í Hornafirði Steingrímásonar. Hún reyndist honum afburða traustur otg góður förunautur, jafnt hvort með blés eða móti, studdi hann á allar lundir og létti hönum lífs- baráttuna. Ég gat þess, að hugur Sigur- jóns hefði í æsku beinzt í aðra átt en hann hlaut að ganga. Af- leiðingin var sú, að hann var aldrei á réttri hillu í lífinu. Hann vann sjaldnast þau störf, sem hann hafði löngun til eða áhuga á, og batt sig því aldrei fastri stöðu. Hann var náttúrUbam og hirti ekki um þá fjársjóði, sem mölur og ryð fá grandað. Þrátt fyrir það færði lífið honum marg ar sólskinsstundir. Hann hafði óblandið yndi af samveru við náttúruna, var frábær laxveiði- maður og kunni á þeirri íþrótt beztu skil, svo sem mörgum veiðifélögum hans mun kunnugt Tónlistin átti djúpstæð itök í hon um, og hann naut þess að setjast við orgelið sitt og leika ýmist sálmalög eða gamla kunningja úr heimi tónanna, er minntu á liðna daga og æskuheimili hans. í dag er hann kvaddur hinzbu kveðju af sínum trúa lífsföru- naut, ættingjum og vinum með hlýjum hug og þökk fyrir sam- veruna. Guðni Jónsson. ATH UGiO að borjö saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýaa f Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.