Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN >— Þú hefðir heldur enga ánægju haft af því, þó að svo hefði verið, sagði hr. Wychbold. — Það var ómögulegt að komast neinsstaðar nærri henni frænku þinni, en líkleiga á ég.það fjar- veru þinni að þakka, að mér tókst það að lokum. Dansaði einn dans við hana. Prýðis kvenmaður. — Það er nú mál fyrir þig komið að fara að álpast í það ■heilaga. Ég skal mæla með þér við hana, og hafa ánægju af. — Hvað annað sem er vildi ég gera fyrir þig, vinur, en ég er bara ekki í neinum giftingar- þönkum, svaraði hr. Wychbold einíbeittlega. — Mér var heldur ekki alvara. Og sannast að segja, ef þér dytti eitthvað slíkt í huig, mundi ég gera mitt bezta til að fá þig ofan af því. Ég vona, að ég hitti aldrei neina kvenpersónu, sem er meira þreytandi en hún. Það eina, sem ég get sagt henni til afbötunar, er það, að hún kann að stýra vagni, svo að ekki skakki nema þumlungi: Hún var svo ósvífin um daginn að stela vagninum mínum meðan ég brá mér , snöggvast frá. — Stýrði hún þessum gráu? — Já, og það svo um munaði. Hún gerði það til þess að fá mig til að leyfa henni að kaupa sér phaeton og tvo hesta til þess að sýfta sig í- Auðvitað leyfi ég það aldrei, en þó hefði ég skömm og gaman að sjá hana reyna það. — Þú skalt ekki gera þér nein ar tálvonir, sagði hr. Wychbold, sem hafði nú komið auga á- einn slíkan vagn, með hárri yfirbygg- ingu, — en mig grunar nú samt, að þú fáir að sjá þetta, þrátt fyrir allt. En hitt er mér ráð- gáta, hvernig hún hefur náð í þá jörpu hans Manninghams. — Hvað segirðu? æpti Riven- hall upp yfir sig. Og hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, er hann sá vagninn koma í átt- ina til sín á harða brokki. Uppi á honum sat ungfrú Stanton- Lacy, alveg eins og heima hjá sér, Hátt uppi yfir hestunum, með hestasvein við hlið sér, og hélt taumunum nákvæmlega rétt, og ef hr. Rivenhall hefur orðið hrif- inn af þessari sjón, lét hann það að minnsta kosti ekki uppskátt á neinn hátt. Fyrst varð hann sem þrumu lostinn, en setti því- næst upp reiðisvip. Þegar þeir ]örpu hægðu á sér og komust niður á fetið, stöðvaði hann sína eigin hesta, og vagnarnir stóðu nú hlið við hlið. — Charles frændi, sagði Soffía. — Og hr Wychbold. Komið þið sælir. Segðu mér frændi, hvernig þér lízt á þá. Heldurðu ekki, að ég hafi gert góð kaup. — Hvar hefurðu fengið þessa hesta? spurði Charles. Æ, láttu nú ekki eins oig ein- hver bjáni, sagði hr. Wyohbold. — Sérðu ekki, að það eru þeir jörpu hans Manninghams. Auk þess var ég að segja þér það, rétt áðan. En, hvernig er þetta JAMES BOND ungfrú Stanton Lacy. Er Mann- ingham að selja allt? — Svo mun vera, svaraði hún brosandi. — Þá hafið þér skotið mér ref fyrir rass, því að ég hef haft augastað á þeim síðan Manning- ham fór að tala um að selja. Hvemig komust þér að því? — Ef satt skal segja, hafði ég enga hugmynd um það, játaði hún. — Það var Sir Vincent Tal- garth, sem benti mér á að kaupa þá. — Sá bölvaður þrjótur, sagði hr. Rivenhall. — Þess var að vænta af honum. — Já, það finnst mér lika. Hann er frægur fyrir að heyra allar fréttir á undan öllum öðr- um. Má ég bjóða yður far, hr. Wychbold? Ef ég hef tekið bit- ann frá munninum á yður, má ekki minna vera en ég bjóði yð- ur að taka í taumana hjá mér. — Láttu ekki dragast að til- 17 kynna, hvaða hestum hún mamma á að ryðja útúr hesthús- inu hjá okkur, til þess að þínir komist fyrir, sagði Charles með meinfýsnislegri kurteisi. — Nema náttúrulega, þú ætlir að koma þér upp hesthúsi sjálf? — Góði Charles frændi. Ekki dytti mér í hug að fara að gera ykkur nein slík óþægindi. John Potton hefur þegar séð fyrir þessu öllu. Þú skalt að minnsta kosti engin óþægindi hafa af mínum hestum. Farðu út, John og láttu hr. Wychbold hafa sæt- ið þitt, því að ef klárarnir skyldu verða óþægir, ræður hann betur við þá en hvort okkar sem er. — John athugaði hr. Wych- bold vandlega og virtist ánægður með það, sem hann sá, því að hann hlýddi orðalaust. Hr. Wych bold stökk léttilega upp í vagn- inn, Soffía kinkaði kolli til frænda síns í kveðjuskyni, og þeir jörpu fóru af stað. Hr. Riv- enhall horfði stundarkorn á eftir þeim, ofsareiður, en leit síðan á hestasveininn. Hvern andskot- ann varstu að hugsa að láta hana húsmóður þína kaupa svona manndrápstól eins og þennan vaign? spurði hann. — O, þér skuluð ekkert vera að súta hana ungfrú Soffíu herra, svaraði John í föðurlegum tón. — Sjálfur Sir Horace hefur ekki roð við henni, ef hún vill það við hafa. Oft hefði hann þurft að taka henni tak, en hann hefur bara aldrei reynt að bera það við. — Skárri er það bölvuð ósvífn in, sagði hr. Rivenhall og þeysti af stað með þá gráu sína. En á meðan hafði hr. Wych- bold ekki við að afþakka boð Soffíu um að taka við taumun- um. — Svei því ef mér hefði nokkurntíma getað dottið það í hug, en það er gaman að láta dömu keyra sig svona, sem kann eins gott tak á hestunum og þéx. Og hvað er að tala um ganginn hjá þeim. Mig furðar ekkert á þó Charles hefði augastað á þeim og yrði þess vegna vondur, þegar þér voruð orðin fyrri til. — Nei, yður skjátlast. Hann varð svona vondur, af því að ég keypti þá þvert ofan í ráðlegg- ingar hans, eða öllu heldur blátt bann. Þekkið þér frænda minn vel? — Ég hef þekkt hann síðan við vorum í Eton. — Segið mér þá: Hefur hann alltaf viljað ráða öllu einn? Hr. Wychbold velti spurning- unni fyrir sér en komst ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu. Ja, éig veit varla. Hann átti oft- ast frumkvæðið að öllu, en eng- inn maður verður drottnari yfir vinum sínum. Að minnsta kosti ..... Hann hugsaði sig um og minntist atvika frá fyrri tíma. — Nei, svo stendur á, að hann er hræðilega geðvondur, en þar fyrir er hann vinur vina sinna.. Ég hef sagt honum, hvað eftir annað, að hann yrði að gæta þessarar tungu sinnar, en sann- leikurinn er sá, að til einskis manns myndi ég fyrr leita í vand ræðum en Charles Rivenhall. — Það er þó alltaf nokkuð, sagði hún hugsandi. Hr. Wychbold hóstaði, eins og í afsökunarskyni. — Hann hefur nú aldrei hreyft því við mig, en sannleikurinn er sá, að mann- greyið hefur orðið að þola tals- vert, ef helmingurinn er sannur af því, sem maður er að heyra. Það er búið að gera hann ergi- legan. Og engin furða. Oft hef ég furðað mig á því, hvernig hann hefur farið að því að binda sig þessari...... Hann þagnaði eins oig ruglaður. — Ég gleymdi alveg því, sem ég ætlaði að segja, flýtti hann sér að bæta við. — Nú, það er þá afgert, sagði Soffía og lét hendurnar síga. — Hvað er afgert? — Jú, hún Cecilia sagði mér, að þér væruð sérstakur vinur hans, og fyrst yður finnst þetta, þarf ég ekki að vera með neinar grillur. Hugsið þér yður bara, hvernig það hlýtur að vera fyrir hana frænku mína og börnin að láta þetta föstudagsandlit vera að siða sig. Og svo vera undir sama þaki og spana Charles upp á móti þeim — verið þér alveg viss. — Ég þyldi illa að hugsa, um það, svaraði hr. Wychbold. — En það þarf nú einmitt að hugsa um það, svaraði Soffía einbeitt. — Það þýðir ekkert að hugsa um það, sagði hann og hristi höfuðið. — Trúlofunin í öllum blöðum fyrir mörgun vikum, Oig þau væru þegar gift, ef stelpan hefði ekki þurft að setja upp sorgarband. Þetta er svo sem gott saman.......stúlka af fínu fólki, drjúgur heimamundur, og sjálf- sagt ágæt sambönd. — Jæja, sagði Soffía, — ef hjartað í honum er þarna með í leik, er sjálfsagt ekkert við þessu — Það er maður frá skattstofunni að spyrja eftir forstjóranum. að segja, en hann skal að i vesalingnum. Það get ég aldrei minnsta kosti ekki prakka henni fyrirgefið henni. Og hún fer svo upp á f jölskylduna sína. En ég j níðingslega að því í þokkabót, held bara að þetta hjarta hafi aldrei haft neitt atkvæði um mál ið, og hvað hana snertir, fyrir- finnst það ekki. Hana nú. Finnst yður þetta ekki dáfalleg lýsing? Hr. Wychbold lét hrífast af þessari hreinskilni Soffíu og tók nú sjálfur að leggja orð í belg. — Ég skal trúa yður fyrir nokkru, Hún er búin að vera á giftingarmarkaðnum í heil tvö ár. Já, það er satt. í fyrra var hún á eftir honum Maxstoke, en hann hafði vit á að fælast og forða sér. Það var veðjað um það í klúbbnum, en hann slapp. En það gerir Charles vesalingur- inn bara ekki. Þetta er búið að auglýsa, svo að hann fer aldrei að afturkalla það héðan af, hversu feginn sem hann vildi. — Nei, svaraði Soffía og hleypti brúnum. — En hún gæti það. — Hún gæti það auðvitað, en hún vildi það bara ekki, sagði Wychbold einbeittur. — Við sjáum nú til, sagði Soffía, — en ég skal að minnsta kosti sjá um, að hún geri ekki allt þetta blessað fólk ólukku- legt. Því að eins og nú horfir, er hún vel á vegi með það, get ég fullvissað yður um. Hún er alltaf að flækjast þarna við Berkeleytorgið og tuska það til. Fyrst oig fremst frænku mína, sem leggst með höfuðverk, þegar þessi skepna er búin að vera hjá henni í hálftíma, svo er það Adderbury gamla, sem hún skammar sundur og saman, með þessari andstyggilegu blíðurödd sinni, sem hún bregður fyrir sig, þegar hún ætlar að gera eitt- hvað illt af sér. Hún fárast yfir því, að ungfrú Adderbury skuli ekki vera búin að kenna krökk- unum að lesa ítölsku. Hún er hissa á, að hún skuli nota reglu- stikuna eins lítið og hún gerir og segir Oharles, að hún sé hrædd um, að Amabel litla sé að verða bogin í baki. Ja, svei. Hún reyn- ir meira að segja að taka apann frá krökkunum. En verst er, að hún spanar Charles móti Hubert, Eftir IAN FLEMING Ég veit ekki,- hvernig ég stilltt miig um að gefa henni á hann í gær, þegar drenggarmurinn kom í nýju vesti, sem var nú að vísu hræðilegt, en hann var samt svo hreykinn a^...... og hvað haldið þér að hún geri annað en vekja athygli Charles á því, og þykjast vera að stríða Hubert, en það, sem hún gerði raunveru- lega var að koma því að, að Hu- bert væri alltaf að kaupa ný föt, og eyða vasapeningunum sínum 1 hégóma. — Þetta er meiri kvendjöfuil- inn; saigði hr. Wychbold. — Ég verð nú að segja, að aldrei hefði mér dottið í hug, að Charles tæki þessu þegjandi. Daginn eftir yfir árbít í Hótel sem bér pöntuðnð tr» París, er komið, Splendide.... herra. Síminn hrineir: — Útvarpstækið, — Nú já? Nú fer að verða gaman! Ég hef ekki pantað neitt útvarpstæki.... — Góðan dag, herra Bond! Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KEISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, befur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Haf.uarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð A Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar i kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.