Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 » 99-1129 RAUÐARARSTIG 31 25555 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 mamia-VW svefnvagn VW 9manna-Landroveí 7manna LÍTLfl ríLnLEijflN BergstaJastrætí 13 Sími U970 Hftir lokun 81748 eða 14970. LOFTUR HF. UÓSMYNDASTOFA Ingólfsstrætl 6. Pantið tima í síma 14772. Seljum ríkistryggð skuldabréf. Seljum fasteignatryggð skultla- bréf. Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanrta. Fyrirgreiðslusi.ri’stofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson, heimasími 12469. íAllli Blástursofnar Höfum fyrirtiggja'n<íi fjötoreytt úrval af blést'ursofn'um fyrir alls konar húsnæði, mjög vin- sælír í bílskúra. J/ • JOHAN RÖNNING HF. Skiphotti 15, Heykjavrk, sími 25400. £ Fóstureyðingar Nokkrar mæður sem vilja ekki láta nafns síns getið, skrifa eftirfarandi bréf: „Reykjavik, 15.1. 1971. Kæri Velvakandi! Hér með sendum við þér fá einar línur, sem við biðjum þig að taka til birtingar. Sjónvarpsþátturinn „Skipt- ar skoðanir um fóstureyðing ar,“ hefur sjálfsagt vakið marga til umhugsunar um þessi mál og sennilega sýnist þar sitt hverjum, sem eðlilegt er, þegar um viðkvæm mál er að ræða. Án þess að við viljum á nokkurn hátt draga í efa ein- lægni þessa ágæta fólks, sem kom fram í þættinum, til að gera þessUm málum góð skil, langar okkur samt til þess að minnast á fáein atriði. Það má ekki taka því þann- ig að við höfum neitt á móti boðskap kristinnar trúar og kvenréttinda við sem flest tæki færi, ekki mun víst af veita. En samt hefði fulltrúi lækna- stéttarinnar í þessum þætti mátt láta miklú meira til sín taka þar sem læknisfræðin er mjög veiga- mikill þáttur í málum sem þessum. Læknar hafa svo til öll ráð um, hvernig til tekst að framfylgja lögum um fóstur eyðingar, og skipta þá harla litlu máli skiptar skoðanir leik manna um, hversu brýnt og nauðsynlegt hvert tilfelli er hverju sinni. Þess vegna urðum við fyrir vonbrigðum, hve læknirinn tal aði lítið um þann vanda, sem læknastéttinni hlýtur að vera á höndum í þessum málum, þar sem það eru læknar einir, sem mega framkvæma fóstureyðing- ar. Það hefur fyrr verið talað um það á opinberum vettvangi, að lögin um fóstureyðingar á íslandi væru mjög frjálsleg. Það er einnig alltaf tekið fram, að ef kona veikist snemma á meðgöngutímanum af sjúkdómi, sem hefur það í för með sér, að miklar líkur eru á, að bam viðkomandi konu fæð- ist andlega eða líkamlega van- heilt, þá séu engin vandkvæði á að fá fóstureyðingu fram- kvæmda, æski konan eftir þvi. I því sambandi er yfirleitt tal- að um rauða hunda, þeir eru þekktastir, þó að vitanlega sé um fleiri sjúkdóma að ræða. Það var lauslega minnzt á það í þessum sjónvarpsþætti, að árið 1964 hefðu fæðzt nokk uð mörg böm, ja eiginlega heil mörg börn, með alvarlega ágalla af völdum rauðra hunda. En það kom ekki fram í þess- um þætti nein frekari skýring á tilveru þessara barna, sem mörgum hefur víst þótt harla undarlegt með tilliti til okkar frjálslegu fóstureyðing- arlaga. Mæðrum þessara barna hefur oft verið legið á hálsi, bæði í ræðu og riti, hvers vegna þær hafi lagt þennan bagga á þjóðfélagið. Mæðurn- ar vildu gjarnan reka af sér ‘ slyðruorðið, og var látin fara fram könnun á þessu, og mun nú að minnsta kosti viðkomandi heilbrigðisyfirvöldum vel kunn ugt um alla málavexti. Við getum nú ekki sagt, að við höfum hrifizt af skoðunum guðfræðinemans, einkum og sér í lagi féll okkur illa hugmynd hans um að fjarlægja vanheil börn úr þessum heimi eftir fæð ingu, í stað fóstureyðingar. 1 framhaldi af því viljum við segja þetta við guðfræðinem- ann, honum og öðrum til um- hugsunar: Sú kona, sem biður um fóst- ureyðingu á löglegum grund- velli, þ.e.a.s., sterkar líkur eru fyrir því, að barn hennar fæð- ist alvarlega vanheilt, hefur tekið þessa erfiðu ákvörðun eftir mikla íhugun, þar á með- al á því, að hvorki hún né þjóð félagið sé þess umkomið að veita vanheilu bamí þá umönn un, sem það þarfnast. Þessari konu er siðan synjað um þessa löglegu aðgerð, jafnvel á síð- ustu stundu, þar sem alltaf séu einhverjar líkur á að bam- ið fæðist heilbrigt. Hún á ekki annarra kosta völ en að bíða milli vonar og ótta. Barnið fæð ist. Það reynist alvarlega van- heilt. Getur nokkrum manni dottið 1 hug, að sú kona eða yfirleitt nokkur móðir myndi þá vilja láta deyða barnið sitt? Nei og aftur nei, því að áreið- anlegt er, að foreldrum þykir ekki minna vænt um vanheilu börnin en þau heilbrigðu. Það kom fram í þættinum, að það væri dýrmæt lífsreynsla að eiga og ala upp vangefið bam. Ekki rengjum við það. En er ekki sennilegt að þeirri lífs- reynslu geti fylgt sorgir og erf iði umfram venjulegt bama uppeldi, sem alltaf er vanda- samt, án þess þó að foreldrar þurfi endilega að glata geð- heilsu sinni? Við Islendingar eigum nú að visu nokkrar ágætar stofnanir fyrir vangefin og vanheil böm. En samt er mjög líklegt, að i fjölmörgum heimahúsum sé glímt við hin ýmsu vandamál, sem fylgja uppeldi slíkra barna, sem dveljast alveg heima, oft án allrar utanaðkom andi aðstoðar. Til þess liggja margar orsakir: 1 fyrsta lagi munu vera langir biðlistar hjá þeim stofnunum, sem vista van gefin börn. 1 öðru lagi vantar ýmsa sérkennsluaðstöðu fyrir fjöldann allan af afbrigðileg- um börnum, eins og t.d. fjöl- fötluðum börnum, en það eru böm, sem hafa fleiri en einn alvarlegan ágalla. 1 þriðja lagi vantar tilfinnanlega félagslega aðstoð við foreldra barna, sem dvelja að staðaldri í heimahús- um. Það má aldrei gleymast að þeir vanheilu eiga sömu kröfu og heilbrigðir um menntun og félagslega aðstöðu við sitt hæfi. Þess vegna ætti enginn að þurfa að sitja ráðþrota með vanheilt barn í heimahúsum án aðstoðar, né heldur ætti nokk- ur fjölskylda að þurfa að flýja föðurlandið til að afla van- heilu bami sínu menntunar og hjálpar við þess hæfi erlendis. Þarna eru á ferðinni brýn verkefni, sem ekki má bregðast að unnið verði að þegar í stað. Hvað sem öllum breytingum á fóstureyðingarlögum viðvík- ur, þá þarf ekki síður að hugsa vel fyrir þeim einstaklingum, sem þegar eru i heiminn komn- ir og bíða eftir hjálp. Virðingarfyllst. Mæður, sem hafa reynslu í þessum málum". % Kerlingar á komma- hosum og útvarpið „Fr. Bj.“ skrifar: „Kæri Velvakandi: Eru þessar rauðsokkur eða 'kommahosukerlingar á góðum vegi með að leggja utWir sig allt útvarpskerf ið ? Tvær kommúnistakerlingar hafa sér- stakan þátt á bezta útsendinga tima hljóðvarpsins í viku hverri, og eru þar öllum til ieið inda, jafn-forskrúfaðar tildurs rófur og þær eru. Þær hinar sömu og vinkonur þeirra, virð- ast einnig hafa lagt undir sig þátt um miðjan daginn (dagleg an þátt), þar sem þær þusa og þýða kommúnistaáróður upp úr sænskum bókum. Sænska mun vera eina erlenda tungumálið sem þær kiwna. Karlkyns vin- ir þeirra hafa árum saman, að mér finnst, séð um leiðinlegasta þátt hljóðvarpsins, hráan delluáróðursþátt, byggðan á menntunarleysi, þekkingarleysi og fordómum, eitthvað um rík- ar þjóðir og fátækar. Sem bet- ur fer er þátturinn svo illa fluttur, að fáir endast til að hlusta á þá endemis þvælu. Svona mætti lengi telja. Allir fréttaritarar útvarpsins erlend is eru af sama kalíber (ekki að furða), eins og heyra má. Hve- nær á að grípa fast um taum- ana? Fr. Bj.“. Velvakandi vill benda bréfritara á, að ekki eru allir rauðsokkar kommúnistar, —- Annars liggur fyrír mikið af bréfum um hljóðvarp og sjón- varp, þar sem kvartað er und- an pólitískum litarhætti, bleik- um og rauðum og gulum. Verður kannski eitthvað birt af því á næstunni. % Birting á nöfnum bréfritara Það er einkennilegt, hve bréf ritarar eru feimnir við að láta birta nöfn sín undir bréfum sínum. Stundum er það skiljan- legt í okkar litla landi, að bréf ritari óski eftir að fá að nota dulnefni, en oft er ekki nokk- ur leið að skilja, hvers vegna óskað er eftir nafnaleynd, nema þá af einskærri feimni. Erlendis tíðkast það í bréfa- dálkum, að nöfn eru nálega alltaf birt. Það er ekki nema i sérstökum „undantekningar- tilvikum," að höfundamafn er ekki birt með. Velvakandi ætlar nú að fara að gerast strangari með birt- ingu nafna, og hefur hann í huga að taka þann hátt bráðlega upp að birta aðeins bréf, ef birta má höfundarnafn líka, nema alveg sérstaklega standi á. Verður nánari grein gerð fyrir þessu síðar. Óskum eftir að leigja eða kaupa 2ja—3ja hæða einbýlishús, vel staðsett/í Miðbænum. Vinsamlegast sendið tilboð á afgr. Mbl. merkt: „4859 . ÚTSALA PELSAR á hálfvirði. BUXUR, PEYSUR, BLÚSSUR, PILS, SKOKKAR, TERYLENEKÁPUR, ULLARKÁPUR. MIKIL VERÐLÆKKUN. ÚTSALAN stendur yfir aðeins þessa viku. TÍZKUVERZLUNIN HÉLA Laugavegi 31 — Sími 21755. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS íbúð óskast 3—4 herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Tilboð merkt: „íbúð“ sendist skrifstofu Kaupmannasamtakanna Marargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.