Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 11
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 11 ,Lifi á sjálfstrausti og guðstrú6 Rætt við Sigríði Þorláks dóttur, tannsmið frá Rúffeyjum 85 ára — Hvar ert þú fædd og upp- alin Sigríður? — Ég er fædd á Melum á Skarðsströnd, en fluttist 8 ára gömul með foreldrum mínum, sem hétu Þorlákur Bergsveins- son af Svefneyjaætt afkomandi Eyjólfs Einarssonar Eyjajarls og Jóhönnu ívarsdóttur frá Mel um, í Rúffe.vjai eða Rúgeyjar eins og þær eru líka nefndar, og halda sumir, að þar hafi fom naenn ræktað rúg, eða kallað ein hverja tegund af melgresi þvi nafni. — Og þar varstu þá æskuár- in öll? — Já, fram að tvitugu og oft síðar, meðan fólkið mitt bjó þar, — Var þetta stór jörð og fólk ið ríkt? — Nei, nei, Rúffeyjarnar eru einhver minnsta bújörðin á Breiðaf jarðareyjum. En faðir minn nytjaði líka aðrar eyjar, hafði þar slægjui og beit. For- eldrar minir bjuggu við mjög sæmileg efni, eins og þá var tal- ið. Og ótaldir voru bitarnir eða matföngin, sem Lutt voru til fá tækra á laindi, og ailltaif höfðum við nóg að bíta og brenna, sem kallað var. En þá var það bein linis siður, að eyjamenn töldust aflögufærir og gáfu oft fátæku fólki i landi, sérstaklega sel og fugl eða eitthvaö frá veiðiskap eyjanna. Sagt var að aldrei yrði hungursneyð í Breiðafjarð areyjum, hvað sem yfir gekk í hallærum og harðindum, og allt af trúði fólk, að þar væri auð- ur og velsæld. — En erfitt hefur nú verið að lifa þarna og starfa og verða að sækja sjó á árabátum nær dag- lega? — Já, það þætti erfitt nú. En þetta þótti ekki annað en sjálf sagt og meira að segja gaman þá. Við hlökkuðum til útileganna í úteyjunum, þó að við yrðum að bera ailt heyið á bakinu yfir klungur, urðir og þanghleina langar leiðir út i bátana. Við hlökkuðuni líka til mó- tekjunnar í landi, þó að við yrð um þar lika að bera mópokana á bakinu langar leiðir til skips. Það þekktist ekki þá þetta dek- ur við sjálfan sig og sjálfsmeð- aumkun sem nú er svo algeng orðin, og allar þessar kröfur til annarra, sem nú eru gerðar. — Hvernig var uppeldið hjá foreldrum þínum? Fenguð þið börnin hjónanna á efnuðu heim ili ekki að njóta ýmissa forrétt- inda? — Móðir mín kenndi okkur að gera alltaf mestar krðfur til okkar sjálfra, en biðja aðra sem allra minnst og ætlast aldrei til mikils af öðrum Tilætlunarsemi og frekja var talin skömm. Hún lagði mikla áherzlu á heiðar- leika og heilindi t.d. ef við brut um eitthvað óvart eða eyðilögð um fyrir mistök þá áttum við að segja frá þvi strax, lýsa sök á hendur okkar, sem kallað var og þá var venjulega öllum refsingum og átöium sleppt, sem annars gátu orðiö strangar, löðr ungur eða flenging. Nú og svo innrætti móðir mín okkur að treysta Guði, treysta sigri hins góða, hvað sem fyrir kæmi. Allt mundi fara vel ef við gerðum rétt og drægjum ekki af okkur, gerðum eins gott úr öllu og hægt væri. Hönd Guðs almáttugs gæti aUtaf hjálpað í hvaða neyð sem væri. Það sagði hún okkur ótal dæmi um úr daglega lífinu. J“- En hvernig var með mennt un og fræðslu? — Það var talið sjálfsagt að læra að lesa og byrjað svo snemma að láta okkur stafa að ég man varla eftir þvi. Nú svo var tilsögn eða kennsla í nokkr ar vikur tvo vetur fyrir ferm- inguna. Það var gamall maður á Skarðsströndinni, sem kenndi. Annars var alltaf lesið á kvöldvökunum og kveðið. Mik- ið lesið af bókum, allt, sem náð ist í taUð eins og fundinn fjár- sjóður. Móðir min var mjög greind kona og hafði þráð að læra og menr.tast. Hún las dönsku alveg eins og íslenzku, en hafði þó aldrei verið einn dag í skóla Nú — og ég lærði dönskuna þannig eiginlega líka fyrst. Þetta kemur svo undar lega fljótt ef löngunin til að læra er nógu sterk. Og þá var námfýsin mikil hjá mörgum — Þið hafið nú lært margt til verks, þótt ekki væri margra ára bóknám? — Já, það mátti segja, hún var dugleg og vel verki farin hún móðir mín og spann og óf alla daga að vetrinum og stund- um fram á nótt. Um fermingu lærði ég að vefa. Og óf eftii það. Allt til klæðnaðar var ofið heima, i karl mannaföt, pils, svuntur, treyjur og rúmfatnað, og svo var líka sniðið og saumað. Ég man hve við vorum montn ar af því ég og Hólmfríður syst ir min, að við heyrðum eftir konunum i Flatey að engar stúlkur væru ems finar, sem þangað kæmu og Rúffeyja systur, þær gengju í brakandi dönskum skóm og í eggskurna klæðisfötum. — Varst þú ekki meira í skóla en þarna i fræðslustund- unum á „Ströndinni." — Jú, ég fór nú í Kvenna- skólann í Reykjavík. En ég varð að kosta það sjálf. Vinna i kaupa vinnu og eiga þannig ofur litið af peningum á haustin og móðir min útvegaði mér vist hjá góðu fólki. En svo veiktist ég og varð að fara á Vífilsstaðahæli þriðja vet- urinn minn í Kvennaskólanum. Það voru þung spor og hræði- leg ferð i hestvagni í desember. Allt kalt og dimmt og sverð „hvíta dauðans," sem allir óttuð ust mest yfir höfði. Þetta fór nú samt vel. Ég var aðeins nokkra mánuði á Vífils- stöðum, en var lengi óhraust á eftir. Og um skólagöngu þýddi ekki að hugsa meira. — En svo fórstu til útlanda, „sigldir“ sem svo var nefnt? — Já, það var nú seinna. Ég fór til Kaupmannahafnar og var þar í tvö ár. Þai lærði ég tann- smíði og síðar varð það mitt að alstarf árum saman hér í Reykja vík en áður hafði ég lært hér heima bjá Brynjólfi Björnssyni. — Það hefui nú sennilega ekki verið eins góð atvinna á fyrri árum og það þykir nú hjá tannsmiðurn og tannlæknum? spurði ég brosandi. — Og nei, það held ég varla. Ég hef alltaf haft nóg fyrir mig, en aldrei safnað. Aldrei eignazt íbúð eða neitt svoleiðis. Ég hef alltaf eytt talsverðu fyrir mínar hugsjónir og áhuga- mál. Þessar kerlingar geta ver- ið þarfaþing í ýinsum félagsmál- um, sem þær hafa áhuga fyrir, segir Sigríður, með glettnis- glampa í augum. Ég er ævifé- lagi í Breiðfirðingafélaginu og Slysavarnafélaginu og svo hef ég haft áhuga fyrir „Hringnum" og verið þar í marga áratugi fé lagi og svo S.l.B.S. og fleira að ógleymdum sjálfstæðissamtökum kvenna. Ég hef alltaf verið í Sjálf- stæðisflokknum. En stundum hef ég orðið vör við miklu meiri sjálfstæðismenn í öðrum flokkum. Maður má aldrei láta flokksfylgið blinda sig. Já, mér hefur alltaf verið mest yndi að styðja eftir mætti góð málefni. Það hefur verið min hamingja, min gleðilind. -— Og hvað hefur þér fundizt verst á þessum vegum félags- mála og stjórnmála? — Það get ég sagt þér i einu orði. Það er öfundin. Öfundin er versti löstur ís- lenzku þjóðarinnar. Ef einhverj um gengur vel og kemst áfram, þá er hann öfundaður, níddur og niðurbrotinn, ef hægt er, þótt hann sé öllum kostum bú- inn. Þó að mér sé það óskilj- anlegt, þá hef ég oft fengið á öfund að kenna. Þar rætist hið fomkveðna: „Aumur er öfundslaus mað- ur.“ Og einu sinni í slíku tilviki urðu mér þessar hendingar á vörum: Öfund fel ég óðir.n minn, andskotann hún nærir. Gefur sumum gleði um sinn. Gæfu engum færir. — Hefur ekkert komið fyrir á þinni löngu ævi, sem þér er öðru fremur eftirminnilegt? Ég hef heyrt, að þið fjölskyldan í Rúffeyjum hafið unnið frækilegt björgunarafrek á litlum báti, þegar þú varst ung. — Jú, það var held ég 1904 eða 1906 í voðalegu veðri, sem gekk yfir Suðvesturland. Það var þegar skipið „Ingvar“ fórst hér á Viðeyjarsundi. Ég man það var pálmasunnu- dagur og veðrið hafði geysað nokkra daga, að bróðir minn, sem hét Ebenezer, hann er dá- inn núqa, tók kíki, sem við átt- um og fór að kíkja út á sundin, því að honum fannst eitthvað ókennilegt í nánd við eyjar fyr- ir sunnan heimaeyna. Jú, hann sér þar þá skip á reki. Og nú var ekki beðið boð anna. Faðir rninn kallar okkur fimm til skips á lítinn sexæring, sem hann átti. Þetta var síðla dags. Við vorum þrjú úr fjölskyld- unni, við tvö systkinin, ég og Ebenezer og svo faðir minn, þá vinnukona, sern hét Jóhanna Jó hannsdóttir og vinnumaður, sem hét Þorsteinn, náskyldur Lúð- vik Kristjánssyni, fræðimanni í Hafnarfirði. Við settumst nú öll undir ár- ar og börðumst upp á líf og dauða á móti storminum. En ekki tókst þó betur til, en að við fórum inn í Rauðseyjar, sem eru ekki langt i burtu. En þar fengum við til liðs með okkur bóndann Gísla Bergsveinsson og einnig stærri bát sem hann átti. Nú svo komumst við eftir mikla þrekraun að skipinu, sem var frá Sandi eða Ólafsvik og hafði verið á reki fimm sólar- hringa stjórnlaust og akkeris laust. En þeir höiðu stóran stein eða grjót í akkerisfestinni til að tefja fyrir því. En nú var það alveg að reka upp á skerin fyr ir utan eyjarnai, og enn var ekkert lát á storminum. Okkur tókst að koma köðlum yfir i skipið og róa fyr ir því í var, þar sem því var óhætt. Það var lítið brotið og síðar flutt til Stykkishólms til viðgerðar og svo til Ólafsvík- ur. — Var þetta ekki voðalegt? Voruð þið ekki hræddar, stúlk umar? Framhald á bls. 21. ... við stigum skrefið til fulls! og kynnum nýja tryggingu fyrir heimili og fjölskyldu sem er einstök í srnni röð RLTRVCCinC (allrisk) Altryggíngin er alveg nýtt tryggingarfonn, sem veitir heimilinu og fjölskyldunni fyllsta öryggi. Hér fara á eftir nokkur dæmi um hvað Altryggingin bætir framyfir venjulega heimilistryggingu: Bcetir nánast allt án undantekninga ' — eigin áhætta er þó 2000 krónur Gildir í öllum heiminum — hæði menn og munir eru verndaðir á ferðalagi sem við dvöl Lágmarkstryggingarupphœð er kr. 1.500.000 — fyrir lausafjármuni (kr. 150.000 - utan lieimilis) Tekur til þýðingarmikilla hagsbóta: Skaðabótaréttar Bætir líkamstjón, sem tryggður verður fyrir og fær ekki bætt frá tjónvaldi, með allt að kr. 1.000.000 Réttargcezlu Bætir lögmanns- og málskostnað út af ágreiningsmálum Þar að auki fá allir í fjölskyldunni góða undirstöðuvernd gagnvart slysum — í frístundum, við heimilisstörf og við skólanám Dæmi: Ef þú fótbrýtur þig í Napolí eða Neskaupstað.... — Altryggingin .greiðir aukakostnaðinn Ef þú missir myndavélina þína í Mývatn eða Miðjarðarhafið... — þá færð þú nýja frá Ábyrgð. Tryggingin bætir notaða hluti með nýjum svo fremi sem þeir eru ekki afgamlir eða sundurslitnir Ef litli bróðir brýtur sjónvarpið eða stóri bróðir nýju skíðin sín í Hlíðarfjalli... — eða pabbi missir pípuglóðina í bezta sófann — þá bætir Altryggingin það Ef Sigga litla œtlar að hjálpa mömmu við uppþvottinn en lœtur mávastellið í þvottavélina í staðinn fyrir uppþvottavélina... — greiðir tryggingin bæði stellið og þvottavélina Ef mamma verður svo óheppin að rífa nýju kápuna sína... þá bætir Altryggingin tjónið ÁBYRGDP Tryggingarfélag fyrir bindindismenn Skúlagötu 63 - Reykjavík, símar 17455 • 17947

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.