Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 Góði maður, hér göngum við ekki betlandi milli húsa írá næstu borðum og hélt áfram að tala. Hann sagði: — Bíttu mig ekki . . . en hefurðu frétt nokkuð frá Jim? — Já, sagði hún. — Hann er farinn að vinna í Pennsylvaniu og honum liður ágætlega. Augu þeirra mættust eins og þegar sverðum lýstur saman. Hanna hvísiaði: — Æ, viljið þið tvö ekki halda ykkur saman? Þegar öðrum söngnum hjá Söndru var lokið, sneri Pat aft- ur að borðinu sínu. Sandra steig niður af pallinum og elti hann þangað. Svo sat hún þar í svo sem tíu mínútur, drakk kampa- vín og talaði við Pat einan. Hún var fokreið. Kathleen sá hana kafroðna undir málningunni, óg um ieið, hvernig hendurnar skuifu, og heyrði óminn af rödd hennar, sem var hvöss, en engin orðaskil. Paul sagði letilega: — Það er iikast því, sem hr. Bell hirtn ungi sé eitthvað i nauðum staddur. Kathieen sagði: — Ég er þreytt, Paui. Heldurðu að Hönnu og Joel væri ekki alveg sama...? — Reyndu að halda það út, sagði Paul lágt — Hvar er nú alit stoitið þitt? Hún fölnaði og leit á hann, móðguð á svipinn. - Já, ég skai reyna að halda það út. ÓÐAL VID AUSTURVÖLL Annað heimili þeirra, sem telja góða þjónustu og bragðgóðan mat á þægilegum veitingastað vera ómissandi. Ljúffengir réttir og þrúgumjöður. Framreitt frá kl. 11.30—15.00 og kl. 18—23.30. Borðpantanir hjá yfirframreiðslumanni Sími 11322 Þau fóru, eftir að Sandra hafði sungið síðasta lagið, íklædd þröngum svörtum kjól með glit- plötum á. Þegar Kathleen stóð frammi og beið þess að karlmenn irnir næðu í hattana sína, fann hún að einhver snerti hand- legg hennar. Það var Pat, sem dró hana til hliðar og sagði með ákafa: — Sjáðu til. Kathleen, viltu lofa mér að koma og heimsækja þig- Hún hristi höfuðið. Henni fannst þetta einkennilegt og grimmdarlegt, jafnvel eins og nú var komið, eins og tilfinningar hennar voru við að sjá hann og finna hann snerta sig, og henni varð illt en jafnframt var hún spennt. Hún sagði: — Það er betra að láta það ógert, og það mundi engum tilgangi þjóna. —• En ég þarf að tala við þig. Ég lofa því að segja ekkert, sem gæti móðgað þig — en ég þarf að tala við þig. Þú hefur aldrei gefið mér kost á að standa fyrir máli mínu. Næsta dag komu svo blóm í hjartalaga öskju. Þau minrttu hana á blómin, sem hann hafði sent henni daginn eftir bílslys- ið, þegar hún lá veik heima hjá móður hans. Hún gaf Ameliu blómin. — Til hvers varstu að þessu? sagði Hanna, sem fann ilminn af þeim, þegar hún opnaði kæli- skápinn. — Ég vil þau ekki, sagði Kathleen. — Amelia getur sjálfsagt eft- irlátið mér þrjú þeirra, sagði Hanna glettnislega. -— Ég ætla að fara aftur út að borða með honum Joel. En þú ert enn utan við þig út af Pat, er það ekki? Kathleen var ókyrr. Hún kveikti í vindlingi en drap strax á honum aftur. Hún sagði: — Mér tekst víst aldrei að fá þig til að skilja þetta, Hanna. -— Reyncju. Ég er nú kannski ekki eins vitlaus og þú heldur. — Hvernig leið þér þegar þú hittir Paul i fyrsta sinn eftir að ykkur hafði lent saman ? — Það er ekki sambærilegt, sagði Hanna. — Þetta var allt öðruvísi það var rifrildi, sem var að mestu leyti mér að kenna. Og ég lærði að láta mér skiljast, að tilfinningar hans til mín voru ekki þær, sem ég þráði. Kathleen sagði dræmt: — Þeg- ar ég sagði Pat, að ég gæti ekki gifzt honum, elskaði ég hann enn. Aldrei meir en þá. Ég gat ekki borið virðingu fyrir honum, en ég elskaði hann. Og svo gerðist nokkuð annað . . . seinna. Hún leit alvarlega á Hönnu. — En ég get ekki sagt þér, hvað það var. — Það var eitthvað i sambandi við Jim Haines, ályktaði Hanna. — Ég get séð gegn um grjótgarð, á við hverja aðra konu. Kathleen kinkaði kolli. — Eft- ir það gat ég ekki elskað hann. Ég á við, að mér hefði ekki ver- ið það mögulegt. Ég hefði átt að fyrirlíta hann og víst fyrirleit ég hann, en samt . . .0, Hanna! sagði hún vesældarlega, — þeg- ar ég sá hann í gærkvöld var það líkast því að deyja . . . og lifna aftur. —- Já, ég veit, að þetta er erf- itt, sagði Hanna. Dyrabjallan hringdi. — Þetta er Joel. Vertu skemmtileg við hann meðan ég næ í blómin og hattinn minn. Ég ætla að vera íbyggin í sambandi við blómin og þú mátt ekki kjafta frá, Kate. Þegar þau Hanna og Joel voru farin, fékk Kathleen kvöldmat- inn sinn inn á bakka. Hún var með nýja bók, sem hana langaði að lesa og svo var bréf, sem hún þurfti að skrifa. Hún fór í slopp inn, sem Hanna hafði nýlega gef- ið henni í afmælisgjöf. Hún sat við borðið í stofunni og var að skrifa, þegar Pat hringdi bjöll- unni. Amelia var farin, svo að hún opnaði dyrnar sjálf. Hún sagði: — Ég var búin að banna þér að koma. — Ég veit það. Ég skal ekki tefja þig nema augnablik. Ég varð að hitta þig aftur. — Jæja þá, sagði hún í ör- væntingu sinni. — Komdu þá inn. Hún vissi, að hann var að gá að blómunum, en þau voru þarna ekki. Hann sagði: — Komu-blóm in? — Jú, sagði hún snöggt. — Segðu það, sem þú ætlar að segja og farðu svo sem allra fljótast. Hann sagði: — 1 gærkvöld gaf Sandra mér dauðann og djöful- inn. Hún sá mig við borðið ykk- ar. Hún kom til Eloise mín vegna, sagði Kathleen, og brosti ofur- lítið, — og ég vona, að fyrirtæk- ið hafi grætt á því. Pat leit snöggt á hana. — Þú hefur breytzt. -— Hvernig þá? — Þú ert öðruvisi. Dálítið hörð. I.íkari Hönnu. — Það er ágætt, sagði Kath- leen kæruleysislega. Það var ein- kennilegt að sitja hérna og hann innan seilingar. Skrítið að vera að tala um einskisverða hluti og reyna að muna ekki . . . — Manstu, Kathleen: -— Ég man allt, svaraði hún, — en það breytir bara engu. -— Við vorum svo sæl saman og við elskuðumst svo heitt, sagði hann hóglega., —- Ég er ekki bú- inn að jafna mig enn. — En Sandra? spurði hún ósjálírátt. — Hún kemur ekki þessu máli við. Hann yppti öxlum. Hún er ekki nema til þess að bjóða henni út, skemmta sér við hana. Hún er eins og brjálaður krakki. Eintómur líkami en eng- in sál. Afbrýðisöm eins og kisa. Og með klær eins og kisa. I fyrstunni ætlaði ég að lofa þér að frétta af okkur, og hélt, að þér mundi þykja það miður. — Nei, mér var einmitt alveg sama, en þú hefur ekki komið vel fram við hana. Kemur reynd- ekki vel fram við neinn. — Við þig, að minnsta kosti. — Nei, einmitt aldrei við mig. Hún leit á hann og hló. — Ég var skotin í þér, af því að þú varst svo ólíkui öllum öðrum mönnum, sem ég hafði hitt. Heiðar'egur og hreinskilinn — grófur demantur, ef þú vilt, fæddnr aðalsmaður. Hún hló aft- ur og hún hærra. — Einhvern tíma, þegar ég var á hrifgjarn- asta aidrinum hlýt ég að hafa Skrifstofustarf Opinber stofnun þarf að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Umsækjandi þarf að hafa góða vélritunar- og stafsetningar- kunnáttu, einnig er nokkur málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir með uplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. blaðsins merkt: „Ritari — 6613" fyrir 1, febrúar. Innréttingar Tilboð óskast í tvö sjálfstæð verk, sem eru smiði og upp- setning á skápum, borðum, sólbekkjum, hurðum o. fl. fyrir eftirtaldar byggingar: 1. Barnadeildir nr. 19 og 20 fyrir Kópavogshælið. ' Skilafrestur til 31/7 1971. 2. Upptökuheimili í Kópavogi. Skilafrestur til 31/5 1971. Heimilt er að bjóða sérstaklega í smíði og uppsetningu hurða í báðum verkunum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 1.500,— króna skilatryggingu fyrir hvort útboð. Tilboð verða opnuð á sama stað 8. febrúar n.k.. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Et öll skipulasning þín hetur verið at skynsemi framin ætt- irðu að geta farið að sjá einhvern árangur. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Þú hefur unnið vel núna, og þú færð cinhverja hvíld út á það. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Óhugsandi cr annað en að þér launist citthvert góðvert á næst- unni. I.áttu það samt ekki stíga þér til höfuðs, og haltu áfram að vera manneskja. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú færð fljótlega umbun fyrir það, sem undan er gengið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Smáfólkið í kringum þig þarfnast einhverrar aðstoðar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Margir hafa iegið þér á hálsi fyrir kæruleysi, og það áttu fylli- lejja skilið. Vogin, 23. september — 22. október. Ef einhver fótur er fyrir frétt, sem þér barst í dag, ættirðu að reyna að kannia málið betur ofan í kjölinn, því að það er bráð- nauðsynlegt. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembei-. Fólk er flest farið að rcikna með ævintýramennsku þinni. Þó misskilur það flest það, sem heilsteypt cr í fari þínu viðvíkjandi máli, sem þú vinnur að. Bogma^iirinn, 22. nóvemkr — 21. desember. Þú mátt þín einskis í margmenni þessa stundina, og því er lang- samlega hollast að reyna að standa sig. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú vilt láta þínum málum lykta á viðunandi hátt, skaltu láta hendur standa fram úr ermum fyrst um sinn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Múgur og margmenni sjást núna í stjörnumerki þínu, og er bjart yfir flestum þínum málum. Einhverjir fjármunir eru að flækjast fyrir þér, og ef þú kannar málið vel, myndu einhverjar reytur eiga að renna til þín. Fiskarnir, 19. februar — 20. marz. Það glaðnar fljótlega yfir sjónhring þínum þcssa dagana. Ef þú snýrð þér að gömlu verki, sem beðið hefur, og hespar því af, geturðu vel leyft þér að lyfta þér smávegis upp — jafnvel meira en lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.