Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1071 WgMltfrlftfrUlr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm qq afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. NORRÆNT MENNINGARSAMSTARF rkómnefnd bókmenntaverð- ” launa Norðurlandaráðs hefur setið á fundum í Reykjavík síðustu daga til þess að taka ákvörðun um .hver hljóta skyldi bókmennta verðlaunin að þessu sinni. I fyrradag voru svo úrslitin tilkynnt og urðu þau, eins og margir munu hafa búizt við, að Daninn Thorkild Hansen hlaut verðl; nin fyrir þrjár bækur, sem mikla athygli hafa vakið. Þetta er í 10. sinn, sem bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs er úthlutað og hafa 11 skáld hlotið þau, ekk- ert þeirra íslenzkt. Þessi staðreynd hefur stundum valdið nokkurri gremju hér á landi, og ýmsir hafa litið svo á, að íslendingar sætu tæpast við sama borð og aðr- ar Norðurlandaþjóðir í þess- um efnum. En þeir, sem þannig hugsa gleyma því, að með bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs er verið að verðlauna einstök bókmennta verk, en ekki einstök lönd og því síður að verið sé að skipta verðlaununum jafnt niður milli Norðurlandanna. í þeim efnum hlýtur efni málsins að ráða hverju sinni. Einn af bókmenntagagnrýn- endum Morgunblaðsins, Jó- hann Hjálmarsson, ritaði grein í Llaðið í gær um Thor- kild Hansen og verk hans og segir þar m.a.: „Þrælasaga Thorkilds Hansens er sagn- fræðilegt verk, en engum dylst, að það er um leið inn- blásið af skáldskap. Mikið hefur verið rætt um heim- ildaskáldskap svokallaðan á Norðurlöndum....... Þræla- Vilja spi 'Fins og kunnugt er náðist samkomulag milli samn- inganefnda sjómanna og út- vegsmanna um kjörin á fiskiskipaflotanum, sem und- irritað var af báðum aðilum að áskyldu samþykki félags- funda. í mörgum félaganna vr samkomulagið sam- þykkt, en hafnað í öðrum. Aðilar vinna nú að því að greiða fram úr þeim ágrein- ingi, sem skapazt hefur og finna lausn, sem allir geta við unað og ætti það vissu- lega að takast, þegar svo langt var komið, að samninga nefndir beggja höfðu fallizt á sameiginlegar tillögur. Athyglisvert er hins vegar, að bæði Tíminn og Þjóðvilj- saga Thorkilds Hansens er dæmigerð heimildaskáldsaga og verðskuldar fremur það heiti en aðrar bækur nor- rænna rithöfunda. Þetta mikla verk hefur verið lengi í smíðum. Thorkild Hansen hefur aflað sér heimilda heima og erlendis og allir þeir, sem ritað hafa um bæk- urnar, eru sammála um sann- sögli þeirra, en þar að auki búa þær yfir óvenjulegum skáldlegum tilþrifum.“ Úthlutun bókmenntaverð- Iauna Norðurlandaráðs er einn þáttur í því mikla menn ingarstarfi, sem unnið er á vegum Norðurlandaráðs og menningarmálanefndar þess og allt bendir til, að sam- starfið á sviði menningar- mála muni aukast mjög í ná- inni framtíð. Hugmyndin um þýðingarmiðstöð er komin vel á veg fyrir tilstuðlan rit- höfunda sjálfra og Eysteinn Jónsson, alþm., hefur lagt því máli drjúgt lið í menn- ingarmálanefndinni. Á fundi mennta- og menningarmála- ráðherra Norðurlandanna fyr ir skömmu voru lögð fram drög að sáttmála um nor- rænt menningarsamstarf, þai sem gert er ráð fyrir, að Norð urlöndin verji um 500 milljón um íslenzkra króna til menn- ingarsamstarfs sín á milli. Tillögur þessar verða lagðar fyrir fund Norðurlandaráðs í febrúar n.k., en nú er mikill áhugi á að auka menningar- samstarf Norðurlandanna, ekki sízt vegna þess að hugs- anlegt er, að leiðir Norður- landanna skilji á efnahags- sviðinu meira en verið hefur. lla fyrir inn leitast nú við af öllum mætti að spilla fyrir því, að sættir takist og útgerð sé tryggð. Og hausinn bíta blöð þessi af skömminni með því að kenna ríkisstjórninni um það, að ekki hefur enn ver- ið samþykkt í öllum sjó- mannafélögum sú tillaga, sem samkomulag varð þó um milli samninganefnda. Vonandi tekst aðilunum að kjarasamningum útgerðar- innar að leysa mál sín í bróðemi á næstunni, en söm er þó gerð þeirra, sem reyna að æsa til óþurftarverka, þeg- ar útgerð er að hefjast og helzti annatími er framund- an við sjávarsíðuna. ORÐ í BELG EFTIR MARKÚS ÖRN ANTONSSON. Á NÆSTUNNI mun borgarstjóm Reykjavíkiur kjósa niu menin til setu í þjóðhátíðarnetfnd 1974. Þessari nefnd verður ætlað að fjalla um það, með hverjum hætti höfuðborgarbúar skuli mimmast 1100 ára afmælis íslamds- byggðar og gera áætlanir sínax í sam- ráði við þá þjóðhátíðarnefnd, sem ríkisstjórnin skipaði fyrir nokkruim árum. Eðlilegt er, að þáttur Reykjavíkur í þjóðhátíðarhaldi 1974 verði aMáberandi vegna þess sess, sesrn staðurinm skipar í sögu landnámsims. Að vísu fór Ing- óifur hægt yfir á ferð sinmi með suður- ströndinmi og reisti sér bæi á íslandi áður en hanm tók sér fasta bólfestu, en fráleitt væri, að Reykvíkingar minmtust þeirra tímamóta sérstaklega þremur áruim eftir þjóðhátíðarhald 1974. Hvað sem þætiti Reykjavikur í þessu efni líður, verður þjóðháítið 1974 hátíð alHira lcimdsmrianma. Má gera ráð fyrir, að víða um liand verðd umdirbúim sérstök há- tíðardagskrá og væri æskilegt, að sam- ræming færi fram á vegum allsherjar- niefndarinnar um þjóðhátíðarhald. Þá spyrja memm sjálfa sig og aðra: „Með hverjum hætti verður þessa afmælis íslandsbyggðar rninnzt?" Kostirnir eru ótalmargir. Sjálfum finnst mér rétt, að allt árið 1974 verði helgað afmælinu en hátíðairhaild nád hámarki 17. júná. Og það er jafn sjálfsagt að gera þegar í stað ráð fyrir gestakomum frá útlönd- um af þessu tilefni. Væri nokkuð frá- leitt að hugsa sér kjörorð þessarar hátíðar í anda þeirra gjörbreytinga er orðið hafa á stöðu íslands 1 samfélagi þjóða frá því, er það var ómuimið fyrir 1100 árum eða fjarlægt útsikeT erlends konumgsveldis á þjóðhátíð 1874? íslemzfca þjóðin væmtir þess, að 1974 veirði fyrst og frernst henmar hátíðaæár. Og tíl þess að kyninast þvi, hve miiMl fjölbreytni getiur orðið í þess háttar hátíðarhaldi megum við vel líta til reymslu nokkumra nágranma okkar, sem haldið hafa upp á merkisafmæli undan- farið. Þar á ég við Kaupmannahafnar- búa, sem stóðu að mikil'li hátíð í til- efmi af 800 ára afmæli borgar sinmar fyrir þremur árum, íbúa Björgvinjar, sem varð 900 ára í fyrra og svo Gauta- borgarbúa, er minmast 350 ára afmælis simnar borgar á þessu ári. í öllpm til- vikum var sett saman fjölhreytt dagsfcrá með almenmum hátíðarhöldum, listavið- burðum, íþróttamótum o. fl. Þá var alls staðar við það miðað að fá er- lenda gesti til þátttöku. íslendingar hafa sýnt vaxandi áhuga á að kymna land sitt öðrum þjóðum nú á síðustu árum og hvetja útlendinga til að heimsækja ísland. Því er vel viðeigandi að stefna þegar að því, að árið 1974 verði hátiðairár og ferða- mannaár á íslandi. Þeir eru eflaust ótal margir útiendimigamir, sem hafa áhuga á að sækja íslemdinga heim á þessu merkisári, og hef ég þá kanmski fyrst og fremst í huga Norðurlandabúa og afkomendur íslendinga í Vestur- heimii. Þe'ir eiru þó sjál'fsaigt mdklu fleiri víða um lönd, sem kynnu að leggja leið sína norður hingað við þetta tækifæri. En til þess að framkvæmd hátíðar- inmar fari vel úr hendi og mieð það í huga, að hún laði útlendinga til að koma hingað, þarf dagskrárundirbúningur að hefjast fljótlega, svo að næguir tími gefist til að kynna viðburði ársins 1974 eins og þeir verða fyrirhugaðir á ís- landi. Nýjar hækk- anir hjá IATA Sérstakt aukagjald lagt á farseðla og flugfragt Genf, 19. janúar. AP. ALÞJÓÐASAMTÖK flugfélaga (IATA) tilkynntu í dag að frá og með 1. nóvember yrði lagt sérstakt aukagjald á farseðla í millilandaflugi, svo og á flug- fragt og væri aukagjald þetta lagt á til þess að mæta auknum kostnaði er stafar af síauknum kröfum rikisstjóma um aukinn loftsiglingabúnað. Framkvæmdastjóri 1ATA, Knut Hámmarskjöld, sagði að tækjabúnaður þessi — en hann tékur til fjarskiptastöðva á jörðu, flugumferðargitjórnar, veð urfarsupplýsiinga, auk ýmissa annarra þátta, sem ekki varða beint sjálfa flugvellinia, hefði til þessa verið kostaður af viðkom- andi ríkissitjómum, sem til þess hefðu varið peningum skattborg- ara sinna. Hammarskjöld sagði, að ríkis- stjórnirnar væru nú teknar að endurheimta af flugfélöguinum 107 í IATA ýmsa þætti þessa kostnaðar og svo kynni að fara að flugfélögin yrðu sjálf að bera allan kostnaðinn, um 700 milljón- ir dollara á ár-i, árið 1978. Hann sagði að flugfélögim, sem þegar væru aðþreingd vegna mik ils kostnaðar, sem leitt hefði til þesis að hækkum hefði verið ákveð in á fargjöldum um heim allan frá og með 1. april n. k., ættu einskis ‘aninars úrkosta en að láta fyrrgreindan viðbótarkostmað ganga yfir til farþega og þeirra, sem nota flugfragt. „Við erum algjörlega í höndum ríkisstjóm- anna,“ hætti hann við. Fyrsta skref IATA í hinmi nýju hækkun verður að setja 1% aukagjald á allia farseðlla í venjulegu farþegairými, en há- mark þessa aukagjalds verður þó 10 dollarar á alþjóðaflugleið- um. Aukagjaldið á flugfragt verð ur 2% á allt fragtverðið frá og með 1. nóv. 1971 til 31. marz 1973. U mf er ðar öngþ veiti á Ermarsundi“ London, 15. jan. — NTB. SLYSIN á Krmarsundi fyrr í viktinni hafa valdið alþjóða- deilum um „umferðaröng- þveitið" á sundinu, en Ermar sund er ein mest notaða sigl- ingaieið heims. Hafa risið upp deilur um það hvort núver- andi siglingaleiðir um sundið séu nægilega öruggar, og þá sérstaklega þrengsta hluta sundsins milli Dover í Eng- landi og Calais í Frakklandi þar sem sundið er aðeins 35 kílómetra breitt. Á sjómannamáli er Dover- sundið oft nefnt „Piccadilly Circus hafanna' eftir torginu í London, sem einnig á við sína umferðarörðugleika að etja. Talið er að 300 þúsund skip sigli um sundið á ári hverju, eða að meðaltali 800 á dag og 34 á klukkustund. Þegar umferðin er mest bíða oft allt að því 300 skip eftir tækifæri til að smeygja sér gegnum sundið. Á mánudag varð ásigling á sundinu, sem leiddi til þess að 29 manns fórust. Átta létu lifið þegar flutningaskipið Paracas frá Perú og olíuskip- ið Texaco Caribbean frá Pan ama rákust saman á sundinu með þeim afleiðingum að oliu skipið brotnað: í tvennt og sökk. Daginn eftir sökk vest- ur-þýzka flutningaskipið Brandenburg — sennilega eft ir að hafa rekizt á stefni sokkna olíuskipsins. Fórst 21 með Brandenburg, þar af fjórar konur. Hefur brezka ríkisstjórnin fyrirskipað rann sókn á slysunum tveimur, og búizt er við því að vestur- þýzk yfirvöld krefjist sjó- prófa vegna Brandenburg. Gagnrýni á siglingarreglur um sundið hefur heyrzt víða frá þeim þjóðum, sem þar eiga aðild að, og er þá helzt efazt um hvort núgildandi reglur feli í sér nægilegt ör- yggi. Frá árinu 1967 hefur verið ætlazt til þess að skip, sem um Ermasund sigla haldi sig til hægri, það er að skip, sem koma frá Atlants- hafi á leið til Norðursjávar sigli upp með Frakklands- strönd, en við Englandsströnd komi þau frá Norðursjó til Atlantshafs. Telja ýmsir að þessum reglum beri að breyta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.