Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 7 DAGBOK 1 dag: er fimmtudagur 1971. Eftir lifa 344 dagar, (l3r Islands almanakinu). Drottinn er minn liirdir Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, simi 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. 21. janúar og er það 21. dagur ársins Agnesarmessa. Ardegisháflæði kl. 11.54 Næturlaeknir x Keflavík 19.1. og 20.1. Arnbjörn Ólafsson. 21.1. Guðjón Klemenzsson. mig mun ekkert bresta (Sálm. 23.1). 22., 23. og 24.1. Kjartan Ólafss. 25.1. Arnbjörn Ólafsson. Mænusóttarbóiusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsuvernd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). AA-samtökin Viðtalstími er í Tjarnargötu 3c frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. Bæn hundanna Lofaðu mér að fylgja þér hvert sem þú ferð, þó þú stundum skammir mig og berjir, þá hef ég nú fengið svo mikla tryggð til þín, að ég hef enga ró þegar ég sé þig ekki, þú ert sá eini í heiminum, sem mér þykir vænt um. Lokaðu mig því ekki inni þegar þú ferð eitt- hvað, og skildu mig ekki eft- ir á ferðalagi, gerðu mér að- vart þegar þú ferð af stað; það er óbærilegt, þegar ég ieita að þér og finn ekki. Reiddu mig yfir ár og eggja grjót svo ég geti fylgt þér á langri leið. Ég vil vinna til að vera svangur og magur, ef ég aðeins fæ að vera hjá þér og njóta blíðu og nákvæmni þinnar. Skammir og högg særa mig einkum, þegar mér finnst ég vera saklaus, eða skil ekki fyrir hvað ég á að líða þetta, ég skal reyna að vinna ekki til þess. Þó ég geti ekki talað, þá geturðu séð í augum minum hugsanir mínar. Tr. G. Blöð og tímarit Tímarit Hjúkrunarfélagsins, 4. hefti 1970 er nýkomið út og hef ur borizt blaðinu. Af efni þess má nefna: XIII. þing SSN, 50 ára afmælishátíð. Hjúkrun í brennidepli, inngangserindi El- ínar Eggerz Steíánsson. Mat sem meginregla. Inngangserindi flutt af Helgu Dagsland. Mat á sjúkra hjúkrun og heilsuverndarhjúkr un, erindi eftir Guðrúnu Mar- gxúti Þorsteinsdóttur. Fulltrúa- mót SSN. Fulltrúi WHO heim- sækir ísland. Við framhaldsnám í Noregi eftir Guðrúnu Öldu Gísladóttur. Hið sállæknandi samfélag eftir Þóru Arnfinns dóttur. Hjúkrunarkonur útskrif- aðar frá Hjúkrunarskóla Is- lands 17. okt. 1970. Þúsundasti félagi Hjúkrunarfélags íslands Ávarp Maríu Finnsdóttur. Radd ir hjúkrunarnema. Ritkynning. Laun hjúkrunarkvenna. Póst- hólfið. Fréttir og tilkynningar. Ritið er mikið myndskreytt og smekklega útgefið. í ritstjórn eru Ingibjörg Árnadóttir, Sigur veig Sigurðardóttir, Lilja Ósk arsdóttir og Alda Halldórsdótt ir. Heilsuvernd, 5.—6. hefti 1970 tileinkað aldarafmæli Jónasar Kristjánssonar læknis 20. sept. 1970. Af efni ritsins má nefna: Ávarp Jónasar í 1. hefti Heilsuverndar. Héraðslæknirinn Jónas Kristjánsson eftir Pál V. G. Kolka. Hann vildi betra heiminn eftir Halldór Stefáns- son. Skagfirðingar hafa löngum verið sælir af læknum sinum, eft ir Kolbein Kristinsson frá Skriðuiandi. Frú Hansína Bene- diktsdóttir eftir Frank Michel- sen. Að vera sjálfum sér og öðr um trúr eftir I. Kx-istmundu Brynjólfsdóttur. Minningarat- höfn ? Heilsuhæii NLFl. Ávarp Arnheiðar Jónsdóttur. Láttu þá sjá eftir Jónas Kristjánsson rit- stjóra. Hann var hugsjónum sín um trúr eftir Björn L. Jónsson. Nokkur þakkarorð Árna Ás- bjarnarsonar. „Réttu fram hönd þina!“ eftir séra Helga Tryggva tri k tn_y n d /ij' Áraia vinríó c/j marjni. nt/i i metnun « JeÆ. -----*------- | Hrq'i)im, ei'ina.r/iabur á hvarCO niKir íf e lli/bii t uv • • í' riohj, son. Heftið er prýtt mörgum myndum. Ritstjóri er Björn L. Jónsson. Spakmæli dagsins Lærdómshroki Ég hef veitt því athygli, að það barf alveg geysilegan iær- dóm til þess að geta alveg lok- að augunum fyrir hinum aug- sýnilegustu og einföldustu sann- indum. — Sunkcovitch. VÍSUKORN Staka Þegar Breiðfjörð var að biðja Kristínar, gerðist hann um stund, reglu-, iðju- og dugnaðar- maður, fór þá með bát við Hellna, og aflaði vel. Annar for maður þar, að nafni Árni, aflaði þar á móti litið, og þvi er sagt, að Breiðfjörð hafi kastað þessu fram: Árni rær og ýsu fær, eina í gær, en núna tvær. . Hans vill mærin þiggja þær, þeim óvær í pottinn slær. Sigurður Breiðf jörð. Skugginn minn Velur sérhver vininn sinn, sem vitið beztan metur. Skemmti eg mér við skuggann minn, skrítið lagsmanns-tetur. Hvar sem get eg mjakað mér um mjúkan jarðar akur, skuggatetrið ætíð er ofur fylgispakur. Þó eg rynni frón og fljót sem fugl i lofti skjótur, undan vinn eg ekki hót, eins er skugginn fljótur. Ef eg bíð og þykir þægt þar og hér að standa, eftir skríður hægt og hægt hann með sama vanda. Þegar við saman töltum tveir, tryggða vinir finir, hann tii gamairs mér þá meir myndir ýmsar sýnir. Hann á stundum hrokar sér , hátt sem f jalla tindar, það svo undur þykir mér, hvað þrekinn hann sig myndar. Við þau umskipti eg þenki brátt, þetta við ígrundum: Svona lyftir lukkan hátt litilmenni á stundum. Þannig hrokar heimskan sér hégómans í vindi, en itð lokum hrapar hér, hæðin öll í skyndi. Hnignar skerður heiðurinn, hrokinn narrar slíka. Svona verður vinur minn vesall stundum líka. Eins og drengur, eigi stór, afls og þroska tregur, hjá mér gengur, magur mjór og mikið nöturlegur. Þar með sýna þykist hann og þanka mína vekur, I hvernig dvína heillin kann, þá harmur pina tekur. Þann hinn snauða þenki eg á, er þjáning nauða meiðir, heiðri og auði hniginn frá, í harmi brauði eyðir. Svona leikur veröld við virða smeyka og káta. Hennar veika vinfengið villir hreykiláta. Sigurður Breiðf jörð. SKATTFRAMTÖL Friðrik . Sigurbjörnsson, fög- fræðingur, Harrastöðum, Skerjafirði. Sím-i 16941 eftir kl. 6. Geymið auglýsinguna. Pantið tímanlega. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. SKATTFRAMTÖL Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur Banrtahlíð 32, sími 21826. LESIÐ pIorg»«MaI»»S> DHGLECD Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskiptaráðuneytisins dags 28. des. 1970, sem birtist í 1. tbl. Lögbirtingablaðsins 1971, fer 1. úthlutun gjald- eyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1971 fyrir þeim inn- flutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrú- ar 1971. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka Islands eða Útvegsbanka Islands fyrir 15. febrúar n.k. LANDSBANKI ÍSLANDS, ÚTVEGSBANKI ISLANDS. Eldavélar Heimili og byggingafélög. ATHUGIÐ STÓRLÆKKAÐ VERÐ. Hinar margeftirspurðu UPO eldavélar komnar aftur. Margar gerðir. Algjörar nýjungar. Mjög fullkomnir grillofnar. Kynnið ykkur verð og gæði. Finnsk úrvalsvara. Einkaumboð H. G. Guðjónsson umboðs- og heildverzlun. Simi 37637. Raftækjaverzlun H. G. GUÐJÓNSSON Stigahlíð 45—47, Suðurveri. LEIKFANGAVER Klapparstig 40 — simi 12631. Höfum ávallt úrval af leikgrindum göngugrindum, barnastólum, þríhjólmn, dúkkuvögnum og bílsætum. Samúel Eggertsson teiknaði my ndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.