Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 21 — Meogun Hramhald af bls. 15 yroi ekki byggð nema Is- land yrði í otíuslóð og yrði möguleg sjávarmengun af skips- skaða meiri heldur en í sam- bandi við litla stöð. Hina vegar myndi hættan nokkum veginn sú sama, hvort sem skip væru að flytja olíu til stöðvar á Islandi eða þá að sigla fram hjá land- inu, sem þau myndu gera, ef landið væri í olíuflutningaleið. LOKAORÐ Að fenginni reynslu annarra þjóða væri fráleitt að reisa hér olíuhreinsunarstöð eða annan efnaiðnað án þess að taka tillit til hugsanlegrar mengunar og gera ráðstafanir til að fyrir- byggja hana, ef þörf krefur. Hitt er jafn fráleitt að hafna nýjum iðnaði og þeirri fram- leiðsluaukningu og llífskjarabót, sem honum gæti fylgt, á grund- velli þéss að hliðstæðum iðnaði hefur fylgt mengun erlendis, þar sem ekkert hefur verið skeytt um að fyrirbyggja hana. Rétta leiðin á vali nýrra iðn- greina er að meta bæði efna- hafslegan hagnað, sem af þeim leiðir, og einnig þann baga, sem af úrgangsefnum eða staðsetn- ingu kann að leiða og hvemig gera má þann baga sem minnst- an. Síðan á að velja eða hafna á grundvelli þess, hvort hagur eða óhagur er meiri, þegar tek- ið er tilli-t til allra þátta. Mengun er fyrst og fremst yandamál á iðnaðarsvæðum, þar sem margar verksmiðjur eru á hvern ferkílómetra og víðast hyar þar sem mengun er allveru leg hefur ekkert verið gert til þess að fyrirbyggja hana. Hér á landi er iðnvæðing það lítil enn, að okkur er nauðsyn á meiri iðn aði. Mengunin er ennþá það lítil að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af, ef tillit er tekið til þess þáttar strax í upphafi og viðeigandi varúðarráðstafanir gerðar, þegar með þarf. * Afram haldandi ágengni Moskvu, 18. jan. NTB. BANDARÍSKIR ríkisborgarar í Moskvu urðu á laugardaginn enn á ný fyrir ágengni og óþæg- indum af hálfu Moskvubúa, er rúður voru brotnar í tveimur bílum og svívirðingum ausið yf- ir blaðamann, á meðan kona hans og barn máttu hlusta á. UPI-fréttaritarirwi David Nagy, skýrði frá því, hvemig rúðum- ar, framljósin og aftu-rljósin á bíl hans voru brotin og rúðuþuinrk- uimar eyðilagðar, er hanin var í ininikaupum í verzlun eimni ásamt fjöiiskyldu sinni. Nokkrir memn, sem stóðu þar nálægt, gengu að og lásu yfir homim svívirðingar og mótmæltu meðfarð þeirri á sovézkum sendistarfsmöinnuin í Baindaríkjumum á meðan Nagy kanmaði skemmdirnar á bil sín- um. Þetta var annar atburðuriran af þessu tagi á laugardag. F-yrr um daginm braut agalaus lýður rúðurnar í bíl, sem var í eigu flugfélagsinis Pan Amecican. Þetta var í fyrsta sinni á viku- tíma, að beitt var ofbeldi í hefndarskyni fyrir þanm andsov- ézka áróður, sem öfgasinmaðir Gyðingar í Bandaríkjunum hafa haft í frammi. Sveinbjöm Dagfinnsson, hd. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11. - Sími 19406. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, "Axeís Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Simi 26200 (3 iinur) - 85 ára Framhatd af bls. 11 — Jú, þetta var auðvitað af- skaplega erfitt. En nei, nei, eng inn var hræddur, þetta var okk ar daglega brauð að hrekjast fyrir vindum og sjóum, og það möglaði enginn yfir því. Og svo var þetta talið svo sjálfsagt að hjálpa þeim, sem í hættu var staddur, að niaður gleymdi hættunni sjáilfur. Samt held ég að móðir mín hafi verið hrædd, því að hún sá ekkert til okkar, vissi ekkert um að við fórum inn í Rauðseyjar. Beið bara alla nóttina og hlust- aði á storminn og brimgnýinn. En þegar hún taldi víst, að eitthvað hefði farið öðru vísi en ætlað var, heyrði hún hvað eft- ir annað eins og hvíslað í veðr- inu við gluggann: Still þú Drottinn, storm á sjó stríðinu láttu linna. Kriisitur, sem á kimsisii dó, kom til bæna minna. Þá varð hún róleg og taldi, að Guð hefði bænheyrt- sig og allt færi vel. Annars hef ég aldrei talið þetta til neinna afreka. Þetta er aðeins einn atburður á minni löngu ævi. Það er fyrst nú á seinni árum, að þessi atburður er mér flestu öðru ferskari í minni. Það er sagt frá þessari björg un í sögu Flateyjarhrepps. Jens Hermannsson segir þar frá og hefur held ég skrifað upp vís- umar, sem einn farþeganna á skipinu, Alexamder Valentínus- son skrifáði í visnabókina mina. — Og hvað vilt þú svo að síðustu segja við okkur eftir þessa langferð um lífsins haf? spyr ég þessa hreinskilnu og heilsteypu konu, sem enn þá 85 ára að aldri ferðast léttfætt um borgina með strætisvögnum, þótt hún hafi fótbrotnað þrisv- ar á ævinni. Hún er grönn og létt, fíngerð og veikbyggð að útliti, maður gæti hugsað sér að hægt væri að blása henni til hliðar með því að anda þungt á hana. En hún hefur einmitt alltaf staðizt alla storma eins og drangar og klett ar eyjanná hennar á Breiða- firði. — Ja, síðast vildi ég svara þér eins og vinkonu minni, sem spurði mig fyrir stuttu á hverju ég lifði: Ég lifi á sjálfstrausti og guðs trú. Óg þetta vildi ég kenna sem flestum og óska að þeir gætu tileinkað sér. Okkur var kennt að guðstrú- in væri of heilög til að hafa hana stöðugt á vörum og bera hana á borð. Hún hefur verið mitt akkeri. Það þarf að leita grunns, en má ekki fljóta, eiga öruggt hald í bjargi eða kletti tengt í keðju vonar og kærleika. Já, hún Sigríður Þorláksdótt- ir er ótrúlega sterk, þótt grann vaxin sé. Árelíus Níelsson, Bílstjórí Stór heiidverzlun óskar að ráða röskan starfsmann til út- keyrslu, einnig til afgreíðslu á lager. Einungís sterkur og röskur maður kemur til greina, yngri en 35 ára. Helztu upplýsingar óskast lagðar inn á afgr. Mbl. merkt: „Bílstjóri i— 6712". Skipti dánarbúa Vegna þess að nú er aðeins rúmur mánuður þangað til nýja fasteignamatið á að sögn að taka gildi, skal því beint tíl allra þeirra er óska að fá aðstoð við búskipti fyrir þann tíma að hafa tal af lögmanni sínum í tæka tið, Stjóm Lögmannafélags fslands. HúsnœBi til sölu Tvær 300 ferm. hæðir og ris á mjög góðum stað í bænum. Einnig kemur til greina að selja 1. hæð, sem er um 140 ferm Þetta húsnæði er sérstaklega hentugt sem gistiheimili eða fyrir skrifstofur, tannlæknastofur o. fl. FASTEIGNASALAN Eiríksgötu 19, sími 16260 Jón Þórhallsson sö’ustióri Hörður Einarsson hdl., Óttar Yngvason hdl. KEFLAVÍK Gott forstofuherbergi óskast fyrir skipstjóra á vertíðarbát. Upplýsingar í síma 1888 eða eftir kl. 20 í sima 52375. SJÓSTJARNAN HF.. Keflavík. N auBungaruppboð sem aug ýst var í 72., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Hverfísgötu 64, þingl. eign Sigurjóns Kristjánssonar o. fl„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hákonar Kristjónssonar hdl., _á eigninni sjálfri, mánudaginn 25. janúar 1971, klukkan 16. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auBungaruppboB sem auglýst var í 63., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Skúlagötu 54, þingl. eign Sigvalda Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Þorfinns Egilssonar hdl., á eigninni sjáifri, máundaginn 25. janúar 1971, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykiavík. N auBungaruppboB sem auglýst var í 63., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Reynisnesi, Skildinganesi, þingl. eign Laura Cl. Pétursson. fer fram eftir kröfu Jóhannesar Jóhannessonar hdl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl., á eigninni sjálfri, mánudaginn 25. janúar 1971, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auBungaruppboB sem auglýst var i 63., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Öldugötu 15, þingl. eign Styrktarsjóðs Vélstjórafélags ís- lands, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri, mánudaginn 25. janúar 1971, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auBungaruppboB sem auglýst var í 63., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Týsgötu 1, þingl. eign Árna Egilssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Rvíkur og nágr. og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, mánudaginn 25. janúar 1971, kl. 15.G0. Borgarfógetaembættið í Reykjavtk. HúsnœBi óskast eftir u.þ.b. 3 mánuði í Reykjavík eða Kópavogi fyrir konu með tvær stálpaðar telpur. Til greina gæti komið húshjálp og/eða barnagæzla upp í húsaleigu. Upplýsingar í sima 18156 á mánudögum frá kl. 5—7 é skrifstofu Félags einstæðra foreldra, Túngötu 5. ÁRSHÁTÍÐ íslenzk-spánska félagsins verður haldin laugardaginn 23. janúar í Miðbæ við Háaleitis- braut Dansskóla Hermanns Ragnars) og hefst kl. 19. Við innganginn verður veitt „Sangría" en síðan verður sameiginlegt borðhald. — Veizlustjóri Árni Johnsen. Fjölbreytt skemmtiskrá og dans til kl. 2 e.m. Verð aðgöngumiða er kr. 650.— Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst í síma 41266 eða 36492. Allir Spánarfarar velkomnir. SKEMMTINEFNDIN. I.O.O.F. 11 = 1521218 y2 I.O.O.F. 5 = 1521218*4 s B. R. Kvenfélag Neskirkju heldru fund fimmtudaginn 21. janúar kl. 8.30 í Félags heimilinu. Fótaaðgerðir fyr ir eldra sóknarfólk eru alla miðvkudaga frá 9—12 Pantanir á sama tíma sími 16783. Keflavík Þorrablót kvenfélagsins verður haldið í Ungmenna- félagshúsinu 30. janúar kl. 8. Miðar seldir 27. og 28. janúar I Tjarnarlundi. Nefndin. Vestmannaeyingar Árshátíðin verður að Hótel Borg föstud 22. jan og hefst með borðhaldi kl. 19. Stjórnin. Hcimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6 a í kvöld ki. 20.30. Allir velkomnir. K.F.U.M. Fyrsti fundur Aðaldeildar- innar á þessu ári verður í húsi félagsins við Amt- mannsstig í kvöld kl. 8.30. Efni: Fréttir frá útlöndum (Bjarni Eyjólfsson). Gísli Jónasson, menntaskólanemi hefur hugleiðingu. — Allir karlmenn velkomnir. Kvenfélag Kópavogs heldur hátíðafund í félags- heimilinu elri sal, fimmtu- daginn 21. janúar kl. 8.30. Austfirskar konur skemmta Stjórnin. H jálpræðisheri nn Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 að Kirkjustræti 2. Ræðumaður kafteinn Knut Gamst. Allir velkomnir. Kristileg samkoma að Bræðraborgarstíg 34 kl. 8.30 e.h. Ailir hjartanlega velkomnir. Fíiadelfía Almenn sakmoma í kvöld ki. 8.30. Aliir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.