Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU'R 19. SEPTEMBER 1971 Ashboume-myiidin Janssen-niyndin. Hinar ýmsu ásjónur Shakespeares í grein í Berlingske Aften avis fjallar Henrik Neiiendam um hinar ýmsu útgáfur manna á ævi Williams Shake speares og bók bandariska fræðimannsins S. Schoen- baum um það efni, en hún ber heitið „Shakespeare's Lives“. Fara glefsur úr grein Neiiendams hér á eftir: í>að er mikið misræmi mill hins Víðtæka skáldskapar sem Shakespeare skildi eftir sig, og hinna knöppu upplýs- inga sem við höcEuim um hann sjlálfan. Þetta hefur alla tið vaidið torvitnu fólki hugar- angri. Að vísu geturn við þakíkað það duglegum bók- rýnum að við vitum meir um Shakespeare en t.d. starfs- bróður hans Ben Jonson, en skrásettar upplýsingar um skírn hans, hjönaband, böm, Lundúnaferil, elliár og greftrun í Stratfbrd eru samt rnjög ópersónulegar. Og eins og málverk af honum eru mjög vafasöm, þá eru frá- sagnir af honum ekki sérlega áreiðanlegar. Fræðimenn hafa reynt að flullnægja florvitninni um Shakesp>eare sumpart með þvl að leita frekar í skjala- söfnum og sumpart með því að feiia upplýsingarnar inn í breiðari lýsingu á tíðarand- anum. Með þvi að rannsaka aðstæður í skólamálum þessa tíma, geta menn gizkað skyn- samlega á að Shakespeare lærði örlítið meir í latínu og grisku í Stratford en Ben Jonson gefur í skyn í erfi- ljóði sinu í útgáfunni frá 1623. Með þvi að bera sam- an bruILaupspappira hans og erfðaskrá er unnt að sjá, að þau eru í samræmi við venjur þessa tíma. Þannig hafa fræðimenn og ævisöguritarar aldanna reynt að lauimast að mannin- um William Shakespeare. Hvemig þeir gerðu það, og hvaða niðurstöðum þeir kom- ust að, er efnið í hinni fjör- legu bók bandaríska prófess- orsins S. Schioenbaum. Vafalaust heflðum við getað vitað miklu meir um mann- inn Shakespeare, ef einhverj ir florvitnir menn hefðu brugðið undir sig betra flæt- inum og skofckað til Strat- flord eftir dauða skáldsins 1616 eða ecftir útgáftuia 1623, og spurt systur hans, dóttur eða nána vinu spjlörunum úr, en þetta flólk liflði mörgum árum lengur en hann. En þar eð enginn gerði þetta, verðum við nú að láta okkur nægja það sem Nieholas Rowe gat safnað árið 1709 af upplýsing urn og munnmælum um Shake speare, sem hann svo notaði í útgáfu sína á verkum skáldsins, — þá fyrstu sem var bókmenntalega gagnrýn in. Sú útgáfla, ásamt öðrum, kenndi átj'ándu öldinni að elska Shakespeare, og dýrk- un skáldsins skapaði eðlilega þorsta i alla tiltæka vitn- eskju um snillinginn. Það var á fyrstu Shakespeare-hátíð- inni 1769 að hinn mikli at- vinnuvegur minjagripa og helgra dóma komist í gang í Stratford, — og um leið byrj uðu faisanirnar. Tvítugur maður William Henry Ireland að nafni stal þá pappír úr gömlum skjaia- bunka á lögfræðiskriflstof- unni sem hann vann hj'á, og með sérstakri blekupplausn reit hann bréf frá Shake- speare til vina hans og vel- unnara, og síðan svarbréf þeirra. Þetta gerði hann til þess að sanna verðleika sína fyrir hinum hranalega föður sínum, sem tilbað Shake- speare. Þegar faðirinn varð himinlifandi, hélt Ireland áfram skjala- og ljóðaföisun- um og flramleiddi að lokum heilan harmleik, „Vortigern“ sem meira að segja var sett- uir á svið í Drury Lane með John Ketmble í titilhlutverk iniu í kringum 1. apríl 1796, — en sýningin varð aöeins ein. Þá kom mesti Shakespeare sérfræðingur þeirra tíma, Ed mond Malxxne, upp um falsan imar, sem Ireland eldri hafði stoltur stillt upp á heimili sínu, og sem James Boswell haflði í elli sinni knékropið fyrir tárfellandi í riti einu, sem er íurðulega nálkvæmt og alvörugefáð þegar tiilit er tekið til ómerkileiks falsan- anna. En upplýsingatímabilið átti einnig sínar viðkvæmu rómantíisiku hliðar. Menn hóflu tilbeiðslu hins gamla og gotneska. Hin fölsuðu „Ro- wley“-ljóð Thonaas Chatter- tons og lélegu Ossian-stæling armar voru teikin alvarlega af f jölda manna í þá daga, þeg- ar fólk lék sér einnig að gotn eskum bygiginigarstil og bjó til falsaðar rústir til þess að hleypa í sig gotmaslkum hrolLi. Tiltölulega auðvelt var að koma upp um þessar fals- anir Irelands, en ýmsar fals- anir 19. aldarinnar voru erf- iðari viðureignar. Sumir fræðimenn létu sér ekki nægja að uppgötva ekta skjöl. Eftnn þeirra, Thornas Payne Coliier, „uppgötvaði“ skj'öl sem hamn hafði búið til sjállfur, og þessi plögg voru tekin góð og gild í langan tíma, eða þar til hinn mikli blóðhundur James Halliwell- Philllips hreinsaði rækilega til í heimiilöum um Sbakespeare. En forvitni manna um Shaketspeare og ákaflri lömgun þeirra í „rómantísika" mynd af honum var engan veginn fulinægt. Þess vegna hóf Col eridge mikla leit að skáldinu í verfcunuim sjálflum og ár- ið 1875 fann Edmund Dowd- en hann í leikritunum og sonn ettunum, —og það svo hressi lega, að kenningar hans um hin fjöigur þróunarstig Shake speares gætir enn þann dag í dag. Það var aðeins smám saman, að menn gerðu sér Ijóst að „Hamlet" þarf alis ekki að vera sjá fsævisögu- legt verk, en getur r.d. verið skrifað til þess að koma til móts við löngun almennings þeirra tírna i hefndarharm- leiki. Kenningar Dowdens höfðu áhrif á Georg Brandes, sem stoáldaði sjálfan sig, og aristó kratíslka róttækni sína, inn i Shakespeare. Kenníngar Brande.sar voru svo stældar af hinum bökmenntalega glaum gosa og prakkara, Frank Harris. En Schoenbaum held ur því jaifnframt fram, að irsk ur stúdent, James Joyce að nafni hafi lesið hina ensku þýðimgu á bók Brandesar með mikilii athygli, og að margar af hugmyndum hans hafi far ið inn í 9. kafla „Ulysses", og sumt jaflnvel orðrétt. Til dæmis segir Brandes, að ljöð ið „Venus og Adonis", hafi verið að finna „á borði hverr ar léttúðugrar konu í Lond- on,“ og Joyce talar um „the bedchamber og every light- ot-love in London." En ásamt þessari „persónu legu“ túltoun á Shakespeare, sem unnt er að rekja allt til „Essential Shakespeare" eftir John Dover Wilson (1932), komu annars konar falsamr til sögunnar. Þær voru undir áhrifum a£ túltoun ýmissa fræðlimanna á stoáldinu, sem sýndu hann sem atorkusaman (viktorianskan) borgara, bónda án bóka, næstum sem menningarsnauðan villimann, sem snitokaði aðeins til verk annarra höfunda, en hafði annars mestan áhuga á veit- ingahúsum og fasteignum. En hvermig átti að samræma þetta og snilli verkanna? Svarið var að sjálfsögðu, að verkin voru skrifuð af öðrum, og Shakespeare hafði aðeins lagt þeím nafn. Ef ekki var unnt að finna nýjar heimild- ir og skjöl, þá var þó að minnsta kosti hæg: að finna nýjan höfund. En hvern? Þar kom tii ara- grúi kenninga, t.d. var stung ið upp á Francis Bacnn, öðr- um fornmenntuðum og víð- flörlum aðaismömum, og enn í dag koma fram með vissu millibi i rnenn með nýjar t.'l- gátur í þessu efni. Þeir eru stjörnuspámenn Shakespeare- fræðanna. En eftir standa svo vísinda mennirnir með þessi virðu- legu vandamál í l'úkunum. Til dæmis er eftir að ganga úr Chandos-myndin. stougga um sannleitosgildi sög unnar um þegar Shatoespeare var staðinn að veiöiþjófnaði á Landareign Sir Thíomas Lu- oýs. Hún er hvergi skráði, en er þekkt úr mörgum óstoýld- um heimilidum. Og eif um hrein an, uppspuna er að ræða, hvemig á þá að stoýra stoir- stootanirnar til Lucy og stojaldarmertois ættarinnar i fyrista atriði „The Merry Wives af Windsor?“ „Þetta er erfitt viðureignar," viður- kennir Sohioenbaum. Hktoi er uinnt að vísa þess- um sögusögn.um algerlega á bug. Ein þeirra er giamansag- an um frúna sem hreiflst svo af leik Riohard Burbages í hlutverki Ridhards III, að hún bauð honum heim að sýn imgu lokinni. Hann átti að kynna sig sem Riohard III. Shakespeare kocrnst að tilvilj un að þessari ráðagerð, og fór sjálfur á fund flrúarinn- ar, kynnti si.g sem Riehard III og var umsvi'falaust hleypt inn. Þegar samwistum þeirra var lokið, kom Bur- baga starfsbróðir, og lét til- toynna að Richard III. bíði inngöngu. Shakespeare sendi þaiu boð um hæl að Vilhjálm ur sigurvegari hefði orðið á undan Richard III. Á árunum eftir 1920 unnu textarannsöknir sem gerðar voru í Glasgow endanlega á þeirri gömlu kenningu, að Shakespeare heflði byrjað fer il sinn með því að end- urstooða og endursemja verk annarra. Sú kenning stafar af þeirri trú, að þríleitourinrt um Henry VI. byggði á nokkr um eldri leifcritum um sama efni. Sýnt hefur verið fram á að þessi verfc eru slæmar útgáflur á frumgerð Shake- speares. Þanni'g hafa mienn unnið að Shakespeare í þrjúhundr- uð ár, á meðan skáildið hefur skipt um útlit eftir þeim sem handfjatliaðd hann hverju sinni. Það kemur berlega í Ijös 1 hinni fróðlegu og skammti'legu bök Sohauen- baurns, aö þar eð svo margir sem áður fyrr töldu sig hafa fundið Shaketspeare hafla nú verið leiðréttir, þá ættum við etolki láta otokur detta í hug, að við segj'um í þessu sem öðru síðasta orðið. Framí'öin mun staðfesta, að við spegluð um einnig aðeins okkur sjálf. Skrifstofustúlka X y : • Sölukona Stúlka óskast til vélritunar og símvörzlu. Málakunnáttu ekki krafizt. Tilboð, merkt: „Vandvirk — 3047" sendíst Morgunblaðinu fyrír 21. þessa mánaðar. Vön sölukona getur fengið framtíðarstarf í húsgagnaverzlun nú þegar eða síðar. Umsóknir, sem greina frá fyrri störfum, aldri og öðru, sem máli skiptir, leggist vinsamlegast inn á afgr. Mbl. fyrir fimmtu- daginn 23 þ, merktar: „Trúnaðarmál — 3032". Skólastjóra vantar að Heimavistarskólanum Asbyrgi, Miðfirði. Aðeins reyndur kennari kemur til greina i stöðuna. Umsóknir sendist til sr. Gísla Kolbeins, Melstað. SKÓLANEFND. |íltirrjnnWflí>iíi margfnldar markað yðar Vélritun Vantar stúlku í starf, þar sem vélritunarkunnáttu er krafizt. Tilboð er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 25. september. Tilboð, merkt: VÉLRITUN — 5885".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.