Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1971 31 Brandt heim frá Krím Moskvu, 18. sept. AP-NTB Skólarnir eru aó byrja og skólafólkið farið að setja svip á borgina, eins og þessar stúlkur, sem voru að koma út úr Kvennaskólanum, g-laðlegr- ar og hressar eftir sumarið og tilbúnar að takast á við námsefnið. Mót Votta Jehova UMDÆMISMÓT votta Jehóva, sean hófst á fimmtudaginn 16. aept. nær hámarki aínu dag með opinberum fyrirlestri, sem ber heitið: „Þegar allar þjóðir rekast á við Guð“. Mótið hefur verið mjög fjölsótt og ánægjulegt. T. d. sáu 215 manma leikritið á föatu- daginn, „Hvað er í hjarta þínu?“ í þessu leikriti komu fram bíblíu- legar leiðbeiningar um hvernig hægt er að styrkja fjölskyldu- böndin, hjálpa börnunum til að vaxa upp og verða að þroskuðum hæfum mönnum, sem sýna jafn- vægi í lífi sínu. LOKIÐ er viðræðum kanslara V- Þýzkalands, Willy Brandts og sovézka flokksleiðtogans Leon- ids Brezhnevs, sem fram hafa far ið í smábænum Oreanda við Svartahaf, skammt frá Yalta. — Segir í opinberri tilkynningu Tass fréttastofunnar, að viðræð urnar hafi farið fram í andrúms lofti hreinskilni og gagnkvæms skilnings. Leiðtogarnir ræddust við í sjö klukkustundir í gær jafnframt því sem þeir brugðu sér í sigl- ingu og fengu sér sundspretti saman. NTB segir, að Brezhnev hafi verið í óvenjulega góðu skapi og sýnt á sér hlið sem Vesturlanda menn hafi ekki fyrr kynnzt. — Hann hafi m.a. gefið sig á tal við vestur-þýzka blaðamenn í morg- un, eftir að þeir Brandt höfðu fengið sér sundsprett. Þeir hafi þá m.a. spurt hann hvort hann ætlaði að koma í heimsókn til Bonn og hafi Brezhnev ekki tal- ið það útilokað en sagt að fyrst yrði hann þó að fá heimboð þangað. Ekkert hefur verið látið uppi um það, hvað þeir Brandt og Brezhnev ræddu en talið va«, að Berlínarmálið yrði eitt helzta við fangsefni þeirra. Samningamir milli Austur- og Vestur-Þjóð- verja, sem fram hafa farið á grundvelli fjórveldasamkomu- lagsins um BeJ'lín, hafa gengið heldur stirðlega og etr talið að leiðtogarnir hafi kannað leiðir til að liðka þær viðræður. Hundruð Eyjamanna til meginlandsins vegna úrslitaleiks Islandsmótsins MÖRG hundrtið Vestmanna- eyinga hafa skotizt til megin- landsins um helgina til þess að fylgja ÍBV liðinu til úr- slitaleiksins í íslandsmótinu, en þeir keppa við Keflvíkinga i dag á Laugardalsvellinum kl. 14,30. Á miffvikiidag og fimmtu- dag voru aukaferffir hjá Flug- félagi íslands, en á föstudag og í gær var ófært til Eyja þannig að gripa varð til ann- arra ráða en ferðast um loftín blá. Tæplega 200 Eyjaakeggjar fóru með Herjólfi í gærmorg- un frá Eyjum til Þorlákshafn- UNGLIN G A SUNDMÓT Sund- deiHdar KR fer fram í Sundlaug Vesturbæjar sunnudaginn 26. sept. kl. 15.00. Greinar í þeirri röð sem keppt verður: 1. 100 m bringusund telpna 14 ára og yngri. 2. 100 m fjórsund sveina 14 ára og yngri. 3. 50 m skriðisund telpna 12 ára og yngrL 4. 50 m bringusund sveina 12 ára og yngri. 5. 50 m skriðsund telpna 14 ára og yngri. 6: 100 m skriÁsund sveina 14 ... árá og yngrii 7. 50 m baksund telpriá 12 ára og yngri. . , i ar, en fyrr um morguninn höfðu liðsmenn fþróttabanda- lags Vestmannaeyja farið sömu leið með varðskipi, því þeir vildu ekki treysta á flug, og hljóp Landhelgisgæzlan undir bagga. Sigldu þeir . í brælu. Oft hafa Eyjamenn orðið að sigla þessa leið til þess að geta mætt til leiks, og í fyrsta íslandsmótinu 1912 sendu Eyjamenn t. d. lið þessa leið, en þá þurftu liðsmenn að ganga til Reyikjavíkur frá Eyrarbakka. Þá ætlaði fjölmenni að fara frá Eyjum með fiskibát- um, sem ákveðið var að láta fara þegar flug bráat og 8. 50 m skriðisiund sveina 12 ára og yngri. 9. 4x50 m brimgusu nd telpna 14 ára og yngri. 10. 4x50 m fjórsumd sveina 14 ára og yngri. Þátttökutilkynningar berist til Erlings Þ. Jóhannssonar, Sund- laug Vesturbæjar, sima 15004 fyrir föstudag 24. sept. Ath. Dregið verður í alla riðla mótsins. Innanfélagsmót Sunddeildar KR verður i Sundlaug Vestuir- bæjar sunnudaginn 26. sept. (eft ir ungl.mótið). Keppt verður í ölflum Hög;legum greirnum sem þátttaka fæst í. StjÓrn Sunddeildar KR. ætluðu Lundinm, Stígandi, Kópur og fleiri bátar að ferja fólk á leikinn og til baka. Sést á þessu að áhuginn er feikna mikill og mikið á sig lagt því sjóveður var slæmt. Láta mun nænri að 600—800 Vestmanna- eyingatr verði í barginni um helgina og þó að margir séu í sumarleyfum, er aðalmark- miðið þó að fylgja Vestmanna- eyjaliðinu til úrslitaleiksinis. Vart hefur í annan tíma eins fjölmennt lið Vestmannaey- inga farið í víkimg til megin- landsins. - Viðræður Framh. af bls. 1 Iands og Marokko á sviffum tækni, viðskipta- og menningar- mála. Af hálfu Bretlands er lögff sérstök áherzla á áhuga stjórn- valda þar á efnahags- og þjófffé- Iagsþróun Marokko og vilja til aff Ieggja eitthvað af mörkum til þessara mála. Þá segir að báðir aðilar hafi orðið ásáttir um, að Miðjarðar- hafið eigi ekki að verða átaka- svæði heldur eigi að varðveita þar frið og stefna að því að Miðjarðarhafið verði til fyrir- myndar um árangursríka sam- vinnu ríkjanma, sem liggja að því. Báðir aðilar hvetja til skjótrar lausnar deilumálanna milli ísra- els og Araba ög af hálfu Mar- okko er lögð áherzla á, að sér- hver lausn þeirra mála hljóti að fela í sér brottflutning ísraels- manna af landsvæðum Araba og viðurkenningu á réttindum Palestínumanna. Unglingamót KR - Ákvörðun Framh. af bls. 1 benda til þess að hækka þurfi þá rafmagnsverð til alls almenn- ings, jafnvel þótt mjög auikin áherzla yrði lögð á að auka húsa- hitun með rafmagn.i á orkusvæði Landsvirkjunar. En fyrir þvi eru eðlilega takmörk sett vegna hita- veituáforma Reykvíkinga og ná- grannasveitarfélaga. Rafmagnshitun getur ekki keppt við hitaveitu í þéttbýli. Af þessum sökum verður að leggja áherzlu á að áfram verði haldið viðræðum þeim, sem hafnar voru af fyrirrverandi ríkisstjórn og haldið hefu verið áfram í sumar við ýmsa þá aðila érlendis, sem áhuga hafa sýnt á raforkukaup- um til iðnirekstrar hér á landi. Fyrr en niðurstaða liggur fyrir af þeim viðræðum, er auðvitað ekki hægt að taka ákvörðun um, hvort Sigalda verður virkjuð í áföngum eða í einu lagi. Gerðar hafa verið bráða- birgðaáætlanir um fjárhagslega hagkvæmni þriggja valkasta. I fyrsta lagi áfangavirkjunar í Sigöldu, í öðru lagi virkjunar Sigöldu í einum áfanga og í þriðja lagi virkjuniar Sigöldu og Hrauneyjafossa í beinu fram- haldL Þessar áætlanir sýna, að fyrsta leiðin, þrátt fyrir aukna húsahitun, mundi væntanlega hafa í för með sér þörf á hækk- un raforkuv&rðs til neytenda. Önnur leiðin er hagkvæm- ari en gerir ráð fyrir stórum raforkusölusamningi og nýjum at vinnurekstri í landinu og þriðja leiðin er lang hágkvæmust og gerir þá einnig ráð fyrir fleiri orkusölusamningum og nýjum at vmnufyrirtækjum. Sigöldutvlrkj utn er í raun oig veru valitn í þeirri von, að áfram verði hægt að haida við Hrautn- eyjafossa í beinu framhaldi, þvf ef von um samhangandi virikjcun arframkvæmidi'r á báðuim þess- um stöðuim væri ekki fýrir henidi, heföi margt mælt með þvi að taka Hrautneyjaflossa fyrir á undan. Valið á Sigöldu er því viis bending um að áfram verði hald ið þeirri stóriðjuistefnu, sem mörkuð var af fyirrverandi rikis- stjóm. — En hvað viltu þá segja um yfirlýsingu iðnaðarráðherra á Iðniþimgi? — Ég skil yfirlýsin,gu hans á þann veg, að hann sé meðtmiæltur samninguim við þá erlendiu aðila, sem hér hafa sýnt áhuga, ef umnt er að tryggja þátt Islend- inga í atvimnuifyrirtækjum, sem reist væru. 1 þessu felist emgin stefmubreyting. Fyrrverandi rik- i&stjórn var búin að opna þenn- an mögiuileika. 1 viðræðum þeim, sem fram fóru við aðila að orku kaupuim í tíð fyrrverandi stjórn- ar var leitað eftir þvi að Istlend- ingar ættu hlutdeild í átvinmu- rekstrinum. Vissulega kom til greima, þegar fyrsti onkusölu- samningurinm var gerður, sem var gruindvölliur Búrfelllsvirkjun- ar, að íslendingar ættu hilutdeild i stóriðju sjálfir en þá var talið rétt að stiga fyrsta skrefið í þess um efnum án þess að taka slíka áhættu. Samningaviðræður verða að leiða í itjós hvað er hagkvæm asta fyrirkomuilagið fyrir Islend- ingá og um það er ekki ágreim- ingur að virkjunarframlkvæmdir sjáífar og eignaraðild að þeim verða algehlega í höndum okkar. Mál þetta verður nú sent ráð herra sem gefur endanlegt leyfi til virkjunarframkvæmda skv. landslögum og ég tel ekki ástæðu til að efast um, að það leyfi verði veitt. — Hvernig verður fjármagns aflað til þessara framkvæmda? — Ég býst við, að lík leið verði farin og við Búrfellsvirkjun, að leitað verði til Alþjóðabankans og ýmissa annarra lánastofnana. Raunar hefur þegar verið haft samband við Alþjóðabankann og fulltrúar hans hafa fylgzt með öll um undirbúningi mála og einnig hefur verkfræðingur bankans gefið álit um, að rétt væri að hefjast handa við Sig- öldu fyrst. — Má gera ráð fyrir, að Ai- þjóðabankinn setji- skilyrði urn orkusöiusamning fyrirfram, fyr ir lánveitingu? — Mér er ekki kunnugt um, hvort slíkt, skilyrði verður sett af hálfu Aiþjóðabarikang en ég teí það ósennilegt, ef eðlilegur gang ur verður á þeim viðræðum, sem farið hafa fram í sumar og halda áfram 1 vetur. Orkusölusamning ur samhliða ákvörðun um nýja stórvirkjun var nauðsynlegri þeg ar ráðizt var í Búrfellsvirkjun en nú, þar sem hún var hiut- falislega mairi stækkun á af- kastagetu Landsvirkjunar en önn ur Tungnaárvirkjun er nú. Und- irbúningu,r slíkra virkjunarfram kvæmda er afar viðfeðmur og að honum vinna margir aðilar, sagði Geir Hallgrímsson, borgar stjóri, að lokum, en ekki sízt hef ur forysta þessara mála mjög hvílt á fo-rmanni og framkvæmda stjóra Landsvirkjunar ásamt öðr um starfsmönnum fyrirtækxsins. — Slippstöðin Framh. af bls. 32 innar og ýmislegt annað þyrftí að lagfæra. En meginoT'Sökin fyrir erfiðleikunum væri fjár- magnisleysið, og það væri skoðun forráðamanna Slippstöðvarinnar, að fjánmagnið væri forsenda þeas að hægt væri að réka fyrirtaeki á borð við Slippstöðina. Eh vegna fjáirmiagnskortsins hafi fyrirtæk- ið aldrei fengið tækifæri til að sanna gildi sitt og ágæti. —Innbrot Framh. af bls. 32 voru tveir menn staðnir að verki, þar sem þeir voru að brjóta rúð- Ur að Túngötu 16. Tók lögreglan þá í vörzlu sína, og reyndust þeir vera með ýmsan varning úr prentsmiðjunni Viðey, þannig að allt bendir til þess að þeir hafi verið valdir að innbrotinu þar. Loks var maður rændur tals verðri peningaupphæð að Hótel Vík að því álitið er, og 70—80 hljómplötum var stolið úr bíl, sem stóð í bílastæði á Rauðarár stig, milli Grettisgötu og Njáls götu. t Konan mín Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Skúlaskeiffi 42, Hafnarfirði andaðist 17. þessa mánaðar. Enok Helgason og börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.