Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1971 Geioge Harmon Coxe: Græna Venus- myndin 65 verið það, hefði ég farið beint til Bacons. Sjáðu til Louise hitti Caroll í gærkvöldi og hainn gat ekki sagt henni, hvar frummyndin var. Hún vissi, að hún var ekki hérna, svo hún fór, upp á von og óvon, í íbúð- ina þína, og þar sem hún vasr nú talsvert sniðug, þá fann hún hana að lokum undir bl'áu mynd inni. Hún tók hana ekki — það var Jack Fenner viss um — en hún var horfin þegar ég kom þangað í morgun. Hamn sagði: .. Ástæðan til þess, að ég fór að biða þarna alian daginn var sú, að ég vildi vita, hvort hún — eða einhver annar — kæmi aftur. Og það gerði hún — ásamt Daimon, — af því að hún var búin að fara til hans og gera kaup við hann. Þegar hún kom þangað aftur i kvöld, og sá stælinguna, sem við höfðum komið þar fyrir, héit hún, að það væri frumtmyndin —* það gat ég séð af viðbrögð- um hennar. Og Damon trúði henni. Þessvegna hafði hvor- ugt þeirra frummytndina. Þess vegna var hún annað hvort hjá Roger eða Barry Gould. Þ ess vegna eða Barry Gould. Þess an skrípaleik í vinnustofunni. Og það var byssan, sem gerði út um málið. Ég þóttist þá orð- ið viss um, að Gould væri mað- urinn, en ég varð að gefa hon- um tækifæri til að gripa ti! byssunnar, sem varð Andrada og Lorello að bana. —- Já, nú skil ég þetta al'lt, sagði Gail. Murdock andvarpaði en glotti svo aftur. — Það er erfitt að sannfæra þig. Hún setti á sig stút. — Nú, ég varð nú að vera viss, finnst þér ekki ? Roger Carroll ræskti sig. — Og Gail, sagði hann og roði færðist í magrar kinnarnar og glampi, sem Murdock hafði aldrei séð áður, kom í augun. — Carl Watrous ætlar að kaupa af mér tvær myndir. Fyrir fimm hundruð dali. Ó, það þykir mér svo vænt um. Hvers vegna tókstu hann ekki með þér hingað? - Hann þurfti að fara á eitt- hvert stefnumót. Murdock brosti þegar hann minntist hinn ar hranalegu kveðju hjá Wat- rous. — Já, á stefnumót við viskíflösku. Hann sagðist ætla að drekka sig svollítið fullan, og sjá, hvort hann gæti ekki endur heimt vitið sitt. En sjáið þið nú til krakkar, ég verð að hlaupa. Hann stóð upp og Carroll stóð upp lika og sagðist skyldu aka honum heim á hótelið. Mur- dock afþakkaði það. Hann sagði að einhver yrði að éta það, sem eftir væri af samlokunum. Svo gekk hann fram í ganginn, án frekari máialenginga. Carroll sagði lágt. — Mikið held ég, að við höfum verið heppin, að þú skyidir koma, Murdock. — Allir þurfa á dálitilli heppni að halda, sagði Mdr- dock og gaut til þeirra hornauga. — Og þið tvö urðuð að engu gagni með þvi, sam þið sögðuð frá. Hann leit á Carroll. — Þú játaðir ekkert, og ' þú Gaiil — dálaglegt afispurnar —- þú sagðir mér í gærkvöldi, að maðurinn sem leitaði i íbúðinni þinni og lokaði þig inni í skápn um, hefði þefjað af kölnarvatni. Og þú sem fannst sömu lyfktina af Damon þaa-na í Listamarkaðn um, sagði hann ásakandi, og þú... — Fyrirgefðu, sagði Gail og varð niðiurlút. — Kannski hef- ur það stafað af eiufómri ósk- hyggju. — Og ég, sagði Carroli i iðr unartón. Ég var flæktur þetta og vissi hvorki upp né niður. Hann sendi Murdock skakkt bros u,m leið og hann hjálpaði honum í frakkann. — Stundum finnst mér ég ekiki vera sérlega skynsamur. Murdock gekk til dyra. Þreyt an var að koma yfir hann aft- ur og hann fann æðaslátt í gamla sárinu á íætinum og hann var farinn að hlaklka til þriggja hluta: að fá sér heitt bað, eit,- hvað sterkt í gias og svo að fára í rúmið. Hann hugsaði til alls (þessa með mikilli tilhlökkutn, þegar dyirnar opnuðust og Lou- ise Andrada og Jack Fenner komu in n. Louise var hnarreiist og gremjuleg á svipinn. Hún hvorki leit á þau né hægði á göngunni, heldur geikk framhjá j þeim án þess að segja orð, með j reiðilegum hælasmelluim og fór j upp i stigann. Þegar hún var horfin fyrir horn, flýtti Murd- ock sér að kveðja og gekk út. Jack Fenner horfði á eftir honurn. — Hvers vegna kynnt- irðu mig ekki? spurði hann. Fyr ir hinni litlu dúkkunni. Hún er sæt. Hver er hún? — Hvað kemur þér það við ? — Ég spyr nú alltaf um það, sagði Fenner og lét sér hvergi bregða. Þeir gengu niður tröpp urnar og niður á gaingstéttina. Stigu upp í bil Fenners án þess að segja orð. Þegar Fenner var kominn af stað, andvarpaði hann. — Ef þeir ætla að nota þessa Louise fyrir vitni, sagði hann, — þá verður hún eitthvað um kyrrt í borginni. Ég held hún kunni bara vel við mig. En veit það bara ekki ennþá. Murdock kom sér fyrir i horn inu í sætinu og Fenner sagði: — Ég bauð henni upp á glas en hún beit mig af sér. Bn hvað um þig! — Ég er þreytt.ur, sagði Mur- dock geispandi. — Ég er al- veg útpískaður. — Eitt glas, sagði Fenner, og beið siðan svars. Hann beygði fyrir hom og inn í aðalgötuna. - Eitt glas. Heima hjá þér. Svo skal ég breiða ofan á þig i rúm- inu. Hann ók enm fimm húsalengd ir. — Er það ekki í lagi ? Hann ók enn eina húslengd meðan hann beið svarsins. Svo leit hann á Murdock. Murdoek var steinsofnaður'. (Sögulok). Afgreiðslustúlkur óskast nú þegar. Upplýsingar á staðnum í dag. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÆSKUK Snðurlandsbraiit 14 Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríL AIiiik'í er mikill fyrir efnislegu liliiliniii á flestu í dug. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Nú er næg fyrirstuúa tii að hvetja þig til dáða. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Reyndu að uá jafnvægi. Þekkingin skapar samstööu og vel- gengni. Líttu með skilningi á það, sem liðið er. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. N* er um að gera aft sanga frá nýjum samuiiigum strax. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Hagkvæmnin er fyrir öllu, og verður framkvæmd ýmsum til 6- þurftar. Meyjar, 23. ágúst — 22. septeinber. I>ú vekur eftirtekt með athöfuum þlnum, en ómögulegt <‘_t að segja fyrir um áraiigur af iillu verkinu strax. Vogin, 23. september — 22. október. Persónusamböndin togast á við viðskiptasamböiidin og nú er úr vöudu að ráða. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að leggja eitfcbvað fyrir, ef þess er kostur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. r’ramtíðaráformin standa og falla með því, sem þú kemur í verk í dag. Steingeitin, 22. deseinber — 19. janúar. Fjárhaffslega áttu i vök að verjast, en verður samt bvattur til dáða. Reyndu að taka þér smáhlé einhvern tíma dagsins. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ilversdafirsöniiin er ekkert speimandi, en þú vcrður að moka liemii frá samt, og er enginn aniiar tími heppilegri. l iskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I»ú getur fest þér hagkvæma samninga og vinnuskilyrði ef þú ert lijótur að snúa þér við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.