Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1971 21 - Sorpið Framhald af bls. 32. ★ ÍSAFJÖRÐUR Á ísafirði er sorpið notað til uppfyllimgar. Sorphaugarnir eru þar við innkeyrsluna i bæinn, en þar hafa á nokkrum stöðum myndast víkur inn í undirlend- ið. Eru þær girtar af og deilt i lítil hólf, þar sem sorpinu er sturtað í. Á sumrin er keyrð möl yfir sorpið um leið, en á veturna er þetta hið mesta vanda mál, þar eð erfitt er að ná í jarðveg til að aka yfir sorpið. Vill sorpið þá oft fjúka út á höfnina. ísfirðingar hafa ekki kastað sorpi sinu í sjóinn nú um langt skeið, en hins vegar hefur það verið vandamál að kauptúnin í næsta nágrenni — Bolungarvík og Hnífsdalur — hafa eytt sorpi sinu með þessum hætti, en það þá borizt inn á Skutulsfjörðinn og valdið hinum mesta óþrifnaði. Þvi hafa Isfirð- ingar boðið þessum kauptúnum að aka með sorp sitt til ísafjarð- ar og losa það í uppfyilingarn- ar þar. Að sögn bæjarstjórans er þetta þó engin framtíðar- lausn, og þess vegna hefur rekstur sorpeyðingarstöðvar ver- ið hugleiddur gaumgæfilega og þá í samvinnu við Bolungarvík og Súðavik. ★ SAUÐÁRKRÓKUR Sauðkræklingar virðast bet- ur staddir samkvæmt upplýsing- um bæjarstjórans þar. Þar fyrir utan kaupstaðinn er allmikil gjá, og hefur verið byggður pall- ur á brún hennar, þar sem sorp- bílunum er ekið á og sorpið los- að í gjána. Siðan er kveikt í því og að því búnu ýtt yfir það. Bæj- arstjórinn sagði að sorpeyðingin ætti því ekki að vera neitt vanda- mál fyrir Sauðkræklinga næstu 2—3 árin. Áður var sorpinu kast- að í sjóinn, en reyndist skamm- góður vermir, því að það barst þá um allar fjörur. ★ SIGLUF.IÖRÐUR Siglfirðingar hafa nýlega tekið upp nýja hætti i eyðingu sorps, að sögn Stefáns Frið- bjarnarsonar, bæjarstjóra. Bær- inn hefur látið útbúa sérstaka hringi til að setja í sorptunnur bæjarins, og í þá eru festir til þess gerðir plastpokar. Bærinn hefur síðan samning við verk- taka einn um losun á sorpinu einu sinni í viku og er þá sorp- pokunum komið á bíl og þeim ekið suður á svonefnda Lang eyri, innst í firðinum. Þar er talsvert mýrlendi og pokunum er raðað þar upp en síðan rutt yfir þá. Með þessu fæst ágæt upp- fylling og er þetta svæði hugsað sem íþróttavöllur i framtíðinni. Að sögn Stefáns tóku Siglfirð- ingar upp þessa háttu í sumar en fram að því voru sorpeyð- ingarmál bæjarins i hinum mesta ólestri; sorpinu ekið inn í dalinn og kveikt í þvi þar, en þetta hefði ekki gefizt vel og auk þess verið alltof nálægt bænum. ★ ÓLAFSFJÖRÐUR „Við erum heldur frumstæð- ir enn í þesum efnum“, sagði bæjarstjórinn á Ólafsfirði, Ás- grímur Hartmannsson. Hann kvað bæinn hafa stað einn rétt utan við aðalbyggðina, þar sem sorpið væri losað. Ætti að vera hægt að hylja það þannig að ekki sæist frá veginum. Hins vegar kvað hann losunina ekki hafa tekizt nægilega vei. Farar- tækið sem notað væri í þessu skyni, losaði ekki nægilega vel af sér, einstaklingar kæmu og gengu ekki nægilega vel um og svo væri það blessaður fuglinn, sem héldi sig talsvert við sorp- hauginn og bæri með sér óþrifn- að um nærliggjandi svæði. En þetta stæði þó til bóta. Staður- inn væri vel valinn og nú stæði til að taka upp svonefnt pokakerfi, þ.e. plastpoka og grindur. Með því móti ætti að vera auðveldara að ganga tryggilega frá sorpinu og aka síðan mold og möl yfir það, svo að óþrifnaður hlytist ekki af. ★ AKUREYRI Bæjarstjórinn á Akureyri, Bjarni Einarsson, sagði Akur- eyrarbæ hafa ákveðinn losunar- stað fyrir sorpið í Glerárdal, nokkuð fyrir ofan bæinn, og þar væri sorpið urðað. Þessi staður nægði þó ekki nema til skamms tíma, en bærinn hefði annan stað i sigti þegar aðstaða þryti á gamla staðnum, en hann væri heldur ekki til frambúðar. Bjarni kvað stöðuga gæzlu vera á núverandi losunarstað og tals- verða vélarvinnu, en þrátt fyrir það væri þetta talið kostnaðar- minna en að reisa sorpeyðingar- stöð. Hins vegar kvað hann rottuvandamál fylgja núverandi fyrirkomulagi, og eins bærist reykur frá sorphaugunum yfir bæinn í ákveðinni vimdátt. Því væri sérstök sorpeyðingarstöð á athugunarstigi, og bærinn fylgd- ist af athygli með öllum fram- förum á þvi sviði, þvi að slík stöð hlyti að verða framtíðar- lausnin. ★ SEYÐISFJÖRÐUR Fréttaritari Morgunblaðsins á Seyðisfirði kvað sorpeyðingar- málin þar vera í hinum mesta ólestri. Sorphaugarnir eru nokk- uð fyrir utan bæinn, út með firðinum að norðanverðu og þar er sorpið losað og siðan rutt yfir það. Mikill óþrifnaður fylg- ir þessu engu að síður, og því hafa Seyðfirðingar mjög hugleitt sorpeyðingarstöð en það reynzt óviðráðanlegt af kostnaðarástæð- um. ★ NESKAUPSTAÐUR Bjarni Þórðarson, bæjar- stjóri í Neskaupstað, kvað fyr- irkomulagið þar eystra vera með þeim hætti að bærinn hefði sérstaka sorpgryfju, þar sem sorpið væri brennt. Það sem ekki brynni væri svo tekið upp úr gryfjunni og því ekið í sjó- inn. Áður var allt sorpið látið í sjóinn, en barst þá samstundis upp á fjörur á nýjan leik og þurfti að hreinsa það aftur. „Þessi aðferð var því kjörin at- vinnubótavinna," sagði Bjarni og hló við. Bjarni kvað núver- andi fyrirkomulag hafa gefizt sæmilega vel, en þó það væri engan veginn gott. Hann kvað Norðfirðinga hafa hug á sorp- eyðingarstöð, en þeir ætluðu að bíða og sjá hvernig hún reyndist hjá Húsvíkingum. ★ VESTMANNAEYJAR „Við erum frumstæðir enn- þá á þessu sviði,“ sagði Magnús Magnússon, bæjarstjóri i Vest- mannaeyjum. Hann kvað sorp- inu vera kastað í sjóinn, og væri af því hinn mesti óþi'ifnaður, þvi að það vildi berast upp á nær- liggjandi fjörur. Þó væri nú mjög til athugunar að taka upp poka- og grindakerfi, og leggja niður tunnubiiana, sem nú væru notaðir. „Hér áður fyrr var tals- vert um malartekt úr Heigafelli," sagði Magnús, „og við það hafa viða myndazt stórar gryfjur í fjallið til hinnar mestu óprýði. Við höfum nú hug á því að fylla upp í þessar gryfjur og nota sorpið til uppfyllingar. Þetta ætti að vera framkvæmanlegt með poka- kerfinu." Hann taldi að þessar gryfjur í Helgafelli ættu að geta tekið við sorpi næstu 2 árin, en að þeim tíma liðnum hlyti sorp- brennsla að verða eina viðun- andi lausnin. — Ráðherra- fundvir Framhald af bls. 14 gengislækkun dollarans. Hann kvað svo að sjá, sem aðrar þjóðir teldu Bandaríkjamenn óttast gengislækkun dollarans, en það væri ekki rétt. 1 opinberri tiikynningu, seim birt var að loknum fundinum, sagði, að ráðherrarnir hefðu orðið ásá.tir um að lausn gjald- eyrismálanna krefðist víðtækra ráðstafana og endursikoðunar og nauðsyn bæri til að bæta úr þvi jafnvægisleiysi, sem ríkti i greiðslufyrirkomulagi alþjóða- viðskipta. ast að bæta gjaldeyrisstöðu sína um 13 milljarða dollara eins og Connally hefði sagt að væri markmiðið, — og hvatti til raun- særri áætlunar þa.r að lútandi. TILLÖGUR f FÁUM LIÐUM 1 viðræðunum lagði fram- kvæmidastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, Pierre Paul Schweit- zer fram málamiðlunartillögur í fjórum liðum og skoraði á ríkin að samþykkja þær eða byggja laUsn þessa máls á þeim hug- myndum. 1. Allsherjar leiðréttingu á gengisskráningu heiztu gjald- miðla heims, þar á meðal geng- Erlendar í stuttu máli ww 555 íshækkun helztu gjaldmiðla Evr- ópu og Japans og gengislækkun bandarisika dollarans. 2. Nýtt varagjialdeyriskerfi, þar sem sérsiakar yfirdráttar- heimiMir alþjóða.gjaideyrisvara- sjöðlsins taki að noikikru leyti við hlutverki gullsins sem varagjald eyris. 3. Reynt verði að rétta við greiðsluijöfnuö Bandaríkjanna og bandalagsríki Bandaríkjarna taki i því skyni á sinar herðar nokkrar byrðar. 4. Þegar þessar fyrrgreindu ráðstafanir hafi verið gerðar sé kominn ií.mi til að afnema 10% innflutningjstoillinn bandaríska, sem Nixon florseti fyrirskipaði 15. ágúst sl. Skoðið ATLÁS FRYSTI- Skoðið vel og sjáið muninn í efnisvali í þessum málamiðlunartUlag- um eru sameinaðar helztu kröf- ur hinna striðandi aðila í gjald- eyrismálumum. Fjármálaráð- herra Vestur-Þýzkailands, Karl SchilLer, fagnaði þeim og AP segir, að í þeim hafi komið fram ei.t og annað, sem búizt hafi verið við að Bretar legðu til mál anna síðar í umræðunum. Franski fjármálaráðherrann, Val ery Giscard d’Estadng, virtist tillögum Schweitzers einnig hlynntur. Hann lét aftur á móti í ijós efasemdir um, að Bandaríkjamönnum mundi tak- iír frágangi tækni i$r litum og ^ formi SlMI 2 44 20 — SUÐURGOTU 10 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.